Leita í fréttum mbl.is

Gaman þegar gamlar hugmyndir falla af manni..

sb10065469d-001Ég er að lesa bók sem er skemmtileg. Sá nefninlega viðtal við Haffa Haff í Vikunni og þar var hann spurður m.a..Ef þú mættir ráða öllu í einn dag hverju myndir þú breyta?  Og ég sem er náttla alltaf að upphugsa leiðir til að breyta heiminum og bæta, var mjög spennt að sjá hverju hann svaraði. Kannski lumaði hann á einhverju leynivopni sem gerði það loks mögulegt að laga aðeins til í henni veröld.

Það kom á kerlu þegar hún las svarið.  "Engu og engum"..sagði Haffi Haff töffari.

Hann hafði nefninlega lesið bók þegar hann var yngri sem hafði þessi áhrif á hann. Bókin heitir The Giver og ég er auðvitað að lesa hana núna. Þarf að vita hvað stendur þarna skrifað sem hefur þessi áhrif. Og svei mér þá ef mér finnst ekki að björgin sem ég hef borið á mínum fínlegu kvenherðum langa lengi séu hreinlega að brotna utan af mér. Kannski þarf ég bara ekkert að bjarga heiminum!!! Hef líklega bara nóg með mig sjálfa í bili. 

Ætla að lesa aðeins meira í þessari bók sem er að snúa við hugmyndum í kolli mínum. Alltaf hressandi að hreyfa aðeins við því sem gæti verið að staðna. Það sniðuga við lífið er auðvitað það að alltaf þegar maður heldur að maður sé kominn með eitthvað á hreint, fer maður að týnast í nýjum ryghrúgum sem hafa byrgt manni sýn á eitt og annað.

sb10065972d-001

En nú bara um tvennt að velja. Þegar maður er veðurtepptur og kemst ekki í afmæli sem er handan við Heiðina ógurlegu og snjóþungu. (Þeir tímar að sitja undir eða uppi í tré í iðagrænu englandinu og lesa eru liðnir)

Nú er annað hvort að kúra og lesa... eða taka til og breyta heima hjá sér. Ég ætla að lesa þar til ég finn að hugarfar mitt gagnvart stórhreingerningum hefur breyst til hins betra og ég tek slaginn við trilljón rykmaura sem stara kátir á mig úr hverju horni.

Þeir vita ekki að örlög þeirra eru svo til ráðin.

Er það ekki bara gott plan á sunnudegi?? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hef ekki lesið þessa bók.  En af því að ég er orðin svona gömul og grá, þá veit ég að maður getur engu breytt nema sjálfum sér.  Og það er ef til vill eina breytingin sem maður þarf í raun og veru að gera.  Því við það breytist allt hitt sjálfkrafa.  Þú er frábær mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2008 kl. 13:40

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Verð að lesa þessa bók, alltaf gaman að láta tæta svolítið í kollinum á sér ... maður staðnar þá ekki á meðan.

Knús í bæinn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.3.2008 kl. 16:43

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvar er afmæli? Ég skal bara mæta fyrir þig....

Hrönn Sigurðardóttir, 2.3.2008 kl. 16:49

4 Smámynd: www.zordis.com

Mikið er Hrönn góð við þig Katrín að geta hugsað sér að mæta í afmæli, þar sem pönnsur og rjúkandi kaffi verða á boðstólnum!

Eitt skref í einu og hliðar saman hliðar átt að réttri leið.  Já, er ekki best að breyta sjálfum sér til að byrja með .....

www.zordis.com, 2.3.2008 kl. 16:59

5 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Hugsaðu þér hvað orkan í umhverfi okkar yrði mjúk og þægileg ef allir hættu að rembast við að breyta heiminum. Það yrði hreinlega eins og í bestu hugleyðslu; allt liði áfram í áreinsluleysi og eðlilegri framþróun.

Við eigum fáein skref eftir að því marki en við þokumst þó í áttina.

Kveðja til ykkar Óla

Guðbjörn Jónsson, 2.3.2008 kl. 17:57

6 Smámynd: Kolgrima

Ég þarf greinilega að lesa þessa bók

Kolgrima, 2.3.2008 kl. 18:49

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ábyggilega góð bók að lesa, takk fyrir ábendinguna ætla að reyna að finna hana.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 2.3.2008 kl. 20:00

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þessi bók The Giver er skemmtileg aflestrar en líka óhugnanleg. Það er eitthvað agalegt við hið fullkomlega líf þegar því er stjórnað og allir þættir teknir æút sem valda óvissu og janvel þjáningu. Ég er ekki laveg búin með bókina...en kannski eitthvað til í því sem Guðbjörn vinur minn Jónsson segir....að allt væri betra ef við hættum að rembast við að breyta heiminum?

Ég mun samt ekki gefast upp í baráttu minni fyrir betra heimili,..rykmaurarnir síkátu eru nú flestir steindauðir og allt ilmandi af hreinlæti og hver hlutur á sínum stað. OG BREYTINGARNAR OG TILFÆRINGARNAR BARA HUNDRAÐ PRÓSENT HÁRRÉTTAR..fyrir mig og mína. Nú er komið nóg pláss fyrir nýja og góða strauma allt um kring og að eilífu

Verði ljós og megi veröldin halda áfram að snúast eins og henni einni er lagið.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.3.2008 kl. 00:00

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Engu og engum!! Frábært svar! Þegar ég er orðin stór ætla ég að vilja breyta engu og engum!!! :)

Heiða B. Heiðars, 3.3.2008 kl. 01:01

10 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já mér líst vel á að við eyðum meiri tíma í að lesa og minni í hreingerningar. Annars heyri ég það að þessa bók verð ég að lesa. Þetta með að vilja breyta heiminum er að verða að einhverju agnarsmáu en samt ótrúlega fyrirferðarmiklu meini innan í mér. Væri alveg til í að losna við það.

Elska bloggið þitt Katrín. Er búin að lesa það lengi. Finnst svo frískandi þegar fólk tjáir sig frjálslega og þegar maður sér myndir og heyrir hljóð þegar maður les orð sem einhver annar hefur skrifað einhvers staðar annars staðar.

Soffía Valdimarsdóttir, 3.3.2008 kl. 13:39

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.3.2008 kl. 16:12

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þessa bók verð ég að lesa.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.3.2008 kl. 18:34

13 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég verð endilega að lesa þessa bók. Takk.

Marta B Helgadóttir, 3.3.2008 kl. 19:57

14 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég þarf líklega að lesa þessa bók líka.

Svava frá Strandbergi , 4.3.2008 kl. 00:44

15 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er einmitt að skvera mér i að lesa lokakaflana núna og hlakka til að sjá hvernig hún endar. Svo ætla ég að sofa á því hvað mer finnst þar til a morgun

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.3.2008 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 311443

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband