10.12.2008 | 16:17
Glætan spætan að ég sé komin í jólafrí..frestum jólunum og gerum byltingu!
Eins og staðan er núna er réttast fyrir íslendinga að fresta jólunum fram í miðjan janúar og gera það sem gera þarf núna svo við getum í alvörunni haldið hátíðleg og gleðileg jól saman. Það er hreinlega ekki hægt með þennan spillingarfnyk fjúkandi um allt .
Hann eyðileggur piparkökuilminn, skítug fótspor siðspillingarinnar trampa niður fallegan jólasnjóinn og Jólasveinarnir þora ekki til byggða vegna óttans við hið grímulausa vald sem sýnir nú sitt rétta andlit. Miklu ljótara og grimmara en andlit Grýlu sjálfrar.
Gerum alvöru jólahreingerningu, skúrum og skrúbbum út skítinn úr þessu samfélagi og skundum svo á Þingvöll og treystum vor heit. Tökum höndum saman og stengjum þess heit að hér skuli verða gert hreint fyrir öllum dyrum og höldum svo jólin kát og glöð vitandi að við gerðum það sem þurfti að gera. Ég get ekki einu sinni sungið glaðlegu jólalögin fyrr en þetta er að baki..hrekk bara í Maístjörnuna áður en ég veit af.
Það má greinilega engan tíma missa núna. Stjórnvöld treysta á jólahamaganginn til að klára koma öllu fyrir eins og þau vilja hafa það og segja svo þegar við komum úr jólafríinu að því miður verði nú engu breytt og henda í okkur Hvítbókinni þar sem allar sögupersónur eru eins og skjannahvítir englar eftir jólahvítþvottinn.
Eða heldur einhver eftir atburði sl daga og vikur að það hafi orðið einhver hugarfarsbreyting hjá afglöpum þessa lands?? I dont think so.
Jól í Janúar, bylting í desember skal standa á mínu mótmælaspjaldi á laugardaginn...þ.e ef ég hendi ekki bara af mér svuntunni strax og set á mig aðgerðaklútinn.
Svo heldur fólk að húsmæður á miðjum aldri séu ekkert uppreisnargjarnar og haldi stillingu sinni ætíð og alltaf. Það er auðvitað langsóttur misskilningur sem leiðréttist hér með með sjálfri mér.
Mitt kvenlega innsæi segir mér nefninlega að nú séu íslendingar búnir að fá NÓG og að nú verði piparkökubakstrinum frestað fyrir hörkuaðgerðir.
Og ég ætla að vera með í þeim!!!
Og til að halda nú uppi jólaboðskapnum þá er ég sannfærð um að afmælisbarnið hann Jésú hefði nefninlega staðið vaktina á Austurvelli með okkur hinum og látið heldur betur illum látum í sumum bönkum og fjármálaeftirlitum landsins. Hann hefði sko velt um borðum og haft hátt eins og unga fólkið sem mætti á pallana í Alþingi en ekki setið heima hjá sér með kakó og fordæmt uppreisnina gegn kerfiskörlum gegnum lyklaborðið. Ó nei
Til hamingju með afmælið Jésús minn..ég veit að þú fyrirgefur okkur þennan gjörning að fresta afmælinu þínu fram í janúar núna þegar þú veist hver ástæðan er kallinn minn. Þú færð kannski bara alvöru lýðræði í afmælisgjöf í staðinn og helling af alvöru mannkærleika, réttlæti, sannleika og samkennd..ok?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Ég veit að Þórbergur Þórðarson fullyrti það í Sálminum um blómið að Jesú hefði verið fyrsti sósíalistinn. Hann segir eitthvað miður fallegt um íhaldið á sama stað en ég gef mér samt ekki tíma til að leita að blaðsíðunni þar sem þetta kemur fram núna. Vildi bara taka undir það með þér að ég held að Jesú sé ekkert sértaklega viðkvæmur fyrir því hvenær það er haldið upp á daginn hans. Hann myndi örugglega forgangsraða líkt og þú
Fyrir utan að mér skilst að einhver vísindi hafi reiknað það út að hann hafi verið fæddur í mars en ekki desember
Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.12.2008 kl. 17:26
Heyr, heyr
Sigrún Jónsdóttir, 10.12.2008 kl. 17:51
Já við höldum áfram að mótmæla.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.12.2008 kl. 00:33
Pistillinn þinn er á forsíðu mbl.is í þessum skrifuðu orðum
Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.12.2008 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.