Leita í fréttum mbl.is

Að vera imbi.

sjónvarpið Iss. Það er ekkert varið í þetta sjónvarp. Fyrst horfði ég á þátt um hvernig maður á að hafa heima hjá sér. Fjarlægja allt sem minnir á fólk og notalegheit. Ég er skítfallin á því heimilisprófi þrátt fyrir að hafa díklatterað(flott útlent orð yfir að henda drasli út) Mér leið ekkert hræðilega eftir þann þátt en fór samt að hugsa minn gang og hvort ég ætti ekki bara að hafa almennilega bókabrennu í garðinum. Það þykir víst ekkert fínt að hafa bækur um allt. Nema svona stórar myndabækur á stofuborðinu. Ekki til að lesa heldur sem punt.

Svo kom hinn þátturinn. Kona sem var tekin og yngd um 10 ár. Skornar af henni fellingar fyrir ofan augun og kalkúnapokinn undir andlitinu líka. Bætt löngum lokkum við hárstrýið á henni og tennurnar gerðar beinar og hvítar og svo fékk hún meira að segja handarbaksyngingu. Já maður verður að passa sig að muna eftir öllum hlutum sem eldast. Birtust myndir af Madonnu ofurkroppi hér um daginn. Hendurnar á henni eru voða ellilegar.  En áfram með 10 ár af. Næst var farið í fataskápinn og öllum fötum sem voru brun, grá eða dröppuð hent. Konan var klædd í bláAn bol, gult vesti og svartar kvartsbuxur, dónalega munstraða svarta nælonsokka og hælaskó við. Mér fannst það nú ekki flott. Og alls ekki yngja hana neitt. Frekar að manni dytti í hug að hún væri orðin elliær og blind ef hún myndi klæða sig svona.

Ég fór samt alvarlega að hugsa minn gang. Ég á svona leynikrukku sem ég safna peningum í ef mér dytti í hug að gera eitthvað frábært einn daginn og vildi eiga fyrir því. Svona lífssjóður. Og allt í einu fór ég að hugsa um Queen Victoria Sjúkrahúsið hérna í næstu götu. Þar vinna mjög frægir læknar við að serra í andlit á konum og gera þær unglegri og sætari. Svo fást bláir bolir í Dorothy Perkins búðinni í miðbænum.

Segi það og skirfa. Sjónvarpið er stórhættulegt. Slekk bara á því svo það sé ekki verið að koma einhverri vitleysu inn í kollinn á mér.  Ég hefði hæglega getað orðið alger imbi ef ég hefði tekið mark á þessu. Ég er bæði sæt og ungleg og það er mjög sætt heima hjá mér.

Sama hvað sérfræðingar segja með vondan smekk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Auðvitað er sætt hjá svona sætri og frísklegri konu!  Þessir þættir eru ekki gerðir fyrir sætar ömmur! "lýsingin á konunni er frekar lummó"  Æj, við skulum vona að hún sé ánægð með breytinguna !  

Ég horfði á þátt um konu sem var með fitusjúkdóm (fitulaus greyið) og hún fékk gefins fituísetningu til að geta brosað!  Hún þurfti á make öppinu að halda enda búin að þola aðkast fólks er kallaði hana narkó sjúkling og þaðan af verra!  Hún varð svo sæt á eftir

Spegillinn er greinilega eini vinur manns

www.zordis.com, 1.2.2007 kl. 22:18

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég er einmitt nýbúin að betrekkja einn vegginn í stofunni hjá mér með fjölskyldumyndum sem taka yfir sex ættliði, allt frá langafa og langömmu minnar til barnabarnanna minna. Svo keypti ég fjórar stórar bókahillur og bað son minn að ná í bókakassana niður í geymslu.

Svava frá Strandbergi , 2.2.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 311069

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband