31.7.2007 | 12:58
Jæja , safnaði mér 599 krónum og á nú fullt af myndaplássi og nýjan bloggvin sem málar með kaffi!!
Þetta var nú ekki erfið aðgerð þegar að henni kom. Að kaupa meira myndapláss en eins og þið vitið er ég löngu orðin full....af myndum..... og varð að auka plássið og víðsýnina mína.
Á flakki mínu um bloggheima rakst ég á skemmtilegan karakter sem málar ofsalega fallegar og skemmtilegar myndir á striga með kaffi.
Það er eitthvað við kaffið. Svo heitt og dulúðugt. Töfrandi.
Kaffisopi á réttri stundu getur læknað ýmis hjartasár og opnað fyrir góðar samræður milli vina. Höfgur ilmurinn og dökki liturinn gera líka sitt. Seyða mann á framandi staði í sjálfum sér og gefa hugarfluginu aukinn kraft. Vekur upp sofandi og heldur vakandi hinum þreyttu. Já alger töfradrykkur og svona lítur hann út kominn á striga og í mynd eftir Berg Thorberg nýja bloggvin minn. Hann heitir auðvitað KAFFI á bloggvinalistanum mínum.
Þessi kaffimynd er eftir hann og heitir... Last supper on pin street.
Já nú brosir lífið við mér.
Sólin farin að skína, heitt á könnunni og ég á fullt hús mynda.
Reyndar finnst mér að málverkamyndir eigi að heita yndir.
Af því þær eru svo yndislegar.
Ykkur er velkomið að kíkja á yndirnar mínar í galleríinu mínu og svo mæli ég með yndunum hennar Zordísar bloggvinkonu, yndunum hennar Ipanama og kaffi yndunum hans Thorbergs. Ef þið heimsækið síðurnar þeirra getið þið skoðað allar yndirnar þeirra.
Bara svona ef þið viljið auka yndið í lífinu ykkar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Augnakonfekt Klikkar ekki með kaffinu
Sumir eru hættir að sofa fyrir spenning vildi bara að ég væri að koma líka
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 31.7.2007 kl. 14:18
Við erumum kunnugir ég og Bergur. Hann er búin að gera þetta talsvert lengi og náð ótrúlegri leikni. Það stælir enginn meistara Torberg.
Jón Steinar Ragnarsson, 31.7.2007 kl. 15:22
Hulda mín..þið hjónin komið bara í langa helgarferð í haust og hvílið ykkur hérna í skógarjaðrinum. Eruð alltaf velkomin. Svo er líka alveg kominn tími á heimsókn sko!!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 16:01
Ég dáist að myndunum hans Bergs Torbergs. Ég sá hann í eiginn persónu eitt sinn á listahátíð held ég, þar sem hann sat á gangstéttinni við Laugaveginn og málaði með kaffi. Mér skilst að hann máli myndirnar þannig að þær snúi öfugt við honum þegar hann málar, málar þær semsagt á hvolfi. Ég tók auðvitað mynd af honum sem ég geymi vel.
Svava frá Strandbergi , 31.7.2007 kl. 16:07
Við hittumst bara í Skotlandi í haust
þar ætlum við hjón að dvelja frá 15-18 nóv í Byrone Castle
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 31.7.2007 kl. 16:39
Augnyndi ;)
Lúðvík Bjarnason, 31.7.2007 kl. 17:48
Ég hef einmitt haft augastað á svona kaffimynd í einhvern tíma. Finnst þær snilldarhugmynd...ir.
Hugarfluga, 31.7.2007 kl. 19:20
Cool. Á hvolfi segið þið. Vá, skrýtið
Jóna Á. Gísladóttir, 31.7.2007 kl. 19:58
Gaman að fá svona gallerí beint í æð. Þetta eru virkilega fallegar myndir hjá ykkur.
Elín Arnar, 31.7.2007 kl. 22:25
Pabbi vinkonu minnar málar líka með kaffi, og bara öllu mögulegu.
En Katrín, þar sem þú ert svo listræn datt mér þú strax í hug þegar ég rakst á myndir eftir súrrealista sem heitir/hét Vladimir Kush.
Kannastu við nafnið? Rosalegur listamaður, ég er búin að fletta í gegnum myndirnar hans örugglega 15 sinnum í kvöld.
Maja Solla (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 22:31
Sannkallað augnakonfekt.
Marta B Helgadóttir, 31.7.2007 kl. 23:00
Gaman að þessu, það er þá hægt að gera meira við kaffi en að drekka það. Sennilega miklu heilbrigðara bara að mála úr því hehe... En þetta er rosalega skemmtileg mynd. Þarf að fara rúnt og skoða.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2007 kl. 07:27
Humm... flott þetta kaffiyndi
Nú skelli ég mér "heim" og fæ mér gott Kaffitár.
Hafðu það sem best
Bloggvinaknús frá ferðalanginum
Guðrún Þorleifs, 1.8.2007 kl. 11:39
Virkilega fallegar og skemmtilegar myndir hjá honum. Ég er búin að sjá fleiri kaffimyndir e. aðra listamenn og sést vel hvað það þarf lítið til að framkvæma fallegt og fulkomið verk án bruðls.
kaffikveðjur á línuna!
www.zordis.com, 1.8.2007 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.