Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Forever young?

200511781-001

Ekki orð.

Bara tilfinning.

Þó hún sé greypt í stein segir hún meir en nokkur andardráttur.

Heit minning, greypt í stein.

Greypt í sálu.

Heit.

Endalaus tilfinning.

10162333

Hinir gömlu muna líka.

Ekki gleyma þeim.

Lifandi tilfinningar og minningar í gömlum líkömum sem við skynjum ekki.

Horfum framhjá lifandi, tifandi sálum í hrörnandi umbúðum.

Horfum framhjá gamla fólkinu okkar eins og þau séu ekkert. Tóm.

10163842

Skynjum ekki að eitt tekur við af öðru.

 Allt jafnmikilvægt.

Að frá þeim tökum við við fortíðinni

og getum haldið áfram.

10129528

Synd þegar við gleymum hvaðan gott kemur og hverjir lögðu veginn okkar.

Í ærandi hávaða nútimans gleymist viska forfeðranna.

Hlýju gömlu vinnulúnu hendurnar sem lögðu grunninn.

Klöppuðu okkur á kollinn og áttu tímann sem er farinn.

Og við horfum starandi út í loftið og heyrum ekki.

Gömul orð, gömul ljóð, gömul hljóð.

Drukknandi í ærandi tímaleysi.

10041867

Tikk takk,tikk takk, tikk, takk!

Afi minn og amma mín

úti á Bakka búa

þau eru  bæði sæt og fín

Þangað vil eg fljúga

10048584


Ekki heppni...heldur Sköpun!!!

Nú liggur mér á hjarta.

love

Var að lesa bloggið hennar Zordisar sem ætti að vera skyldulesning hvern morgun fyrir þreytta og þjakaða íslendinga því það er svo upplyftandi og gefandi að það hreinlega setur man á ský. Einhver sagði þar að Zordis væri svo heppin. 

Að eiga sér dýrindislíf og dýrðardaga sem og alla hina dagana hefur ekkert með heppni að gera. Það hefur með hugarfar og hugsun og tilfinningu að gera. Það hefur með það að gera að vera opin og sannur og mæta lífinu eins og það kemur fyrir á hverri stundu með þann einlæga vilja í hjartanu að sjá það fallega og það góða í aðstæðum. Sama hvað. Að vera með opinn hugann og sjá og skynja alla þessa endalausu fegurð sem felst í þessu ævintýra lega lífi. Og það skapar hver mannvera innra með sér..líf hennar verður ekki svo fyrir einhverja óljósa heppni.10098378

Þarna er að verki innri vitund og sköpun. Yfir þessu búum við öll...alltaf! Það sem við hugsum og finnum innra með okkur leitar að samsvörun í veröldinni og laðar það eða dregur til okkar í samskonar formi.

Orkuformi.

Þess vegna skiptir það svo miklu máli að hafa þá ætlun að sjá og skynja í samræmi við drauminn okkar því það eru töfrarnir, neistarnir sem byrja að búa hann til og gera hann að daglegum raunveruleika okkar. Að hjartað og hugurinn séu í takt.

Hugsandi og sláandi fyrir kærleika og kátínu.

10135038

Með því að byrja að þræða þessar hugmyndir okkar upp á band og safna þeim og gæta þeirra vel daglega. Reyna að ná jafnvæginu smátt og smátt. Að einsetja sér að hugsa meira og betur hvern dag í þá átt að allt er gott og að útkoman verði einungis einstök í lífi okkar, verður orkubreyting í huganum og hjartanu og útsýnið mun bjartara og betra. Og þá fara að verða til fleiri perlur ..hugmyndaperlur og bjartar og litfagrar hugsanir sem safnast á þráðinn okkar og fara að móta lífið og stefnuna.

10135037

Lífið okkar og við förum að draga að okkur fallegri liti og fleira fólk sem vill bara gott. Sem getur horft á það góða og leyft ljósinu sínu að lýsa sjálfum sér og þér. Gefðu sjálfri/sjálfum þér þá gjöf að setja ljós í hugann og hjartað og byrja á þessu augnabliki að muna hver þú raunverulega ert. Skapari og mótandi alls þess sem er í lífi þínu. Hlustaðu þó ekki sé nema í 5 mínútur daglega í þögn á tónlistina sem leikur lífslagið þitt. Það er þarna . Innan í þér. Þú þarft ekkert að gera nema hlusta hljóð/ur og komast í takt. Heyra þinn tón og læra að hreyfa þig með. Fylgja þínu eigin lagi.

200133701-003217338

Hætta að hugsa um hvað öðrum finnst og vera bara það sem þú finnur innra með þér. Niður með grímuna sem við felum okkur á bak við. Eina sem hún gerir er að halda okkur frá hvert öðru. Því við erum öll eins og þráum það sama. Hvort annað og samræmi og jafnvægi. Frelsi. Sannleika. 

 Og það er allt þarna. Og það frábæra er að það hefur ekkert með heppni að gera, lukku eða krukku fulla af silfurpeningum. Þetta hefur bara með þig að gera. Hver þú ert þarna inni og að þú byrjir að muna eftir kraftinum þínum og hvað þig langar mest að gera og af hverju þú ert hér. Og dansir svo lífsdansinn við lagið þitt. í þínum takti. 200523617-001 Alveg þar til þú ákveður að næsta umbreyting sé tímabær.

Eigðu yndislegan dag troðfullan af sköpun og ljósi.

Og trúðu mér.536f4350

Þú hefur þetta allt í hendi þér.

Þessi veröld er þín.

Skapaðu!

 


Eru sunnudagar ekki himneskir???

m16-goddesses

Sunnudagar voru greinilega skapaðir á himnum af hundrað þúsund englum. Uppskriftin af alvöru sunnudegi er einhvernveginn svona.

Sofa út ef mann langar..vakna snemma af maður vill. Borða súkkulaðiköku í morgunmat og ískalt kók með eða hollt múslí og spælegg. Klæða sig í dýrindissparikjól og klossa..eða spranga um nakin í garðinum og láta vindinn gæla við handarkrikana. Hitta alla fjölskylduna í guðdómlegum brunch og tala og faðma og hlægja mikið eða njóta einveru og spila bara tónlist sem maður sjálfur fílar. Sem sagt maður má bara ráða hvernig maður notar þessa sætu sunnudaga.

 


Fiskar og fransbrauð

í dag fórum við öll í yndislegan göngutúr og gáfum fiskunum brauð. Ha fiskunum? Meinarðu ekki öndunum?

Nei við fórum og gáfum fiskunum brauð. Franskbrauð.

Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Eftir að hafa gengið eftir skógarstíg upp á hæðina þar sem golfvölurinn er í St Johns þorpinu litla þar sem Karen og Steve búa, stoppuðum við á brú sem liggur yfir lestarteinana. Biðum þar eftir hraðlestinni og fundum hvernig hvert einasta líffæri nötraði í líkamanum þegar hún brunaði undir okkur og brúnna. Höfðum ekki hugmynd um að á svipuðum tíma varð jarðskjálfti hér uppá 4 komma eitthvað á richter!

Síðan héldum við göngunni áfram þar til við komum að stórri og fallegri tjörn sem er þarna við golfvöllinn. Flott tré og allt í blóma. Og fiskar sem borða brauð og eru svo gráðugir í það að þeir reka trýnið upp úr vatninu og slást um brauðbitana.200271962-001

Þeir eru svona a.m.k 30 cm langir og nokkuð stórir og galopna munninn og synda næstum á land til að fá sér franskbrauð. Supu hveljur og slurpuðu og lætin voru svo mikil og gusugangurinn. Slagurinn um brauðið viðgengst greinilega ekki bara hjá manninum og öndunum.

Þetta fannst mér sko sniðugt og skemmtilegt. Hef bara aldrei séð það fyrir mér að gefa fiskum brauð. Eins gott að Jésú vini mínum datt það ekki í hug þegar hann mettaði 5000 manns með tveimur fiskum og fimm brauðum. Hvað ef hann hefði bara gefið fiskunum brauðið?

200476077-001

Bara yndislegur dagur og Frú Alice Þórhildur ömmubarn var auðvitað miðpunkturinn þó hún sé hvorki farin að borða brauð né fisk. Drekkur bara móðurmjólkina og dafnar vel.

1

Svo er krikketið í fyrramálið. Það tók mig langan tíma að læra að halda mér vakandi yfir þeim leik og skilja hvernig hann er leikinn. Núna er ég orðin svo flink og sit settleg í grænum veiðistól alla sunnudagsmorgna og kinka kolli með virðulegum viðurkenningarsvip og klappa hefðardömulega á réttum stöðum fyrir batti og bóli. Mér er sagt að ef við værum svo heppin að krikketleikirnir væru í eftirmiðdaginn tilheyrði að borða gúrkusamlokur og drekka kælt hvítvín með. Við fáum bara kaffi því við erum fyrirhádegiskrikketerar.  Kaffið er ógeð en hæfir vel morgninum.  Verð að muna eftir nýja skræpótta sumarhattinum mínum með stóru börðunum. Svo smart, og ég tala nú ekki um ef maður er með sólgleraugu líka. Eins og auðkýfinguafrú.

 Alltaf gaman að sjá strákinn sinn spila og þeir eru auðvitað svo sætir þessir kútar í öllu hvítu.  Örugglega ekki verið mamman sem hannaði skjannahvítan búning fyrir stráka til að spila í leik sem gengur að mestu út á það að henda sér í grasið og renna sér fast þar til allt er vel grænt og brúnt. Engin smá vinna að þvo og gera gallan hvítan aftur!

Jæja...ef mig dreymir Jésú í nótt ætla ég að spyrja hann útí þetta með fiskana og brauðin. Vonandi er eitthvað frábært að frétta frá himnum og ég læt ykkur vita ef svo er.

200503114-001

Night night...

 

 


Að tolla í tískunni og hoppirólunni.

the coupple

Jæja þá erum við hjónin búin að taka okkur til og erum nú tilbúin að fara til London og sjá ömmu og afastelpuna okkar. Það er voða gaman svona öðru hverju að klæða sig upp og fara úr Hagkaupssloppnum og taka úr sér rúllurnar þegar bæjarferð stendur til. Get alveg verið hreinskilin með það að þegar maður býr svona örlítið afskekkt og útúr að þá er maður ekkert endilega að fylgjast sérstaklega vel með tískunni. Höfum reyndar bara ekkert spáð í hana mjög mjög lengi. Svo var ég bara svo heppin að finna svona tiskublað á tannlæknastofunni við bensínsdæluhúsið og við ákváðum bara að vera grand og fá okkur ný föt. Held hann heiti eitthvað Billy Smart hönnuðurinn. Okkur finnst frábært að hönnuðir noti svona fallega liti núorðið.

Það tók reyndar svolítinn tíma að klæða okkur svo við sögðum krökkunum að vera bara úti og leika sér á meðan. Þau alveg elska að fara í skóginn hérna við hliðina. Koma alltaf heim uppfull af lygasögum um að þau hafi nú séð þetta og lent í svona eða hinsegin ævintýrum. Pabbi þeirra segir að þau hafi þetta bull frá mér...Algjör!!!!

Small%20Wonder

Jæja...núna er beðið eftir mér og við verðum að drífa okkur út á hraðbrautina. Hún Alice Þórhildur ömmustelpa er farin að velta sér á magann og svo aftur á bakið og svo er hún búin að læra að öskra!! Er þetta barn ekki bara algerlega einstakt??? Við fáum líka að sjá hana í nýju hoppirólunni sinni en í henni skríkir hún sko og hlær.

Eigið góðan laugardag elskurnar og munið að orð dagsins er Tíska!!!


Þokuloftinu útvarpað

Sauðaness sveitir, sjólítið hiti 6 stig.

Kjárahnjúkar hiti 5 stig . Loftþrýstingur , skyggni 9 kílómetrar. Stórhöfði..suðvestan 13. Sjö komma  fimm gráður vestur... veðurhorfur næsta sólarhring...súld og suðvestan fimm til tíu. Þokuloft eða súld á köflum. Mun hægar norðan til. Þokubakkar. Súld eða þokuloft á köflum. Norðan tíu til fimmtán. Næst verða veðurfregnir lesnar...... Bara náði því ekki!!!! Og hvað gerir fólk þá????

Garri garri garri hvar er peysan mín? Hver hefur tekið bomsurnar mínar?

Viltu spila..."Er ég kem heim í Búðardal"??

Hvaðan hringir þú?

Ha ég...við erum bara að fara á ballið hérna útfrá á eftir. Böðvar frændi sækir okkur og keyrir.

Ég lofa og lofa og lofa

Þetta er bara það sem ég hlustaði á í útvarpinu mínu á netinu. Vhoa!!!!

 Slekk med dett samme og set eitthvað annað á. Ekki Íslenskt. Skítt með veðrið!!!! Norðan humátt austan sex. Kul með innsveitum sunnanlands. Bravó!!! Legulandskindur allar séðar austan til og til sveita. Kannski sumar í nánd. Vestanþoka eða gola.Upp með stuttermaboli vestan til. Grugg í höfn að austanverðu.  Undirrritað...Seyðisfjörður austanverð þoka til innsveita.

 Næsta lag er tileinkað Dúdda og Steina með ástarkveðju frá Möggu og Björgu sem senda ástar og saknaðarkveðjur með laginu..Run Away!

apalæti

Er það furða að maður slökkvi á sumum stöðvum og setji bara á BBC???

Klassík!!!


Tími teldu með mér.

10183211

Góða nótt.

Í skugganum af sjálfum þér býr fræið sem þorir ekki að líta dagsins ljós.

Skugginn er fangavörðurinn sem gleymir alltaf að vökva. Vill ekki vökva.

En fræið er mikilfengleikinn sem býr í óopnuðum veruleikanum.

Opnastu fræ í ljósinu sem lýsir í fjarveru skuggans.

Fljótt fljótt!!! Meðan þú hefur tímann. Opnastu og vertu.

10118224

 

Velkominn!


Fjalladrottningin fróma með heimþrá!!

Er ég Nörd eða hvað?

Sit hér alsæl og hlusta á gamla íslenska tónlist á föstudagskveldi....Óskastundina á Rás 1 ......"Ég vildi að ég væri eins og þú..og vakað gæti bæði daga og nætur"Whistling

Já ef ég mætti lifa eins og lindin tær sem á alla sína hundrað silfurstrengi slær.

38c7e0c0

Hugsa og humma alveg í takt við hið íslenska hjarta mitt sem er farið að heiman um stund. Lærir að elska annars konar jörðu og landslag. Skilja annars konar menningu sem slær í öðrum takti en samt jafnmannlegan og heima. 

Hvað er annars heim?

Hvar á maður heima? Nú er annað lag kynnt frá konu til vina sinna með kærri vinarkveðju. Fyrr var oft í koti kátt.

Litlu íslensku kotin.....bænum mínum heima hjá..er svo margt að minnast á. Heim í gamla hópinn minn, heim á fornar slóðir.

Í garðinum mínum loga kertaljós í logni og minna mig á veðrið heima. Hvernig viðrar í þjóðarsál um þessar mundir?

Er þar logandi von?

10184525

Vakin og sofin af hinum einstöku norðurljósum? Hvað lýsir upp hjarta hins sanna íslendings?

Um hvað er þjóðin mín sem ég horfi á úr fjarskanum? Og bíð eftir merki á himnum að bráðum sé tímabært að snúa heim. Hvað er aftur heim?

Hér hef ég tíma og tré og tindrandi hjartslátt dádýra sem lifa samkvæmt innri tíma og tengingu.

Fiðrilda sem flögra frjáls um garðinn eins og frelsið sé þeim í blóð borið. Færa sig á milli litfagurra blómanna og njóta. Hverfa svo og hvíla sig meðan rokið rýkur og hristir allt. Koma svo aftur og frelsa sig sjálf og syngja veröldinni fagnaðarsöng.

93 ára kona fær nú kveðju í Óskastundinni...Píanótónar. Bara fallegt.

60000636

Plánetan er heimkynni okkar. Hér og nú. Smárakvartettinn.

Góðar sumaróskir.

Harmonikkutónlist til 93 ára konu sem býr í lautu.  Sunnan við sunnanblæinn.

Já ég er 43 ára íslenskur nörd. En þetta er bara yndi á föstudagskveldi sunnan við London.

blóm og bý

Maðurinn með miklu hlýju röddina..Alfreð Clausen söng um íslenska sumrablíðu og fjallardrottinguna frómu. Og koma svo ekki Þrestirnir með Ramónu mína...ohhh ég dey!!! Íslendingar verið góðir við hver annan.Heart Við þessi fagra eyjaþjóð eigum svo margt spes til að standa vörð um. Verum verðir okkar sjálfra og okkar eigin einstöku eiginleika. Látum hjörtun slá takt með Ramónu.

Smjúts!!nature6

Síðasta lagið í kvöld heitir Draumaveröld og þar heyrast orð á borð við..Draumaveröld fagra vil ég eiga ástin mín..svo fjarri heimsins glaumi. Tendra eld í húmsins dapra hjarta..veitir töfra bjarta.

Já sannkölluð Óskastund.

HeartHeartHeart

 

 

 


Eyja til sölu kostar eina tölu.

Það er aldeilis að jörð kallar....Hreingerningar, þvottakarfan full og brakandi þurrkur úti. Ég er nefninlega að orkuspara og nota ekki þurrkarann nema í ýtrustu neyð. Skúra skrúbba og bóna..nei ég lýg því. Það þarf ekkert að skúra hér enda allt teppalagt í mínu húsi. Meira að segja baðherbergið OG eldhúsið. Eins gott að missa ekki egg eða brauðsneið á hvolf þar.

Húsmóðir veltir fyrir sér hvort henni hugnast að gera helgarhreingerninguna núna.

Verður undarleg á svip þegar hún hugsar um stórhreingerningu og skrúbb.

eiginkona

Hmmm.

Hvernig var aftur þessi brúsi sem alltaf er verið að auglýsa með sjálfhreinsandi stormsveip sem fer um hús og heimili og gerir allt skínandi fínt?

Ég í súpermarkaðinn að kaupa þannig brúsa. Eins gott að ná tappanum af.

Þegar allt er orðið hreint og fínt verða sett blóm á stofuborðið og ávextir í eldhússkálina. Muna að vökva svo kryddjurtirnar í eldhúsglugganum og blessa garðálfana sem skoppa alsælir um garðinn eftir að við settum niður litríku sumarblómin.

jurtaskál       200177559-001   4f4ea400

Allt er nefninlega vænt sem vel er grænt..ég ætla nú ekkert að tala um stjörnmál hér, hvorki græn né blá, enda er mér annt um geðheilbrigði mitt og læt ekki slíkan gauragang ná á mér tangarhöldum. Hækkaður blóðþrýstingur og bölv fylgir þessum ósóma og mun betra að láta tímann líða við að horfa á kryddjurtirnar vaxa og þvottinn þorna.

Já og eitt enn.

Um helgina ætla ég að fara um grundir grænar með nýjasta nýtt. Svona undratól sem finnur fyrir mann olíu eða gull. Og ef ég verð heppinn og finn þannig nægtir í tonnatali kaupi ég kannski Íslandið og geri það sem mér finnst að ætti að gera þar.

Er það ekki annars rétt hjá mér að eyjan sú sé til sölu???

dowsing

Góða og ævintýralega helgi öll sömul!

 


Aha momentin....

Dagurinn í dag er búinn að vera svona Aha...dagur. Svona dagur þegar það rennur allt í einu upp fyrir manni ljós. Svo skært að það lýsir upp alla skuggakima innra með manni og lýsir upp allt í kringum mann. Maður sér allt upp á nýtt og upplifir veröldina bara allt öðruvísi en áður. Og hugsar með sér "það hlaut að vera"!

Eins og hulunni hafi verið svipt frá mikilvægu leyndarmáli.

Mínu leyndarmáli.

10128562

Núna getur sálin gifst andanum.

Það sem var áður sundur er nú saman.

Elska þegar veröldin skiptir allt í einu um lit og maður uppgötvar nýja fleti og nýjar sýnir sem gera allt heilt.

Já svoleiðis var þessi Aha dagur minn.

70009846

Hið eilífa augnablik og áleitnir draumar mannsins

 um veröldina sem var og verður.


Næsta síða »

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband