Leita í fréttum mbl.is

Af hverju heitir helgin helgi?

Af hverju heitir ekki helgin hlé eða hvíld eða hægferð?

Ætli helgi eigi að helgast einhverju sérstöku eða að vera sérstök helgistund í vikunni? Fyrir kristna á sunnudagurinn auðvitað að vera heilagur hvíldardagur. Er til fólk sem gerir ekkert á sunnudögum og tekur sér heilaga hvíld?

Hvernig notar annars fólk helgarnar best?

Fyrir mér eru helgarnar til að njóta samveru með fjölskyldunni og vinum sínum, gera eitthvað saman, elda góðan mat, oft til að þvo og þrifa eftir vikuna, kaupa inn mat og kíkja í heimsóknir eða gera eitthvað skemmtilegt. Stunda sportið..eða horfa á krakkana stunda sportið og bara chilla. Hvíla sig eftir annríki vikunnar og undirbúa næstu törn. Eða bara fá sér góða köku.

mackenziechildsbday

Jamm. Fáið ykkur bara bita af köku elskurnar.

Ég veit að föstudagsannríkið getur gert útaf við venjulegt fólk og þá er ekkert betra en að setjast niður og fá sér rjúkandi kaffibolla og væna kökusneið meðan ég syng frumsamin lög um frábæra þvottahæfileika mína og nýtingu á einstökum þurrki.

Að hengja út í góðri golu

hvítþveginn þvott og samvisku

er verkefni húsmóður 

um heilaga helgi. 

 

Þegar skýin svo hrannast upp

við sjóndeildarhringinn

er tímabært að

taka inn þvottabinginn.

 

Já heilaga helgi

hér kem ég

með kökubitann kæra

til að fjöldann ég megi mæra.

1angelsangels2

Já við erum sko algerir englar í þessari familí...og njótum helganna saman. Og snilldarkveðskapar móðurinnar auðvitað.

Verði ykkur að góðu og njótið helgarinnar og hvíldarinnar. Það er eðlilegt að vera smá skrítinn seinnipartinn á föstudögum rétt áður en maður byrjar að hvíla sig. Munið það þegar þið lesið þessa færslu.

Og ekki dæma!!!Whistling

Smjúts

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

takk fyrir þetta og...GÓÐA HELGI!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.4.2007 kl. 17:21

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þú kemur mér í gott skap Katrín. Góða helgi.

Svava frá Strandbergi , 20.4.2007 kl. 17:28

3 identicon

Sko helgi heitir í raun ekki helgi hún heitir VIKUENDIR eða eins og þeir segja í þínu landi WEEKEND en mér er eiginlega alveg sama því ég er komin í HELGARFRÍ svo góðan VIKUENDIR

Hulda (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 17:39

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góða helgi sömuleiðis Katrín mín.  Eigðu góða stund með fjölskyldunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2007 kl. 17:50

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hafðu það gott  Frú Katrín þú er frábær.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.4.2007 kl. 17:58

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góða og gleðilega helgi með öllu sem henni fylgir Ég ætla að hverfa á vit æfintýranna í Köben í fyrramálið. Ætla að koma dætrum mínum  á óvart með töfrum upp úr hatti og fleirru óvæntu   það fyndna er, að ég hef verið að gefa þeim smá hints um það sem býður þeirra, en þær heyra það ekki. Eru svo spenntar að hitta stóra bróa Fjör

Guðrún Þorleifs, 20.4.2007 kl. 18:35

7 Smámynd: www.zordis.com

Zad er Jesúbragur á zér mín kaera!  Já spádu ad helgin heitir líka zad sama á skandinavísku .... Sennilega vegna zess ad zessar elskur tala forníslensku upp til hópa!  Vaeri til í heilun og reiki zessa helgina og vidhafa heilagleik hugar míns ..... Fadmur til zín og zinna

www.zordis.com, 20.4.2007 kl. 19:25

8 identicon

Af hverju ekki helgi eins og hvað annað? Það er eins og með heita vatnið, eitthvað varð það að heita, vatnið! Heg.

Eg. (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 19:28

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Njóttu helgarinnar!!

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 19:42

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Góða helgi.  Helgum okkur sjálf. Laugum okkur á laugardögum og hvílum okkur á sunnudögum. Elskum okkur sjálf, svo við lærum að elska aðra.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.4.2007 kl. 23:11

11 Smámynd: Hugarfluga

Samt skárra að þetta sé kallað helgi en t.d. hálfdán. Það myndi allavega hljóma fáránlega að segja "Hvað ætlarðu að gera um hálfdáninn?" .... nei, ég segi svona.

Hugarfluga, 21.4.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 311441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband