29.11.2008 | 20:17
Í föðurlandið fyrir föðurlandið!!
Ég fékk lánað föðurland úr ull til að klæðast í dag þegar ég fór til að mótmæla á Austurvelli. Það var nístandi kuldi úti og eins gott að búa síg vel svo Kári kallinn klipi ekki of fast í lærin á konu með sínum ísköldu krumlum. Ég tók líka með mér pottlok og sleif og lamdi svo fast í pottlokið að sleifin brotnaði en það gerir ekkert til... ég á fleiri.
Ég ætla ekki að segja ykkur hvern ég var að hugsa um að rassskella þegar sleifin brotnaði en leyfi ykkur að geta sjálf.
Þar sem ég er andofbeldissinni og vil ekki sjá ofbeldi..mæli ég eindregið með því að fá útrás á pottlokum.
En talandi um ofbeldi þá finnst mér samt alveg nóg komið af ofbeldi gagnvart þjóðinni. Við þurfum nú að þola gífurlegt efnahagslegt ofbeldi, viðskiptalegt ofbeldi, félagslegt ofbeldi, andlegt ofbeldi og sumir jafnvel piparúðaofbeldi og þegar við söfnumst saman á Austurvelli til að bera hönd fyrir höfuð okkar og hrópa laugardag efitir laugardag eins hátt og við getum þúsundum saman..."Ekki meir Geir..plís ekki meir Geir" þá beitir hann okkur bara enn meira ofbeldi sem er samskiptaofbeldi og skellir skollaeyrum við kröfum okkar.
Svo þorir sumt af því fólki sem er beitt öllu þessu ofbeldi alla daga árum saman ekki að mæta á Austurvöll af ótta við ofbeldi?? Ég verð að viðurkenna að ég botna ekkert í sumu fólki.
En föðurlandið gerði sitt gagn fyrir föðurlandið i dag og mig langar að smella brennheitum kossi á kaldar kinnar allra mótmælenda um leið og ég tek í kaldar hendurnar þeirra og þakka fyrir samstöðuna í dag. SMJÚTS!!
Einn góðan veðurdag í framtíðinni... já í sól og sumaryl minninganna...munum við geta horft til baka og verið stolt af því að hafa staðið saman í nístandi kuldanum og mótmælt órettlætinu og ofbeldinu. Og það sem meira er . Við munum geta horft framan í börnin okkar og barnabörnin okkar án þess að skammast okkar. Og þá skiptir ein skitin trésleif engu máli. Bara alls engu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Ásdís Sigurðardóttir, 29.11.2008 kl. 20:35
Ía Jóhannsdóttir, 29.11.2008 kl. 22:03
Þú ert frábær. En mikið rosalega er kallt úti.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2008 kl. 22:23
Vonandi verður ekki eins kalt næsta laugardag en það skiptir ekki máli. Við mætum samt vegna þess að okkur stendur einfaldlega ekki á sama. Takk fyrir uppbyggilegan hvatningarpistil
Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.11.2008 kl. 22:51
Ég er stolt af öllum sem mættu á Austurvöll í dag. Hetjur
Sigrún Jónsdóttir, 29.11.2008 kl. 22:52
Frétti að þeim þúsundum sem mættu í Smáralindina og í Kringluna hafi ekkert verið kalt og bara notið sín vel. Skil vel að fólk vilji bara trúa að þetta reddist allt eins og áður...og það sé óþarfi að hafa áhyggjur. Við skulum sjá til í febrúar hvernig ástandið verði þá. Auðvitað væri gott að trúa því að allt verði gott og að stjórnvöld séu þrátt fyrir allt bara að huga að okkar hag..en því miður blasa staðreyndirnar við og okkur er ekki stætt á að ana áfram með lokuð augun og trúa áfram á blekkingarnar.
Kannski..já kannski voru bara flestir að spara sig fyrir morgundaginn en þá verður Þjóðfundur á Arnarhóli klukkan 15.00. Margir vinnuveitendur hafa gefið fólkinu sínu frí til að mæta og sýna samstöðu. Mæli með föðurlandi og lopasokkum...bara alls ekki sitja heima þó það verði kalt. Ef við ekki stöndum saman núna verður alltaf kalt í þjóðarsálinni...Mætum með funheitt hjarta og eldglæringar í lýðræðisaugunum og krefjumst nýrra gilda og afsagnar spillingarliðsins.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.11.2008 kl. 08:25
ÞJÓÐFUNDUR ÍSLENDINGA
1. desember 2008
Arnarhóli
Borgarahreyfing um Þjóðfund 1. des. eru regnhlífarsamtök þeirra hópa og einstaklinga sem hafa haft sig í frammi opinberlega undanfarnar vikur vegna þess gjörningaveðurs sem fjármálamenn, stjórnvöld og embættismenn hafa kallað yfir þjóðina.
Borgarahreyfingin stendur algerlega utan við alla stjórnmálaflokka og telur að núverandi stjórnvöld sem og stjórnarandstaða hafi glatað trausti landsmanna.
Borgarahreyfingin hvetur alla landsmenn til að sýna samstöðu og krefjast breytinga á stjórn landsmála og breytinga á stjórnsýslu með því að leggja niður vinnu og mæta á
Þjóðfund á Arnarhóli klukkan 15, mánudaginn 1. desember.
Jafnframt hvetur Borgarahreyfingin til þess að öll samtök launþega veki athygli félagsmanna sinna á fundinum og að Samtök atvinnulífsins sýni vilja sinn til þjóðarsáttar og hvetji aðildarfélög sín til að gefa starfsfólki leyfi frá störfum.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.11.2008 kl. 09:12
Veðrið á Þjóðfundinum á morgun 1.desember 2008 veður hollt og gott til mótmælaútivistar . Hæg norðlæg átt með 2-4 °C frosti- sem sagt hið besta vetrarveður. Síðan myndar miklli mannfjöldi góðan hitahjúp .
Nú er örlagastund á morgun kl. 15 á Arnarhóli- því fleiri sem mæta - því meiri árangur fyrir þjóðina. Mætum öll.
Sævar Helgason, 30.11.2008 kl. 12:19
Mætti í mínu föðurlandi með minni konu. Gengum fram á sérsveitarbílinn staðsettan á sama stað og síðast.
Urðum fyrir vonbrigðum með mætinguna. Spurning hvort það ættu ekki fleiri að fjárfesta í föðurlandi. Ég held að þau fáist í kringlum og lindum.
Ævar Rafn Kjartansson, 30.11.2008 kl. 13:25
ég kaupi mér föðurland fyrir næstu mótmæli, það var ansi napurt þarna í gær. annars var ég búin að merkja ákveðna kælingu frá 4. valdinu vikuna fyrir mótmælin, meira að segja DV sem ég hélt að væri farið að tala máli fólksins, það kældi sig niður og hætti að tala um fjármála og stjórnmálaperra og fór bara að tala um þessa venjulegu perra...
en þá þurfum við bara að vinna meira sjálf, í að smala fólki og hvetja til þess að koma þessu liði frá með góðu frekar en illu
Skríllinn kældur
Gullvagninn (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 14:43
asskoti vara kalt.........en mæti á þjóðfund
Hólmdís Hjartardóttir, 30.11.2008 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.