Leita í fréttum mbl.is

Að finna rétta lykilinn...lykilinn sem passar að þínu skrárgati.

húslyklar

Hver einasta mannvera á einn falinn lykil sem getur opnað henni dyr að þeirri verund sem hún er í sjálfri sér. Um hvað er þinn lykill?

Sá lykill leysir þig úr fjötrum og leyfir þér að vera allt það sem býr í þér. Og við hin bíðum spennt. Hver einasta mannvera býr yfir einhverju einstöku sem þarf bara að leysa úr læðingi....Eitthvað einstakt sem bara þér var gefið í vöggugjöf og mun gera þér og okkur öllum svo gott.

Lykillinn er oftar en ekki falinn í hugmyndum þínum og tilfinningum þegar þú varst 7 ára. Hugsaðu til baka og skoðaðu hvað var þar. Heart Man þegar ég var 7 ára og dreymdi draum sem hefur aldrei fallið mér úr minni. Vera álfkona með töfrasprota sem gat sáldrað gullnum kornum yfir fólk sem þurfti smá huggun eða stuðning. Galdra allt gott. Viljum við ekki öll láta eitthvað gott af okkur leiða?

Smjúts.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Á þessu heimili ríkir lítið traust og lítil öryggiskennd.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.2.2007 kl. 22:14

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Getum við á einhvern hátt bætt það ástand? Verið fyrir hvort annað?

Af því að við skiljum og langar að hjálpa hvert öðru? Fyrir utan blóðböndin?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.2.2007 kl. 22:19

3 Smámynd: www.zordis.com

Alheims skynjun!  Ætla að hvera rúm 30 aftur í tímann

www.zordis.com, 21.2.2007 kl. 22:27

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jamm. Hverfa aftur til baka og muna. Lífið er bara um að endurmuna hver við erum. Remembering, reflecting, recreating. Endurskapa raunveruleikann út frá allt öðrum viðhorfum. Vita og skylja að við erum þau sem erum alltaf og stöðugt að skapa allan raunveruleika. Okkur hefur bara verið talin trú um að við vitum ekkert, skiljum ekkert og séum einskis verð. Já jajajaj.ble ble ble....voða háfleygt. En samt þannig.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.2.2007 kl. 22:32

5 Smámynd: Hugarfluga

Hurðin mín var svo lengi lokuð og öllum bannaður aðgangur að það festist ló í skráargatinu og lykillinn passaði ekki lengur í. Á endanum fékk ég hjálp til að hreinsa skráargatið svo ég gæti opnað aftur og nú læsi ég aldrei!  Hef alltaf opið í hálfa gátt. 

Hugarfluga, 21.2.2007 kl. 22:38

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

þegar ég var sjö ára dreymdi mig alltaf sama drauminn nótt eftir nótt. Það var einhver að keyra mig í dúkkukerru kringum strætisvagn. Mér leið illa í þessum draumum og vissi að ég var sofandi. Svo eitt kvöld ákvað ég að ég ætlaði að vakna þegar draumurinn byrjaði. Ég man að ég reyndi af öllum kröftum að opna augun þar sem ég sat í dúkkukerrunni Loks tókst það. Eftir þetta hætti mig að dreyma þessa drauma og ég var ekki lengur hrædd við þá því ég hafði öðlast vald yfir martröðinni.

Svava frá Strandbergi , 21.2.2007 kl. 22:52

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Farartæki í draumum eru oft fyrir því að við erum á leið sem er ekki okkar. Þurfum að skoða hvernig farartækin eru og hvað þau eru að segja.Leigubílar eru oft fyrir að við séum að ganga á varaorkunni okkar.....eittthvað tekið á leigu. En séum við við stjórnina á skipi flugvél aða bíl..þá erum við að taka stjórn á lífi okkar. Vatn er svo oftast fyrir tilfinningum. Gerði magnaðan kúrs einu sinni með 5 merkilegum konum þar sem við stúderuðum draumana okkar í smáatriðum. Draumar eru af svo mörgum meiðum. Gefa mj0g sterka innsýn inn í hvað er hvað.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.2.2007 kl. 22:59

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Einmitt Katrín.

Svava frá Strandbergi , 21.2.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband