4.1.2008 | 10:37
Nú er það brúnt....
....hárið.
Nýtt ár, nýtt hár og ný kápa.
Engin áramótaheit fyrir svona heita konu.
Bara skemmtileg verkefni og nokkur markmið.
Mikið væri ég til í SPA
og spekúleringar um Lotte Berk æfingar.
Gerði slíkar í útlandinu einu sinni og get svarið það að ég lengdist og mittið kom í ljós um leið og ég fór að svífa tígulega um í stað þess að hengslast.
Býður einhver upp á Lotte Berk á Íslandi??
Tími kominn á að kona verði aftur tignarleg og mittismjó svífandi um með brúna hárið. Allt er að verða eins og það á að sér að vera.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
4.1.2008 | 01:26
Sit hér og öfundast....
Er bara gjörsamlega GRÆN úr öfund út í þá sem þora að skrifa svona eins og ein flottasta bloggvinkona mín...Zordís. Og ekki eru myndirnar hennar síðri. Ég er steinhætt við öll mín fyrri áform og ætla nú bara að láta haföldur lífsins bera mig á réttan stað. Hvar sem hann nú er.
Öfundast er kannski ekki rétta orðið..það er ekki fallegt að ÖFUNDAST..en dást að má vera réttara. Dáist að þessu bloggi , einlægni og myndmáli.
"Einu sinni var."....þannig byrjar sagan okkar allra en hvernig hún endar er okkar val.
Hvernig birtist þín saga??
Hvað myndir þú helst af öllu vilja vera að gera??
Hvað kemur í veg fyrir að þú þorir eða gerir??
Spurning sem hentar nýrri byrjun á nýju ári.
Ég ætla að hugsa mig aðeins um.
Langar að sjá þína pælingu um efnið.
Hvað væri langskemmtilegast að gera væri ég þú???
Eða þú ég??
Ekki það að ég haldi að það séu til svör við svona spurningum... en spurningin er kannski sú hvort fólk sé að gera það sem það vildi helst vera að gera og ef ekki ....af hverju ekki???
Hvað ræður dvalarstað/næturstað í lífinu??
Af hverju ertu þar sem þú ert??
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.1.2008 | 21:35
Ble blogg...
ble ble ble....litlir puttar ýttu á einhvern takka sem sendu bloggið mitt um krúttlegustu búðina í bænum út í buskann. Fyrir þá sem ekki vita og vilja upplifa eitthvað alveg sérstakt mæli ég með Kjötborg á Blómvallagötunni.
Nenni bara ekki að blogga um það allt aftur fyrr en litlir puttar eru sofnaðir. Eru enn vakandi og að kÍkja á ömmu sín meðan tönnin er að koma. Getur verið truflandi fyrir svefn lítilla mannvera að fá tennur.
Mikið er ég fegin að vera komin með allar mínar. Urra bíta...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
1.1.2008 | 18:49
Nýársgaldur
Ekki hafði ég um það grænan grun á gamlárs 2006 að eftir ár yrði ég komin aftur heim á eyjuna fögru í Norðri..segið þetta hratt tíu sinnum...og farin að umbreytast í aðdánda þjóðar number Uno. Meira að segja veðráttan hérna heillar mig upp úr stígvélunum og þeytir mér marga gleðihringi í Vesturbænum.
Svo nú sit ég og velti fyrir mér hvernig staðan verði að ári og hvar kona verður þá í lífi sínu. Þetta nýja ár er óskrifað blað hjá mér í bili.... Vonandi bara stuttu bili eða svona millibili. Kallast millibilsástand þegar maður er á milli vita og veit ekki hvar maður lendir eða endar. Það eru allir í familíunni komnir á sinn stað og ef ég geri ekki eitthvað róttækt í málunum gæti svo farið að minn staður yrði inni á heimilinu röltandi niður í kjallara að setja í vél eða í eldhúsinu að fást við mat og uppvask. Það má að sjálfsögðu ekki gerast nema þegar ég sjálf kýs og nenni svo nú ætla ég að fremja nýársgjörning og galdra til mín draumastarfið.
Til þess þarf ég
12 nýsprengdar miðæturrisatertubombur...heppin er ég að það standa einmitt 12 svoeliðis fyrir utan hús nágrannans..
Gleði í grænum ormi
Úlfahvin í gormi
og svolítið af gisinni krabbakló af Ströndum.
Þar sem þetta er leynigaldur og illt væri í efni ef ALLIR gætu bara farið að gera það sem þeir vildu helst....segi ég ekki nánar frá hvernig hann er gerður. Samt er ég alveg að skipta um skoðun á því sem ég var að skrifa rétt í þessu þar sem ég trúi í hjarta mínu að ALLIR ættu að fá að starfa og gera það sem þeim hugnast best og sem betur fer erum við svo ólík og mörg að við myndum alls ekki öll vilja verða forstjórar Baugs eða eitthvað svoleiðis. Sumir myndu meira að segja helst vilja eyða lífi sínu í að sópa sbr Sóparinn góði í sögunni um hana MÓMÓ.
Gling gló eldhúsklukkan sló..og ég verð að fara og aðgæta með matinn áður en ég fer í þvottahúsið. Þarf sko að hengja úr einni vél. Eins og þið sjáið er greinilegt að kona þarf út á vinnumarkaðinn ekki seinna en strax...best ég klári svo galdurinn eftir kvöldmat. Það er enginn dagur betri í slíkan gjörning en nýársdagur bjartur og fagur. En fyrst verð ég væntanlega að ákveða hvað ég vil.
Sef á því og sé hvort mig dreymi ekki dramatiskar ákvarðanir teknar af himneskum atvinnumiðlurum...því það eru jú þeir helst sem hafa fundið fyrir mig skemmtilegustu og bestu djobbin á þessari jörðu.
Heyrumst !!
Og já eitt enn..fékk e mail sem segir að eina sem maður þurfi að gera til að láta allt annað rætast..áramótaheitin og markmiðin og allt það sem fólk gerir á ögurstundum eins og áramótunum... SÉ AÐ LÁTA SÉR LÍÐA VEL...þá komi allt hitt.
Sé það núna að eldhúsið er besti staðurinn fyrir mig.....ilmurinn af hryggnum sem er að hægsteikjast í ofninum lætur mér allavega líða alveg rosalega vel
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
31.12.2007 | 00:20
Set hér inn eldri færslu um umferðartungumálið sem íslendingar ættu kannski að tileinka sér á nýju ári
Þessi færsla var skrifuð og birt í janúar á þessu ári þegar ég bjó í englandi og kynntist umferðarmenningu sem mig dreymir um að sjá hér heima.
Með dýróðum dreka eða hæglátum umferðarormi undir stýri
Mér finnst ég alltaf betri manneskja þegar ég kem heim af bæjarrúntinum. Hjarta mitt er fullt af gleði og þakklæti og ég myndi helst vilja taka aukarúnt og fylla aðeins meira á þessa tilfinningu um samkennd og góðvilja, bæði míns og annarra.
Ég gengst upp í því að gefa öðrum sénsa, hægja á mér og hleypa öðrum bílum að og stoppa fyrir vegfarendum sem þurfa að komast yfir götur. Líka þó það séu ekki gamlar eða óléttar konur. í staðinn fæ ég falleg bros að launum, sumir veifa mér og jafnvel blikka mig, sumir með augunum og aðrir með ljósunum. Og mér finnst ég fínn bílstjóri og vanda mig enn betur næst þegar ég fer á rúntinn. í þessum litla bæ sem ég bý í þykir flott að vera kurteis og sýna tillitssemi. Sérstaklega í umferðinni.
Það er eins og einhver samvitund sé að verki þegar við keyrum um á morgnana þegar umferðarþunginn er hvað mestur. Eins og allir sem sitja undir stýri skilji að með því að hliðra til og gefa séns þar sem hægt er, komumst við öll fyrr á áfangastað og að öllum líkindum áfallalaust. Og að það hjálpi engum..hvorki þér né neinum öðrum að vera frussandi af geðvonsku, blótandi og jafnvel berjandi aðra ökumenn í huganum undir stýri til að troðast þangað sem þú þarft að komast.
Þetta snýst allt um hugarfar og innri tilfinningu. Umferðarmenning er ekkert annað en persónuleiki þinn að eiga samskipti við aðra persónuleika sem eiga það allir sameiginlegt að vera að stýra ökutækjum um fjölfarnar leiðir og eftir ákveðnum reglum.
Það er næstum hægt að kalla þetta umferðartungumál. Mér finnst þegar ég kem heim til Íslands að ég sé ekki lengur hlekkur í góðum umferðarormi sem liðast um göturnar með bros á vör heldur sé ég sést a bak bandóðum dreka sem vill helst allt og alla éta lifandi eða steikja í geðvonskueldi. Og hann bara kemst ekki nægilega hratt fyrir öllum fávitunum sem eru að þvælast fyrir honum svo hann refsar öllum hægri vinstri sem hindra för hans. Hann ætlar sko ekki að láta neinn segja sér hvernig hann kemst fyrstur heim.
Minnir mig á einn íslenskan frænda sem aldrei gefur stefnuljós. Þegar móðir hans gerði athugasemd við þá hegðan sagði hann með banvænum íslenskum umferðarhrokahroka "Það kemur engum það andskotans við hvert ég er að fara og reykspólaði af stað"!!!!
Og að lokum vil ég benda á að í mínum litla bær eru afskaplega litlar og mjóar götur. Það er ekki einu sinni pláss til að breikka þær eða tvöfalda og eftir þeirri staðreynd reynum við bara að keyra.
Megið þið öll eiga geðgóðan dag í umferðinni og leyfa kurteisi, tillitssemi og geðprýði að skína út frá ykkar persónuleika þar sem hann situr undir stýri og veit hvað skiptir máli svo þið megið öll komast heil heim. Og allir saman nú...Veifa, blikka brosa og bjóða greiða leið á götum úti !!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
29.12.2007 | 16:26
Ökufantur á bíl númer.....
..jiii hvað ég er næstum tilbúin að setja hér inn bílnúmer á bílnum sem hafði næstum valdið umferðarslysi eða slysum á kringlumýrarbrautinni í dag. Við vorum að koma keyrandi í gegnum kópavoginn með 4 af börnunum okkar í bílnum..þar með talin litla ömmustelpan Alice Þórhildur þegar einhver ökufantur sem er örugglega með bráðnandi klakamola í höfðinu í stað heila...gerði sér lítið fyrir og sveigði inn á milli bíla á fleygiferð án þess að gefa stefnuljós og án þess að það væri nokkurt pláss fyrir hann eða færi á svona stórklikkuðu aksturslagi.. Hann setti a.m.k fjóra bíla og þá sem í þeim voru í stórhættu. Ég varð svo bullandi reið yfir þessum fávitagangi og þeirri tilhugsun að þarna munaði ekki nema nokkrum centimetrum að stórslys hefði getað orðið á saklausu fólki að ég reif upp símann og tilkynnti ökuníðinginn til lögreglu. Ég hvet fólk til að gera það sama hvar sem það verður vitni að ofsaakstri í umferðinni því það eru hreinar línur að svona vitleysingar eiga ekki að hafa aðgengi að ökutækjum og mega mín vegna frjósa á ferðum sínum á þríhjólum með hjálpardekkjum á gangstéttum borgarinnar.
Guði sé lof að við erum öll heil, ég má ekki til þess hugsa hvað hefði getað gerst...slys gerast stundum og það getur enginn mannlegur máttur komið í veg fyrir þau...en svona uppákomur þar sem hreinn fíflaskapur og vitleysisgangur ræður ríkjum má og á að vera hægt að koma í veg fyrir. Hér eftir mun ég tilkynna hvern þann sem ég sé keyra eins og fáviti um göturnar beinustu leið til lögreglunnar. Ég veit samt ekkert hvort lögreglan bregst við svona tilkynningum en ef hún fær ítrekaðar tilkynningar um sömu ökufantana hlýtur að vera hægt að stöðva háskaför þeirra um göturnar..bara trúi ekki öðru.
Ég er með bílnúmerið og kannski að ég birti það ef það mætti verða til að viðkomandi ökumaður hægi aðeins á sér og vandi sig við aksturinn sem er dauðans alvara.
Ætla að hugsa málið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
29.12.2007 | 11:40
Inná milli jóla og nýárs
Hvað geta dillkryddkorn verið löng? Ég var að fá mér smá graflax og sósu með og þegar ég ætlaði að setja uppí mig síðasta bitann sá ég að það var óvenju langt dillkorn í sósunni..það var svo langt að það hreinlega getur ekki verið kryddkorn. það var eiginlega jafnlangt og kóngulóarlöpp og trúið mér....ég veit hvað þær eru langar. Það gerðist nefninlega hér um daginn að ég sat og sprændi eins og saklaus sveitasprund í sveit í mínu fallega baðherbergi og varð þá litið upp í horn og sá eina enska kónguló hanga þar eins og feimið jólaskraut. Hún hlýtur að hafa smyglað sér með yfir hafið með kommóðunni þar sem við geymum húfur og vettlinga og skriðið út og fundið sér alíslenskt horn til að fagna jólum.
Núna er ég nokkuð vissum að þetta langa dill í sósunni hafi verið ein löppin á henni og get ekki annað en hugsað um hvar restin af henni sé. Vonandi ekki í maganum á mér!!! Ég get svo svarið það að þegar ég sit grafkyrr þá finn ég litla veru stíga léttan sjöfættan dans í maganum á mér..Oh my, oh my!! Það væri nú alveg eftir öllu að ég færi að taka upp á því að borða köngló svona á milli hátíðanna.
Ég hef alveg helling að blogga um en ég sit hér í stríði við litla putta Alicar Þórhildar sem elskar að hamra á lyklaborðið með ömmu sinni sem gefst fljótlega upp á að reyna að blogga að einhverju viti og þar fyrir utan þarf ég að slást við restina af familíunni um tölvuna..það skýrir lang bil á milli blogga og alltof fá innlistskvitt hjá bloggvinum mínum. En ég reyni að kíkja við eins oft og ég get.
Verð að fara...er með einhvern furðulegan kitling upp eftir vélindanu í mér og þori ekki fyrir mitt litla líf að opna munninn...hjálp!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.12.2007 | 02:12
Einu sinni á jólanótt...
...er rétt komin heim af einni af nýju hefðunum mínum. Hefð er ekki hefð fyrr en maður hefur endurtekið efnið nokkrum sinnum en stundum gerist það að maður þarf bara að fara einu sinni og þá veit maður í hjarta sínu að hefðin er fædd og það á heilagri jólanótt.
Fórum í miðnæturmessu í Fríkirkjunni og hlustuðum á Pál Óskar og Moniku..Palli tók eitt af sínum eðaldiskólögum með hörpu-undirleik og prestsskonan var svo fallega hvítklædd með fjaðraskraut í hárinu og maðurinn fyrir framan mig felldi tár þegar Palli söng með mér..ok ...líka öllum hinum...við semsagt sungum viðlag við lag um geimverumanninn og engilinn sem hann var í raun. Bara MAGNIFICENT miðnæturs jólastund!!!
Og ég bara veit að þetta er núna orðin hefð í mínu lífi að mæta...þó ég sé bara búin að fara einu sinni.
Núna ætla ég að skríða uppí rúm og byrja að lesa Sköpunarsögur..tek með mér örfáa konfektmola og einn dropa af appelsíni. Pabbinn og drengurinn halda eflaust áfram að reyna að pússla pússlinu saman á borðstofuborðinu. Hva..það þarf enginn að vakna í fyrramál nema hrafnarnir og spörfuglarnir og á morgun munum við hvort eð er ekki gera neitt nema að spranga um heimilið á JOE BOXER náttbuxum...sumir í þrennum.... lesa, spila, horfa á jólamyndir og borða afganga meðan magamál leyfir. Sofið vel og njótið jólanna alla leið.
Bíð svo spennt eftir áramótunumm...þau eru bara best!!!
Jólakoss um nótt!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
23.12.2007 | 23:50
Jólakortið til ykkar í ár
Gleðileg jól elsku bloggvinir og megið þið eiga dýrðlegar hátíðarstundir og húsin ykkar ilma af hangiketi og piparkökum, ljós loga í hverjum glugga og ylur búa í hjarta og huga. Friður færast um allt, skríkjandi jólaenglar syngja ykkur í svefn hvert kvöld og skærasta stjarna himnanna vaka yfir þeim er í húsi ykkar sofa á köldum og dimmum vetrarnóttum. Megi jólaandinn sannanlega taka sér bólfestu í ykkur, mér og þér og okkur öllum nú og ætíð and forever
Jólaknús og kærleikskveðjur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
21.12.2007 | 20:25
Er´etta kannski jólablogg???
Júmms þetta er jólablogg!!!
Kjötfars og hvítkál með kartöflum og bræddu smjörlíki og mömmu í jólaskapi.
Það er mín jólastemming...á leið í bæinn að redda smá gjöf fyrir morgundaginn. Skyld´ða vera jólahjól??? Nei ekk alveg. Ég er búin að vera á svo miklu spani og ani...en í dag tók ég mér frí og heimsótti mínar bestustu vinkonur. Morgunkaffi og hádegiskaffi. Við höfum þekkst síðan við vorum 5 og 7 ára gamlar. Heilum fjörtíu árum síðar finnum við enn tengingu sem tengist beint í gegnum barnshjartað Við vitum hvaðan við komum og hvert leiðin hefur legið....og við þekkjum foreldra hvor annarrrar og spyrjumst fyrir um hvernig þau hafi það. Það jafnast ekkert á við fortíð í skilningi og þekkingu...við munum og við vitum. Þurfum ekkert að þykjast.
Svo var kærkominn kaffibolli hjá systu minni kærustu þar sem við deildum minningum og krúttikornum úr lífinu. Svoleiðis hefur þessi dagur verið og núna er stefnan tekin á að sækja Sunnevuna fallegustu á Keflavík um miðnætti og þá er fjölskyldan fullkomnuð fyrir hátíðarnar.
Ég og Óli, Karen og litla Alice Þórhildur, Nói, Theodóra og Sunneva. Við öll hér um jólin ásamt ykkur bloggvinum. Mikið finnst mér mikið til ykkar koma.
Fæst höfum við hittst en samt gefið svo mikið. Þannig á lífið að vera. Fallegt og gjöfult.
Þau ykkar sem ég hef þá hitt eruð fegurri og betri en í eigin bloggpersónu. Jólin eru um fólk sem hefur hjartað á sínum stað..fólk sem þorir og vill vera það sjálft og kann að gefa af sér. Ég held svona þegar yfir er litið að mína besta gjöf um árið hafi verið að gerast bloggari og kynnast ykkur öðlingar og koma aftur heim í mitt kæra kot...Íslandið!!!
Það er gott að hafa nýja sjón á það sem gerir vel. Elska ykkur öll og er nú farin að kaupa fleiri jólagjafir.....og klára að kyngja kjötfarsinu áður en haldið er til Keflavíkur að sækja síðasta fjölskyldubrotið ....Sunnevu sem er að koma frá Englandi...svo við getum fagnað jólunum saman. Um það eru nefninlega jólin..við og við og við!!!
Krúttmolakveðjur og jólaknús
Katarína
Bloggar | Breytt 22.12.2007 kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari