Leita í fréttum mbl.is

Sykurhúðað ömmuhjarta og leiðangur til London

72797358sykursæt ást100_2694

Í dag er gleðidagur. Við ætlum að keyra til London og hitta Prinzess Hazelnut. Hún er nýorðin 3ja vikna og vex og dafnar eins og safaríkt jarðaber.Um æðar hennar rennur skoskt íslenskt blóð og hún lítur út eins og söguhetja úr ísfólkinu. Með dökk rannsakandi augu og afskaplega fallega langa og dömulega fingur. Hún er lítil steingeit. Litlu  geiturnar eiga það til að taka lífinu frekar alvarlega. En með mig sem ömmu sprelligosa held ég að hún fái ágætishjálp við að sjá það skemmtilega í lífinu og ekki eru foreldrarnir síður spélegir. Ég er að læra það betur og betur að sleppa. Sleppa tökunum og því að halda að ég sé ómissandi. Læra að börnin mín geta spjarað sig vel og fallega án þess að ég sé mikið að skipta mér af. Treysta þessari veröld fyrir þeim og að minn staður sé að vera til staðar ef þarf. Samt pínu erfitt stundum. Ég vil bara pakka þeim í bómull og hafa þau örugg og sæl í mínu húsi. En ég stend mig vel þó ég segi sjálf frá.Það er langerfiðast að láta af stjórnuninni á öllum sviðum lífs síns og læra að flæða með lífinu og treysta að allt sé rétt og gott. Fólk í stjórnunarstörfum er þó undanskilið þessu flæði frá 9 til 5. Sjáiði fyrir ykkur bankastjórann minn t.d hafa enga stjórn a innlánum eða útlánum því hann væri bara á einhverju hippaflæði allan daginn og lánaði mér alltaf pening þegar mig vantaði? Það kynni nú ekki goðri lukku að stýra fyrir hann. Bara mig.Joyful

Við ætlum að spássera um götur með nýja barnavagninn á eftir. Ég ætla fá að keyra. Kíkja á kaffihús og kannski í eina barnabúð og sjá hvort það sé ekki örugglega eitthvað sætt þar sem Hazelnut vantar. Hún ætlar að skírast í skotlandi um miðjan mánuðinn og við erum öll spennt að fá að vita hvað barnið á að heita. Það er töluverður höfuðverkur að finna nafn sem gengur bæði á íslandi og skotlandi. Það þarf nefninlega að hafa margt í huga. Ef nafnið Fanný væri valið sem er fínt og gott nafn og hljómar vel í  okkar eyrum  Þá er það ekki svo hér. Taka verður tillit til þess hvernig nafnið hljómar á ensku og hvað sú hljómun merkir í huga fólks. Fanný gæti t.d auðveldlega verið skilið og heyrt á ensku sem kvenmannsklof. Þess vegna eru búnar að vera uppi miklar og margar vangaveltur fyrir litlu Princess Hazelnut svo hún fái nú fallegt nafn við hæfi sem á vini á báðum stöðum. Íslandi og Skotlandi..

 

Jæja ég má ekki vera að þessu slóri. Ömmuhjartað í mér þolir ekki við lengur. Ég hreinlega þrái að fá að halda á henni í fanginu og knúsa litlu hendurnar hennar. Hún er búin að læra ulla. Ef maður ullar á hana gerir hún eins. Er þetta barn ekki bara einstakt og óendanlega vel gefið? Hjarta mitt titrar af fögnuði og hamingju yfir þeirri gæfu að vera amma þessarar fögru veru og....

Hvað????? Finnst þér ég væmin?? Ég vil bara ekki heyra svona vitleysu. Þetta er hreinræktuð og sannkölluð ömmuást. Maður getur bara ekkert að þessu gert. Þetta er bara partur af því að vera amma að sjá allt í rósrauðu og verða yfir sig ástfangin af kraftaverkunum í lífinu eina ferðina enn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ha væmin? Nei alls ekki... þú veist nú að það þarf meira til að ég fái væmnuvelgju

Annars skil ég þig svo vel að ég þoli þetta vel 

Heiða B. Heiðars, 1.2.2007 kl. 09:49

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ég var í morgun að kveðja tvær litlar prinsessur sem búa norður á Akureyri, búið að vera yndislegt að hafa þær í heimsókn í nokkra daga. Ég er viss um að þessi steingeit eins og allar hinar spjara sig. Gamla geitin

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 1.2.2007 kl. 10:33

3 Smámynd: Ólaf de Fleur Jóhannesson

Væmnin er ávallt best. :)

Ólaf de Fleur Jóhannesson, 1.2.2007 kl. 16:16

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Guddriddur? Er það ekki kúl nafn á angann? Eða Katrín, eins og amman?

Guðríður Haraldsdóttir, 1.2.2007 kl. 17:39

5 Smámynd: www.zordis.com

Það er í góðu lagi að væminn svo framarlega sem maður er ekki vælinn!  Það hlýtur að vera undursamlegt að verða amma

www.zordis.com, 1.2.2007 kl. 21:14

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Mér finnst eins og það hafi verið í gær sem litla yndislega ömmuprinsessan mín fæddist, en hún verður 6 ára í maí.
Svo njóttu hverrar mínútu.

Svava frá Strandbergi , 2.2.2007 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 310933

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband