Leita í fréttum mbl.is

Tími til að......?

Eftir langan dag kemur nótt og eftir langa nótt kemur dagur.  Í draumi morgunsins mundi ég svo margt.  Ef ekki núna þá á morgun. Það er alltaf þar. Svarið. Eins og ég hef leitað lengi þá rann upp fyrir mér ljós að það er hér. Gömlu vitringarnir sem ég hef hitt í lífinu eru endurspeglun á draumnum um þá Gömlu sem biðu mín alltaf á bókasafni alvisku veraldarinnar. Og drógu fram doðrantana um allt sem er og ég skildi ekkert . Ekki einu sinni þegar ég vaknaði. Bara þegar ég fór að lifa og skilja varð mér ljós leyndardómurinn í orðum þeirra og kennslu. Að allt er á sínum stað sama hvernig það lítur út. Sjáðu í gegnum dulargervið. Sögðu alltaf..."kemur stelpan" og kenndu mér allt. Vitandi að minningin yrði ekki á lífi fyrr en að henni kæmi. Leyfðu mér að finna út sjálfri hvað er hvað. 

 Já svoleiðis er lífið.

70010225

Svo mikil sköpun í sjálfu sér. Endalaus orka á hreyfingu ...viltu hvað?

Viltu ekki hvað?

Þegar ég hitti Kóreubardagamanninn með skrítnu augun sem var tilbúinn að berjast fyrir minni lífsorku og setja hana á sinn stað svo ég gæti orðið. Hef ekki verið söm síðan. Las í Rúnabókinni...ekki hreyfa þig þegar þú gengur í fæðingastofuna...Bíddu!!! Og svo nú er rétti tíminn. Hann hvæsti og ýtti á punkta sem höfu sofnað og hleypti drekanum af stað aftur. það er ekkert sem getur verið til án kærleikans og kærleikurinn þrífst ekki án krafts. Kraftur og kærleikur. Að geta sett í form það sem býr í hjartanu.

Hljómar þetta eins og ævintýri?

 Lífið er ævintýri en sofandi fólk hefur talið sér trú um að þannig sé það bara og eigi að vera. Hentu tímanum í ruslið og hvar ertu þá? Tíminn stelur athyglinni og setur þig framhjá því sem er að gerast beint fyrir framan þig og krefst athygli þinnar.

Annars væri það ekki þar.

60000412

Týndur í tímaleysi er maðurinn. Hvar er tíminn sem ég hef til að vera?

Má ekki vera að því að hugsa og spá...eða finna til...geri það á morgun eða hinn.

Þar með hefst hinn endalausi eltingarleikur við hið góða. Vertu með mér líf..Bíddu!!!

Ég ætla að sjá þig á morgun og muna eftir að staldra við áður en ég dey .

Og muna hvað skiptir mig máli. Í dag má ég bara ekki vera að því... því ég þarf að halda mér á lífi til að geta hitt þig einn góðan veðurdag og sagt þér hvað ég vil gera þegar ég hef tímann með mér.

Gerðu það bíddu..Tími. Líf!

Ég á enn eftir að finna tíma til að minnast  minna og segja það sem ég ætlaði að segja þegar tíminn væri réttur.

 Allt þetta um væntumþykjuna og ástina. Og þig!

Ég á enn eftir að gera svo margt áður en ég næ þér. Halda í mér lífinu þar til ég get byrjað að lifa eins og ég ætlaði alltaf.

Það var mín mesta gæfa að komast af þessu hjóli tímans og sjá að hann er blekkingin.

Lifi bara NÚNA. Það er enginn annar tími til þess.

Hættu að bíða...lífið er að gerast akkúrat núna.

Þú veist aldrei hvað verður á morgun.

Gerðu það NÚNA!!!

200513603-001

 

 

Sjáðu í gegnum fingur þér með það sem skiptir ekki máli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vel sagt, falleg skrif að vanda! Ekki veitir af því að minna mann á, hugurinn er svo oft fastur í framtíðinni í stað þess að lifa lífinu lifandi akkúrat NÚNA!

Knús yfir hafið. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.5.2007 kl. 23:56

2 Smámynd: www.zordis.com

Svo satt!  NÚNA er nákvaemlega málid.  Elska sem aldrei fyrr og gefa tímanum sitt taekifaeri.  Ég aetla ad lifa NÚNA zad er gaman, zá fae ég ad vera med sjálfri mér hvorki á undan  né eftir   NÚNA

www.zordis.com, 31.5.2007 kl. 07:06

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2007 kl. 08:26

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þú slærð ekki feilnótu í þessum skrifum þínum!

Eigðu góðan dag í dag!

Knús

Guðrún Þorleifs, 31.5.2007 kl. 08:48

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Katrín mín þetta eru falleg skrif eins og vantir hjá þér.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.5.2007 kl. 10:37

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég elska heimspekilegar vangaveltur. Flott gert.

Steingerður Steinarsdóttir, 31.5.2007 kl. 16:59

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Nú eða aldrei, hugsa ég þegar ég les þessi frábæru skrif þín.

Svava frá Strandbergi , 31.5.2007 kl. 17:16

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 31.5.2007 kl. 18:05

9 Smámynd: Hugarfluga

Ég upplifi mig stundum sem þvílíkan kjána þegar ég les skrifin þín, Katrín. En samt vel gefinn kjána!  Lovjú!

Hugarfluga, 31.5.2007 kl. 20:02

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er að reyna að læra þetta elskuleg.  Málið er með tré og svoleiðis, þá þarf tíma

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.5.2007 kl. 20:50

11 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Það er bara svo helvíti margt sem ég þarf að gera NÚNA!

gerður rósa gunnarsdóttir, 31.5.2007 kl. 21:02

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

innlitskvitt

Heiða Þórðar, 31.5.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband