Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Heimþrá!

englastúlka

Því hjá þér vil ég vera í ljósinu bjarta

það veit ég svo vel og þekki í mínu hjarta

Á jörðinni bíð ég í myrkrinu svarta

og segi við þig...

"Ég er ekki að kvarta, en mig

langar svo heim!

 

Já þetta er bara ljóð en það segir samt margt og er mitt ljóð.. Ég vill ekki fara fyrr en við höfum áttað okkur á að við skiptum hvert annað máli. Það skiptir engu þegar heim er komið hvort þessar prósentur skiluðu sér í fylgi nema fylgið hafi skilað sér til þeirra sem skipta okkur máli. Börnin okkar og foreldrar. Við sjálf. Hvernig getum við alltaf horft framhjá okkar minnstu? Sem þjóð á lítilli eyju höfum við möguleika til að kanna og nema ókönnuð lönd. Þora að finna nýjar lausnir sem þjóna mannkyni.

Er einhver sem í alvöru finnur kátínu yfir aurum þegar þeirra fólk er útundan? Nei. Hættum þessu séð og heyrt samsæri....gerum bara það sem þarf til að láta þessa þjóð virka. Allir vilja vera þeir sjálfir....leyfum þeim það. Í því felst þjóðarauðurinn. Að gefa hverju og einu okkar að vera allt það besta sem í honum býr. Hugvit viska og orka. Í réttum farvegi. Þora að rétta upp hendur og segja..Já ég gerði mistök og ég er viljugur ...viljug til að bæta mig. Er þetta eitthvað flókið? Höfum svo mikla möguleika sem við enn ekki sjáum.  Á ekki að vera nein ræða....en common. Það er tímabært að láta heilbrigða skynsemi ráða. Verum til saman. Óaftengd.


...............................

AFSAKIÐ HLÉ!  afsakið hlé!

'ishjarta            


Good Morning you lovely creatures

við Lindina

Þegar ég vakna ætla ég að hugleiða inn í daginn áður en ég hreyfi tærnar og muna draumana mína. Líka sem tilheyra þessari veröld.

Svo ætla ég að ganga þar til ég kem að tjörn og spegla mig í vatninu og muna eftir að lindin er tær og djúp alveg eins og sálin í okkur konunum. Mönnunum.

Þegar ég er búin að vera svona andleg eitthvað og fögur helli ég uppá kaffi og fæ mér bloggferð.

Fer svo í raunveruleikadragtina og skrifa undir pappíra sem breyta lífi mínu. Bölvuð biðin á enda. Ég var ekki að blóta bara nota orð um bölv.

Síðan geng ég léttstíg inn á kaffihúsið mitt og horfi illilega á einhvern ef einhver er í Rauða sófanum mínum við vegginn með útsýninu. Fólki líkar ekki illileg augnaráð beint á þriðja augað og forðar sér og ég drekk kappúsínó með mínum elskaða og reyki pjattrófulega Mintur. (Menthol sígó)

Spái hvað ég ætla að hafa í kvöldmatinn og stoppa hjá leiðinu í kirkjugarðinum sem liggur upp að bílastæðinu og blessa í huganum 3 síðustu manneskjurnar sem voru brenndar á báli hér í bænum. Hugsa um hvort ég hefði ekki þótt nægilega skrítin til að vera brennd af fólki með litla heila og köld hjörtu.

Muna að leita af kuldaskónum í bílskúrnum ef það snjóar aftur svona mikið í nótt. Bara vetur konungur mættur og trén í fallegum hvítum vetrarkápum. Flottara en allar tískusyningarnar í París til samans. Svo allt þetta megi nú verða raunveruleiki minn á morgun er best ég fari að sofa núna. Night night.

