Leita í fréttum mbl.is

Íslenskur tilfinningatréhestur og breskur táradalur

grenjuskjóða

Ji hvað konur gráta mikið hérna. Yfir öllu og alls engu. Svei mér þá. Mér líður bara eins og tilfinningaheftum tréhesti meðal þeirra og get ekki fyrir mitt litla líf kreist fram tár þeim til samlætis.

Fór með vinafólki mínu á kaffihús um daginn þar sem við hittum dóttur þeirra hjóna sem var að koma úr fyrstu sónarmyndatökunni. Gleðilegur atburður. Öll fjölskyldan grét og snýtti sér í kaffihúsasérvíetturnar. Ekki ég. Bara brosti og þurrkaði mér um munninn með sérvíettunni minni.

Mömmurnar á skólalóðinni eru svo alveg í sérflokki. Einn drengur kom úr skólanum með marblett á enninu. Móðirin tók andköf og hágrét. Gat varla spurt soninn hvað hafði gerst fyrir ekkasogum.

Eða þegar börnin sýna leikrit eða syngja saman fyrir okkur mæður. Það er sko táradalur.Maður heyrir varla í krakkagreyjunum fyrir snökti og verður hreinlega votur í fæturnar.

Og þetta gera grenjuskjóðurnar hvar sem er og hvenær sem er um hábjarta daga og skammast sín ekki neitt. Og þegar ein byrjar þá er þetta eins og með beljurnar og pissustandið á þeim. Allar konur sem eru viðstaddar byrja að gráta líka. Nema ég. Þeim finnst ég svakalega sterkur karakter.

Ekki að mér finnsit eitthvað að því þegar fólk grætur. Það er bara hollt og gott fyrir sálina að gráta. Líka fyrir karlmannssálir. En það má alveg vera alvöru ástæða fyrir því að kreista fram tár. Eins og t.d fallegur söngur. Þá getur íslenski tréhesturinn sko grátið.

Snökt.

Lét meira að segja næstum glepjast forðum daga þegar mér var boðið á samkomu hjá Krossinum. Þegar ég grét yfir söngnum þá héldu allir að ég hefði frelsast.

Og sumt í veröldinni er bara sorglegra en tárum taki og því  sýg ég upp í nefið og harka af mér staðráðin í því að einn góðan veðurdag muni ég finna lausnir sem munu leysa vandmál okkar mannanna í þessum táradal. Þann dag mun ég sko gráta hátt og í dagsbirtu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er svipað og grenjustandið í Ameríku, þar grenja allir ef ef þeir verða fyrir smá geðshræringu ...

Frábær pistill frú Katrín og fleira svona frá Englalandi, takk!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.1.2007 kl. 10:21

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Vælukjóar eru þetta! Eitthvað annað en við ... naglinn sjálfur :)

Heiða B. Heiðars, 25.1.2007 kl. 10:39

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ Gurrí mín það er yndislegt af þér að segja að þetta sé frábær pistill..snökt!!!!!

Ég sit hér og hágræt meðan ég hugsa um hvað ég ætti að skrifa næst.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.1.2007 kl. 10:55

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Grenjuskjóða

Heiða B. Heiðars, 25.1.2007 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband