5.12.2007 | 21:04
Gamli góði vinnustaðurinn í nýju hlutverki...og ég líka!!
Það var góð tilfinning að koma inn á gamla góða vinnustaðinn minn eftir langa fjarveru og setja þar upp myndlistarsýningu. Endur fyrir löngu þegar ég var yngri var útvarpsstöðin Aðalstöðin fm 90.0 þarna til húsa og þarna kynntist ég mörgu frábæru fólki. Gurrí bloggstjarna var þarna með bókaþætti og kaffiþætti og spilaði skemmtilega tónlist og lét auðvitað sinn einstaka húmor skína skært, Jóna Á Gísladóttir bloggvinkona las svo auglýsingarnar og Zordís bloggvinkona var þarna um tíma líka ásamt Ingibjörgu Gunnars sem er líka ein af bloggvinkonum mínum.
Ég var með útvarpsþætti og seldi auglýsingar og það var yndislegt að vinna í þessu gamla húsi sem er fullt af sögu og sál. Núna hefur það verið endurbyggt í formi hótels og kaffibars og þar er einmitt sýningin mín. Gömlu hlöðnu veggirnir og trébitarnir hafa eflaust margar sögur að segja og geta örugglega raulað mörg kunnugleg lög og gamla góða slagara fyrir gesti og gangandi en eru nú bakgrunnur saga sem sagðar eru í litum og formum. Áður var ég útvarpskona í þessu húsi og núna er ég myndlistarkona. Mér þykir voða vænt um að geta farið svona hring í lífinu og eiga viðkomu í sama húsinu en núna í annars konar hlutverki. Þannig er reyndar lífið svo oft.
Opnunin var sl laugardag og þar komu vinir og vandamenn ásamt nokkrum bloggvinum til að samfagna mér og það var yndislega góð stund fyrir mig.
Ég ætlaði að setja inn nokkrar myndir frá opnuninni en "tæknin er eitthvað að stríða mér hér"..þetta sagði maður nú stundum þegar manni brást bogalistin á útsendingarborðinu í útvarpinu í denn ....svo ég tók mér það bessaleyfi að fá lánaða fína mynd sem Guðmundur bloggvinur minn tók í gær þegar hann fór og kíkti á myndirnar. Vona að það sé í lagi.
Þið eruð auðvitað öll hjartanlega velkomin að kíkja við og skoða í Aðalstrætinu númer 16. Það er svo huggulegt að fá sér kaffisopa í þessu fína húsi enda jólastemmingin í miðbænum alveg einstök núna.
Ég tapaði aðeins fyrir flensu frænku eftir allan atganginn en verð örugglega orðin stálslegin fyrir vikulok.
Allvega verð ég þar eitthvað um helgina og drekk kaffi með gestum og gangandi. Get þá líka sagt ykkur sögur af myndunum.
p.s fyrirfram þökk fyrir allar batakveðjur en í alvöru..mér er svo að batna!!!! "Það tekur bara tíma að aðlagast íslenska veðurfarinu" segi ég líkamanum mínum og klappa honum góðlátlega.
Sýningarstaður er
Hótel Reykjavík Centrum, café /bar Uppsalir
Aðalstræti 16.
Allir hjartanlega velkomnir.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
til hamingju með þetta kæra katrín
ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.12.2007 kl. 21:13
Til hamingju með sýninguna, ég ætla að ger mitt besta til að komast og skoða myndirnar. Farðu vel með þig.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2007 kl. 21:14
Til HaMiNgJu ....... með sýinguna og hringferðina, út í geim og aftur heim. LJóðrænn flutningur í fallegum myndum þínum, mikið hefði ég viljað geta verið með þér og þínum vinum ... fæ í hjartað því mér líður að hluta til eins og þér nema kanski minna stress ....
ást í poka sem ekki má loka .....
www.zordis.com, 5.12.2007 kl. 21:15
Til hamingju elsku Katrín og láttu þér batna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.12.2007 kl. 21:23
Flott sýning og takk fyrir mig
Það er yndislegt að koma i svona hús með sál
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 5.12.2007 kl. 21:31
Til hamingju Katrín mín ég ætla vona að ég geti komist á sýninguna.
Kristín Katla Árnadóttir, 5.12.2007 kl. 21:34
Til hamingju með sýninguna Katrín mín. Hún er mjög flott og myndirnar í senn, ljúfar, fallegar, kröftugar og lifandi. Ég mun líta við aftur og fá mér kaffisopa og horfa og njóta myndanna í rólegheitum.
Vona þér batni flensan fljótlega.
Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 22:12
Já, enn og aftur, hjartans þakkir fyrir mig! Þetta er myndlistarsýning með stóra sál í gömlu húsi, með sál. Gæti ekki verið harmonískara. Kem aftur!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.12.2007 kl. 22:13
Til hamingju með sýninguna Katrín!
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 5.12.2007 kl. 23:46
Þakka þér aftur innilega fyrir mig. Heldurðu að þú getir kíkt við hjá mér einhvern tímann í miðri næstu viku? Mig er farið að langa til þess að fá verðlaunamyndina mína, en ég var lasin eins og þú manst þegar þú ætlaðir að koma með hana. Ef þú átt óhægt með að koma geturðu kannski tekið hana með þér á sýninguna þína? Ég á leið um þarna um, á morgun fimmtudag á milli klukkan 13 og 14. Ég kíki allavega við hjá þér á morgun og skoða sýninguna þína aftur.
Kveðja.
Svava frá Strandbergi , 6.12.2007 kl. 00:18
Til hamingju með sýninguna þína
Hvað stendur hún lengi? Er að koma í bæjarferð á miðvikud. og langar svo að kíkja á hana
Vilborg, 6.12.2007 kl. 01:33
Ég er þegar farinn að hlakka til að skoða sýninguna aftur. Eins og Guðmundur segir, þá er hún stórkostleg. Maður þarf þó að vera tilbúinn að gefa sér smá tíma til að njóta, myndirnar eru þannig. Maður sér sífellt eitthvað nýtt í þeim. Leyfa ímyndunaraflinu að leika lausum hala.
Til hamingju Katrín !
Ágúst H Bjarnason, 6.12.2007 kl. 06:46
Vá, flott.
Steingerður Steinarsdóttir, 6.12.2007 kl. 09:53
Afskaplega þykir mér leitt að hafa verið veðurteppt hér heima þegar sýningin var opnuð, og það sama gerðist núna í gær, ekki flogið og alles, mér er farið að líða eins og Túrillu þeirri færeysku í túlkun Eddu Björgvins í den. En þetta sýnist mér vera hin allra glæsilegasta sýning. Og ég kem, þó síðar verði. Til hamingju enn og aftur með sýninguna þína elskuleg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2007 kl. 17:23
Ætla að reyna að komast. Komst því miður ekki á opnunina til þín - farðu vel með þig krúttið mitt
Hrönn Sigurðardóttir, 6.12.2007 kl. 19:01
KOMST EKKI VEGNA FLENSU.
ÉG ER Á LEIÐINNI.
HEITT Á KÖNNUNNI?
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 05:45
www.zordis.com, 8.12.2007 kl. 10:20
Ég fór á sýninguna í dag. Mikið eru myndirnar fallegar! Ef ég ætti aaaaðeins meiri pening, hefði ég keypt tvær! Var að vonast til að hitta á þig en það er nú ekki hægt að búast við að þú sitjir þarna alla daga auðvitað. svo hefði ég ekki einu sinni þekkt þig í sjón
(ég hefði samt viljað bæta við ljóskösturum á staðnum...)
Vona að þú sért laus við þessa flensu sem er að angra ansi marga þessa dagana.
knús og klemma og innilegar hamingjuóskir með sýninguna
Ragnhildur Jónsdóttir, 9.12.2007 kl. 18:31
Ég fór aftur á sýninguna í gær og naut betur en síðast. Birtan hefði reyndar mátt vera heldur meiri á suðurveggnum, en ég var þarna eftir sólarlag og lýsingin hafði greinilega verið dempuð eitthvað. Ég verð bara að koma í þriðja sinn og þá í björtu. Vonandi verður listakonan þá á staðnum. Kaffið var auðvitað mjög gott og notalegt að sitja meðal myndanna
Ágúst H Bjarnason, 9.12.2007 kl. 18:42
Ætla að drífa mig í vikunni og hlakka mikið til! *koss*
Hugarfluga, 10.12.2007 kl. 21:46
Mæti á helginni, geðveikt að gera hjá mínum. Vona að ég rekist á þig. Vonandi hefur þú ekki orðið hraðanum að bráð hér heima. Lengist ískyggilega á milli færslna.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.12.2007 kl. 01:00
En hvað ég elska þetta orðatiltæki...Á helginni
Minnir mig á ísafjarðartímann minn. Endilega bara að senda mér mail ef þið eruð á ferðinni og ég skutlast niðureftir og fæ mér kaffi með ykkur!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.12.2007 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.