30.7.2007 | 09:37
Litir, ljós og skuggar. Og eitt lítið ljóð.
Í dag er rauður dagur.
Dagur sem er fullur af krafti, elju og framkvæmdum.
Hjartað í mér er eldrautt sem og blóðið, þó svo að hefðardaman í mér heimti á stundum að um æðar mér renni blátt blóð.
Hún trúir því að þá ætti hún faldar fjársjóðskistur og gullpeninga í handraðanum og gæti framkallað alla sína drauma samstundis, hér og nú.
Og meðan þær þrátta um litinn á blóðinu kemur inn gyðjan Fjólublá.
Þessi sem hallar sér í tunglskini og horfir yfir heiminn í stökustu ró.
Og segir..."Það þarf ekkert alltaf allt að vera annað hvort eða. Það má og getur líka verið bæði".
Jafnvel allt.
Ég held að hún eigi við að það sé ekkert endilega bara til eitt rétt svar.
Að svörin séu mörg og margvísleg sem hringsóli í kringum eina spurningu og komi til vegna mismunandi ústýnis þess sem horfir.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Yndislegt sannleiksgildi í ljóðinu þínu. Fallegar og dulúðlegar myndir, hlakka til að sjá fleiri þegar við tökum okkur saman og sýnum alla heimsins liti er berjast um í brjósum okkar! og ég sem hélt að blóðið væri grænt ..... thi thi hi hi
www.zordis.com, 30.7.2007 kl. 10:42
Finnst þessar myndir þínar alveg frábærar. Rosalega hrifin af rauðu myndinni, hún er svo dulúðug. Bláa myndin er hreint frábær því í henni er vaxandi birt. Jamm og ...
Pælingarnar þínar er alltaf gaman að lesa
Bloggkveðja frá einni svakalega glaðri
Guðrún Þorleifs, 30.7.2007 kl. 11:37
Sensual og fallegar myndir. Get ekki gert upp á milli hver þeirra er fallegust. Líklega er sú fjólubláa - dagurinn í dag
Marta B Helgadóttir, 30.7.2007 kl. 12:48
Frábærar myndir. Hvaða kona er ófrísk?
Þröstur Unnar, 30.7.2007 kl. 17:48
Valdi líka fjólubláa daginn ... myndirnar eru samt allar ÆÐISLEGAR!!! Knús yfir hafið til ykkar allra!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.7.2007 kl. 18:45
eftir svolitla yfirlegu vel ég bláa litinn, það er mikil dýpt í honum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2007 kl. 19:44
Snilld; allt fallegt, orð & myndir.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.7.2007 kl. 20:19
Takk fyrir yndislegt og fallega málað ljóð ég er veikust fyrir þeirri fjólubláu þó að heitu litirni hrífi mig yfirleitt meira. Það er eitthvað mjög sérstakt og gott við þessa fjólubláu.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 20:38
Blái himinninn er mitt uppáhald ... það er ekki endilega kuldinn við bláa litinn sem slíkan, heldur er eitthvað svona challenge í mér í að láta hlýja hjartað mitt mæta svona. Og ég segi eins og Ásthildur ... það er líka mikil dýpt í bláa litnum - uppáhaldsliturinn minn (ásamt svörtum) - og þetta er litur sjávarins!
Knús knús
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 08:36
Mér Finns alltaf blái liturinn fallegur. Og fallegt ljóðið þitt
Kristín Katla Árnadóttir, 31.7.2007 kl. 11:35
Sæl Katrín,
Þetta er flott, búinn að setja þig inn.Kann samt ekki alveg á þetta ennþá, en alltaf að læra. Farðu vel með þig,
Thorberg
Bergur Thorberg, 31.7.2007 kl. 12:34
Rautt er líkaminn, blátt er sálin, fjólublátt sameinar hvorutveggja og grænt er náttúran. Ég var svo hissa um daginn þegar ég fór í blóðprufu og sá litinn á blóðinu mínu. Það hefur alltaf verið dökk -svarrautt eða næstum svart, en í þetta skipti var það fallega vínrautt, eða nánast fjólublátt. Kannski ég sé að upphefjast í andanum og það komi svona fram í blóðinu mínu?
Svava frá Strandbergi , 31.7.2007 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.