28.4.2008 | 15:13
Til umhugsunar....
Seven social sins:
Politics without Principle
Wealth Without Work
Pleasure Without Conscience
Knowledge without Character
Commerce without Morality
Science without Humanity
Worship without Sacrifice
Þetta er tilvitnun í Ghandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2008 | 12:12
Change the world or go home....
....ég sé að sumir ráðamenn eru komnir aftur heim á skerið. Spurning hvort þeir hafi áttað sig á hvar þeirra er mest þörf?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
21.4.2008 | 18:32
Matseðill dagsins..
Steiktur fiskur og franskar..krakkar með flensu og 40 stiga hita, hor og gubbupest, allt í drasli og dass af bjartsýni með hækkandi sól. Á fimmtudag kemur sumarið. Bara tveir dagar þangað til. Syngjum saman sumarsöngva....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
19.4.2008 | 16:52
Maddama kerling fröken frú á Listsýningum, útburði Moggans og Gyðju og galdrasýningu...allt á sama deginum.
Var að detta inn úr dyrunum eftir að hafa eytt deginum á útskriftarsýningu Listaháskóla íslands. Ég er alveg heilluð. Það var svo margt að skoða, sjá og upplifa en líklega ágætt að fara aftur þegar það er færra fólk en auðvitað var troðið út úr dyrum og mikil stemming í loftinu. Skapandi, töfrandi andrúmsloft og skrautlegt fólk í stíl við verkin sem þarna voru sýnd.
Ég er auðvitað alltaf í vinnunni og fann þarna tvo unga listamenn sem ætla að koma í þáttinn hjá mér á mánudag í næstu viku. Þau eru bæði mjög skemmtilega þenkjandi og með flottar hugmyndir og skoðanir sem ég held að hlustendur hefðu bæði gagn og gaman af að heyra um. Vitiði það að eftir því sem ég sé meira af unga fólkinu okkar því vonbetri verð ég um framtíðina. Þessi kynslóð er meðvituð, hugmyndarík og skapandi og þorir að fara sínar eigin leiðir og það var einstaklega upplyftandi að eiga samræður við þetta unga fólk í dag.
Já og meðan ég man.
Ég er auðvitað búin að skipta um skoðun um nafn á útvarpsþættinum mínum og hef nú ákveðið að hann skuli heita Maddama kerling fröken frú eftir útvarpsþættinum sem ég var með á Aðalstöðinni. fyrir meira en heilum áratug .
Mér fannst bara rétt að endurvekja hann og endurlífga Maddömuna og bjóða henni að þramma áfram í útvarpsheimum eins og henni einni er lagið og ljóðið.
Ég er kona og mér leyfist að skipta um skoðun þegar mér hentar. Svo er ég líka komin á fimmtugasaldurinn og þá gerir maður frekar það sem konu sýnist og lætur sér í léttu rúmi liggja þó einhverjum finnist eitthvað um eitthvað sem maður segir og gerir..ekki satt??
Núna þegar ég er búin að blogga ætla ég að koma sunnudagsmogganum sem bíður í stöflum hér úti á stétt i vesturbæjarlúgurnar. og svo ætla ég að gera mig fína og fara og sjá Gyðjugjörninginn í Norræna húsinu klukkan átta í kvöld. Unnur Lárusdóttir tónlistarkona og gyðja með meiru og Reynir Katrínarson gyðjuheilari, galdramaður, seiðkarl og listamaður munu þar kalla fram krafta hinna íslensku gyðja og þeim til aðstoðar verður karlakórinn Fjallabræður sem er alveg hreint einstakur. Þið getið hlustað á þau á morgun klukkan 15.00 á útvarpi Sögu en þá verður þátturinn sem var sl mánudag endurtekinn en þau voru einmitt gestir hjá mér þá. Þá getið þið líka hlustað á þorvald Þorsteinsson listamann og rithöfund en hann var einnig gestur í sama þætti.
Er fjólublár ekki bara litur kvöldsins og sumarbleikur varalitur flottur á konu eftir ótrúlega góðan og upplifunar-ríkan dag???
Ég held það.
Góða helgi öll sömul
Þessi fjólubláa hér til hliðar heitir Ísana og varð til á brúðugerðarnámskeiði sem ég tók í skólanum úti fyrir nokkrum árum. Ísana er sérstök vera sem býr í fjöllunum með fuglunum og kemur aðeins til byggða þegar mennirnir þurfa á visku hennar að halda.
Ég hef sagt henni frá ógöngunum sem við höfum ratað í á okkar litlu eyju og hver veit nema hún sjái sér fært að kíkja til okkar og veita leiðsögn úr ringulreið inn í jafnvægi. Ísana ber með sér töfrajurtir í litlum silkipoka og úr þeim sýður hún seið sem magnar upp ævintýri og töfra.
Hún biður um velferð fyrir þig og þína.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
17.4.2008 | 19:02
Bloggedí blogg....Moggedí Mogg.
Sko þegar maður fær loksins vinnu þá duga ekkert minna en svona 4 vinnur fyrir kvinnur.
Byrja daginn á því að hoppa og skoppa um Vesturbæinn með Nóa syni mínum og koma Mogganum og hundrað og sextíu sólarhringum heim til vesturbæinga áður en þeir vakna. Það er eiginlega ekki hægt að vera meiri Moggabloggari en þetta finnst ykkur það nokkuð. Kona sem vaknar klukkan 5 um NÓTT og úr höndum hennar fjúka Moggar og bloggar svo í þokkabót á sama miðli hlýtur bara að vera aðal.
Þegar þessum morgunverkum er lokið þá fer ég og sel auglýsingar.. Ertu að byggja. viltu breyta þjóðfélaginu..eða langar þig til að heyra hvað öllum finnst um allt???
Þá er útvarp Saga málið!!
.Á mánudögum er ég auðvitað með ímyndunarveikina og ímynda mér að þegar ég tala þá heyri allir í mér. Útvarp Saga aftur í aðalhlutverki sko....Og ekki nægir mér að fylla á fólki eyrun heldur ætla ég að fylla augun á fólki fyrir vestan á Reykhólum á sumardaginn fyrsta með málverkum mínum á eins dags listsýningu og segja skemmtilegar sögur og alvöru ævintýri.
Svo fauk á fjörur mínar "verkefni" og svo aðstaða til að stunda svolitla vinnu með fólki...og svo og svo og svo... já ég er eiginlega steinhætt að telja enda löngu komin yfir 4.
Ætla að leggjast með mínar frjálsu tær uppí loft og hvíla mig áður en ég fer að sofa svo ég verði falleg á morgun. Maður má ekki krumpast af öllu þessu orkuflæði og muna að hafa gæði í lífi sínu. Gæðin in my life now eru þau að það er allt fullt af svo frábæru fólki í kringum mig að ég gæti næstum trúað þeirri dellu að það sé "of gott til að vera satt".
Það er ekkert of gott til að vera satt!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
13.4.2008 | 22:51
Vona að mig dreymi flott nafn á útvarpsþáttinn minn....
..sem ég byrja með á morgun á útvarpi Sögu 99.4. Það er alltaf best að sofa á svona hlutum og vakna svo með þá klingjandi í kollinum. Þetta verður svona þáttur þar sem farið verður um víðan völl ..ævintýri, sköpun og skemmtilegt fólk sem er að gera jákvæða og frumlega hluti og lifa draumana sína verða í aðalhlutverki sem og sögur úr hversdagslífinu sem gefa lífinu margskonar liti og blæbrigði.
Í fyrsta þættinum fæ ég til mín mjög spennandi fólk.
Þorvaldur Þorsteinsson listamaður ætlar að koma og segja okkur frá Verkefni sem hann er að vinna að sem hann kallar Tækifærið Ísland/Tækifærið manneskjan í framhaldi af ritröð sem hann er með í Lesbók Morgunblaðsins..sérdeilis magnaðar pælingar og hugmyndir sem þar eru að fæðast.
Unnur Lárusdóttir tónlistarkona og gyðja með meiru kemur ásamt Reyni Katrínarsyni listamanni og gyðjuheilara og þau ætla að leiða okkur í ævintýraheim sinn þar sem þau eru svo sannarlega að lifa og starfa með sköpunargyðjunum. Einnig ætla tveir mjög flottir strákar að koma í heimsókn og segja okkur sögu af óvenjulegum karlakór sem fer sínar eigin leiðir og stendur á sérstökum grunni í sínu starfi.
Þátturinn er á dagskrá alla mánudaga milli klukkan 13.00 -15.00 á Útvarpi Sögu fm 99.4 og ég vona bara að þið njótið vel.
En nú þarf ég að halla mér svo draumarnir mínir og ímyndir fái að sprikla og spana um hugmyndaheimana og vekja mig svo upp með frábæru nafni á þáttinn. Einhverjar hugmyndir???
Svei mér þá ef það eru ekki svona þúsund fiðrildi að flögra um í maga mínum núna..alltaf spennandi að gera gjörninga í lífinu og njóta þess sem er, var og verður.
Verið glöð og góð!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
11.4.2008 | 22:29
Og bjöllurnar hringdu og klingdu í kolli mínum....
......og ákvörðun hefur verið tekin.
Þessi dagur var einn af þessum töfradögum og í gegnum huga minn renna myndir af frábæru fólki og samferðarmönnum og KONUM.....sem aðstoða með lífspússlið.
Sem vita auðvitað það sem allir vita að við erum svo góð saman. Ég og þú. Við. Bloggvinir og aðrir vinir.
Þetta blogg er um samhljóm og óm sem klingir í kolli konu sem labbaði í gegnum bjölluhengið og vaknaði upp við ljúfan draum. Draum sem er um að láta sér líka við sjálfan sig og skilja það að við erum öll andlegar vekjaraklukkur sem klingjum og hringjum fyrir hvert annað.
Þannig er nú það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
6.4.2008 | 00:13
Þrír fuglar í hári mínu....
..sem syngja samt sama sönginn.
Sá rauði syngur ..Vertu þú sjálf/ur því kærleikur er cool.
Það er bara flott að láta sig aðra varða og gera það sem hjartað býður en ekki bankareikningurinn.
Sá blái syngur...Höfuð herðar hné og tær,
þú hin unga mær. Dulin skilaboð um fleiri og betri magaæfingar
Og sá brúni syngur...Það er engin leið að kreppa tær í kreppu í c dúr. Svo allir saman nú og rétta úr sér. Ég bara neita mér og þér um að trúa á kreppuna...í kreppum verður alltaf eitthvað mikilævgt til og ég stend með því.
Og ég velti fyrir mér hvern þeirra ég skuli hlusta á...lagið er hið sama en textinn ekki eins og höfðar til mismunandi tilfinninga í konu.
Það er engin leið að hætta að syngja svona.... popplag í Bloggdúr.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
2.4.2008 | 09:22
Lífið lætur ekkert snúa á sig....né mig!!
Þessu verð ég að deila með ykkur...er bara svo fyndið og skemmtilegt í sjálfu sér og sýnir það svart á hvítu sem ég er alltaf að segja að lífið er ævintýri sem er alltaf að segja sig sjálft alla daga.
Hef verið að hugsa um það undanfarið að stofna mitt litla fyrirtæki. Var reyndar búin að skrá eitt úti í London en gerði ekkert meira með það. Nafnið á fyrirtækinu mínu þar var Katrin by heart Ltd og svo kemur svona lítið hjartamerki sem lógó sem hefur einhvernveginn fylgt flestu sem ég hef búið til.
Var að hugsa um hvort ég ætti ekki bara að halda mig við gamla nafnið nema þessu þarna Ltd sem á auðvitað ekkert við á íslandi en það stendur fyrir limited. Ég er bara ekkert hrifin af svona orðum eins og limited sem þýðir takmörkun.
Svo ég hef ákveðið að endurfæða litla fyrirtækjasprotann minn og vinna þar með eigin hugmyndir og verkefni og gefa því betra nafn. Nafn sem er meira við hæfi. Nú heitir það Katrin by heartunlimited!!!!
Og eins og lífið sé mér ekki sammála??
Á morgunflakki mínu um bloggið rakst ég inn hjá Vilborgu vinkonu minni og þar getur maður dregið spil og fengið vísdóm dagsins. The creator cards.
Þetta er það sem ég dró...
Are you limited by the people in your life? Are you limited by your circumstances? By your education? By God? If someone else is limiting you, why would you choose that? How is it serving you to believe those limitations?
What you believe is what you have chosen to believe, and your beliefs create your experience. Are you willing to re-examine your belief systems and then consciously choose the ones you really want?
The limitations you have chosen up till now have served you in some way, but in this moment you can choose again. Are you willing to be unlimited?
Og ég brosi bara með sjálfri mér og segi auðvitað..Já... en ekki hvað??
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
1.4.2008 | 11:13
Barcelona eða Oxford...nú verður erfitt að verða fjörtíuogfimm!!
Eins og alþjóð hlýtur að vita er ég að verða 45 ára fegurðardrottning...munið að fegurð er mjög afstæð og hverjum þykir sinn fugl fagur. Verð semsagt hálfníræð þann 13. júní. Föstudaginn 13. júní. Fyrir þann dag hef ég sett mér markmið..göfugt og gott sem miðar að því að ég verði í mínu besta formi andlega sem líkamlega og fari um götur og himingeima sem glitrandi orkukúla. Það hvarflar ekki annað að mér en að ég sé eins og eðalrauðvín og geti því bara batnað með aldrinum.
Til að ná þessu markmiði mínu ber ég ásamt syni mínum út Moggann og þramma vasklega um vesturbæinn dag hvern þegar sólin er að koma upp og fer svo þaðan í sund og svamla alveg þar til ég hef misst kíló. Svo borða ég auðvitað mikið gras og grænmeti og drekk vatn með öllum vítamínunum. Vissuð þið að maður pissar sjálflýsandi skærgulu eftir super B?? Vegna þessa merka áfanga þar sem viska og þroski eykst um heilt ár ásamt því að frúin verður ætíð fegurri verða auðvitað einhver hátíðahöld. Planið var að fara til Oxford og útskrifast með pompi og prakt, skrýðast skikkju og skúfhatti svona til að eignast eina mynd af ömmunni í einhverskonar menntaskarti svo barnabörnin geti dáðst að mér þegar ég verð orðin að grasi einhversstaðar. Svo vil ég líka bara eiga það skjalfest að ég er ekki bara fögur heldur líka gáfuð!!! Prentað, undirskrifað og rammað uppi á vegg. Og heila seremóníu með takk.
Hvít tjöld á grænum gresjum háskólalóðarinnar. spariklæddir þjónar á þeytingi að hella gullnu kampavíni í útskrifaðar dömur sem eiga þar að auki afmæli þennan fagra júnídag og heil sinfóníuhljómsveit leikur tónlist sem lyftir andanum í skugga stóru eikarinnar.
Ohhh... jamm og ég hlakka svo til og sé þetta svo skýrt fyrir mér.
En svo kom þessi auglýsing til mín og nú veit ég ekkert hvað ég á að gera..... því fyrir mér er svona Bóhemaferð til Barcelóna bara dýrðardraumur í dós. Og þessi ferð hefst lika 13. júní eins og allir aðrir merkisatburðir þetta árið. Svei mér þá.
Skoðið þetta og segið mér svo að þið séuð ekki sammála því að þetta sé göldrótt ferð fyrir fólk eins og okkur að fara???
Já viðurkennið þið bara hér og nú..þið eruð öll Bóhemar og þráið það heitt ...og þráið líka hitann...og að fara til Barcelóna og gæla við lista og sköpunargyðjurnar. Pæliði í því að standa í fjalli undir gömlum klausturvegg og horfa yfir hafið..hitinn yndislegur og kaldi drykkurinn göróttur og góður, og mála stórkostlega inspæering myndir í fögrum litum...málverk sem verða eilíf og rándýr auðvitað.
Ég veit hreinlega ekki í hvorn fótinn ég á að stíga. Barcelóna-listalöppina eða ensku hefðartánna.
Myndlistaferð til Can Serrat
Can Serrat er gamall vínbúgarður frá 18. öld, 45 km frá Barcelona. Can Serrat liggur fyrir utan smábæinn El Bruc (1400 íbúar) en þangað er einungis 5 mínútna gangur. Í bænum er hægt að sækja alla helstu þjónustu; veitingastaðir, barir, verslanir, sundlaug, banki og apótek.
Can Serrat liggur í Mont Serrat þjóðgarðinum er dregur nafn sitt af fjallinu Mont Serrat sem er þekkt fyrir sína sérkennilegu lögun og er vinsælt til fjallganga og klifurs.
Tólf norskir listamenn keyptu Can Serrat árið 1988 og breyttu honum í gisti- og vinnuaðstöðu fyrir listamenn. Til Can Serrat kemur fólk alls staðar að úr heiminum til dvalar í skemmri eða lengri tíma. Fólk úr öllum listgreinum; s.s. myndlistarmenn, ljósmyndarar, myndhöggvarar, rithöfundar en einnig áhugafólk um listir m.a. fólk sem fæst við málun í frístundum eða bara fólk sem langar að dvelja í þessu sérstaka og hrífandi umhverfi.
Dvöl á þessum stað er engu lík. Húsið er gamalt með þykka múrveggi sem gerir það að verkum að hitinn innandyra helst nokkuð jafn og engin þörf á loftræstingu. Katalónsk antíkhúsgögn, langborð úti í garði, stór arinn í eldhúsinu, mósaík skúlptúrar úti sem inni og myndlist á veggjum.
Um er að ræða öðruvísi frí, skemmtilegt og skapandi, hittir örugglega í mark hjá sönnum bóhemum en líka öðrum!
Hér er ekki um fimm stjörnu hótel að ræða og þjónustan er í lágmarki. Við vöskum upp sjálf og göngum um eins og við værum heima hjá okkur. Það gerir hins vegar andrúmsloftið mjög afslappað og fólk hjálpast að. Eitt er þó víst að á degi hverjum (ekki sunnudag) verður borinn fram kvöldverður.
Dagskrá
Dagur 1:
Föstudagur 13. júní,:
Flug til Barcelona og leigubíll til Can Serrat. Komum okkur fyrir og skoðum staðinn.
Kvöldverður á Can Serrat
Dagur 2:
Laugardagur, 14. júní:
Morgunverður.
Skoðum nágrennið, göngum upp eftir fjallinu, mikið um ólívu og hnetutré, hrífandi og framandi umhverfi.
Seinni partinn göngum við til El Bruc og skoðum okkur um.
Kvöldverður á Can Serrat
Dagur 3:
Sunnudagur, 15. júní:
Morgunverður.
Námskeið hefst kl. 10.00 og stendur til kl. 15.00.
Kvöldverður t.d. á veitingastaðnum Vinyanova í El Bruc. (ekki innifalið)
Dagur 4:
Mánudagur, 16. júní:
Morgunverður.
Frjáls dagur. (Sjá möguleika á skipulögðum ferðum)
Kvöldverður á Can Serrat.
Dagur 5:
Þriðjudagur, 17. júní:
Morgunverður
Námskeið kl. 10.00-15.00
Kvöldverður á Can Serrat.
Dagur 6:
Miðvikudagur, 18. júní:
Morgunverður
Frjáls dagur. (Sjá möguleika á skipulögðum ferðum)
Dagur 7:
Fimmtudagur, 19. júní:
Morgunverður.
Námskeið 10.00-15.00.
Seinni partinn undirbúningur á myndlistasýningu hópsins um kvöldið.
Kvöldverður og sýning fyrir aðra gesti á Can Serrat og hugsanlega íbúa El Bruc.
Dagur 8:
Föstudagur, 20. júní:
Morgunverður.
Heimferð. Leigubíll á flugvöllinn.
Fjöldi:
10 manns auk fararstjóra.
Gisting:
Eitt eins manns herbergi, annars gisting í tveggja og þriggja manna herbergjum.
Matur:
Morgunmatur 7 sinnum
Kvöldverður 6 sinnum
Kennarar á námskeiðinu verða þau Eric Carlos Bertrand og Pamela Martinez. Þau munu leggja sig fram við að sinna hverjum og einum sem best. Með það fyrir augum leggja þau til að þátttakendur sendi þeim tölvupóst með nokkrum fyrirvara þar sem þeir segja svolítið um sínar væntingar og hvað þeir vilja fá út úr námskeiðinu. Gott væri einnig ef þátttakendur sendu eina eða fleiri myndir af sínum verkum. Nemendur ákveða sjálfir hvað þeir vilja vinna með, akrýlmálun, vatnslitamálun, teikningu, pastell, o.s.frv.
Námskeiðið mun fara fram á ensku, en fararstjóri verður til staðar til að túlka fyrir þá sem þess óska.
Hugmyndir að ferðum skipulögðum af fararstjóra (ekki innifalið):
1) Dagsferð á strönd fyrir norðan Barcelona, með teikniblokkir eða vatnslitablokkir og nesti, nánar tiltekið
picnic-körfu og köflóttan dúk. J
2) Skoðunarferð til Mont Serrat. Þar er klaustur frá 880 e.kr. og falleg kaþólsk kirkja. Hægt er að fara í kláf upp á fjallið þar sem eru klausturrústir. Veitingastaðir með stórkostlegu útsýni yfir dalinn.
3) Dagsferð til Barcelona til að heimsækja söfn og gallerí sem kennarar
námskeiðsins mæla sérstaklega með.
Kostnaður
Miðað við gistingu í tveggja og þriggja manna herbergjum:
Gisting.
Morgun og kvöldverður.
Námskeið í þrjá daga.
Aðstaða til að vinna sjálfstætt að auki.
Fararstjórn
Ferðir til og frá flugvelli
129.500,-
Miðað við gistingu í eins manns herbergi:
Gisting.
Morgun og kvöldverður.
Námskeið í þrjá daga.
Aðstaða til að vinna sjálfstætt að auki.
Fararstjórn.
Ferðir til og frá flugvelli
139.500,-
fáið meiri upplýsingar hér.... vally@ismennt.is
Vá hvað mig langar!!!!!
Bloggar | Breytt 2.4.2008 kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari