Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
15.2.2007 | 14:21
Þegar maður loksins þorir og opnar...
....þá gerast ævintýrin. Undanfarið er eitthvað voðalega mikilvægt búið að vera að brjótast um í mér. Hef setið hérna handan við hafið og horft heim og kynnst fullt af merkilegu og góðu fólki í gegnum bloggið mitt. Ég hef líka verið að horfa á þjóðina og skoða og skilgreina með sjálfri mér mannlífið og þjóðlífið. Og spurt mig margra spurninga. Ég sé þjóð sem er að vakna. Vakna upp við vondan draum um allt sem var grafið og næstum gleymt um sorgir og vanlíðan meðbræðra. Um að við gleymum stundum í darraðardansinum hvað skiptir okkur raunverulega máli. Mestu máli. Við sjálf og fólkið okkar. Allt fólkið okkar. Þjóð með stórt og opið hjarta þegar á reynir.Sem á minningu um samhug og samkennd. Að við getum þetta ekki án hvors annars. Hugumstór en í einhversskonar hugarfjötrum þessa stundina. Að það sé allt hálfvonlaust. Að við getum ekki bætt og breytt svo þetta litla samfélag verði fyrir okkur öll. Svo rík og öflug þjóð en samt svo fátæk og aum á sumum sviðum. Fullt af áleitnum spurningum. Hvernig gátum við verið svona blind og ekki séð? Erum við enn blind og ekki að sjá? Hver á að gera hvað? Hvar liggur þessi ábyrgð sem engin vill kannast við? Mér finnst hún liggja hjá mér og hjá þér. Samfélag er bara þegnarnir sem það byggja. Og það skiptir máli hvað hver og einn gerir og segir og hvernig við bregðumst við. Kannski núna sé tíminn sem við erum tilbúin að horfast svellköld í augu við hvar við erum og hvað við þurfum að laga. Víkjum okkur ekkert undan þó það sé helvíti vont og sárt að horfast í augu við sjálfan sig stundum. En þaðan má allt laga og þaðan má öllu breyta. Þegar maður sér meinið og veit um hvað það er. Svo við erum á góðum og mikilvægum stað. En ég ætlaði ekkert að skrifa um þetta núna. Bara kom. Það sem ég ætlaði að skrifa um og fagna með sjálfri mér og vinum mínum er að í morgun fæddist mikilvæg hugmynd sem ég er byrjuð að vinna að og verður kannski örlítill vatnsdropi á myllu þessarar fallegu þjóðar minnar.
Þar sem barnið er nýfætt og enn mjög viðkvæmt verða ekki leyfðar heimsóknir í bili en þegar unginn fer að braggast og hefur öðlast meiri styrk fær hann að koma fram í dagsljósið.
Til hamingu Ísland með að standa saman.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.2.2007 | 09:11
Eitthvað svo undarlega létt á mér...
Skrítið að vakna í morgun. Ég var eitthvað svo undarleg létt í mér og á mér. Fannst eins og ég gæti svifið eða flogið. Dreymdi að ég var í garðinum hjá ömmu og afa þar sem maður sér yfir höfnina í hafnarfirði. Hálf girðingin var hulin gaddavír en hinn helmingurinn hulinn grænum frískum laufum. Og mér fannst ég vera laufmegin og þar kom til mín einvher. Ég veit ekki alveg hver en man bara eftir blárri skyrtu eða kufli og viðkomandi sagði að hann ætlaði að kenna mér að fljúga. Sýndi mér og sagði hvernig maður tekur upp orku og setur í gegnum orkustöðvarnar..frá einni í aðra og hverni orkan umbreytist og geri þig léttari og efnisminni. Svo fórum við að æfa flugið. Í fyrstu var þetta erfitt og skringilegt og ég var alltaf að pompa niður og skildi ekkert hvað þessi bláklæddi maður var að meina. En eftir nokkrar æfingar og prufur þá fór þetta að ganga og ég að lyftast meir og meir. Og eftir því sem hugrekkið varð meira og tilraunirnar fleiri fór mér að takast þetta ágætlega og á endanum flaug ég yfir Hafnarfjörðinn og svo yfir landið og svo heiminn. Bara eins og súperwoman. Þetta var mögnuð tilfinning og ég gat alveg stjórnað þessu bara með huganum. Frelsistilfinningin yfirgnæfandi og skemmtileg.
Skemmtilegur draumur. En samt. Núna er ég eiginlega sannfærð um að ég geti í raun alveg flogið. Ég man alveg hvernig maður gerir. Og í þokkabót finn ég þennan léttleika innra með mér og finnst ég í raun bara vera fjöður sem trúir að hún sé þung. Hvað ef ég myndi bara prófa smá..bara rétt til að athuga hvort....nei. Auðvitað get ég ekkert flogið. Það væri líka bara erfitt fyrir nágranna mína að sjá mig fljúga um hverfið eins og hvítu dúfurnar í skóginum. Og fjölskylduna mína. Þau labbandi og ég fljúgandi. Er hrædd um að krakkarnir myndu suða um far. Enda var þetta bara asnalegur draumur. Ég get ekkert flogið. En ég er samt eitthvað voða létt á mér.....í dag!
Kannski maður prófi einhverntímann þegar enginn sér til. Læt ykkur vita ef eitthvað spennandi gerist.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
14.2.2007 | 16:41
Æ ömmudúlla
Var að setja inn myndir í albúmið og senda nokkrar til Karenar dóttur minnar. Mátti til með að kreista fram krúttutilfinningu hjá ykkur. Mann langar bara að éta hana Alice Þórhildi. Takið eftir tískuklæðnaði barnsins. Þetta er strumpagalli sem móðir hennr klæddist fyrir 23 árum og er enn nothæfur.
Smjúts og ömmuknús
P.s þeir sem eru að halda því fram að ég sé alveg að missa mig í ömmuhlutverkinu...hafa bara alveg rétt fyrir sér. Og svo er einn lítill sem ég á á ská á íslandi sem er líka algerlega guðdómlegur.
Og já maður má monta sig! það er bara hollt að vera hreykinn af sínum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.2.2007 | 11:36
Draumur um Ítalska fegurð og góða álfkonu
Ég þarf að komast til Ítalíu. Núna! Vaknaði í morgun og vissi það að ég þyrfti að næra andann og sálina. Það gerir maður á Ítalíu. Ítalir gera allt svo flott. Byggja fallegar byggingar, gera guðdómlegan mat og hafa tíma til að borða og tala hátt og faðmast fast. Skilja hvað listin er mikilvæg og þú finnur alltaf eitthvað fallegt til að horfa á og njóta meðan þú drekkur unaðslegt rauðvínið og stingur uppí þig olívunni. Einhver sagði mér frá eyju við hafið. Bara klettar og syllur svo þröngar að ekki er hægt að keyra í gegnum klettaþorpið. Bara ganga. Húsin eru byggð á syllunum og ná alla leið til himna þar sem hvert herbergi kemur ofan á hitt. Sé fyrir mér að ég nenni að vera þar að semja ljóð og sortera tilveruna. Þegar ég hef verið á Ítalíu..þá munar bara hársbreidd að ég kunni ítölskuna. Næstum eins og ég geti bara á næstum mínútum blandað mér í hávært spjallið og talað reipbrennandi við þessa ástríðufullu ítali.
Ég ætla að kíkja á Michael Angelo vin minn. Dvaldi einu sinni í heila viku í köldum ítölskum kjalllara í Flórens við að rissa upp höggmyndirnar hans um elementin. Hvað er ég að gera hér? Ég hefði átt að vera listakona á Ítalíu um fimmtánhundruð og vera með svona alvöru köppum eins og Michael Angelo, Rafael og Da Vinci. Ég er tímaskekkja og hef alltaf vitað það. Já. Panta far eftir fimmta mars. Og finn þessa eyju. Sendi ykkur svo póstkort með mér sitjandi hátt uppi í himnahúsi á klettasyllu við hafið með gómsætan ítalskan mat og gæðavín. Kæra góða álfkona. Viltu vera svo væn að uppfylla þessa ósk mína? Ertu nokkuð orðin of gömul til að sveifla töfrastafnum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.2.2007 | 00:45
Glataðar minningar og ástarorð.....
Hafiði spáð í því að með tilkomu e maila og smsa og allrar nútímatækninnar til að senda á milli skilaboð og orðsendingar hafa bréfaskriftir næstum lagst af? Mér finnst það sorglegar en tárum taki að í framtíðinni þegar ég verð farin til himna geti barnabörnin mín ekki farið uppá háaloft og fundið gulnuð bréf innbundin í fallegan borða í trosnuðum skókassa með minningum um mig, minn og okkar líf. Eins og í myndinni æðislegu Bridges over Madison...eða hvað hún heitir grátmyndin með Meril Streep og Clint Eastwood þar sem börn mömmunnar finna dagbók og bréf sem gáfu þeim innsýn í líf hennar, tilfinningar og mynd af því hver hún raunverulega var. Í framtíðinni verða engin leyndarmál uppgötvuð, leyndar ástir eða minningar á háaloftum eða gömlum læstum kistlum Handskrifuð bréf í bunka með borða utanum sem gefa afkomendum okkar innsýn í líf sem lifað var milli fólks. Það verður búið að dílíta þeim öllum úr tölvunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.2.2007 | 20:24
Minn Valentínus
Minn heittelskaðasti sagði áðan. "Ég ætla ekki að gefa þér kort..ég ætla ekki að kaupa þér blóm en ég ætla gefa þér ástarkoss sem þú gleymir aldrei". Hann hefur ekki trú á svona kaupmannsástargjöfum....vill bara fá að gera þetta sjálfur þegar honum hentar. Mér finnst hann fallegastur með svo blá augu og grásprengdar reynslur í svörtum vanganum og get ekki beðið eftir að minn flotti Valentínus gefi mér þennan ástríðuþrungna koss á morgun....svo borðum við kannski bleikar hjartakökur og knúsumst heitt. Jamm.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
13.2.2007 | 12:38
Þögn til umhugsunar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2007 | 09:38
Er Guð Grænn og við geggjuð?
Var að horfa á áhugaverðan þátt í gærkveldi sem bar heitið Er Guð Grænn og fjallaði um hvernig hin ýmsu trúarbrögð sjá náttúruna og hvernig þau bregðast við Gróðurhúsaáhrifunum. Mjög fróðlegur þáttur og kom kannski helst í ljós að þrátt fyrir fjálglegar lýsingar trúarrita og kenningar um að maðurinn og náttúran seú hvoru tveggja sköpun hinna ýmsu Guða þá vill nú fara lítið fyrir raunverulegum framkvæmdum í verki eins og reyndar með svo margt annað. Hugur og hönd í sitt hvorum dansinum.
þáttastjórnendur höfðu nú alveg húmor fyrir verkefninu . Settu upp skriftarstól þar sem kaþólikkinn kom til skrifta . Núna er nefninlega ekki stóra syndin hjá kaþólikkunum, contraception eða condoms heldur climatchanges.
Kaþólikkinn í skriftarstólnum
Faðir ég hef syndgað
Hvað hefurðu gert sonur minn?
Ég fór með lestinni til Frakklands, hef ekki sparað rafmagnið, fór á bílnum í búðina þegar ég hefði getað labbað og svo flaug ég til Ameríku í sumarfríinu.
Þú þarft að gera yfirbót sonur..og svo kom löng upptalning hvernig hann átti að spara orku og vera vinveittur jörðinni í stað þess að fara með Maríubænir.
En þetta var merkilegur þáttur og þar kom fram hversu erfitt getur verið að gera allar þær breytingar sem þarf að gera. Þetta þarf að vera samstarfsverkefni allra en mér visrtist vera langt í land með að fólkið sjálft vildi gera eitthvað. Hindúar t.d sögðu bara...If it rains and the see rises so be it. Eru örlagatrúar og trúa ekki að það þýði að gera eitt eða neitt..þetta sé þá bara vilji guðsins þeirra. Svo þetta er ekkert einfalt. Þau stjórnvöld sem eru þó að vakna til vitundar um ástand jarðarinnar geta ekki gert þetta ein við þurfum öll að vera meðvituð og leggja okkar af mörkum. Þvo t.d allt á 30 skiptir máli og sparar heilmikla orku ef allir gerðu það. Indverjar vildu fá sinn skammt af lífsþægindum og telja komið að sér eins og kínverjar, Múslimum fannst þetta allt vesturlöndunum að kenna og við reiknum bara út hagnað á hagnað ofan við að halda áfram að menga. Skál fyrir sofandi mannkyni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2007 | 01:53
Blekkingar og ímyndir
Þegar maður verður örævæntingarfullur og vonlaus er það vegna þess að maður sér ekki ljósið í öðrum.
Nokkrar bækur sem mér finnast góðar.
"The amazing power of deliberate intendt" living the art of allowing eftir Esther and Jerry Hicks.
"The path of least resistance" Eftir Robert Fritz
"God without religion" Questioning centuries of accepted truth eftir Sankara Saranam
"The power of your subconscious mind" eftir Dr Joseph Murphy.
Og einn gimsteinn er bókin "Ímyndir" eftir Richard Back. The adventure of a reluctant Messiah sem er eins og ævintýri en er fyrir mér á einhvern hátt raunveruleiki.
Bækur eru ljós og það eru líka ljóð.
Að frelsa heiminn er eins og að standa uppi á stól
í stóru veitingahúsi og kalla út í salinn.
Hér inni er stúlka í alltof þröngum kjól
Og öllum er ljóst að þessi maður er galinn.
Það er sama þótt þú sért góður maður og gegn
og gangir í hlé eins og drengur, saklaus og feiminn.
Þú ræðst samt alltaf á það, sem þér er um megn
og þess vegna tekst þér aldrei að frelsa heiminn.
Steinn Steinarr
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
12.2.2007 | 16:27
Vatnið bregst við bænum og öðrum orkuformum
Vatnið er lífsafl og undirstaða alls lífs. Hef verið að stúdera vatn töluvert lengi og langar að benda á mjög merkilega síðu Emotos þar sem fram kemur hvernig vatnið bregst við hugsunum og öðrum orkuformum. (Gúgglið upp EMOTO og skoðið þessar myndir og rannsóknir) Á meðan ætla ég að fara í guðdómlegt bað og hugsa fallega til vatnsins í mér og því sem flæðir í kringum mig trúandi því að það bæti hressi og kæti.
Hérna er mynd af vatni sem er bara venjulegt vatn úr krananum og svo eftir að farið var með bæn.
Einn dag mun ég fá mér frístandandi koparbað. Hvílíkt djásn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311442
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari