8.6.2007 | 23:00
Kona kemur og tunglið lýsir leiðina.
Hvernig getur Björk okkar verið á sviði og litið út eins og aldurslaus álfur..kona fertug?
Ekkert smá flott og mögnuð.
Ég er að reyna að hlusta a hana í þessum þætti..en það rennur bara blóð um alla stiga.
Dóttir mín er með tvær vinkonur í sleepover..ein þeirra fékk blóðnasir sem er víst ekkert óvenjulegt með hana..við réðum við það. Dóttirin kom svo 5 mín seinna með tönn sem hafði dottið úr og bara blóðslóð um öll teppi. Salt yfir þá dropa og vonum að það verði hægt að ryksuga þá upp á morgun.
Ég hins vegar sit sveitt og reyni að galdra til mín farmiða til íslands.....mig langar svo...nei ég verð að komst yfir hafið núna og vera samferða litlu fjölskyldunni minni sem er á leiðinni næsta föstudag til að sýna sig og sjá aðra.
Hér er Alice Þórhildur krúttmoli aldarinnar. Ömmustelpan mín fallegasta.
Hvernig á barnið að heimækja heimaslóðir og blóðböndin án mín???
Ég verð bara að vera með í för til að segja henni ósýnilegu ævintýrin um landið og fjöllin...hið íslenska tungl sem á eftir að lýsa henni leið í gegnum lífið.
Við konur áköllum tunglgyðjuna og krafta hennar..við vitum hvað býr í tunglskininu.
Bara við.
Here I come...þó ég þurfi að synda.
Ég trúi á að allt sé mögulegt. Þess vegna mun ég koma.
Þó það verði bara í anda eða skini tunglsins.
Sjáumst!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Elsku bloggvinkona, var á námskeiði í gær sem byggði á spekinni sem er að finna á myndbandinu The Secret. Nú leggjumst við á eitt og trúum því að alheimurinn sendi þér far til Íslands svo við fáum að hittast og þú að sjá barnabarnið.
Steingerður Steinarsdóttir, 8.6.2007 kl. 23:07
Þú ert að koma til Íslands ... svo einfalt er það. Og amláttuvur hvað Aliece Þórhildur er dásamlega falleg!! Vissirðu að þú skrifaðir einhversstaðar Alive í staðinn fyrir Alice? Var það viljandi eða óvart? Mér fannst það svo táknrænt.
Hugarfluga, 8.6.2007 kl. 23:17
Björk syngur nú á íslensku í sjónvarpnu mínu hérna í englandi og hún segir...Niður á hafsbotninn...þar á ég heima!!!
The Secret er búið að vera í lífi mínu í yfir eitt ár...Steingerður mín. Barnabarnið er hér hjá okkur í englandi..en málið er að ná saman okkur fimm. Mér ,mömmu, ömmu. dóttur minni og dóttur dóttur á mynd. Þetta gæti verið eina tækifærið í nánustu framtíð eða forever...Svo mér finnst svo mikið í húfi að við fimm ættliðir í beinum kvenlegg fáum tækifæri til að vera saman.
Mig langar svo heim núna!
Líka til að hitta nokkra kæra bloggvini augliti til auglitis. Alladin...núna verður þú að vera fljótur að finna lausn fyrir mig elskan!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.6.2007 kl. 23:21
Goshhh Björk er mesta krúttið..segir allt um álffana heima og verurnar sem búa í íslenskri náttúru. Núna ætlar hún að syngja lag. Ég lá með henni á fæðingardeildinni þegar hún átti Sindra og ég átti Sunnevu. Hún er líka eitt magnaðasta draumatáknið í draumum mínum. Verð að segja ykkur hvað hún kenndi mér í gegnum einn draum einu sinni. Hefur aldrei horfið mér úr minni. Blogga um það bráðum.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.6.2007 kl. 23:34
Vá þvílíkar myndir, stúlkan yndisleg þessi augu!
Heiða Þórðar, 8.6.2007 kl. 23:40
Björk er aldurslaus, einfaldlega vegna þess að hún kýs að vera það.
Sýnir okkur hvað aldur er afskaplega afstætt hugtak.
Maja Solla (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 23:42
Er núna að hlusta á þátt morgunsins Óskastundin á rás 1. Guðrún Á Símonar syngur...Taktu nú sorgina mína og ég syng hástöfum með þó ég sé engin óperusöngkona. Syng samt með mínu nefi.
Hugarfluga mín...það var alveg óvart að ég skrifaði Alive..en....það tók á að þessi stelpa kæmi í heiminn heilu og höldnu. Ekki löngu löngu fyrir sinn tíma.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.6.2007 kl. 00:15
Barnið er guðdómlega fallegt og yndislegt eftir því. Lík mömmunni til munnsins. Audda kemur þú Katrín mín, var að senda visual staðfestingu upp í "universum".
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2007 kl. 00:43
Guð minn almáttugur hvað þetta barn er fallegt.
Jóna Á. Gísladóttir, 9.6.2007 kl. 02:26
Engin spurning ad Frú Katrín sé ad fljúga yfir hafid! Hún er algjört yndi hún Alice Zorhildur, svo heil og hrein !
Ég zarf ad skreppa líka en ég fer ekki alveg strax, spella zad inn í dagskrána mína
www.zordis.com, 9.6.2007 kl. 08:48
Zordis við þurfum líka að fara og mæla hvað við höfum mikð pláss í Ráðhúsinu...maður verður að vita hversu margar myndir og hversu stórar maður vill hafa á sýningunni okkar...manstu? Iss ef maður getur töfrað fram einn farmiða fram og til baka..þá getur maður það aftur hvenær sem maður þarf að komast. Kannski líka þegar þú ert þar að mæla..ha?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.6.2007 kl. 08:59
Björk er æði... En barnið er stjarna! Gvöð minn eini hvað hún er falleg!! Ég veit um kærasta handa henni Og þá mundi ég eftir því hvað það var skemmtileg tilviljun með stelpurnar okkar og barnaland! Katrín... við verðum að hittast og hana nú! KOMDU KONA!
Og að fá zordísi á sama tíma yrði náttúrulega BARA BÓNUS!
Heiða B. Heiðars, 9.6.2007 kl. 18:00
ps... hvað erum við eiginlega búnar að "þekkjast" lengi ilmurinn minn?
Heiða B. Heiðars, 9.6.2007 kl. 18:01
Já sjáum hvað liggur í spilunum..aldrei að vita hvað getur gerst.
Já þær verða nú að hittast með barnabörnin okkar..dóttir þín og dóttir mín. Ég veit bara ekki hvað við erum búnar að "þekkjast"lengi Heiða mín..kannski svona 3- 4ár???Jafnvel eitthvað lengur??
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.6.2007 kl. 18:23
Allavega fjögur.. held ég. En ég er ekkert góð í að muna svona. Kannski Ibba geti hjálpað okkur:)
Ji...sé fyrir mér tvær rígfullorðnar konur með barnabörnin sín á kaffihúsi....en langflottastar auðvitað
Heiða B. Heiðars, 9.6.2007 kl. 18:34
Ég get ekkert hjálpað ykkur, er stundum agaleg þegar kemur að svona tíma. Ég myndi samt giska á svona fimm ár.
Og ég get sagt ykkur að Alice er jafnvel yndislegri í eigin persónu. Jú, ég segi það satt, það er hægt.
Ibba Sig., 9.6.2007 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.