Leita í fréttum mbl.is

Býflugur sem kunna hvað skiptir máli

blóm og bý í krukku

Það er svo merkilegt með býflugurnar...þær flögra um og safna frjókornunum sínum og við vitum ekki og sjáum hvað þær eru að gera. Vissuð þið að þær eru með litla poka á afturfótunum sínum sem þær safna fræjunum í. Og ef þú gefur þér tíma til að stoppa og horfa og upplifa þá geturðu sér í hvaða blómabeði þær hafa safnað?

Eru með litla glæra poka á "lærunum" þar sem litur frjókornanna situr. Gul korn, appelsínugul eða bleik. Þær eru svo mikil krútt. Troða sér í blómið og hrista sig og safna svo því sem af hrynur í þessa poka....og fara með heim. Yndislega fallegar. Og svo duglegar og iðnar. Skömm að því að hugsa til þess að einhverjir vilji drepa þessar krúttlegu iðnu kerlingar sem eru bara að safna í sarpinn fyrir samfélagið sitt sem er mikil  vitund. Við mannverur vitum svo lítið og erum svo van....eitthvað. Ohhh hvað ég vildi að fólk hefði tíma til að skynja hvað er hvað.

viðskiptabýflugur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Býflugur eru guðdómlegar eins og náttúran sem umvefur þær!  Kanski ekki nema von að konur fá svona lærapoka sem eru uppfull af litríkum töfrum ævi þeirra ..... 

www.zordis.com, 26.2.2007 kl. 00:07

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þú segir nokkuð Zordis...geturðu ekki málað konurnar þínar með svona hamingjupoka á lærum og maga? Ef við getum hjálpað konum að sjá sjálfar sig sem fagra útkomu af eigin lífi með lærapokum, krúttlegri bumbu og alles...og plantað hugmyndinni að í "konupokum" eru auðvitað bara frjó í öllum fallegustu litunum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.2.2007 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband