Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Skuggamyndir

200514605-001

Hvort er raunverulegra..laufblaðið eða skugginn af því??

Hafiði velt fyrir ykkur hversu margir trúa á skuggann af sjálfum sér?

Halda að það sé hið raunverulega sjálf. Laufblaðið er ekki einu sinni laufblaðið heldur birtingarmynd orkunnar sem skapar það. Hugmynd og orka í formi.

Hvernig sérðu þig...sem ljós eða skugga?

Líkama eða hugmynd?

Bara smá vangaveltur í upphafi helgar.

image02


Fiskur, planta og mynd

10072228

Eins og fiskur á ferð

í allt of litlu vatni milli áfangastaða

Hvað varð um hafið sem þú lofaðir mér

og hundrað þúsund öldurnar?

10196738

Aloa Vera

má ég vera

Vera?

Eins og þú

 svo heilandi og sterk

Myndin af myndinni

í myndinni

200019179-001

Meginmál myndarinnar segir

að það séu allir vegir

 færir


Hugsi hugs....

200516424-001

Hvað ertu að hugsa?


Ævintýri enn gerast í alvörunni

Hér sit ég með rautt nef og brennda bringu eftir dásamlega útiveru á ströndinni í dag. Útsýni alla leið til frakklands..svona næstum því...og sólskin og steinar og hiti og gola og ..bara allt gottCool

 Fór til að hitta unga konu sem er örugglega ekki jarðnesk. Hún  lítur út eins og sígaunadrottning með svart krullað hár og bleika lilju í hárinu. Í síðum hippakjól götóttum gammosíum og svoleiðis yndælt bros og fíngerða augnumgjörð að hún bara getur ekki verið af þessum heimi. Enda kom það í ljós þegar við fórum að spjalla að hún er mjög sérstök...hún sér  ekki bara í gegnum stokka og steina heldur líka í gegnum fólk og fugla. Og hún getur svifið útúr líkamanum og farið hvert sem hana lystir þegar hún vill.  Svo þegar ég sagði eitthvað sem henni fannst fallegt hélt hún hendinni yfir hjartanu sínu og andvarpaði..eitt sinn hljóp hún niður að sjónum og hélt höndunum langt upp í loft og dansaði og sönglaði með hafgolunni. Hún er líka storyteller...svona kona sem segir sögur og ævintýri.  Þetta voru tvær sannkallaðar töfrastundir á ströndinni í dag.

fairy10

Og já annað skemmtilegt...þar sem ég hef aldrei áður farið á þennan stað var ég týnd og tröllum gefin og sá þá gamlan mann á gangi. Ég stoppaði og skrúfaði niður rúðuna og spurði hann hvort hann vissi hvar Vente Villas væri. Gamli brosti og þá sá ég að hann var bara með tvær tennur..gamlar gular og skakkar. "Ég er einmitt að fara þangað" sagði hann...á ég ekki bara að vísa þér leið? Jú endilega sagði ég og hann settist inn í bílinn og við ókum af stað. Ég sagði honum frá eldfjöllum og skriðjöklum, fossum og norðurljósum og frussandi heitavatnslindum á íslandi og hann hló  þegar ég sagði honum að það væri að snjóa á landa mína í maí. Svo vorum við allt í einu komin þangað sem ég ætlaði að fara og hann fór út úr bílnum skælbrosandi. "You are my  angel today" sagði ég um leið og ég þakkaði honum fylgdina. Gamli brosti enn og aftur og sagði.."Thats something I can then be the whole day..ehh? An angel!!! Svo bankaði hann þrisvar í toppinn á bílnum og hvarf bak við næsta horn. Alger krúttmoli...Heart...eða engill?

 Hann bað mig fyrir smá gjöf til ykkar á Íslandi. Sagði að þið gætuð stytt ykkur stundir með þessum litla gleðigjafa þar til sumarið kæmi í alvörunni. Sagði líka að þið væruð ekkert venjulega hughraust og dugleg að geta lifað við svona aðstæður...og óskar ykkur svo gleðilegs sumars.

snjókúla

 


Ég er að hvíla mig

Eftir langan dag og mikið labb og ferðalag er ég nú að hvíla mig. Sit og horfi á naglalakkið þorna og svo ætla ég að horfa á þvottinn þorna sem hangir á snúrum í veðurbliðunni í garðinum mínum. Eftir allt áhorfið er ég að hugsa um að fara í bað og horfa svo á hárið á mér þorna. Þetta eru framúrskarandi góð hvíldarráð.

poppy1

Svo þegar dimmir þá ætla ég að góna á tunglið og tala ekkert á meðan.

Ætlaði að semja hvíldarljóð en hætti við þar sem ég fann ekkert fallegt orð sem rímar við hvíld?

Svo ég bjó bara til hvíldarspakmæli handa ykkur.

"Hvildinni er kerling fegin eftir að hafa rápað í búðir og eytt engum peningum".Wink

 


Að taka vel á móti bloggvinum sínum

Clowns

Það þýðir ekkert annað en að vera artarlegur bloggvinur og bjóða vinum sínum sem kíkja í heimsókn upp á gleðitertu með bfáðskemmtilegum trúðum sem skemmta gestum og gangandi. Fáið ykkur bara sæti í hlyjunni og þiggið kökubita og ég ætla að bregða mér í eldhúsið og hella uppá.  Fyrst það rignir enn er best að kveikja upp í arninum og segja nokkrar sögur í leiðinni.  Það er svo notalegt að sitja saman og spjalla.

Spurjið bara fasteignasalann minn. Ég heimsótti hann í dag og sat svo þögul að það hefði mátt halda að þetta væri dauðaþögn sem ég bar á borð fyrir hann..en þessi þögn og augnaráðið  hafði sín áhrif. Og örugglega það sem ég sagði við hann síðast í símann...ég nenni ekki að tala við þig meira..láttu bara þinn eigin heiðarleika ráða úrslitum hér. Og við það stóð ég í dag... Réttlætinu var fullnægt til hálfs...held að hann hafi ekki alveg keypt þessa nýju hárgreiðslu mína. Þarf að hanna mig aðeins betur fyrir næstu heimsókn. En batnandi mönnum er best að lifa..og konum að kunna að segja ekki orð þegar við á. Mjög áhrifamikið.

homer

Við hjónin erum bara lukkuleg með úrslit dagsins og nú þarf ég að hvíla mig áður en ég fer til London með lestinni. Fæ reykta ýsu og karöflur í kvöldmatinn þegar ég kem þangað. Munið að skilja eftir eina litla sögu úr deginum áður en þið farið elskurnar.

Sjáumst síðar!!!


Bara skemmtilegt

Góðan daginn!!!

200024932-001

Nýr dagur og ný vinnuvika. Nokkrar ferðir til London í vikunni.

Fara og sjá Chelsea blómasýninguna sem er engu lík.

200371827-001

 

 Fara á Body Mind and Spirit sýninguna sem er sú stærsta sinnar tegundar. Örugglega margt spennandi að sjá þar.

10105414

 

Nokkur verkefni sem þarf að ljúka og líta eftir Lady Alice Þórhildi.

Stundum er ekkert að gerast en svo brestur allt á á sama tíma.

Já þarf að fara til Brighton í vikunni líka.

Get þá kíkt á hafið í leiðinni..það hressir bætir og kætir!

200522144-001

 Best að mæta öllum dögum með rólyndi og vakandi athygli eins og dádýrin.

 Ég ELSKA dádýr.

Fallegust.

Farin í skógargöngu.

Vonandi rekst ég á dádýr, ref eða kanínu..eða bara íkorna eða fugl.

 

 


Að halda jafnvæginu og raða rétt

200524492-001

Hvað kemur fyrst og hvað kemur svo..og hvað má reka lestina í lífinu?

Stendur steinn yfir steini?

 

 


Mæting og minningar

200018877-001

Svona er kona

ilmur og blóm

hlið himins og jarðar

mæting efnis og anda.

Flestir búnir að gleyma

hvar þeir áttu einu sinni heima.

Skautið hlýja og fagra

sem bar þig

í þennan heim.

200512505-001

Núna falin og týnd

þekkingin og viskan hennar

og skömmin látin verða

konunnar akkilesarhæll,

Sú sem man lífið

venus

VENUS

 


Indíánatónlist búddamunkur, fiðluleikari og ný hárgreiðsla.

Það hefur svo margt á daga..nei á gærdag minn drifið... að það er efni í margar færslur en ég læt eina duga og stikla bara á stóru.

Eftir að hafa lesið góð ráð og frábærar sálgreiningar á sjálfri mér hér fyrir neðanJoyful finnst mér rétt að upplýsa að hárið er bæði sítt og stutt. Létt liðað og marglitt. Sumir litirnir betri en aðrir. Og alveg í takt við marglitan persónuleika sem lifir glaður og dapur til skiptis.

Gærdeginum eyddi ég á rölti í marga klukkutíma. Við Alice Þórhildur sem er að verða fullra fimm mánaða röltum í ókunnugu hverfi í næstum heilan dag meðan foreldrarnir þurftu að sinna aðkallandi erindi.

Göngugötur og torg..sumargarðar og spennandi stígar voru leiðir okkar.

Við hlustuðum á karl í skítugum stuttermabol leika unaðstóna beint frá himnum á fiðluna sína. Sátum  á bekk hjá blómasölustúlkunni og létum okkur dreyma og streyma með blómailmi og tónaflóði sem var sérdeilis fín blanda. Alice japlaði a snuddunni sinni og ég sá að hún var oft alveg í takt við fiðluleikarann.

red

Svo héldum við áfram göngunni umvafðar rauðbleikum lit því hjartað í okkur var orðið fullt af sumarkærleika  og amman lét sig  dreyma um stórfelldan verslunarleiðangur þar sem svörtum hælastígvélum yrði fleygt í skiptum fyrir sandala með loftgötum fyrir soðnar tær og svörtum bol og pilsi skipt út fyrir skræpóttan sumarkjól.

Hittum ungan Buddamunk sem sveif að mér því hann sagðist sjá það að ég væri góður kandidat til að kynna mér ferðir sálarinnar og gaf mér fallega bók um Yoga og Hare Krishna. Ungur strákur sem er kominn frá Írlandi. Sagðist hafa rekist á bók fyrir tilviljun sem breytti allri lífssýninni þegar hann las svo hann yfirgaf Guinessdrykkju og fótboltalíf og pöbbarölt fyrir æðra líf og dýpri tilgang og mun svo halda til Indlands næsta haust í ferkara læri. Flott hjá þér sagði ég og kvaddi hann með handabandi og orðunum

"We are all in this together"!

f589d241668e41a5d463829b071ea486

Síðan lá leið okkar Alicar um stræti sem iðaði af mannlífi og seiðandi tónlist dró okkur að eins og blóm dregur hunangsflugur. Þarna stóð alvöru indíáni með fjaðravængi og höfuðskraut..indíánatjöld og trumbur. Lék á panflautu og sönglaði framandi söngva og barði trumbu..við Alice vorum ekki lengi að hverfa inn í þennan tónlistarheim og vorum farnar að dansa í kringum elkd og söngla með í tunglskini einhvern tímann endur fyrir löngu. Alice meira að segja hjalaði og blés búbblur um leið og hún sveiflaði litlu höndunum sínum eins og hún væri aðaltrumbuleikarinn í hljómsveitinni.  Ömmunni fannst við hæfi að kaupa handa henni geisladiskinn þegar við loksins komum til baka úr þessari ferð..svo ömmustelpan geti hvenær sem er horfið inn í þennan heim heima hjá sér.

aloha

Þegar við vorum orðnar þreyttar fundum við bókabúð á mörgum hæðum..tókum lyftuna up á kaffihúsið..þar fengum við okkur kappúsínó, hreina bleyju og kíktum í barnadeildina og settum á minnið nokkrar undursamlegar bækur sem við ætlum að kaupa ásamt músík sem við teljum að við munum hafa mjög gaman af að kynnast saman. Alice hló og hjalaði og sat eins og hefðardama á kaffihúsinu í fangi ömmu sinnar með marglita hárið og soðnu tærnar. Báðar alsælar að fá heilan dag saman bara tvær. Einhverjir bræður áttu ömmu sem þeir kölluðu amma Dreki. Mér finnst að ég eigi að vera Amma engill.

Því ég hreinlega verð troðfull af englorku af því að umgangast svona nýjar sálir sem eru ekkert nema yndið og kærleikurinn.

777

Akkúrat núna get ég hannað jólakortin...englaorkan er best.

Heyrumst þegar ég er búin með dagsverkið.

Knús.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband