18.11.2008 | 11:39
Sláum skjaldborg um lýðræðið..Þetta verða ALLIR að lesa!!!
Kem ekki skjalinu hér í færsluna en hún er hér efst í athugasemdum.
Kæru landar. Þetta verðum við öll að skoða vel og sjá hvað við getum gert.
Mætum öll fyrir utan alþingishúsið í dag klukkan 12.00 og stöndum vörð um lýðræðið.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
SKJALDBORGARMÓTMÆLI á MIÐVIKUDAG KL: 12 VIÐ AUSTURVÖLL
þann 18. nóvember, 2008
“Sláum skjaldborg utan um Alþingi”.
Vilji okkar er að við högum okkur eins og siðmenntuð þjóð, að við hröðum rannsókn á þessum grafalvarlegu málum,hugsanlegum lögreglurannsóknum og dómsmálum sem mest má til að þjóðin finni aftur til innri friðar og geti hafið það uppbyggingarstarf, sem framundan er. Ef það gerist ekki mun samfélag okkar bíða varanlega skaða, skaða sem við teljum ósanngjarnan, siðlausan og engan veginn bjóðandi komandi kynslóðum! Við viljum fá að velja fært fólk en ekki flokka fyrir framtíð okkar og afkomenda okkar!
Við bendum einnig á rétt okkar að krefjast inngripa af hendi Alþingis sbr. 14. Gr. Stjórnarskrárinnar og 1. grein landslaga,
Það þýðir að láta ákveðna ráðherra svara til saka og það tafarlaust.
Við viljum að Ríkisstjórnin víkji því strax frá og að hér verði skipuð tímabundi þjóðstjórn til að bjarga því sem bjargað verður.
Fjölmörg ríki hafa sýnt áhuga á að koma okkur til hjálpar en það er óframkvæmanlegt á meðan núverandi ríkisstjórn situr og sýnir engan
veginn á sér fararsnið. Þó eru tveir þingmenn farnir síðan þá og það er í áttina. En botninum er löngu náð, þjóðin sættir sig ekki lengur við lögbot, lygar, spillinu og falsanir sem eru bornar hér á borð daglega fyrir almenning á Íslandi. Það er bara eitthvað sem ráðamenn afneita og vilja ekki horfast í augu við að það er búið að komast upp um þá - eingöngu þjóðin sjálf getur sett þau á gaddinn, við borgum ekki gistingu á Hilton fyrir alkann sem neitar að horfast í augu við afglöp sín og afleiðingar drykkju sinnar. Oflæti og hroki þessara ráðamanna er með ólíkindum, þetta er ekki lengur grátlegt heldur er þetta fíflalegur farsi.
Ríkisstjórnin hefur ekki lengur traust okkar, hún starfar ekki lengur í umboði okkar og ekkert réttlætir setu hennar lengur inn veggja Alþingis. Hún verður því að hlýða kalli þjóðarinnar og víkja, afneitun og þrot ráðamanna er gersamlega orðið þjóðinni til háborinnar skammar um allan heim. Íslenskur almenningur,heimili og fyrirtæki glíma við ónýta krónu og grafalvarlegan gjaldeyrisvanda í kjölfar bankahrunsins. Sá vandi leggst ofan á skæða verðbólgu, lækkandi húsnæðisverð, gríðarlega vexti, hækkandi húsnæðislán, kvíða, óöryggi, vaxandi fátækt og félagsleg vandamál. En Þorgerður Katrín talar um að ákvörðun um gjaldmiðilinn verði rædd á landsfundi Sjálfstæðismanna í janúar - í janúar? og, já og svo eru mjög spennandi tímar framundan hjá Sjálfstæðismönnum að hennar sögn. Hvað er konan að tala um, á hvaða pláhnetu býr hún og ef þessi ummæli sýna ekki allan hrokann sem okkur enn og aftur sýndur, það að þetta snýst eingöngu um framtíð þeirra sjálfstæðismanna en ekki okkar almennings er meir en augljóst! Okkur verður fórnað ef við tökum ekki í tauminn og byrjum strax að meina það sem við segjum og við segjum STOPP!
Flestir þeir, sem kunna að bera ábyrgð á því hvernig komið er, hafa haft sjálfdæmi um að vera áfram við völd, skipuleggja neyðaraðgerðir og móta efnahagsstefnu. Á sama tíma er Alþingi, löggjafarvaldið og æðsta umboð kjósenda, algerlega óstarfhæft og vanhæft á alla kanta. Þingmenn úr öllum flokkum kvarta yfir ráðherraræði og upplýsingasvelti, til að mynda fékk stjórnarandstaðan að lesa um þegar frágengna samninga við IMF , líkt og restin af þjóðinni í dagblaðinu DV. Í Úkraínu fær almenningur að vita nákvæmlega allt um lántökuna hjá IMF en ekki við íslendingar, við erum eina þjóðin í heiminum sem fáum ekki að vita neitt sem við eigum samkvæmt lögum rétt á að fá að vita en hér eru lögin margbrotin daglega á almenningi þessa lands og erlendir ráðamenn eru orðlausir yfir þeirri ósvífni sem okkur er sýnd - daglega, í ofan álag þá flokkumst við sem þjóð undir það eftirsóknarverða hugtak “að vera lýðræðisríki” sem við erum ekki og við krefjumst þess að lýðræðislegur réttur okkar verði virtur hér og nú, með tilvitnun í íslensk lög og þeim ber að fylgja:
Alþingi getur sótt ráðherra til saka og látið rétta yfir þeim
Það er unnt að gera á grundvelli 14. greinar stjórnarskrárinnar.
Þar segir:
„Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum.
Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum.
Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra.
Landsdómur dæmir þau mál.“
1. gr.
Landsdómur fer með og dæmir mál þau, er Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra.
Á grundvelli þessarar greinar stjórnarskrárinnar voru sett lög árið 1963 um ráðherraábyrgð og landsdóm
sjá : www.althingi.is / landslög
Fyrsta grein laga um landsdóm hljóðar svo:
„Landsdómur fer með og dæmir mál þau, er Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra.“
Eftir hrun þriggja stærstu banka þjóðarinnar og gríðarlegt tap þjóðarbúsins, með tilheyrandi rýrnun lífskjara virðast lög um ábyrgð ráðherra
frá 1963 auðveldlega geta átt við um störf og gjörðir þeirra nú. Hirðuleysi ráðherra varðar við lög og þeim ber að fylgja eftir!
Í fyrstu grein laganna segir að ráðherra megi krefja ábyrgðar hafi hann „annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, önnur landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu“.
Í áttundu grein d-liðar sömu laga segir að það varði ábyrgð ráðherra „ef hann verður þess valdandi að nokkuð það sé ráðið eða framkvæmt er skert getur frelsi eða sjálfsforræði landsins“.
Loks verður ráðherra sekur eftir b-lið 10. greinar sömu laga „ef hann framkvæmir nokkuð eða veldur því að framkvæmt sé nokkuð, er stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu, þótt ekki sé framkvæmd þessi sérstaklega bönnuð í lögum, svo og ef hann lætur farast fyrir að framkvæma nokkuð það, er afstýrt gat slíkri hættu, eða veldur því, að slík framkvæmd ferst fyrir“.
Í þrettándu grein laganna segir að hafi ráðherra bakað almenningi eða einstaklingi fjártjón með framkvæmd eða vanrækslu, sem refsiverð er samkvæmt lögunum, skal dæma hann til að greiða skaðabætur jafnframt refsingunni.
Hvetjið alla til að mæta, taka sér hádegishlé og sýna samstöðu.
Eftir síðustu Skjaldborgarmótmælin og þúsundir tölvupósta til Alþingis sem innihalda og sýna fram á lögbrot ráðherrana hafa þegar
tveir þing menn sagt af sér.
Því endurtökum við þetta nú - hvetjum alla til að setjast niður og skrifa til skrifstofu alþingis sem á skv. lögum að fara eftir lögunum
og fylgja beiðni okkar eftir.
Staðfestum síðan kröfu okkar á morgun með friðsamlegum mótmælum,
Tökum höndum saman og myndum SKJALDBORG utan um Alþingishús OKKAR íslendinga - enn og aftur!
klukkan 12:00 á morgun, miðvikudag - þann 19. nóvember.
Ríkisstjórnin víki Nú Þegar!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.11.2008 kl. 11:41
Tek svo heilshugar undir þetta, og verð með í huganum. Vildi að maður gæti einhversstaðar kvittað fyrir þátttöku, þó aðstæður séu þannig að maður komist ekki. Er á einhvern hátt hægt að koma slíku við ?
Takk fyrir að berjast fyrir mig og börnin mín, kæra Katín og þið hin sem standið vaktina.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2008 kl. 12:10
Við erum auðvitað öll að berjast með kafti og klóm til að reyna að bjarga því sem bjargað verður úr þessu.
Sendum öll þennan pistil á alþingi www.alþingi.is Alþingismenn verða að bregðast við þessu NÚNA...og hjálpa þjóðinni að náaftur lýðræðinu okkar. Mér fannst skammarlegt til þess að hugsa síðast þegar við slógum skajdlborg um alþingishúsið og héldumst í hendur í kuldanum að inni sátu alþingismenn í hlýjunni á fullum launum við sama verk..en alerlega valda og máttlausir. En þeir hafa völd samkvæmt stjórnarskránni til að koma þessari Ríkisstjórn frá strax og þeir eiga að koma út standa með okkur á morgun og sýna okkur í verki fyrir hverja þeir eru að vinna.
Ásthildur mín..þú hefur sko verið með í baráttunni í mörg ár..það er nóg að lesa allt sem þú hefur skrifað.
Mér dettur í hug að nágrannasveitarfélögin skipuleggi rútuferðir á svona mótmæli..borgarafundi og skjaldborgir og taki þannig þátt líka.
Við megum engan tíma missa núna!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.11.2008 kl. 12:26
takk fyrir síðast Katrín mín - gaman að hittast og kynnast smá í raunheimum:)
Birgitta Jónsdóttir, 18.11.2008 kl. 13:16
Kem þessu áleiðis.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.11.2008 kl. 13:28
Takk Jenný mín..vil líka bæta við þessari grein hérna sem fær nú kalt vatn til að renna á milli skinns og hörunds. Þetta er brot úr nýjustu færslu prakkarans. www.prakkarinn.blog.is. Hvet alla til að lesa hana.
88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.
Þetta hljómar eins og klæðskerasniðið úrræði til að koma stjórnvöldum frá, en við skulum ekki fagna of snemma, því skömmu síðar kemur önnur grein, sem í sjálfu sér er hrein og klár yfirlýsing um einræði.
97. gr. Mál út af brotum, sem í þessum kafla getur, skal því aðeins höfða, að dómsmálaráðherra hafi lagt svo fyrir, og sæta þau öll opinberri meðferð.
Eru menn að sjá í hverslags fasisma við búum við? Hvaðan kemur þessi grein? Hvenær var hún sett inn, hvernig og af hverjum?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.11.2008 kl. 13:48
Athugið að skjaldborgin verður miðvikudaginn 19. nóvember en ekki 18. eins og stendur í tilkynningunni. Ég sendi þennan pistil til Katrínar Jakobs og hvatti hana til að koma bréfinu til allra þingmanna og bað þau svo um að hjálpa okkur að standa vörð um lýðræðið með okkur á morgun..slást í hringinn..eftir að þau væru búin að lýsa vantrausti á Ríkisstjórnina;) Katrín Jakobs og Guðfríður Lílja sögðu reyndar síðast að þær hefðu verið með hefðu þær vitað af þessu. Nú vita þau vonandi öll af þessu og geta verið með!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.11.2008 kl. 14:19
Mín tilfinning er sú að það sé hægt að garga sig hásan, fá taugaáfall af æsingi og hníga niður í mótmælum!
Það er samt sem áður ekki hlustað!!
Sorrí
Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 14:29
Ég er hvorki hás né meðvitundaralaus en full af baráttuvilja og krafti því það gerir eitthvað rosalega gott fyrir mann að mæta á svona aðgerðir. Maður fær allavega ekki þá tilfinningu að maður sé að sökkva óspriklandi!!! Samstaðan er mesta heilunin núna og hana finnur maður þegar maður er innan um aðra sem líður eins og manni sjálfum. Og ég sé að það eru litlir brestir að verða til hér og þar..bara spurning hvenær stíflan brestur og íslenska þjóðin glaðvaknar og steypir spillingaröflunum. En þið skuluð vita það að það munar um hvern og einn...ÞAÐ MUNAR UM ÞIG!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.11.2008 kl. 14:38
Heyr! heyr! Þetta er einmitt það sem þarf.
Steingerður Steinarsdóttir, 18.11.2008 kl. 15:53
Heyr! Heyr!
Himmalingur, 18.11.2008 kl. 21:19
Þetta er bara fallegt;)
Jón Benedikt Hólm, 19.11.2008 kl. 00:18
Sendi ykkur orku og kaerleik í baráttunni!
www.zordis.com, 19.11.2008 kl. 00:40
Varaði við lögum sem brjóta gegn stjórnarskránni
Frétt tekin af Visi.is
,,Þetta er hneyksli. Mér finnst ömurlegt að vera á þingi sem lögfræðingur og þurfa að þola svona. Það er ömurleg tilfinning. Það er grunnskylda þingmanna að standa vörð um stjórnarskránna," segir Atli Gíslason þingmaður Vinstri grænna um lög sem samþykkt voru á Alþingi í seinustu viku sem fela í sér breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki.
Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, sagði í Íslandi í dag fyrr í kvöld að lögin brjóti gegn stjórnarskránni. Hann fullyrti að þingmenn hafi vísvitandi brotið gróflega gegn stjórnarskránni vegna þess að í lögunum sé ákvæði sem banni að mál sé höfðað gegn fjármálafyrirtækjum ef þau fara í greiðslustöðvun.
,,Ég er algjörlega sammála Ragnari eða hann mér," segir Atli og bætir við að þingflokkur Vinstri grænna hafi barist harkalega gegn því að lögin yrðu sett.
Atli og Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, fóru á fund Sturlu Böðvarssonar, forseta Alþingis, á fimmtudaginn og vöruðu við lögunum og fóru fram á að málinu yrði frestað ,,Því var hafnað."
,,Aðvörunarorðin voru flutt," segir Atli.
Hrunadansinn er bara dansaður hraðar hvern dag núna...ég er alveg að verða gáttuð og mikllu meira en það.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.11.2008 kl. 08:31
Ég verð með ykkur í anda en þar sem að ég ligg veikur heima eftir mótmælin á síðasta laugardag þá kemst ég ekki niður í bæ í dag.
Neddi, 19.11.2008 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.