28.7.2007 | 14:02
Ömmuhugleiðingar og blómálfur í bláu.
Mig langaði svo að setja nýju myndirnar inn af Alice Þórhildi en tókst ekki fyrr en núna....
Hún er þarna í bláa blómakjólnum með mömmu sinni Karen Lind.
Alice stundar barnajóga hjá englakonu sem spilar fallega tóna og mömmurnar láta litlu ungana sína teygja sig í takt og fljúga um loftin. Hún borðar heimagert barnamauk sem mamman býr til úr grænmeti og ávöxtum og elskar mest af öllu að fara út að ganga og gefa fiskunum brauð. Þar sem hún á heima eru nefninlega fiskar í tjörninni sem hreinlega dýrka brauðbita og það gengur mikið á þegar þeir slást um brauðmolana.
Ég kalla til Mikael Erkiengil með sitt stóra sindrandi sverð og bið hann um að sveifla því um víða veröld og hreinsa burtu neikvætt hugarfar og létta umburðarlundina hjá okkur öllum svo þessi heimur verði betri staður fyrir framtíðar mannfólkið okkar.
Að plánetan verði heilbrigð og fögur og gefi af sér nægtir og góða orkustrauma fyrir öll jarðarinnar börn. Ég er nefninlega sannfærð um að þau börn sem núna fæðast vita ýmislegt í sínu litla hjarta um hvernig jafnvægi verður náð og eru öllum stundum að reyna að koma þeim skilaboðum til okkar stóra fólksins.
Held að Alice og öll hin börnin hafi stundum af því áhyggjur hvað við erum lengi að læra grunnatriðin.
Alltaf þegar ég held á henni grípur hún í eyrun á mér eins og hún vilji segja um leið og hún horfir á mig með stóru bláu augunum sínum..
"Amma ertu að hlusta"?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Mér finnst hún hafa fæðst í gær. Yndislegt barn
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.7.2007 kl. 14:05
Yndislegt barn
Hrönn Sigurðardóttir, 28.7.2007 kl. 14:10
Almáttugur hvað barnið er fallegt. Þegar maður sér svona saklaus augu og sál biður maður þess og vonar að lífið fari ljúfum höndum um þennan litla einstakling.
Jóna Á. Gísladóttir, 28.7.2007 kl. 16:01
oooo dúllan hún er ekkert smá falleg - þetta er að virka hjá ykkur sveimmér þá
halkatla, 28.7.2007 kl. 17:06
Já þetta er sko að virka hjá okkur...annars skil ég samt ekkert alveg hvað þú átt við en fæ samt gleðitilfinningu yfir að þú kíkir við. Það er alveg nóg fyrir mig
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.7.2007 kl. 17:33
Mikið er barnið fallegt. þú ert svo sniðug og skemmtileg og vitur.
Kristín Katla Árnadóttir, 28.7.2007 kl. 17:36
þvílíkt dásemdar barn, og augun djúp full af sannleika visku !
þessa færsla þín katrín er mjög falleg og ég varð glöð í hjartanu þegar ég las hana.
Ljós til þín sálusystir í álfum og englum
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.7.2007 kl. 18:09
dóttir þín er líka falleg og velur fallega fyrir barnið sitt !
Ljós til þeirra
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.7.2007 kl. 18:10
Mikið svakalega er þetta sæt stelpa!
Ragga (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 19:28
Yndisleg snúlla!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.7.2007 kl. 20:04
Marta B Helgadóttir, 28.7.2007 kl. 21:03
Þú veist það efalaust Katrín, en ég held það sé engin tilviljun að hún valdi að koma til ykkar þessi litla prinsessa. Alltaf jafn gaman að lesa færslurnar þínar ...
Hólmgeir Karlsson, 29.7.2007 kl. 00:45
Þvílíkur engill sem litla ömmubarnið þitt er, hún er svo björt. Viska barnanna er mikil og mættum við hlusta betur á skilaboðin.
Mikael Erkiengill er verndari bæjarins sem ég bý í og hér er mikil orka og kyrrð í annars þurrum en gjöfulum jarðvegi.
Englakveðjur til þín kæra Katrín ....
www.zordis.com, 29.7.2007 kl. 10:05
Algjör sætasta dúlla - til hamingju með þetta gullfallega ömmubarn.
Heldurðu að við munum þekkjast enn, þegar ég verð afi?
Kossar og knúsur!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 10:20
Mikið er þessi litla prinsessa falleg Til hamingju með hana og þig. Eigðu góðan dag kæra bloggvinkona
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 10:45
Falleg sál, og sannarlega eru börnin gleðigjafi, og það er örugglega alveg rétt að þau vilja kenna okkur að hlusta betur á það sem í kring um okkur er. Takk fyrir enn eina yndislega færslu Katrín mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.7.2007 kl. 10:53
Það er sko ekki að ástæðulausu að börnin koma svona saklaus til okkar. Það er einfaldlega til að minna okkur á hvað við þurfum að hugsa vel um þau og þeirra framtíð, og líka um jörðina sem við göngum öll á.
Stelpan er algjört æði.
Maja Solla (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 11:04
Takk fyrir falleg og yndisleg komment þið öll.
Ég trúi því að englarnir mínir hafi farið bloggrúntinn og pikkað handa mér alla æðislegustu bloggvinina....já ég er svooo heppin kona
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.7.2007 kl. 12:25
Jeremías Jósmundsson hvað barnið er guðdómlegt! Ég fæ nú bara kökk í hálsinn og tár í augun yfir svona fallegum færslum. Takk fyrir mig.
Hugarfluga, 29.7.2007 kl. 13:57
Úff, segi ég bara. Hún er laaaaaangflottust! Hlakka til að hitta hana aftur.
Ibba Sig., 29.7.2007 kl. 22:46
Þú átt yndislega fallegt barnabarn með þessi stóru fallegu augu og bros sem bræðir mann alveg.
Björg K. Sigurðardóttir, 30.7.2007 kl. 00:56
Góðan daginn Katrín min
Þær eru fallegar kraftaverkamægurnar þínar
Megi þessi dagur færa þér allt gott.
Bloggvinaknús frá Als
Guðrún Þorleifs, 30.7.2007 kl. 08:03
Falleg mamma, falleg dóttir og fallegt barnabarn
Margrét St Hafsteinsdóttir, 1.8.2007 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.