21.4.2007 | 20:58
Mismunandi englar
Ég ætla að sofa eins vært og ungur engill í nótt.
Og þakka fyrir það góða sem lífið færir mér á hverjum einasta degi...Einasta sem maður þarf að vita og gera er að vita að allt er eins og það á að vera. Moi be an angel tonight.
I am little and alone
lost in the world
doesnt know where to go
So please lead me my father
to the light so bright
and then never leave me
alone.
Allir eiga sér engil þó þeir þekki ekki endilega formið hans. Eða andlit hans.
Munið að englar geta birst í allskonar myndum.
Þið verið bara að afsaka en ég er með engla á heilanum núna.
Spurningin er sú þekkir þú þinn...þína engla?
Sama í hvaða formi þeir birtast þér?
Stundum eins og ekki englar en með slík skilaboð að þau umbreyta öllu til hins betra?
Hér söfnum við englabænum í athugasemdum.
Og góðum óskum til allra sem þurfa á að halda.
Við skulum ekki gleyma að allt sem við látum frá okkur fara
gott eða vont,
heimsækir heimahagana í einhverri mynd.
Svo vertu vakandi hvað þú sendir frá þér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.4.2007 | 17:48
Lífsbreidd
Hver maður hugleiðir yfirleitt meira um lengd lífs síns en breidd þess. Vildir þú vera í sporum mannsins sem vildi lifa lengi, sem hann og gerði, en á stund þeirri sem við öll mætum að lokum, sá líf sitt í langri mjórri línu, sem strengdan þráð og svartan að auki? Veltu fyrir þér breidd lífs þíns fremur en lengd þess.
Lifðu lífinu, gerðu það sem hugur þinn býður, hjartað þráir og sjáðu það sem augu þín vilja sjá. Fylgdu fótum þínum um ótroðna stígu og gríptu þéttingsfast um ónotuð tækifærin sem bíða þín við hvert fótmál. Haltu upp á tindinn þrátt fyrir ótta þinn við stórgrýtið í gilinu og augu þín nema birtu og geisla stjarnanna ef þú þorir að líta til himins og halda af stað.
Stattu svo við enda lífs þíns á stundinni sem við öll mætum, glaður í bragði og mældu breidd lífs þíns fremur en lengd. Því breiðara sem það mælist því minna máli skiptir lengdin. Þá.. og einungis þá, finnur þú og heyrir innra með þér röddina stoltu sem segir:
,, Ég hef lifað " !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.4.2007 | 01:11
Blúsaður raunveruleiki um nótt
Vaknaði eftir miðnættið búin að sofa vært á mitt græna síðan einhverntímann í kvöld. Man að ég sofnaði út frá My family..bæði sjónvarpsþættinum samnefnda og minni raunfjölskyldu sem kúrði með mér í sófanum. Og nú er ég bara ekkert syfjuð.
Er samt aðeins að geyspa golu um stofuna.
Vaknaði með einhvern óróa í sálinni. Það er eitthvað voða mikið að brjótast um í mér þessa dagana og ég veit ekki alveg hvað það er. Eitthvað sem vill láta taka eftir sér og heyrast. Ég bara heyri ekki enn. Hlusta eins fast og ég get en veit samt alveg að núna er tímabært að gefa bara eftir og leyfa þessum skilaboðum að detta í kollinn þegar ég er tilbúin að skilja um hvað Þau eru.
Held bara fast í fingur forsjónarinnar á meðan eins og lítið barn.
Þetta er erfið hugmyndafæðing sem er í gangi núna.
Nóttin er svo hljóð og mjúk og vakandi.
Blá og full af tónlist.
Fuglarnir löngu þagnaðir og hvílast undir væng á grein meðan refir læðast um skóginn og öskra eins og konur í neyð. Stundum ámátleg í þeim veinin.
Lognið hefur meira að segja sinn óm, hljóm.
Sé fyrir mér bláleita engla á skýjunum sem máninn veður í.
Spilandi himnatóna á hljóðfærin sín sem koma svo niður sem draumur fyrir þig um blámann í fjarskanum.
Þinn bláma.
Blúsaður raunveruleiki um nótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bloggfærslur 21. apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari