25.2.2007 | 15:47
Peningastreymi heft af skítugum ofni og opinni klósettsetu. Dauðþreytt en alsæl húsmóðir.
Hrikalegt eldhúsið hjá mér í dag eftir að hafa steikt beikonið, spælt eggin og kreist allan þennan ávaxtasafa. Ég er bara svo heppin að kallinn minn er svo hjálpsamur og skilningsríkur þegar mér fallast hendur yfir húsmóðurstörfunum. Þá tekur hann um axlir mér og telur í mig kjarkinn til að halda áfram. Að ég sé einmitt svo flink í öllu svona og ætti að vera þakklát fyrir að hafa einhverja hæfileika. Það séu nú ekki allar konur svo heppnar svo ég varð glöð og byrjaði á fullu að þrífa.
Og fyrst ég var byrjuð ákvað ég að þrífa bakaraofninn líka. Það er sko verk sem ég fresta eins lengi og ég kemst upp með. En svo sagði einhver kona í útvarpinu einu sinni að ef maður þrifi ekki ofninn vel og vandlega myndi maður verða blankur eða peningastreymið snarminnka til manns. Ég bara þorði ekki öðru en að skrúbba og skrúbba ofninn. Rosalegan tíma og krafta þarf í það ansans verkefni. Var reyndar sniðug og spreyjaði einhverju töfraefni á allar grindurnar og henti þeim svo í uppþvottavélina og bíð núna spennt eftir árangrinum. Kallinn er svo yndæll. Kallar fram hvatningarorð í hverju hléi í fótboltanum og brosir uppörvandi til mín þegar hann kemur og nær sér í meira kaffi. Það er sko munur að vera vel giftur. Gvöð..svo mundi ég eftir öðru sem maður getur sparað sér peminga á...LOKA klósettsetunni. Ef hún er alltaf opin fjúka allir peningar í burtu. Feng shui fræðin. Ég hentist upp á loft og viti menn! Setan uppi!!! Er það nema von að reikningarnir hrúgist upp. Ég vona að hún detti á sprellann á þessum herramönnum sem hér búa svo þeir muni eftir að setja hana niður sjálfir næst. Notaði tímann vel og þreif klóið í leiðinni svo nú er það glansandi fínt.
Já svona er nú lífið gott á sunnudögum. Ég get ekki beðið eftir að komast í bankann á morgun og gá hvað ég græddi á öllum þessum þrifum. Bæði ofninn tandurhreinn og klósettsetan niðri. Ég límdi hana niður með galdragripi bara svona til að fyrirbyggja frekari blankheit. Sá fyrir mér feitan bankareikning og hef lofað sjálfri mér að þrífa ofninn daglega núna og taka ekkert límið af klósettsetunni. Við getum bara migið í koppa eins og fólk gerði hérna áður fyrr. Erum ekkert of góð til þess.
Ahhh...ég var að tékka á skúffunum og grindunum í uppþvottavélinni. Tandurhreint og glimrandi skínandi hreint allt saman. Núna tekst þetta hjá mér. Núna getur ekkert komið í veg fyrir að ég verði milljónerakona. Æ ég er svolítið þreytt eftir öll lætin og skrúbbin og ætla aðeins að leggja mig og muna að biðja til Guðs í leiðinni að mér verði fyrirgefin öll lygin sem ég er búin að ljúga upp á minn betri helming í þessum pisitli.
Amen.
Ég bara varð að setja inn gamla færslu svo ég færi ekki að blogga um minn raunverulega dag eins og hann var...jeminn eini hvað ég get sundum bara ekki skilið það sem sagt er við mig...haldiði ekki að ég hafi bara mætt á....jussumía. Segi frá því síðar þegar ég er búin að jafna mig smá. Ég hefði betur verið heima hjá mér að þrífa.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311442
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Vá. þetta var vel af sér vikið kona. Það varð heldur lítið úr þrifum hjá mér, náði þó að ryksuga allt og gera eldhúsið skínandi fínt. Lærið komið í ofninn og á meðan ætla ég að stússast í þvottahúsinu, laga svolítið til þar og setja í nýju þvottakörfurnar mínar sem ég keypti í Ikea. Svona líka gasalega lekkerar, ein svört og ein hvít og svo ein lítil fyrir borðtuskur. Það ætti nú að auðvelda manni að sortera.
Ibba Sig., 25.2.2007 kl. 17:50
Mikið ertu heppin að eiga svona skilningsríkan mann. Sumir karlar væru nú búnir að skammast yfir óhreinum bakaraofni og draslaralegu eldhúsi. Knúsaðu Óla frá mér, hann er bestur! Duglega stelpa!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.2.2007 kl. 18:04
Ja, það skrýtna var að ég tók svona þvottatörn líka í dag. Ca. 5 klukkutímar. Og þvoði einmitt ofninn líka. Aðallega til að láta Þjóðverjann fá samviskubit held ég.
En það var ótrúlega sniðugt sem ég las óvart um daginn og opnaði einhverja nýja boðleið í heilanum á mér, nefnilega að krefja ætti konur um að skilja setuna eftir uppi á klósettum. Þetta er auðvitað alveg hárrétt. Þvílík hugsunarlaus frekja að ætlast til þess að setan sé endilega skilin eftir niðri eftir þörfum aðeins annars kynsins, þó það sé okkar kyn. Í alvöru! Og hræðsla við rottur eða krókódíla er engin afsökun.
Ég hefði nú skilið þetta sem grín sem þú sagðir um manninn þinn í færslunni.
gerður rósa gunnarsdóttir, 25.2.2007 kl. 22:48
Veistu að maður þarf stundum að taka fram að grín er grín.... og ýkjur gera sitt fyrir það sem maður er að reyna að koma á framfæri. Já þu mundir vita það af fenginni reynslu elskan.! En uppi stendur gleði yfir að hafa ráðist á verkefni sem var farið að vaxa mér í augum. Bara að standa í lappirnar með allt.....og hlægja með sjálfri mér yfir því sem er að gera mér lífið órótt! Enginn smá vandi að vera til stundum. Hreinn ofn er betri en óhreinn ofn sem bíður!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.2.2007 kl. 23:06
Fíton hefur greinilega snert þig svo um munar! ....... Dásamlegur sunnudagur á enda og besti dagur vikunnar hefst innan skamms! Mánudagar eru bestu dagar vikunnar ............
www.zordis.com, 25.2.2007 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.