 

 


Þessi heimur er handa þér...tralalala!

katÞetta er ein síða úr skruddunni minni sem ég hef með mér hvert sem ég fer. Stundum þegar ég sit á kaffihúsinu mínu leik ég mér að skrifa og skapa allt sem ég vil hafa í lífinu . Ég trúi því nefninlega einlæglega að maður dragi allt að sér með huganum og hjartanu. Og ef maður er glaður og góður kemur gleði og gott inn í líf manns. Ef maður er óttafullur og fullur af vantrausti og tilfinningu um að allt sé ómögulegt þá...verður það líklega svoleiðis. Ég veit, frekar fúlt en það góða er að ef maður æfir sig og er svolítið vakandi um hvað fram fer innra með manni er maður enga stund að ná þessu.  Og svo er þetta líka bara svo skemmtilegt og spennandi.

Ég man eftir mikilvægu augnabliki í lífi mínu fyrir langa löngu. Líf mitt var eins og endalaus martröð og mér fannst þessi heimur sko ekki handa mér. Var stöðugt með puttann á lofti að benda á alla sökudólgana í lífi mínu. Og þeir voru ófáir. Svo emjaði ég og kvartaði og kveinaði í öllum sem heyra vildu og naut þess að engjast eins og ormur á  öngli. Og allt varð flóknara, erfiðara og vonlausara með hverjum deginum, vikunni, mánuðinum og árunum sem liðu. Já ég hélt þessa geðveiku hegðun út í mörg ár. Einn morguninn gerðist svo undrið. Var bara eins og fjarlæg minning á sveimi einhverstaðar innra með mér og vakti gruninn. Gruninn um að kannski hefði allt sem var að gerast í lífi mínu bara eitthvað með sjálfa mig að gera. Hvernig ég hugsaði og talaði og hvernig mér leið. Að allt þetta neikvæða útssýni úr höfðinu á mér væri heimatilbúið. Og að ég hefði leyfi til að skríða af önglinum hætta vera ormur og fara að haga mér og lifa eins og upprétt manneskja með sköpunarkraft og trú og traust á því góða í lífinu. Og trú á sjálfri mér. Og sko. Hér er ég. Miklu betri og allt breytt. Héðan er útsýnið bara dásamlegtHeart

Verð alltaf þakklát fyrir gruninn sem komst að hjá mér þarna fyrir öllum þessum árum. Held að góður engill hafi plantað honum í hugann á mér.

ormur á öngli

HaloHeartHaloHeartHaloHeartHaloHeartHaloHeartHaloHeartHalo

 


Skringilega kerlan er mætt en segir ekki orð!!!

Jæja. Þá er ég sest við ritstörf. Ég hélt einhvernveginn að ef maður væri mjög duglegur að blogga og eyddi jafnvel svona 4 tímum á sólarhring við þá iðju fengi maður bloggbætur. Pening til að næra sig og klæða sem starfandi bloggari. En mér skilst að það sé ekki svo og að allir sem hér blogga vinni líka úti. Rosalega eruð þið dugleg öll. Þannig að nú þarf ég að snúa mér að alvöru ritstörfum og búa til metsölubók sem þið öll kaupið og verður svo þýdd á 13 tungumálum svo ég geti haldið í mér tórunni.

Muniði eftir skringilegu kerlunni sem ég var að segja ykkur frá um daginn? Sem vill að ég skrifi um hana?

Hún er mætt og situr hérna við borðið með mér. Við erum að byrja að kynnast og skoða hvernig við ætlum að hafa þetta. Vandamálið er bara það að hún segir ekki orð. Horfir bara rannsakandi á mig eins og hún sé að velta fyrir sér hvort ég sé hæf til starfans. Kannski ég noti bara tímann og stari vel á hana og skrifi útlitslýsingu. Það þarf alltaf að vera með. Hvernig fólk lítur út. Ætli hún eigi gæludýr ?. Spyr hana að því þegar hún byrjar að tala. Kannski er hún með svan í garðinum hjá sér? Rosalega er þetta spennandi.

Jæja. Verð því miður að yfirgefa svæðið og fara að vinna. Bless.

nekt og svanur


Hverjum hrósaðir þú í dag?

Á hverri mínútu deyr eitthvað mikilvægt vegna SKORTS á hrósi.

engill

Bloggurum og öðrum velunnurum hins góða í veröldinni er velkomið að hrósa hverju sem þeim dettur í hug í "HRÓS" athugasemdum þessa pistils, og leggja þar með sitt af mörkum til að halda mikilvægum hlutum á lífi.

 


Kalt og einmanalegt á topp hundrað!!!! Metnaðargrindin að drepa mig?

Ansi er kalt á toppnum. Hefði ekki trúað því að óreyndu hversu næðingsamt og erfitt er að blanda sér í toppbaráttuna og hversu einmana maður verður. Treystir engum og fær hvergi frið. Allir að góna  á bloggið manns. Og mér sem hefur alltaf þótt svo vænt um hana Gurrí í Himnaríki er nú farin að sjá hana sem andstæðing sem ég verð að sigra. Hún er einhverjum sætum ofar á þessum topp lista og mér er ekki skemmt. En ég hlæ að ykkur hinum sem eruð þarna einhversstaðar lengst fyrir neðan að berjast við að komast á toppinn með okkur hinum.

Almáttugur Pétur og Páll. Hvað er eiginlega að gerast með mig? Metnaðargrindin mín bara komin á fleygiferð og ég sem er ekki einu sinni svona í hjarta mínu. Það bara gerðist eitthvað innra með mér þegar ég sá að ég var komin í 99. sætið og ég bara vissi að hér eftir yrði ekki aftur snúið. Bloggið er djöfullegt. Kallar fram í mér kenndir sem ég var löngu búin að bæla og berja niður. Náð og miskunn. Út með þig EGÓ!!!!!maður með dýrahaus

 Hjúkket.

Ég er aftur orðin ég. Komin í náttsloppinn með rjúkandi kaffibolla og elska vini mína. Það er samt eins og einhver þokukennd minning sveimi þó  í hausnum á mér um vinsældir og sæti 99.

Já ég man það núna. 99.sætið sem ég lenti í í fegurðarsamkeppninni í den sem bar titilinn Táningstöff á Trékyllisvík.

 

Ahh hvað lífið er yndælt og gott. Meira kaffi og kíkja svo kannski aðeins a bloggvini mína.


Princess Hazelnut komin með nafn

Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir þinni.

Þessa litlu bæn fórum við með í gær þegar princess Hazelnut (ÖMMUBARNIÐ)skosk íslenska dýrðin fékk nafnið sitt.

Alice Þórhildur Stefánsdóttir McBride. Mikið og öflugt nafn. Alice þýðir The truthful one.

Mikið hlakka ég til að fylgjast með Alice Þórhildi vaxa og dafna. Ætla að kenna henni að blogga þegar hún verður læs og skrifandi fjögurra ára eins og snillingurinn hún amma hennar. Ok. Kunni kannski ekki að skrifa mikið en var fluglæs.

20070120202326_5


Hryllingsmynd eða Da Vinci?

 

Andlegt ævintýri. Olía á striga.Andlegt ævintýri

Þessari mynd fylgir skemmtileg saga sem ég segi ykkur kannski síðar. Er búin að sitja hér og skrifa og skrifa þá sögu í allt kvöld og fram á nótt . Hún bara hvarf allt í einu og ég nenni ekki að skrifa hana aftur. Fjallaði um að ég málaði þessa mynd handa brúðhjónum sl sumar og konan var svo skíthrædd við myndina að hún skilaði henni. Við köllum hana "hryllingsmyndina" hérna heima. Ég varð glöð að fá hana aftur og konan fékk bara að velja sér nýja mynd úr safninu. Henni nefninlega líkar myndirnar mínar. Bara ekki þessi sem ég málaði sérstaklega fyrir hana. Og sagan var sem sagt um þetta allt saman og meira til. Vel skrifuð og hnyttin áður en hún fuðraði upp og hvarf. Æ þið getið bara ímyndað ykkur rest.


Býfluga og Gíraffi.

BÝFLUGA

GÍRAFFI


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband