Leita í fréttum mbl.is

Lífið lætur ekkert snúa á sig....né mig!!

Þessu verð ég að deila með ykkur...er bara svo fyndið og skemmtilegt í sjálfu sér og sýnir það svart á hvítu sem ég er alltaf að segja að lífið er ævintýri sem er alltaf að segja sig sjálft alla daga.

200356790-001

Hef verið að hugsa um það undanfarið að stofna mitt litla fyrirtæki. Var reyndar búin að skrá eitt úti í London en gerði ekkert meira með það. Nafnið á fyrirtækinu mínu þar var Katrin by heart Ltd og svo kemur svona lítið hjartamerki sem lógó sem hefur einhvernveginn fylgt flestu sem ég hef búið til.

Var að hugsa um hvort ég ætti ekki bara að halda mig við gamla nafnið nema þessu þarna Ltd sem á auðvitað ekkert við á íslandi en það stendur fyrir limited. Ég er bara ekkert hrifin af svona orðum eins og limited sem þýðir takmörkun.

Svo ég hef ákveðið að endurfæða litla fyrirtækjasprotann minn og vinna þar með eigin hugmyndir og verkefni og gefa því betra nafn. Nafn sem er meira við hæfi. Nú heitir það Katrin by heartHeartunlimited!!!!

Og eins og lífið sé mér ekki sammála??

Á morgunflakki mínu um bloggið rakst ég inn hjá Vilborgu vinkonu minni og þar getur maður dregið spil og fengið vísdóm dagsins. The creator cards.

Þetta er það sem ég dró...


Are you limited by the people in your life? Are you limited by your circumstances? By your education? By God? If someone else is limiting you, why would you choose that? How is it serving you to believe those limitations?
What you believe is what you have chosen to believe, and your beliefs create your experience. Are you willing to re-examine your belief systems and then consciously choose the ones you really want?
The limitations you have chosen up till now have served you in some way, but in this moment you can choose again. Are you willing to be unlimited?

Og ég brosi bara með sjálfri mér og segi auðvitað..Já... en ekki hvað?? 

 

14


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

En frábær tilviljun. Þú trúir auðvitað ekki á tilviljanir. Auðvitað ertu á réttri leið.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.4.2008 kl. 09:34

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ætlaði einu sinni að stofna fyrirtæki sem átti að heita ConArtUnlimited en það var í djóki.  Mér fannst nafnið æði, var bara ekki með starfsemi þess á hreinu.

Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.4.2008 kl. 09:53

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hahah en Yndislegt! Stundum gefur Lífið manni svo skýr svör Gangi þér VEL með sprotann þinn

Ragnhildur Jónsdóttir, 2.4.2008 kl. 10:45

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Lífið er sífelldar vísbendingar, það er bara sum okkar sem taka þær alvarlega og sjá þær gegnum allt sturlið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2008 kl. 11:05

5 Smámynd: www.zordis.com

Ærlega er verið að lýsa upp hjá þér!  Mér finst ltd vera neikvætt en þú snýrð því flott og er forever girl!

Mér finst hjartað þitt vera smart og þú!

www.zordis.com, 2.4.2008 kl. 13:03

6 Smámynd: Heiðar Jónsson

Svona er lífið skemmtilegt. En þú hefur nú líka alltaf kunnað að færa hlutina í réttan ritstíl. Gott að þú skulir vera komin heim.

Heiðar Jónsson, 2.4.2008 kl. 15:23

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þvílík snilld, það er ekki til tilviljanir segja þeir, allt er ákveðið. Gangi þér vel með nýja fyrirtækið. 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.4.2008 kl. 15:25

8 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

-  Dúllan mín!

Vilborg Eggertsdóttir, 2.4.2008 kl. 16:02

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Vá, hvílík tilviljun, eða kannski ekki? Frábært ....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.4.2008 kl. 18:04

10 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Það er bara til ein Katrín Snæhólm  

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 2.4.2008 kl. 21:22

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábært, yndislegt. Þú ert alveg örugglega á réttri leið

Marta B Helgadóttir, 2.4.2008 kl. 23:37

12 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Nú ertu aftur orðin íslensk.  Til hamingju með þetta og gangi þér vel.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 3.4.2008 kl. 00:08

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Frábært Katrín mín til hamingju með fyrirtækið

Kristín Katla Árnadóttir, 3.4.2008 kl. 10:20

14 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það kom að því að ég gat ekki lengur búið við það að geta ekki sent þér línu inn á bloggið þitt þannig að ég ákvað að gefa eftir og skrá mig bara inn.

Það sem maður leggur á sig en nú get ég látið þig vita af því að ég er hérna, fylgist með skrifum þínum, brosi með þér og hugsa til þín

Með sumarsins sól og lengingu dagsins munum við svo sjást aftur eftir öll þessi ár Kveðja,

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.4.2008 kl. 03:01

15 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk fyrir þetta öll sömul..kannski ég hafi þetta frekar Tækifæri en Fyrirtæki. Fyrirtæki er of formlegt og þungt í hugsun en tækifæri er miklu opnara og betra orð. Tækifæri Katrinar unlimited..!! Já passar betur fyrir mig enda þurfa nú ansi mörg verkefni og af ýmsum toga að rúmast í þessu ótakmarkaða tækifæri mínu sem er alveg við það aö vera hrokkið í góðan gang sko.

Rakel mín við bara verðum að fá okkur kaffi næst þegar þú ert á ferðinni..svo sannarlega kominn tími til.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.4.2008 kl. 16:42

16 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Til hamingju með þetta.
Ég og vinkona mín, sem hannar skartgripi úr leir og ýmsu öðru, eigum okkur draum um að stofna gallery og vinnustofu saman. Sem á að heita 'SvaKa gallerý.' Samsett úr nöfnunum okkar,  Svava og Katrín.
Við erum bara svo blankar að við höfum ekki enn getað hrint þessu í framkvæmd.

Svava frá Strandbergi , 5.4.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband