21.2.2007 | 18:51
Athugunarstöð Katrínar sett á laggirnar!
Ég hef ákveðið að setja á laggirnar "Athugunarastöð Katrínar". Svona næstum eins og veðurathugunarstöð nema veður verður ekki athugað. Bara flest annað. Ég er ekki á hjara veraldar en ég er svolítið útúr og get þess vegna alveg samsamað mig svona veðurathugunarfólki sem býr fjarri mannabyggðum. Ég bý eins og stendur fjarri íslenskum mannabyggðum og það verður að duga.
Það er afskaplega margt sem mig langar að athuga svolítið betur og það er alltaf gott að fá innsýn annara með sér í lið og stækka þar með athugunarsviðið.
Fyrsta athugunin er um þessa mynd.
Hvað dettur bloggurum í hug þegar þeir skoða þessa mynd með athygli?
Hvað kallar hún fram og af hverju.
Athuganir ykkar þurfa að færast í athugasemdir. (þetta blogg er bara eins og sniðið fyrir svona athuganir..ha?) Ég er að gera langan lista yfir athuganir framtíðarinnar og sæki hér með um athugunarstyrki. Það verður sko margt fróðlegt og furðulegt dregið fram í dagsljósið næstu mánuði og ár.
Takk fyrir.
p.s ef það er eitthvað sérstakt sem þið viljið að ég athugi fyrir ykkur er það auðsótt mál. Ég mun athuga allt sem er þess virði að vera athugað og getur leitt í ljós óvæntar og nýjar hugmyndir og lausnir. Setjið athugunarbeiðnina bara í athugasemdir...en ekki hvað? Þetta blogg er bara frábært.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311442
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Þetta eru trénaðir og staðnaðir kerfiskarlar sem er allt mannlegt óviðkomandi ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.2.2007 kl. 18:56
Dettur einhvernveginn í hug bankastjórar. Veit ekki af hverju. Græða ef til vill ekki nóg
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2007 kl. 19:03
Legg athugunarstöðinni lið með mínu áliti Mér dettur fyrst í hug hvað hægt er að gera í PhotoShop Svo mundi ég segja að þetta væri afar gott dæmi um úrelta "ista"
Guðrún Þorleifs, 21.2.2007 kl. 19:15
Krónan er annað hvort að fara upp eða falla. Sömu viðbrögð hjá peningamarkaðnum við báðum staðreyndum.
Verðbréfasalar eru annaðhvort að kaupa eða að selja. Sama angistin fylgir hvoru tveggja.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.2.2007 kl. 19:19
25 jakkafataklæddir karlar með grímur haldandi á símtóli.
Meira síðar.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.2.2007 kl. 19:49
Þetta eru bara venjulegir jónar í jakkafötum sem eru að reyna að ná sambandi við þjónustuver ónefnds banka, með ósk um að yfirdráttarheimildin þeirra verði hækkuð, en eru orðnir ákaflega sorgmæddir vegna lyftutónlistarinnar sem þeir hafa hlustað á í símanum í 27 mínútur.
Björg K. Sigurðardóttir, 21.2.2007 kl. 19:52
Minnti mig líka á söguna um Mómó og grámennin sem komu í litla þorpið þar sem allir höfðu svo mikinn tíma til að spjalla og gera og vera saman og láta sig varða aðra þorpsbúa. Svo komu grámennin til þorpsins og fóru að kenna öllum að spara tíma því tíminn væri peningar og allt breyttist. Enginn hafði lengur tíma til að spjalla og vera..alir að flýta sér að öllu og máttu ekki lengur vera að neinu. Stundum held ég að íslendingar séu á valdi grámennanna. Ekkert venjulegt tímaleysi sem hrjáir margan landann. Og ef fólk hefur tíma til að hittast eru allir alltaf í símanum. Með grímuna um að þeir séu að meika það..en samt eitthvað súrt í gangi þrátt fyrir fína lúkkið.
Bara ein hugmynd.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.2.2007 kl. 20:22
Frábær samlíking við Mómó og grámennin. Mér datt bara eitthvað óendanlega leiðinlegt og hvimleitt í hug.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.2.2007 kl. 20:53
Það sem mér datt í hug var: verðbréfasalar ... tapa peningum. Undirtónn: stress.
gerður rósa gunnarsdóttir, 21.2.2007 kl. 23:39
.......Bush og fangarnir í Guantanamo sem langar að hringja heim - en ná engu sambandi..........
Hrönn Sigurðardóttir, 22.2.2007 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.