Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
6.2.2007 | 19:16
Hangir heimur á bláþræði?
Miðað við fréttir er margt í henni veröld sem hangir á bláþræði.
Líf móður Jarðar hangir á bláþræði. Við verðum að gera allt sem við getum til að hjálpa henni með heilsuna. Þ.e ef við höfum áhuga á að vera hér lengur. Sumir eru svo þreyttir á þessu lífi að löngun þeirra til að lifa því hangir á bláþræði. Samfylkingin virðist hanga á bláþræði og eins er um þolinmæði almennings gagnvart vægum dómum gegn barnaníðingum. Hún hangir á bláþræði og Moggamenn eru sammála því. Heilbrigð hugsun Bush Forseta hangir á bláþræði. Von fólks í írak hangir á bláþræði og sumir telja að grundvöllur lýðræðis hangi á bláþræði. Sumir fullyrða að sá bláþráður sé löngu brostinn. Það eina sem ekki hangir á bláþræði er Bloggið. Hérna blogga 6000 manns. Kannski þeir hangi í einhverjum bláþræði?
Ykkur er velkomið að bæta við öllu sem ykkur dettur í hug í athugasemdirnar sem ykkur finnst hanga á bláþræði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.2.2007 | 03:15
Að mæla og metast
Hver er bestur og hver er mest lesinn? Hvað skiptir máli þar? Munið að mæla vel hvað skiptir máli. Gagn eða gaman? Manni er farið að skiljast að það sé mál hvar á lista maður er staddur. Lestu bara það vinsælasta eða velur þú sjálfur?
Hver velur vinsældarblogg Moggans???? Stundum fyrirfinnast þar blogg með 3 heimsóknir á þremur dögum????
Hmmmmmmmmmmmmmmmm.......Maður spyr sig. Hvað er hvað í henni veröld. Ég var þó í nýjum stígvélum.
Trend or treat?
Allir eru að gera það gott nema ég......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.2.2007 | 02:25
Má ég segja eitt?
Að eftir að ég byrjaði á Moggablogginu hef ég eignast vini sem ég hafði ekki hugmynd um að myndu skipta mig svona miklu máli. Var áður að þvælast þar sem ég var ekki undir nafni og fannst það gott...en samt vont. Var alltaf að spá í hvort einhver myndi fatta hver ég væri og var skíthrædd um það.
Það er þúsund sinnum betra að vera bara maður sjálfur og skrifa undir nafni. Lífið er of stutt til að fela sig. Take it or leave it. Það er hollt að segja það sem manni finnst alltaf og taka ábyrgð á sjálfum sér og sínum hugskotum. Verð bara að láta það fljóta með að trú mín á fólk hefur aukist. Og var hún þó töluverð.
Met mikils bloggvini mína. Takk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2007 | 01:22
Fyrir hvað stendur hin íslenska þjóð?
Spurning sem leitar á mig stöðugt. Land náttúruauðlinda og fallegrar náttúru. Einstakrar náttúru. Harðger þjóð sem hefur lifað af baráttu við veður og náttúruöfl. Sem er búin að gleyma um hvað hún er. Trendí. Þannig lýsir fólk fyrir mér landinu mínu sem hefur heimsótt það. Allir svo trendí. Flottir og vel til fara og eiga allt það flottasta. Framúrstefnulegir íslendingar. Allir alltaf að meika það. Allir að gera eitthvað cool. Við erum sniðug að búa til ímyndir. Og gerum allt til að halda ímynd. En samt er ógnvænlegt tómahljóð í þessari þjóð. Sem á auðlindir og allt það besta til að skapa gott og mannvænlegt samfélag. En gerir það ekki. Snýr hinu blinda auga að öllum sem minna mega sín.
En núna er allt að koma upp á yfirborðið. Skíturinn sem mokað var yfir í fjóshaugnum. Allir sem voru svo uppteknir af því að stjórna og leiða þjóðina á lýðræðisgrundvelli voru sofandi. Sáu ekkert hvað var i gangi. Kannski var þeim alveg sama meðan þeir voru að byggja flottheitin. Og vera menn með mönnum. Ekki öllum mönnum, bara sumum. Þeim sem áttu upp á palborðið. Gleymdu í æsingi hamraborganna sem þeir voru að byggja með útlenskum ræningjum, bræðrum sínum. Sigldu burtu seglum þöndum meðan hinir fengu ekki einu sinni golu. Koma svo heim og slá um sig. Sigldir og velupplýstir um hvað skiptir máli. Þeir. Bara þeir. Ekkert annað. Það sem er kannski sorglegast er að hinn almenni þegn gengur með án þess nokkurn tíman að fá tækifæri til að vera með. Vera með í að nýta dýrmætasta afl þjóðarinnar hugvit og ómældan sköpunarkraft. Kraft til að skapa heimili þar sem allir fá að nærast og hvílast,vera með og eiga rödd og skapa. Búið að múlbinda þennan kraft. Falinn í kjallaranum þar sem þeir hírast sem eru ekki flottir.
Veikir, fátækir, aldnir og þjakaðir. Og allir hinir sem trúa á vanmáttinn sinn. Þreytuna og strögglið. Brotnu fjölskylduna og streðið. Við að viðhalda blekkingunni sem býr í huga íslenskrar þjóðar. Að það sé ekki hægt að skapa eitthvað nýtt og einstakt sem hefur gildi sem samræmast heilbrigðri skynsemi. Ég sé þjóð í hugarfjötrum sem trúir ekki að hún eigi allt gott skilið og megi og geti staðið upprétt.
Að við getum búið til einstakt samfélag hér. Höfum allt sem til þarf. Eina sem vantar er trúin og hugrekkið til að standa með því sem við vitum að er rétt. Og setja forganginn þar sem hann á heima. Í hjarta þjóðar sem kann að lifa af og veit hvað skiptir máli. Að við erum öll ein fjölskylda og það er bara hallærislegt að þykjast ekki kannast við sitt fólk. Hver kann og getur spunnið upp hamingju horfandi uppá alla sem fara á mis við hamingjuna? Hamingja er ekki einstaklings fyrirbæri. Hún verður aðeins til þegar þú lítur í kringum þig og sérð að allir hafa möguleika á að upplifa það sama.
Einn og hamingusamur í sínu horni er hugtak sem er ekki til í alvörunni. Nema að þú sért flottur og löngu hættur að finna til. Getum við sem þjóð búið til samfélag sem skiptir raunverulega máli á heimsmælikvarða? Þorum við að hugsa nýjar leiðir í átt að því takmarki? Fyrir hvað stöndum við sem þjóð. Fyrir hvað stendur þú í verki?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2007 | 13:45
Frúin á leigumiðluninni er svo vitur.
Þegar við fórum til hennar í morgun eftir að hafa dáðst að litlu sætu krókusunum sem eru að stinga sér upp hérna í veðurblíðunni sagði hún eftirfarandi.
You guys are mad!
Life is not a rehersal, you better live when you can!
Life is to short to not do what you dream about!
Svo horfði hún á okkur brosandi og lofaði okkur fínu húsi.
Hefði gefið mikið fyrir hvað hún var að hugsa, en eftir svipnum að dæma þá held ég að henni líki bara vel við þessa "crazy icelanders"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.2.2007 | 09:35
5. Febrúar. Fæðingardagur sögu skringilegrar kerlingar.
Sérvitur og skringileg kona hefur verið á sveimi í kringum mig í nokkrar vikur núna. Hún kynnti sig til sögunnar með því að stökkva út úr málverki sem er málað sterkum rauðum og gulum litum, einn morguninn þegar ég var að drekka morgunkaffið mitt. Í málverkinu er á einum stað turkisblár litur, bara örlítið af honum. Eins og fjarski sem kallar. Akkúrat þaðan kom þessi kerla. Fór að segja mér sögu sína og hefur síðan næstum daglega bankað uppá í kolli mínum og tekið mig með sér í styttri ferðir um hugarheima sína og kynnt mig fyrir vinum sínum og áhugamálum. Hún á eitt mjög sérstakt áhugamál sem tekur mestan tíma hennar eða á ég að segja að hún sé með þráhyggju? Og ég hef samviksusamlega punktað hjá mér þessi sögubrot. Eftir því sem ég kynnist henni betur því skemmtilegri og skringilegri finnst mér hún vera. Og mér finnst hún eiga erindi. Henni liggur margt á hjarta og er ófeimin við að fara ótroðnar slóðir til að finna út úr lífinu og ......þessari áráttu sinni. Reyndar tekur þetta áhugamál hennar hana á furðulega staði og inn í frábær samskipti við alls konar fólk.
Ég get ekki sagt ykkur neitt meira. Nema það að í dag 5. febrúar ætla ég að verða við beiðni þessarar skringilegu vinkonu minnar og byrja á bók um hana. Vildi bara deila þeirri ákvörðun okkar með ykkur af því að þið eruð bloggvinir okkar. Það skríkir í kerlu og hún er kát. Held hún hafi haldið að ég myndi aldrei drattast af stað og raunverulega skrifa söguna hennar. Hún heimtar metsölubók enda áköf með allt sem hún tekur sér fyrir hendur og ég brosi bara útí annað og segi.."við skulum nú bara sjá til hvernig gengur mín kæra". En allavega, við erum spenntar og hver ferð hefst á einu skrefi. Við lítum á þessa tilkynningu sem fyrsta skrefið í áttina að því að til verði bók.
Knús.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.2.2007 | 14:07
Talað til trúða á steintorgum nútímans af höfðingja frá Seattle 1854
Að skaða jörðina er að ausa skapara hennar svívirðingum.
Þetta er magnaður lestur á orðum índíánahöfðinga frá Seattle 1854 og á kannski sjaldnar betur við en einmitt núna.
"Hvert fótmál jarðar er voru fólki heilagt. Hver tindrandi barrnál, hvert sandkorn á ströndinni, hver daggarperla hina myrku skóga, hvert rjóður og hvert skorkvikindi er heilagt í minningum og reynslu míns fólks. Hinn rammi safi er stígur upp boli trjánna geymir minningar hins rauða manns. Dauðir gleyma hvítu mennirnir því landi sem fæddi þá af sér, farnir á gönguferð milli stjarnanna. En vér erum partur jarðar og jörðin er partur af oss. Ilmberandi blómin eru systur vorar, hjörturinn, hesturinn, hinn mikli örn, allir þessir eru bræður vorir. Gilklungrin, vessar jarðar í enginu, búkvarmi hestsins og....maðurinn, allir heyra þeir sömu fjölskyldunni til. Hinn hvíti maður möndlar svo móður sína jörðina og bróður hennar himininn, sem hún væri eitthvað sem má plægja, rupla eða selja, eins og kvikfénað eða glerperlur sem ganga kaupum og sölum. Lítt seðjandi græðgi hans blóðmjólkar jörðina og skilur hana eftir í flakandi sárum blásandi foksanda. Ég veit ekki. Vorir vegir greinast frá yðar vegum. Borgir yðar...slíkar sýnir gera oss súrt í augum, hinum rauðu mönnum. En vera má það sé vegna þess að hinn rauði maður sé villimaður og sé skilnings vant. Í borgum hins hvíta manns finnst hvergi hljóðlegt afdrep. Ekkert hlé, enginn griðastaður þar sem maður getur hlustað eftir laufunum þegar þau sprengja af sér vetrarhulstrin, þegar þau breiða úr sér á vorin, eða eftir skrjáfandi vængjablaki skordýranna. En kannski það sé vegna þess að ég sé villimaður og mig skorti skilning? Skröltið aðeins meiðir eyru manns. Og hvað er lengur til að lifa fyrir þegar maðurinn nemur ekki óttusöng fuglanna eða kappræður froskanna umhverfis tjarnirnar? Ég er rauður maður og skil ekki. Indíáninn kýs fremur þann blíða þyt vindsins, er hann fer höndum um andlit tjarnarinnar og sjálfan ilm golunnar sem stígur hrein upp eftir hádegisbað skúrarinnar eða þrungin angan furunnar. Að skaða jörðina er að ausa skapara hennar svívirðingum. Hinn hvíti maður..einnig hann...mun líða undir lok, kannski skjótar en nokkur kynþáttur annar. Haldið áfram að ata náttból yðar sorpi og fyrr en nokkurn uggir munuð þér kafna í yðar eigin saur".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.2.2007 | 18:03
Til þeirra sem sendu orkubúst yfir hafið.
