21.4.2007 | 17:48
Lífsbreidd
Hver maður hugleiðir yfirleitt meira um lengd lífs síns en breidd þess. Vildir þú vera í sporum mannsins sem vildi lifa lengi, sem hann og gerði, en á stund þeirri sem við öll mætum að lokum, sá líf sitt í langri mjórri línu, sem strengdan þráð og svartan að auki? Veltu fyrir þér breidd lífs þíns fremur en lengd þess.
Lifðu lífinu, gerðu það sem hugur þinn býður, hjartað þráir og sjáðu það sem augu þín vilja sjá. Fylgdu fótum þínum um ótroðna stígu og gríptu þéttingsfast um ónotuð tækifærin sem bíða þín við hvert fótmál. Haltu upp á tindinn þrátt fyrir ótta þinn við stórgrýtið í gilinu og augu þín nema birtu og geisla stjarnanna ef þú þorir að líta til himins og halda af stað.
Stattu svo við enda lífs þíns á stundinni sem við öll mætum, glaður í bragði og mældu breidd lífs þíns fremur en lengd. Því breiðara sem það mælist því minna máli skiptir lengdin. Þá.. og einungis þá, finnur þú og heyrir innra með þér röddina stoltu sem segir:
,, Ég hef lifað " !
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 311441
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Í ellinni sér fólk meira eftir því sem það gerði EKKI ... en því sem það gerði. VIð vitum ekkert hvaða tíma við fáum og því ættum við einmitt að einbeita okkur að breiddinni. Snilld að vanda, frú Katrín!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.4.2007 kl. 18:25
Um að gera að reyna að njóta lífsins við eigum bara eitt líf --- sem við vitum um.
Kristín Katla Árnadóttir, 21.4.2007 kl. 18:57
Frú Katrín. Nú er ég svo aldeilis hissa. Gömul samstarfskona okkar sem poppaði einu sinni á Aðalstöðinni og tímdi ekki að gefa þér 3-5 lítil popp úr skálinni er flutt til Afríku og hefur fórnað sér fyrir fátæk börn. Sú hefur breyst. Ég væri löngu búin að gleyma henni ef hún hefði ekki nískast svona á poppið sitt ... og ég í leiðinni misst allt álit á henni. Líklega var hún búin að fara á námskeið í að standa með sjálfri sér og misskilið allt heila batteríið! Æ, þetta er líklega ljótt af mér ... en vildi segja þér fréttirnar. Segi þér svo fljótlega hvar þú getur nálgast sjónvarpsupptöku af þessu nýja lífi hennar ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.4.2007 kl. 20:05
Svo innilega sammála því að breiddin er mun yndislegri en lengdin! Geta staðið upp og sagt, þetta er yndislegt líf!
www.zordis.com, 21.4.2007 kl. 20:45
Ha??? Ekki man ég eftir neinu slíku...nema hafi það verið nachos. En Eitt gerir fólk einn dag og breytir svo stöðunni og gerir sitt allra besta og það telur meir en hitt. Nýtt líf og umbreyting er bara fangaðarefni...ALLTAF!!!! Við eigum öll okkar moment sem við tökum misvitrar ákvarðanir og það er ok. Það sem kemur svo er bara það sem maður vill horfa á. Sem betur fer eigum við alltaf möguleika á að verða betri og örlítið vitrari. Og ég stend með því. Gangi henni allt í haginn Og það meina ég af öllu hjarta.Og megi Afríkufólkið njóta vel hjálpar hennar.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.4.2007 kl. 20:46
Alsæl!
Til er gott íslenskt orðtak = Að deyja saddur lífdaga!
Sumir túlka þetta neikvætt, þ.e. að lífið hafi verið leiðinlegt og að það sé eins gott að fara. En aðrir túlka þetta jákvætt þ.e. að hafa notið lífsins og deyja mettur:
Ásgeir Rúnar Helgason, 21.4.2007 kl. 20:54
Eða bara að sofa södd vakandi daga.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.4.2007 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.