Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
12.2.2007 | 10:22
Trúðatár og vinalegir vitringar
Það er böl þegar maður fer að taka sjálfum sér of alvarlega og þessu lífi. Gleymir stóru myndinni og sér ekkert nema naflakrúttið á sjálfum sér. Ef maður leitar vel og leyfir sér að kíkja í kringum sig fer þó aldrei svo að það leynist ekki eitthvað skondið og skemmtilegt í skúmaskotum tilverunnar. Í morgun þegar ég vaknaði fannst mér dagurinn grár og dapur, rok og rigning og ég ekkert sérlega hress. Lægðirnar setjast einhversstaðar í mig. Svo hringdi síminn. Það var einn af vitringunum vinum mínum. Það hefur einhvernveginn æxlast þannig að ég á nokkra vitringa fyrir vini. Gamlir karlar sem hafa grúskað mikið í gegnum tíðina og eru mjög sérstakir og merkilegir að mörgu leyti. Einhverra hluta vegna hafa leiðir okkar legið saman og með okkur tekist vinskapur sem felst í því að hittast yfir kaffisopa og spjalli um allt milli hiins og jarðar. Sumir þeirrra eru vísindamenn, aðrir kennarar eða listamenn og rithöfundar. Einn þeirra er gamall verkalýðsforingi en er núna heillaður af hugmyndum um manninn, orkuformin og Quantum Physics. Hringdi áðan til að kría út kaffispjall og deila með mér upplýsingum sem hann var að fá í hendur. Fjallar eitthvað um "Power of intention creates the DNA"eða lauslega þýtt..kraftur ætlunarinnar skapar DNA. Mjög spennandi og skemmtilegt. Ég er heppin að eiga svona flotta vini og ég hlakka til að drekka kaffi með þessum karli sem er mér svo kær því hann hefur kennt mér svo margt og hjálpað mér að sjá hlutina í nýju ljósi.. Og einhversstaðar innra með mér skælbrosi ég og veit að veröldin er tóm án vina sem tengjast í gegnum huga sinn og hjarta á einhverju óræðu sviði. Og það er gaman að vera til. Alveg hreint rosalega skemmtilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.2.2007 | 00:57
Alltaf að mála bara?
Hæ!
Bara að minna á að lífið er í lit!
Ég segi stundum að lífið sé eins og litabók. Það sé búið að teikna upp útlínurnar en svo megum við ráða litunum sem við litum með
Hvernig viltu hafa þinn dag á litinn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.2.2007 | 20:34
7 ferðatöskur, gullleigubíll og góður endir
Ég er svolítið sérvitur. Og fastheldin þrátt fyrir að ég kjósi að sjá mig sem mjög flæðandi og opinn persónuleika þá er ég samt líka hitt. Enda tvíburi og get bæði.
Þegar stelpurnar mínar stóru voru að leggja í langferð og fara að heiman í Háskóla í Manchester þufrtum við að finna fyrir þær íbúð til að leigja meðan þær væru þarna í námi. Eftir mörg símtöl og mikið vesen hafðist að fá íbúð sem okkur var sagt að væri alveg fín stúdentaíbúð og yrði hún tilbúin þegar við kæmum uppeftir með allt dótið þeirra daginn áður en skólarnir áttu að byrja. Ég margspurði leigusalann út í ástand íbúðarinnar og hvort staðsetningin væri góð því þetta var eina sem við gátum fengið enda orðnar seina og að renna út á tíma og ekki vildum við koma uppeftir og hafa svo ekki íbúðarhæft húsnæði. Við lögðum af stað mæðgurnar með 7 töskur og komum til að taka við íbúðinnni seinnipart dags í borg sem við þekktum ekkert til í. Ungur maður í jakkafötum með alltof sterkan rakspíra tók á móti okkur til að sýna okkur rottuholuna. Þetta var agalegt. Íbúð á jarðhæð í vondu hverfi. Þegar inn var komið sáum við að málningin var að flagna af veggjunum..stofan sem átti að vera var sófi í ógeðslegu eldhúsi og gluggatjöldin hálfhengu fyrir gluggunum ef þau lágu ekki á gólfinu. Teppin voru skítakleprur einar og lyktin eftir því og þetta áttu stelpurnar að borga næstum 80.000 krónur fyrir. Sem sagt ekkert var eins og um hafði verið talað. Ég strundaði út á götu og sagði unga vellyktandi manninum að það kæmi ekki til greina að við tækjum þessa íbúð. Hann hló og sagði að við hefðum ekkert val. Allar almennilegar íbúðir væru útleigðar þar sem skólarnir væru að byrja og við myndum ekki fá neitt annað. Klukkan var að verða fjögur og við í ókunnri borg áttavilltar og með fullt af farangri. Ég leit á manninn og sagði..."Við setjum ekki peningana okkar í skíthæla sem er sama um fólk og finnum örugglega eitthvað annað" Stelpurnar mínar bara störðu á mig. Mamma við verðum bara að mála eða eitthvað við getum ekkert farið sögðu þær. Við verðum að fá íbúð núna. Ég labbaði af stað til að finna leigubíl. Það voru engir. Fann pósthús og gat beðið um að láta hringja fyrir okkur á bíl. Eftir langa bið kom kall skröltandi á bíldruslu og var verulega pirraður þegar hann sá allar töslurnar sem við vorum með. Opnaði skottið en sagði að ég yrði að setja töskurnar þangað, hann myndi ekki gera það. Komum 4 þar og ætluðum svo að setja hinar í aftursætið. Þá sagði hann að ég yrði að borga 2 pund auka fyrir hverja tösku. Stóð þarna fúllyndur og frekur og heimtaði aukapeninga fyrir að vera latur og skítssama. Við vorum að renna út á tíma..ætluðum að reyna að fara í miðborgina og finna einhverjar skrifstofur sem hugsanlega hefðu eitthvað húsnæði fyrir okkur. Ég tók töskurnar úr aftursætinu og setti þær á gangstéttina og bað hann að opna skottið. Tók allar töskurnar okkar úr því og sagði honum að ég vildi ekki að hann keyrðii okkur. "Þú færð ekki annan leigubíl hér hreytti hann út úr sér...Þú kemst ekkert" Fínt" sagði ég..ég vil líka frekar labba með allar töskurnar en að borga þér fyrir svona leiðindaframkomu. Stelpur komiði. Greyin héldu að ég væri orðin gaga...en ég var alveg sannfærð um að það biði okkar eitthvað betra. Við verðum bara að treysta því að allt sé gott og það rætist úr öllu. Maður á heldur ekki að láta peningana sína sem eru ákveðið orkuform í hendurnar á þeim sem framkalla neikvæða orku í því sem þeir gera..nema maður vilji í raun meira af slíku. Og ég hafði engan áhuga á því. Við fáum bara annan bíl og bílstjóra sem getur vonandi hjálpað okkur og góða íbúð fyrir klukkan fimm sagði ég og labbaði af stað. Innra með með mér var ég kannski ekki alveg örugg um að þetta myndi fara svona,en allt í mér var í uppreisn að láta bjóða okkur svona ömurlegheit . Við vorum dauðþreyttar, svangar pirraðar og hálfvonlausar þegar við löbbuðum af stað í einhverja átt því við höfðum ekki hugmynd um hvað við vorum staddar eða hvert við vorum að fara. Til að gera langa sögu stutta og að því ævintýri sem hún svo varð var þetta það sem gerðist. Tveimur mínútum eftir að við lögðum af stað kom breskur leigubíll fyrir hornið. Hann var ekki svartur eins og þeir eru vanalega heldur gulllitaður. Bílstjórinn var vinalegur og hjálsamur karl sem keyrði okkur beinustu leið á húsamiðlun í miðborginni eftir að hann hafði settt allar töskurnar í bílinn fyrir okkur. Hann óskaði okkur alls hins besta brosandi og góður. Á leigumiðluninni voru þau svartsýn og sögðu allt húsnæði farið en létum mig fá lista sem ég gæti hringt eftir. Klukkan hálfsjö sátum við mæðgur alsælar í pínulítilli risíbúð rétt hjá báðum skólunum sem stelpurnar ætluðu að fara í. Nýuppgerð og fallega máluð, hrein og fín og töluvert ódýrari en rottuholan í vonda hverfinu. Með fallegum þakgluggum og mikilli birtu. Landlordarnir voru líka afskaplega almennilegir og hjálplegir og vildu allt fyrir okkur gera þegar þeir heyrðu af vandræðum okkar. Hentumst svo út að kaupa potta og pönnur og ýmislegt..stóðum úti á plani fyrir utan ikea hlaðnar pinklum og pökkum þegar eldri maður bauðst til að keyra okkur heim með allt dótið. Við vorum alsælar en örþeyttar þegar við lögðumst til hvíldar 3 í einu rúmi en komnar örugglega á áfangastað eftir langan og ævintýralegan dag. Ég gleymi þessu aldrei og hef reynt af fremsta megni að setja peningana mína og eiga eingöngu viðskipti við þá sem ég veit að munu gera gott og vel í því sem þeir eru að gera og vinna í orku sem einkennist af góðum vilja, þjónustu og velvild. Hinir geta bara átt sig. Maður á heldur ekki að leyfa neinum að svína á sér. Það er bara móðgun við sjálfsvirðingu sína.Það er nefninlega heilmikið vald falið í því hvernig ákvarðanir maður tekur og hvað maður kýs að styðja. Svo er eitt auðvitað kýrskýrt. Þessi veröld er svo frábærlega hönnuð að hún sér manni fyrir því sem maður þarf þegar maður þarf. Bara spurning um traust og trú og það muni upp lokið verða bara ef maður bankar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.2.2007 | 10:16
Ég vil ganga minn veg.. þú vilt ganga þinn veg..Oh je baby!
Ég er alltaf að reyna að rata hinn gullna meðalveg. Las það einhversstaðar að það væri gott fyrir mann að ganga þann veg. Einar vinur minn söng hér um árið..Ég vil ganga minn veg, þú vilt ganga þinn veg..einhverntímann mætumst við á miðri leið...oh je baby! En minn vegur á ekki að vera úr gulli heldur grænmeti. Það er einhverveginn lífrænna og ef allt verður að gulli sem maður snertir þá er þetta líf búið. Farið. Má ég þá frekar biðja um brakandi ferskt brokkoli og gulrætur.Komið af jörðunni og mildi moldarinnar, vaxið í kærleika sólarinnar og vökvað af vinveittu regni. Og um þetta verðum við að hugsa áður en við förum að ganga endalausa álvegi og glepjast að því að gullið sé hið eina sem geti bjargað okkur. Muniði ekki söguna um kónginn sem fékk eina ósk og vildi að allt breyttist í gull og var ekkert glaður þegar einkadóttirin varð að gullstyttu og hann grét gulltárum yfir heimsku sinni. Svona getur maður lært af dæmisögum.
Læt hér fylgja uppskrift af gæðagrænmetissúpu sem er hér alltaf á borðum þegar kalt er og dimmt. Hún lýsir upp hugann og hlýjar hjartanu og svo er hún bara svo obboslega gómsæt og holl.
Kartöflur, gulrætur, brokkoli, paprikkur, laukar..bæði hvítlaukur og rauðlaukur.þetta er allt saxað niður og sett í pott.Fullt af vatni og krafti, chilli og krydd sem manni líkar. Gaman að prófa sig áfram með bragðið. Mér finnst æðislegt að nota green lentils, niðursoðna tómata með garlic og herbs út í til að fá rauða litinn og gefa henni flott texture. Það skiptir nefninlega máli hvernig matur lítur út. Svo má auðvitað bara nota allt sem til er í í ísskápnum..afganga af nautakjötsbita..smá kjukling eða bara hvað sem manni dettur í hug. Það á flest allt heima í grænmetissúpu Katrínar. Með súpunni borðum við nýbökuð smábrauð og salat og eigum notalegar samræður saman fjölskyldan. Mikilvægt að hafa kertaljós á borðinu og brosa fallega. Maður er algerlega endurnærður á sál og líkama eftir svona dýrðarmáltíð.
Verði ykkur að góðu lesendur bloggsins Maddama kerling fröken frú og megið þið eiga góðan sunnudag. Ég þarf að skreppa og heimsækja dýrðina litlu Alice Þórhildi til London og foreldra hennar og get því ekki bloggað neitt meira fyrr en í kvöld. Smjúts,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.2.2007 | 23:00
Katrín blinda og kyntröllin
Þórhallur, Fjalar, Sigmar og Steingrímur.
Og hvað eiga öll þessi kyntröll og sjarmar sameiginlegt????
Einhver??? Jú einmitt. Mig.
Lærði einu sinni ensku í englandi með félögum Þórhalli og Fjalari. Við gerðum nú flest annað en að mæta í skólann. Ströndin og dískóin höfðu sitt aðdráttarafl. Vann svo á Aðalstöðinni gömlu og góðu í nokkur ár með Simma og Denna eins og þeir voru kallaðir áður en þeir urðu virðulegir snyrtipinnar og fjölmiðlagúrúar. Las það í blöðunum að þeir væru snyrtipinnar. Myndi aldrei segja neitt þvílíkt um þekkta menn enda þekki ég þá varla í dag. Var einmitt að commenta á óheppni mína með að hafa verið svona nálægt öllum þessum fögru körlum sem eru að tútna út af hreinum kynþokka, gáfum, skopskyni og hæfileikum og ekki fattað á þeim tíma að þeir væru svona mikið æði. Ég meina hvernig gat það farið framhjá mér að þeir væru FLOTTASTIR??? En þetta var auðvitað áður en ég fékk gleraugun og þeir fóru að lykta svona snyrtilega. Vona að þeir hafi skopskyn fyrir þessu hjá mér. Já. Svona var ég nebbla fræg og óheppin forðum daga. Vona að það hafi ekki eitthvað fleira mikilvægt farið framhjá mér áður en ég fékk gleraugun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.2.2007 | 16:39
Bölvun tvíburakonu
Ég get ekkert verið ég því ég hef ekki hugmynd um hvor ég er. Meikar þetta ekki sens? Þetta er örugglega bölvunin að vera tvíburi. Miklu betra að vera t.d vatnsberi. Þá veit maður þegar maður vaknar á morgnana að maður þarf að bera vatn. Einfalt. Eða hrútur. Vaknar og stangar einhvern og jarmar svo.
En tvíburi. Guð minn góður. Sætta tvær hliðar sem eru svo ólíkar og úr takt hvor við aðra að þær eru eins og Japan og jónsmessa. Skarpheiður og Katrín.
Núna t.d er ég bara að chilla. Kallinn og krakkarnir fóru að sækja kjúlla og bráðfyndna mynd og ég brokka um á blogginu á náttsloppnum með gamlan maskara. Og fíla þetta í tætlur. "Þú getur ekkert sagt "fílað í tætlur " Þú ert enginn táningur. Maður segir.... "Mér líkar þetta virkilega vel". Svo ættir þú að koma þér á lappir og þrífa þig í framan og gera kannski Laugardagshreingerningu eins og allt venjulegt fólk með ábyrgðartilfinningu gerir á laugardögum. Drusla ertu . Hún hnussar gegnum nefið og augnaráðið drepur ekki bara listakonuna í mér og "my free spirit" heldur líka gerir það útaf við heilu hersveitirnar hvar sem er í heiminum. Svo hneyksluð er hún á mér. Djöfull er hún leiðinleg. Og alvarleg. Þetta er hún "hin ég". Það er hún sem er að rembast að skrifa hér á bloggið okkar einhverja háfleyga mannbætandi pistla og stjórnmál. Ég er bara slök og leik mér og hef gaman af lífinu. Og er ekkert að taka mér eða öðrum neitt of alvarlega. Það er víst alveg meinhollt að vera slakur..ha? Og til að fyrirbyggja allan misskilning þá er það hún sem vill heita Skarpheiður. Passar sko alveg við hana. Ég myndi velja nafn eins og Belladonna Angel. Við erum svo ólíkar og svo verðum við að búa í sama líkamanum. Getiði ímyndað ykkur hvernig mér gengur að klæða mig á morgnana? Verður oft ansi skrautleg samsetningin þegar tvíburarnir fá vilja sínum framgengt.
Ég verð að fara núna. Hin vill komast í tölvuna. Get nú ekki annað en brosað. Hún er að bilast úr áhyggjum yfir því sem ég er að skrifa. Telur þetta merki um geðklofa eða eitthvað. Fliss!!! Hún hefur svo miklar áhyggjur af sjálfsmyndinni og segir alltaf...."hvað heldurðu að fólk segði ef það vissi að þú...ble ble ble"? Veit hún sendir örugglega Guðný geðlækni fyrirspurn um hvort það sé eitthvað hægt að bjarga mér. Sú verður hissa þegar hún fattar að geðverndarinn er einn af bloggvinum mínum. Já segiði svo að það sé ekki erfitt að vera tvíburakona. Og það ofan á að vera kona.
Pizzzt....Ég er þessi rauða á myndinni fyrir ofan. Í guðanna bænum ekki segja Skarpheiði að ég hafi sett mynd af okkur á brjóstunum á netið. Hún deyr. Bæ.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
10.2.2007 | 11:57
Ef ég mætti velja mér nafn myndi ég heita...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.2.2007 | 10:02
Detti mér allar dauðar lýs úr höfði. Ég er að verða pólitísk.
Kæra Frú almætti.
Mig vantar smá skýringar á þessari snarbreyttu stefnu sem ég virðist vera að taka í lífinu. Ég er farin að röfla og rífast yfir þjóðfélagsmálum og samfélagsmálum eins og mér sé borgað fyrir. Nei. Ég er ekki á mála hjá neinum stórfiskum. Trúðu mér. Og örugglega ekki hjá arkitektum heldur sem tóku allt um borð í gamla vinsæla laginu í óskalögum sjúklinga hér í den..Litlir kassar og dinga linga ling. Allir búa þeir í litlum kössum..og veistu þeir eru flestir gráir og steynsteyptir og næra ekki augað. Ég man þá tíð þegar ég hét sjálfri mér að hætta að skipta mér af og einbeita mér bara að mér og mínu. Hætta að eyða orkunni í að röfla og vera reið yfir heimskunni og óréttlætinu. Ég hef nú bara staðið mig vel..finnst þér ekki? Ég meina..í röflbindindinu mínu? Þetta bara gerðist þegar ég kom hingað. Á Moggabloggið. Það eru ALLIR að tala um pólitík.
Og ég klíp mig í kinnina daglega og segi..Nei frú Katrín Snæhólm. Ekki þín deild og ekki blanda þér í þetta. Ég nefninlega þekki sjálfa mig. Gæti verið komin á framboð áður en ég vissi af og lagt fram stefnuskrár hægri vinstri og ég sem kann ekki einu sinni óskiljanlega stjórnmálatungumálið sem ruglar venjulegt fólk í ríminu. Yrði auðvitað að stofna minn eignn heimasmíðaða flokk. Nei eitthvað annað. Ég er nefninlega ekki með trú á flokkaskipulaginu og hallast helst að einhverju nýstárlegu. Verð að muna eftir að ná mér í bókina og fara að lesa mér betur til um Lýðræði án stjórnmálaflokka. Sú hugmynd hringir einhverjum bjöllum innra með mér. Mjög spennandi.
En kæra frú almætti. Óskin er sem sagt sú að þú hjálpir mér að muna að ég vil ekki vera pólitísk og röfla. Það væri alveg frábært ef þú gætir sýnt okkur hvernig maður gerir í stað þess að tala og tala og tala eða blogga og blogga og blogga. Það tala allir og tala en mér sýnist lítið breytast. Gætir þú kennt okkur að láta verkin tala? Við þurfum svo á því að halda að geta hrint góðum hlutum í framkvæmd hérna niðurfrá hratt og vel. Þú myndir ekki trúa hvað það tekur mikinn tíma að koma einföldustu breytingum í gegn. Jafnvel þó þær séu ofsalega mikilvægar og næstum allir séu sammála um að gera þær.
Takk mín kæra. Alltaf gott að eiga með þér morgunspjall. Sérstaklega á laugardögum.
Knúsaðu stjörnurnar frá mér og ég bið að heilsa öllum hjálpendunum þarna uppi. Hlýtur að vera bilað að gera hjá þeim miðað við ástandið og ruglið í okkur jarðarbúum.
Er með eitt lag á heilanum..."People say I am lazy..dreaming my life away". Gott að ég er ekki sú eina sem líður stundum svona. John var svona líka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.2.2007 | 00:25
Kannski bara eins og dropi í hafið.....
.....að vera að segja eitthvað sem manni finnst skipta máli hér . Er ekki á pólitískum nótum. Bara mannlegum. Hef samt þá sýn að þegar við skynjum hvert annað þá hættum við að geta svínað á hvert öðru. Af því að á einn eða annan hátt tengjumst við og það sem þu gerir öðrum gerir þú sjálfum þér. Við þurfum alltaf á endanum að standa skil á eigin verkum.
Dropinn holar steininn. Hver er þinn dropi?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.2.2007 | 00:00
Af hverju er ég alltaf að elska Íslandið mitt?
Skil þetta ekki. Kannski þegar ég hugsa um náttúruna og fallega landslagið og norðurljósin. Samt finnst mér fínt að vera aðeins í burtu. Fá yfirsýn yfir það sem var að gera mig brjálaða. Lítið þjóðfélag sem vissi ekkert um hvernig okkur þegnunum leið. Og virtist vera alveg sama. Kannski einn góðan veðurdag kem ég aftur heim og fæ nálægðina við mitt fólk. En ekki meðan það er ekki hægt að kaupa í matinn og fæða sína vel...búa örugglega og fá að vita að þeir sem stjórna vilji okkur vel.
Og taki ábyrgð. Auglýsi hér með eftir ábyrgðinni sem enginn vill taka að sér. Sumir hirða bara launin sem fylgja ábyrgðarstörfunum en hundsa svo bara ábyrgðina sem átti að fylgja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311442
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari