Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
3.2.2007 | 10:32
Að ljúga langt á sér nefið!
Þú skalt ekki ljúga!
Staðreyndin er hinsvegar sú að fólk lýgur eins og það er langt til. Sumir ljúga um mikilvæga hluti meðan aðrir daðra við hvítar lygar. Sumir ljúga af vana um eitthvað sem skiptir engu máli og aðrir ljúga sig út úr vandræðum. Sumir meira að segja ljúga þar til þeir trúa lyginni. Til að verða frábær lygari þarf skothelt minni og maga til að melta lygina vel. Sterkar svefntöflur. Sofandi samvisku. Eiginleika til að sannfæra aðra. Vinna sér traust þeirra og trú og ljúga svo yfir allt saman.
Magnað. Í lygarasamfélögum væri gott að einhver ákveðin ytri einkenni einkenndu lygara. Gosi greyið komst aldrei upp með að ljúga því nefið á honum stækkaði í samræmi við lýgina. Væri fróðlegt að líta nef landsmanna færu nef þeirra að lengjast í samhengi við skort á sannsögli og geta séð hver væri í raun að ljúga að hverjum...ha? Ætli einhver ein starfsstétt væri neflengri en önnur?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.2.2007 | 17:09
Fávitar, sykrað popp og eyrnalausir bretar. Jakk!!!!
"I can hear what you are saying" segja bretar þegar þeir eru ekki að hlusta. Þegar þeir svo segja aftur"I can hear what you are saying" og með móðurlegum vælutón eftir að þú ert búin að eyða klukkutímum í að útskýra einföldustu mál fyrir þeim þá getur þú verið viss um að þeir annað hvort skyldu ekkert af því sem þú varst að segja og nota frasann til að breiða yfir heimsku sína eða að þeim er meira en skítsama um þig og þín vandamál.
Mig dreymir um litla eyju þar sem allt er eins og ég vil hafa það. Alltaf. Við landgöngubrúnna stendur. Fávitar bannaðir og landganga aðeins leyfð ævintýralega skemmtilegum englum og búálfum. Hvar ætli bestu eyjurnar séu í dag? Sem fara ekki beint á bólakaf ef það heldur áfram að hlýna?
Er venjulegt hvað það er vandlifað suma daga? Ég er farin í Bíó að sjá manneskjulega mynd. Eins gott að stúlkan í sjoppunnni láti mig ekki fá SYKRAÐ popp. Þá gæti ég átt það til að verða ókurteis og segja eitthvað mjög hátt sem ég sæi svo eftir síðar.
Best ég fari í relaxing froðubað og maki svo á mig relaxing body lotion í ótrúlega miklu magni áður en ég fer út úr húsi. Ekki veitir af. Það er líka stórhættulegt að keyra undir svona ergelsisáhrifum svo nú fer ég og læt renna...í bað..renna af mér reiðina og ek svo sjálfrennireiðinni örugglega alla leið á mannlegu myndina í bíó. Gott plan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.2.2007 | 09:08
Fagurt fótabað á föstudegi.
Komdu og fáðu ilmandi og endurnærandi fótabað sem gerir öllum gott. Líka þér. Magnaðar jurtir bundnar töfrum náttúrunnar sem endurnæra þreytta fætur fólks á lífsgöngu.
Merkilegt að eins og maðurinn er mikill eru bara tveir litlir fletir undir fótum okkar sem snerta jörðina. Allt hitt er í lausu lofti. Tábergið og hællinn. Það er allt sem ber okkur áfram og hjálpar okkur að standa upprétt. Og svo viljinn og vonin. En þau eru staðsett einhverstaðar ofar. Í huganum og hjartanu.
Vona að þú kunnir fótum þínum forráð. Og vitir hvert stefnan er tekin. Suma daga veit ég ekkert hvert ég er að fara. Þá set ég á mig eldrauða skó og elti þá bara. Sá eltingarleikur getur endað á mjög óvæntan og ófyrirséðan hátt. En það er samt oft spennandi að fara slóðir sem ekki eru séðar fyrirfram, þó það geti á köflum gert mann alveg uppgefinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.2.2007 | 23:57
Hvar má ekki blogga og hvað má ekki blogga um?
Fólk virðist blogga um allt milli himins og jarðar. Stjórnmál og einkamál. Listir og læmingja. Framfarir og samfarir. Veislur og veruleika. Fólk og ómenni.
Er eitthvað sem fólk bloggar ekki um. Sem er einhverskonar "Blogg tabú"? Og bloggar fólk ekki bara hvar sem er orðið?
Er einhver staður sem menn fara ekki með tölvuna með sér?
Maður bara spyr sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.2.2007 | 21:33
Að vera imbi.
Iss. Það er ekkert varið í þetta sjónvarp. Fyrst horfði ég á þátt um hvernig maður á að hafa heima hjá sér. Fjarlægja allt sem minnir á fólk og notalegheit. Ég er skítfallin á því heimilisprófi þrátt fyrir að hafa díklatterað(flott útlent orð yfir að henda drasli út) Mér leið ekkert hræðilega eftir þann þátt en fór samt að hugsa minn gang og hvort ég ætti ekki bara að hafa almennilega bókabrennu í garðinum. Það þykir víst ekkert fínt að hafa bækur um allt. Nema svona stórar myndabækur á stofuborðinu. Ekki til að lesa heldur sem punt.
Svo kom hinn þátturinn. Kona sem var tekin og yngd um 10 ár. Skornar af henni fellingar fyrir ofan augun og kalkúnapokinn undir andlitinu líka. Bætt löngum lokkum við hárstrýið á henni og tennurnar gerðar beinar og hvítar og svo fékk hún meira að segja handarbaksyngingu. Já maður verður að passa sig að muna eftir öllum hlutum sem eldast. Birtust myndir af Madonnu ofurkroppi hér um daginn. Hendurnar á henni eru voða ellilegar. En áfram með 10 ár af. Næst var farið í fataskápinn og öllum fötum sem voru brun, grá eða dröppuð hent. Konan var klædd í bláAn bol, gult vesti og svartar kvartsbuxur, dónalega munstraða svarta nælonsokka og hælaskó við. Mér fannst það nú ekki flott. Og alls ekki yngja hana neitt. Frekar að manni dytti í hug að hún væri orðin elliær og blind ef hún myndi klæða sig svona.
Ég fór samt alvarlega að hugsa minn gang. Ég á svona leynikrukku sem ég safna peningum í ef mér dytti í hug að gera eitthvað frábært einn daginn og vildi eiga fyrir því. Svona lífssjóður. Og allt í einu fór ég að hugsa um Queen Victoria Sjúkrahúsið hérna í næstu götu. Þar vinna mjög frægir læknar við að serra í andlit á konum og gera þær unglegri og sætari. Svo fást bláir bolir í Dorothy Perkins búðinni í miðbænum.
Segi það og skirfa. Sjónvarpið er stórhættulegt. Slekk bara á því svo það sé ekki verið að koma einhverri vitleysu inn í kollinn á mér. Ég hefði hæglega getað orðið alger imbi ef ég hefði tekið mark á þessu. Ég er bæði sæt og ungleg og það er mjög sætt heima hjá mér.
Sama hvað sérfræðingar segja með vondan smekk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.2.2007 | 08:57
Sykurhúðað ömmuhjarta og leiðangur til London
Í dag er gleðidagur. Við ætlum að keyra til London og hitta Prinzess Hazelnut. Hún er nýorðin 3ja vikna og vex og dafnar eins og safaríkt jarðaber.Um æðar hennar rennur skoskt íslenskt blóð og hún lítur út eins og söguhetja úr ísfólkinu. Með dökk rannsakandi augu og afskaplega fallega langa og dömulega fingur. Hún er lítil steingeit. Litlu geiturnar eiga það til að taka lífinu frekar alvarlega. En með mig sem ömmu sprelligosa held ég að hún fái ágætishjálp við að sjá það skemmtilega í lífinu og ekki eru foreldrarnir síður spélegir. Ég er að læra það betur og betur að sleppa. Sleppa tökunum og því að halda að ég sé ómissandi. Læra að börnin mín geta spjarað sig vel og fallega án þess að ég sé mikið að skipta mér af. Treysta þessari veröld fyrir þeim og að minn staður sé að vera til staðar ef þarf. Samt pínu erfitt stundum. Ég vil bara pakka þeim í bómull og hafa þau örugg og sæl í mínu húsi. En ég stend mig vel þó ég segi sjálf frá.Það er langerfiðast að láta af stjórnuninni á öllum sviðum lífs síns og læra að flæða með lífinu og treysta að allt sé rétt og gott. Fólk í stjórnunarstörfum er þó undanskilið þessu flæði frá 9 til 5. Sjáiði fyrir ykkur bankastjórann minn t.d hafa enga stjórn a innlánum eða útlánum því hann væri bara á einhverju hippaflæði allan daginn og lánaði mér alltaf pening þegar mig vantaði? Það kynni nú ekki goðri lukku að stýra fyrir hann. Bara mig.
Við ætlum að spássera um götur með nýja barnavagninn á eftir. Ég ætla fá að keyra. Kíkja á kaffihús og kannski í eina barnabúð og sjá hvort það sé ekki örugglega eitthvað sætt þar sem Hazelnut vantar. Hún ætlar að skírast í skotlandi um miðjan mánuðinn og við erum öll spennt að fá að vita hvað barnið á að heita. Það er töluverður höfuðverkur að finna nafn sem gengur bæði á íslandi og skotlandi. Það þarf nefninlega að hafa margt í huga. Ef nafnið Fanný væri valið sem er fínt og gott nafn og hljómar vel í okkar eyrum Þá er það ekki svo hér. Taka verður tillit til þess hvernig nafnið hljómar á ensku og hvað sú hljómun merkir í huga fólks. Fanný gæti t.d auðveldlega verið skilið og heyrt á ensku sem kvenmannsklof. Þess vegna eru búnar að vera uppi miklar og margar vangaveltur fyrir litlu Princess Hazelnut svo hún fái nú fallegt nafn við hæfi sem á vini á báðum stöðum. Íslandi og Skotlandi..
Jæja ég má ekki vera að þessu slóri. Ömmuhjartað í mér þolir ekki við lengur. Ég hreinlega þrái að fá að halda á henni í fanginu og knúsa litlu hendurnar hennar. Hún er búin að læra ulla. Ef maður ullar á hana gerir hún eins. Er þetta barn ekki bara einstakt og óendanlega vel gefið? Hjarta mitt titrar af fögnuði og hamingju yfir þeirri gæfu að vera amma þessarar fögru veru og....
Hvað????? Finnst þér ég væmin?? Ég vil bara ekki heyra svona vitleysu. Þetta er hreinræktuð og sannkölluð ömmuást. Maður getur bara ekkert að þessu gert. Þetta er bara partur af því að vera amma að sjá allt í rósrauðu og verða yfir sig ástfangin af kraftaverkunum í lífinu eina ferðina enn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari