29.12.2007 | 11:40
Inná milli jóla og nýárs
Hvað geta dillkryddkorn verið löng? Ég var að fá mér smá graflax og sósu með og þegar ég ætlaði að setja uppí mig síðasta bitann sá ég að það var óvenju langt dillkorn í sósunni..það var svo langt að það hreinlega getur ekki verið kryddkorn. það var eiginlega jafnlangt og kóngulóarlöpp og trúið mér....ég veit hvað þær eru langar. Það gerðist nefninlega hér um daginn að ég sat og sprændi eins og saklaus sveitasprund í sveit í mínu fallega baðherbergi og varð þá litið upp í horn og sá eina enska kónguló hanga þar eins og feimið jólaskraut. Hún hlýtur að hafa smyglað sér með yfir hafið með kommóðunni þar sem við geymum húfur og vettlinga og skriðið út og fundið sér alíslenskt horn til að fagna jólum.
Núna er ég nokkuð vissum að þetta langa dill í sósunni hafi verið ein löppin á henni og get ekki annað en hugsað um hvar restin af henni sé. Vonandi ekki í maganum á mér!!! Ég get svo svarið það að þegar ég sit grafkyrr þá finn ég litla veru stíga léttan sjöfættan dans í maganum á mér..Oh my, oh my!! Það væri nú alveg eftir öllu að ég færi að taka upp á því að borða köngló svona á milli hátíðanna.
Ég hef alveg helling að blogga um en ég sit hér í stríði við litla putta Alicar Þórhildar sem elskar að hamra á lyklaborðið með ömmu sinni sem gefst fljótlega upp á að reyna að blogga að einhverju viti og þar fyrir utan þarf ég að slást við restina af familíunni um tölvuna..það skýrir lang bil á milli blogga og alltof fá innlistskvitt hjá bloggvinum mínum. En ég reyni að kíkja við eins oft og ég get.
Verð að fara...er með einhvern furðulegan kitling upp eftir vélindanu í mér og þori ekki fyrir mitt litla líf að opna munninn...hjálp!!!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Þú ert nú meiri skvettan. Dill er náttúrlega planta og ekkert óeðlilegt við að það nái 1-2 cm kornið þegar það er þurrkað og saxað. Oft er það einnig notað ferskt og fæst í helstu verslunum hér. Svona lítur það út. Annars var líkingin við feimið jólaskraut skemmtileg. Kannski hefur blessuð köngulóin einmitt reynt að breyta röddinni og þóttst vera Jólaskraut, þegar þú gargaðir á hana.
Gleðileg áramót elsku Snætrýna mín. Þér er ekki við bjargandi, svei mér þá.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.12.2007 kl. 12:19
hahaha verði þér að góðu Katrín mín
Jóna Á. Gísladóttir, 29.12.2007 kl. 12:42
Þetta var nú skemtilegt.Góða meltingu.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 29.12.2007 kl. 12:43
Ég hef séð svona enskar hefðarköngulær. Þær eru engin smásmíði með sínar löngu lappir. Lófastórar. Ætli þær séu ekki með blátt blóð eins og kóngafólkið í heimalandi þeirra?
Ágúst H Bjarnason, 29.12.2007 kl. 12:53
Er að ímynda mér hvernig væri að hafa konguló innanborðs, munns. Vildi nú helst ekki prófa það
Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2007 kl. 14:17
Feimið jólaskraut! Dýrlegt!
Svava frá Strandbergi , 29.12.2007 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.