Takk kærlega fyrir.
Árangurinn af þessari tilraun var sá að við skoðuðum hús sem var myglað upp í miðja veggi, fjarri allri mannabyggð og málað í ljótustu litum sem fyrirfinnast á jarðríki. En ekki gefast upp elskurnar. Þeir sem halda áfram að reyna þeim á endanum tekst. Ég held meira að segja að þetta sé alveg að koma. Bara smá ruglingur í gangi. Þegar við fórum út í göngu eftir vonbrigðin kallaði á okkur gamall maður sem vildi fá álit okkar á því hversu vel hann hefði pússað gluggana í húsinu sínu. Okkur fannst hann bara hafa gert það vel þó það væri eitt og eitt ský á sveimi í glerinu. Karlinn var krúttlegur í vinnugalla og með snjáða derhúfu á hausnum og glettnisblik í auga. Svona eins og leynienglar eru oft með. Allt í einu leit hann beint framan í manninn minn og sagði..."ég er með mjög mikilvæga spurningu fyrir þig. Maður eins og þú með svona andlit..sagði hann hugsi og strauk skeggið.
Syngurðu?
Þegar minn maður sagðist nú hafa gert það fyrir langa löngu, greip gamli andann á lofti og sagði.."Eg vissi það um leið og þú labbaðir hérna framhjá". Svo rauk hann inn í húsið sitt og sótti upplýsingabækling um "The barbersingers". Það er sönghópur sem hefur unnið til fjölda verðlauna og hefur mikið gaman og mikið fjör við að syngja þessa sérstöku tegund tónlistar sem ég kann nú ekki frekari skil á. Og bauð mínum manni endilega að vera með í þessu fjöri sem og hann þáði og þeir mæltu sér mót til að verða samferða á næstu æfingu. Gamli bara hló og skríkti af gleði og sagði að ég væri beautiful. He,he.
Þetta var ákveðin himnasending. Ég er búin að vera að reyna að fá hann til að syngja í mörg mörg ár, því það er svo gott að gera eitthvað skemmtilegt og gott fyrir sálina. Þessi gamli maður kveikti neista sem hefur verið í dvala í yfir tuttugu ár. Ég er viss um að það er vegna orkunnar og góðu óskanna sem þið senduð. Þið vitringarnir vissuð bara betur hvað skiptir máli. Söngurinn er æðri húsum. Og gamli gráskeggjaði maðurinn? Jú auðvitað er hann engill sem greip óskina á lofti og kom henni til skila. Margar hendur vinna létt verk. Munið það. We are all in this together.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.2.2007 | 17:30
Ekki prenthæft sem mér dettur í hug....
...þegar ég sé þessa mynd hérna. Kannski þetta sé það sem kallað er að "tala tungum"?
Hmmm...en ykkur er velkomið að segja hvað ykkur dettur í hug. Munið bara að hafa netboðorðin 5 í huga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.2.2007 | 11:36
Óska eftir góðum óskum og íslensku orkubústi.
Jæja elskurnar. Núna erum við að fara að skoða eitt hús. Endilega sendiði jákvæða og góða strauma til okkar og með okkur. Skiptir svo miklu máli að þetta gangi. Íslenskir kraftar eru auðvitað engu líkir svo ef það verður næg þáttaka og það verður algert orkubúst hérna megin við hafið þá fáum við bara að fylla smá á hjá breskum kerfiskörlum. Vonandi að þeir fái smá spark í óæðri endann og vakni upp við það að þeir eru búnir að smíða húsnæðiskerfi sem er c.a 2 öldum á eftir nútímanum.
Hey ég er tilbúin að bíð spennt eftir íslenskri orku.
Takk takk. Maður á alltaf að sýna takklæti og segja takk þúsund sinnum á dag.a.m.k. Dregur úr manni orku að eiga við kerfi. Við bara verðum að fara að búa til annars konar og mannvænlegri samfélög. Hratt og vel. Út um allan heim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari