31.1.2007 | 20:11
Krúttlegt hús fyrir tíunda takk og magnaður máttur hugans.
Ok. Okkur fjölskylduna vantar hús til að búa í næstu 6 til 12 mánuðina. Leigumarkaðurinn er mjög dapur þessa dagana og varla neitt í boði sem mér líst á. Svo nú verð ég að bretta upp hugarorkuermarnar og láta orku standa út úr haus út um allan geim og láta húsnæðisenglana finna fyrir mig draumahúsið á lítinn pening, hratt!!! Þeir eru sko ekki vinnuhaltir eða að vandræðast með svona smáræði eins og eitt lítið hús. Ó nei!!! Og hvernig gerir maður svo?
Byrjar á því að sjá fyrir sér auðan skjá eða tjald. Lokar svo augunum og býr til hina fullkomnu mynd af húsinu sem maður vill fá. Þarf að sjá hana mjög skýrt fyrir sér og finna gleðina og vellíðanina innra með sér yfir að þetta hús sé þitt. Finna hvað manni á eftir að líða vel þarna og hversu skemmtilegt verði að búa þar. Það eru engin takmörk fyrir hvað maður má finna til mikillar innri kæti.
Það sem ég vil kæru húsnæðisenglar er eftirfarandi og verið nú snöggir að framkalla þetta til mín takk! Athugið að alheimsenglar þekkja engar takmarkanir þannig að maður þarf ekkert að vera praktískur.
Krúttlegt hús , helst með hliði og boginni trégirðingu í kring. Garður með íkornum og gamalli eik og jafnvel lítilli tjörn. Við þurfum 3 rúmgóð svefnherbergi, geggjað baðherbergi með frístandandi koparbaði(munið maður má biðja um allt sem mann langar mest í), eldhúsi með gaseldavél og öllum græjum, stofu með frönskum opnanlegum hurðum út í garðinn og stóra skrifstofu. Brakandi tréfgólf og alvöru arin svo ég geti kveikt upp á köldum vetrarkvöldum, setið við eldinn og samið rómantískar ástarsögur. Mér skilst að maður geti orðið trilljónamæringur af því að skrifa vondar ástarsögur og það er til skotheld formúla sem maður notar bara aftur og aftur. Snilld. Kellingin í bleika gerir það.
Ég er vissum að þetta er byrjað að virka því ég er orðin svo glöð inní mér og bara veit að þetta verður svona. Er svona og á bara eftir að birtast mér hér. Bara muna að setja inn allt sem maður vill hafa. Magnaðir þessir alheimsenglar. Alltaf reiðubúnir að aðstoða litlar manneskjur sem vantar smá hjálp til að lifa af í flóknum heimi. Voða sætt af þeim. Svo núna er bara að leyfa þeim að skapa þetta allt fyrir okkur og eina sem ég þarf að gera núna er að treysta og slappa af. Og ég vil ekki heyra neitt sem felur í sér vantrú á að þetta virki. Því þetta virkar. Þessi heimur sem við lifum í er svo rosalega sniðuglega hannaður. Og þetta er örugglega skemmtilegasta plánetan til að vera á því hér eru óendanlegir möguleikar og ekki nema örfáir búnir að fatta það. Sé fram á mikið fjör næstu árin þegar allir hinir fara að gera þetta. Að skapa sinn eigin raunveruleika er auðvitað málið í dag. Mest í tísku!
Mikilvægast af öllu er svo þakklætið. Muna að segja takk og þakka daglega fyrir allt það góða sem er í lífi manns. Þarf að skrifa heilan bloggara um takklætið við tækifæri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Ó er líka tekið með það sem maður bloggar á nóttunni?
Takk fyrir góðar óskir. Það er alltaf gott að vita þegar einhver heldur með manni. Ég held með þér í öllu sem þú vilt og þarft. Við ömmurnar og afarnir erum orðin svo lífsreynd..hehe.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.1.2007 kl. 21:01
-------- svo er bara að anda og vera í "Núinu", er hvort eð er aldrei neitt annað en the now moment .......
Vilborg Eggertsdóttir, 31.1.2007 kl. 21:15
Skippaðu flugvélinni og notaðu bara efnast og afefnast aðferðina. Bæði ódýrara og fljótlegra.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.1.2007 kl. 22:50
Dásamlegt ad vita nákvaemlega zad sem madur vill, zad audveldar allt! Gangi zér allt í haginn, ég heyri brakid í gólfinu og ilminn af uppáhellingu!
www.zordis.com, 31.1.2007 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.