21.4.2007 | 01:11
Blúsaður raunveruleiki um nótt
Vaknaði eftir miðnættið búin að sofa vært á mitt græna síðan einhverntímann í kvöld. Man að ég sofnaði út frá My family..bæði sjónvarpsþættinum samnefnda og minni raunfjölskyldu sem kúrði með mér í sófanum. Og nú er ég bara ekkert syfjuð.
Er samt aðeins að geyspa golu um stofuna.
Vaknaði með einhvern óróa í sálinni. Það er eitthvað voða mikið að brjótast um í mér þessa dagana og ég veit ekki alveg hvað það er. Eitthvað sem vill láta taka eftir sér og heyrast. Ég bara heyri ekki enn. Hlusta eins fast og ég get en veit samt alveg að núna er tímabært að gefa bara eftir og leyfa þessum skilaboðum að detta í kollinn þegar ég er tilbúin að skilja um hvað Þau eru.
Held bara fast í fingur forsjónarinnar á meðan eins og lítið barn.
Þetta er erfið hugmyndafæðing sem er í gangi núna.
Nóttin er svo hljóð og mjúk og vakandi.
Blá og full af tónlist.
Fuglarnir löngu þagnaðir og hvílast undir væng á grein meðan refir læðast um skóginn og öskra eins og konur í neyð. Stundum ámátleg í þeim veinin.
Lognið hefur meira að segja sinn óm, hljóm.
Sé fyrir mér bláleita engla á skýjunum sem máninn veður í.
Spilandi himnatóna á hljóðfærin sín sem koma svo niður sem draumur fyrir þig um blámann í fjarskanum.
Þinn bláma.
Blúsaður raunveruleiki um nótt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Skilningur. Áhorf. Áheyrn. Og koss....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.4.2007 kl. 01:39
Ef ég mætti leggja inn, ertu kannski að hlusta of fast? Mér finnst stundum hlutirnir koma til manns þegar maður er að hengja upp þvott og ekki að pæla í neinu. En þetta er samt kunnuglegt hugarástand.
Ingi Geir Hreinsson, 21.4.2007 kl. 09:36
Það er verið að undirbúa þig .... svo heldur þú áfram að elska fjölskylduna að hengja út þvottinn og hlusta á ýlfrandi úlfa sem mér finst persónulega eitthvað svo yndislegt! Skil þessa tilfinningu, ég fæ oft verki í beinin áður en eitthvað gerist og hvísl frá litlum fugli! Yndislegar pælingar á miðri nóttu!
www.zordis.com, 21.4.2007 kl. 09:53
Ég hefði viljað vera fluga á vegg og upplifa þessa stemmningu með þér.
Maja Solla (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 09:56
Ekki hugsa of mikið, þetta smellur saman þegar síst skyldi, jafnvel við uppvaskið. Hafðu það gott.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 21.4.2007 kl. 11:10
Viss um að óróleikinn er upphaf af einhverju nýju. Gangi þér sem allra best og takk fyrir fallegu innleggin þín og myndirnar. Engar áhyggjur. Knús til allra.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 21.4.2007 kl. 11:15
Þetta kemur, þetta kemur
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2007 kl. 11:17
Þetta er svipað og fæðingin hans Jóns Steinars þið eruð sennilega tvíburar algjör samhljómur í innleggjum ykkar þennan morgun. En ég er sammála þeim sem segja ekki reyna of mikið að hlusta. Þá kemur það auðveldar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2007 kl. 11:38
Þetta er komið! Þegar ég svo loksins skreið upp gat ég ekki sofnað og lá bara og vakti og hlustaði. Allt í einu varð ég svo slök,svo róleg og svo viss. Viss um að barnið væri fætt. Hugmyndin komin til jjarðar og færðingarhríðarnar yfirstaðnar. Og þarna var hún hugmyndin. Svo skýr og einföld og um leið svo mögnuð.
Svarið við spurningunni sem ég skrifaði í gær morgun á blað á kaffihúsinu. Af því að ég gat ekki fundið það sjálf og bað englana um að finna út úr þessu fyrir mig. Svona er nefninlega lífið frábært.
Stundum finnst mér ég vera svona meðgöngumóðir fyrir hugmyndir sem þurfa að komast til jarðar og hugmyndafæðing er stundum jafnerfið og venjuleg fæðing..bara öðruvísi og á öðru sviði.
Og nú ætlum við að fara út í lítið þorp og heilsa uppá 4 agnarsmá nýfædda kettlinga.
Allt er nýtt!!!
Knús til ykkar ljósmæður
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.4.2007 kl. 11:43
Jamm. Hvern dag erum við ný sköpun með sömu möguleika og fyrsta daginn. Þegar svona óljósar spurningar banka upp á þá getur enginn svarað manni nema maður sjálfur. Ég sest og hlusta á andadráttinn í mér í 10 mínútur og spyr mig svo hvað er að. Maður veit ávallt svarið en er í mis mikilli afneitun á sannleikann.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.4.2007 kl. 11:51
Já takk...mér finnst nafngiftin Óradís algerlega við hæfi.
Virðulegri en Himnabulla allavega!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.4.2007 kl. 18:20
Um að gera njóta lífsins við eigum víst bara eitt---sem við vitum um.
Kristín Katla Árnadóttir, 21.4.2007 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.