Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
29.11.2007 | 11:43
Með hnullung í hausnum
Þegar ég halla höfðinu er eins og ég sé með steinhnullung sem dettur út í hliðar hauskúpunnar og kremur í mér heilann. Ef ég beygi mig fram er eins og risabjörg fari fram af brún og skelli í enninu á mér rétt fyrir ofan augun. Þar fyrir utan hef ég það nokkuð gott. Fékk myndirnar mínar úr römmun í gær hjá honum Markúsi sem er sannur íslendingur og "reddar" hlutunum þó hann sé að drukkna í vinnu. Svo hentist ég að sækja printið fyrir hana Guðný Svövu af tvíburakonunni sem hún valdi sér sem verðlaun fyrir flotta ljóðið hennar sem vann í síðustu sögukeppninni hér.
Þar sem ég fór að sækja printið rakst ég að mjög góðlegan mann sem spurði hvort ég væri systir systur minnnar sem ég játti auðvitað. Hann sagði að þau ynnu stundum saman..og svo sagðist hann lesa bloggið mitt og kynnti sig. Mér varð eitthvað svo mikið um þennan myndarmann að ég hreinlega yfirgaf staðinn í einhvers konar huliðsskýi og skildi veskið mitt eftir með öllum milljónunum eftir á borðinu hjá þeim. Öðlingurinn hringdi svo til mín þar sem ég var með fullan bíl af málverkum, dóttur, vinkonu og barnabarni fyrir utan innrömmunarversktæðið og bauðst bara til að skutla því heim til mín þar sem hann væri að fara á einn stað úti í bæ. Svo vel vildi til að staðurinn var akkúrat vinnustaður mannsins míns svo hann skutlaði veskinu mínu bara til hans. Svona spinna nú örlaganornirnar vefi sína á snilldarlegan hátt, það fer ekkert framhjá þeim þegar þær eru í vinnunni get ég sagt ykkur...og eins og það væri ekki nóg hitti ég Lísu bloggvinkonu hjá tryggingafélaginu þar sem ég skaust inn til að fá endurskinsmerki fyrir börnin. Ekki hægt að þau labbi í skólann á morgnana í dökkum fötum og kolsvarta myrkri. Og bara svo þið vitið það..því ég var búin að leita út um allt af endurskinsmerkjum.... þá fást þau ókeypis hjá tryggingafélögunum.
Núna ætla ég að gleypa verkjalyf..sem ég geri næstum aldrei nokkurn tímann en kona verður að halda áfram með sitt þrátt fyrir hnullunga í höfði. Ég elti bara á mér hausinn sem er þyngsti hluti líkamans núna og reyni að halda andlegu og líkamlegu jafnvægi meðan þessi flensa fer í gegnum ónæmiskerfið mitt. Hef sólhattsdropana í mínu liði og sturta þeim reglulega í minn kropp og veit að þeir gera sitt besta til að vinna orustuna svo ég geti staðið fallega án þess að vera með hausinn í gólfinu, horslóð á eftir mér og rauð sokkin augu á myndlistarsýningunni minni á laugardaginn.
Mikið eru nú málverkin fín og falleg komin í svona ramma..bara eins og þau hafi verið sköllótt og alsber áður en þau fengu þessa fínu búninga til að vera á hátíðinni. Allt annað að sjá þau núna.
Það er ekkert unaðslegra en hörpuleikur við höfuðverk...Nú ætla ég að hlusta á jólalega geisladiskinn með Palla og Moniku þar sem hún leikur svo fallega á Hörpuna.
Diskóið hans Palla verður hins vegar að bíða betri tíma.
Munið svo að nota endurskinsmerkin í svartasta skammdeginu elskurnar mínar.
Sjáumst!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
28.11.2007 | 08:58
Athugun 20
Hvað dettur ykkur í hug þegar þið sjáið þessa mynd???
Vinsamlegast setjið hugmyndir og upplifanir af þessum mörgæsum í athugasemdir.
Eigið góðan og fallegan dag öll sömul.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
27.11.2007 | 09:40
Vönkuð eftir magnaða vöknun!
This is THE week....zem þýðir þetta er vikan. Aðalvikan.
Er að ýta sýningunni úr vör sem opnar á laugardaginn..og undirbúa mig undir starfsemi sem ég ætla að taka smá þátt í eftir helgina. Er með einhverjar flugur og risadreka í maganum út af því og finn hvergi sjálfstraustið mitt sem þyrfti eiginlega að fylgja pakkanum. Kannski þess vegna dreymdi mig drauminn í morgun sem glaðvakti mig og setti á fætur með stæl.
Í honum kom til mín örlaganorn og sagðist sjá straum upp úr kolli mínum og miðað við þann straum væri bara furðulegt og fáránlegt að kona hefði ekki meira sjálfstraustið. Setti hún mig svo niður í grasið og sendi í gegnum mig orkustrauma afturábak og áfram sem lýstu upp tilveruna og allt um kring..neistar skutust úr augum og eldingar glimruðu í kollinum. "Og hana nú" sagði hún svo með þjósti þegar hún reisti mig á fætur eftir gjörninginn.."Aldrei aftur svona rugl í þínu rými" Svo skundaði hún af stað út í örlögin og ég vaknaði með strauma og stefnur á hreinu fyrir mína léttfættu leið í lífinu...!!!
Það verður skondið og skemmtilegt að sjá hvað gerist núna..ha?
Orkupunktar og orkubrautir endasendast nú á milli hugmyndaheimanna og sækja sér nesti og nýja skó til að setja á fætur konunnar. Svo hún megi þramma þrengslin og syngja hástöfum um svona strauma og drauma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
25.11.2007 | 21:42
Upphaf og endir...og svo aftur upphaf!
Í dag kom ég loksins alkomin heim og gat pússlað hverju einasta broti af mér saman. Fannst hingað til að eitthvað mikilvægt hefði orðið eftir þarna hinu megin við hafið og ég væri ekki fullkomlega lent heilu og höldnu..en svo fauk það allt í einu í fangið á mér. Svo óvænt og svo fallega. Og á ólíklegasta stað. Kannski ekki svo ólíklegum stað þegar grant er skoðað en mjög óvænt. Það verður að viðurkennast. Kenndi mér enn og aftur að best er að ferðast um lífsins veg með opin huga og opið hjarta og dæma ekkert fyrirfram.
Braut niður múra sem höfðu staðið mér fyrir þrifum...og sett mig svolítið til hliðar við hvar og hvernig ég ætti að staðsetja mig. Að halda fast í mitt og sogast ekki inn í hringiðu þar sem ég ætti í raun ekki heima.
Svo ég datt úr hælaskónum með stæl og lenti í mjúkum og hlýjum jarðvegi sem snart hjarta mitt svo sterkt að ekkert er eins og það var. Snjókoman og rokið, gaddurinn og grámóðskan áttu sinn þátt í þessu ævintýri. Í dag er samkvæmt kirkjunnar bókum síðasti dagur kirkjuársins..einskonar gamlársdagur sem þýðir að á morgun er nýtt upphaf og ný byrjun. Fyrir mér er gamlársdagur alltaf yndislegur...ég lít yfir farinn veg og velti fyrir mér hvar ég muni vera stödd að ári liðnu og hvað hið nýja ár muni bera í skauti sér. Hingað til hef ég aldrei haft hugmyndaflug til að sjá fyrir hvar ég lendi...þrátt fyrir að hugmyndaflugið mitt verði á stundum himinhátt... og alltaf hefur lífið haft sitt lag á að koma mér svo mikið á óvart. Lífið er bara óútreiknanlegt.
Dagurinn í dag var óútreiknanlegur..en samt. Einhversstaðar innst í iðrum hjartans var eitthvað sem sagði...."Ó já loksins"!!! Og spurningunni minni var svarað heitt og vel og þá small allt saman. Og ég sá stóru myndina sem var falin undir pilsfaldinum á sjálfri mér. Svarið var þar sem mér hefði aldrei dottið í hug að leita þess og kom úr munni manns sem ég hefði ekki reiknað með.
Kannski einn góðan veðurdag vil ég deila þessu með öðrum en núna vil ég bara halda því fyrir mig.
Nýfædd börn eru stundum svo viðkvæm og þurfa sinn tíma til að koma til jarðar án þess að vera í hælaskóm að reyna að fóta sig á freðinni jörðu.
Moldin er hlý og gjöful.
Eina myndin sem getur fylgt þessum pistli mínum verður að verða til í hugskoti þess sem les.
Góða nótt bloggvinir!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.11.2007 | 10:56
Ég er orðin alíslensk á mettíma..
Ekki það að ég hafi ekki verið íslensk í blóði og beinum alla tíð en ég var komin með annan takt og minn eiginn rythma. í dag efast ég um að blóðið renni hægt og fagurlega um æðar mér...hugsanir sem ég vel sjálf af gaumgæfni staldri við í mínum kolli og að stresslevelið sé undir hættumörkum. Allir trjáandaar og skógargyðjur sem sveimuðu sætt í kringum mig á mínum morgungöngum í skóginum græna þarna í útlandinu hafa fyrir löngu forðað sér og í staðinn sitja svart hvítir púkar á öxlum mér og rífast um í hvora dótabúðina við eigum að fara til að kaupa tvær afmælisgjafir.
Ég sé sjálfa mig eins og ég var..hér kemur dreymandi saknaðaraugnaráð.... eins og barn sem horfir á blöðruna sína svífa æ lengra upp í geim á 17. júní....fjarlægjast meir og meir þar til hún hverfur og verður bara eins og týndur draumur. Gömul minning. Eitthvað sem hefði getað orðið en dó.
Verð að muna eftir að setja bjórdælu og candyflossvélina á jólagjafalistann minn.
Farin í bæinn...held ég fari á gullbilnum í dag. Miklu betra að svína á öðrum í umferðinni á þannig litum bíl. Og glætan að ég gefi stefnuljós..það kemur engum andskotans neitt við hvert ég er að fara.
Andleg rólegheit hvað??? Engar gamalar lummur hér..ég er alvöru kona með báða hælaskó á freðinni jörðinni. Það eina sem veldur mér hugarangri er að ítölsku marmara lamparnir verða víst ekki komnir fyrir jólin. Set á mig meiri varalit. Farin í bæinn með mína velmegunargrímu yfir augunum. Þau eru nefninlega spegill sálarinnar..hvað sem það nú aftur er.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
23.11.2007 | 15:08
Hver krotaði eiginlega út alla Reykjavíkina??
Ég fer reglulega um miðbæinn og niður Laugaveginn og mikið rosalega er það sorglegt hversu allt er útkrotað alls staðar. Allar verslanir og veggir er útkrafsað og útatað. Eins og það er nú fallegt og jólalegt þegar öll ljósin eru komin upp og mikið mannlíf og flott kaffhús á hverju horni þá stingur þetta krafs svo í augun.
Gefum kröfsurum strokleður í jólagjöf merkt " Ég hvorki krafsa né krota á eigur annarra"
Borgin þarf ærlegt jólabað fyrir hátiðarnar og sápuskrúbb. Það þarf reyndar líka á svona skemmdarvargahugarfar þeirra sem standa í svona ljótleika. Skamm skamm!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
22.11.2007 | 00:55
Sigurvegari í sögu eða ljóðakeppninni er...Guðný Svava!!!
Kæra Guðný til hamingju með fallega ljóðið sem þú samdir við mynd númer fjögur og var kosið besta framlagið í keppninni að þessu sinni af bloggurum og öðrum lesendum.
Innilega til hamingju!!!
Titillinn var.."Bak við luktar dyr"
Og svona er ljóðið hennar Guðnýjar Svövu...
Krafturinn
-Veistu
að vonin hún vakir
við læstar dyrnar hjá þér?
Í svartnættismyrkrinu nærri hún er
með náð sína og frið fyrir þig.
- Hlustaðu
heyrirðu ekki höggin
er á hurðina örþreytt hún ber?
Viltu ekki opna þær vinur, dyrnar.
Fyrir voninni- og mér?
Alveg yndislega fallegt og sterkt ljóð frá Guðný Svövu....og þakka ykkur öllum hinum fyrir þáttökuna. Bara meiriháttar sögur og ljóð sem komu hér inn og glöddu lesendur og gáfu mikið. Þið eruð öll frábær.
Guðný Svava mín.....þú sendir mér svo bara mail á kbaldursdottir@gmail.com með nafni þínu og heimilisfangi og lætur mig vita hvaða eftirprentun úr galleríinu mínu þú kýst að launum fyrir ljóðið þitt.
Takk allir fyrir þáttökuna..hvort sem þið senduð inn sögu eða ljóð eða tókuð þátt í kosningunni
Mynd númer 4.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
20.11.2007 | 00:14
Kosning í sögu/ljóða keppni bloggara hafin....endilega verið með!!!!
Jæja..þá er komið að því að kjósa bestu söguna eða besta ljóðið í keppni bloggara hér á síðunni að ykkar mati. Vinsamlegast setjið atkvæði ykkar í athugasemdir með þessari færslu.
Hér fyrir neðan getið þið lesið innsendar sögur og ljóð og nú þurfið þið að útnefna það sem höfðaði mest til ykkar. Nafn sendanda þarf að koma fram og númer myndar sem viðkomandi valdi að skrifa um.
Kosningu lýkur á miðnætti þriðjudags. Úrslit verða svo birt á miðvikudag og vinningshafi fær að launum eftirprentun að eigin vali úr galleríi mínu sem er hér til hliðar.
ATH Kosningin hefur verið framlengd og stendur fram á miðvikudagskvöld.
Verið nú dugleg að kjósa og sýna þeim sem sendu inn sitt ljóð eða sína sögu virðingu og þakkir. Alveg frábært hversu margir hafa tekið þátt og látið ljós sitt skína í þessari keppni.
Og allir að kjósa NÚNA!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
16.11.2007 | 12:17
Sögukeppni fyrir alla bloggara
Hér kemur loksins sögukeppni fyrir bloggara..það er orðið alltof langt síðan síðast.
Að þessu sinni er viðfangsefnið eða titillinn "Bak við luktar dyr"
Þið veljið ykkur eina af meðfylgjandi myndum og skrifið svo sögu eða ljóð um hvað er að gerast bak við þær luktu dyr. Svona dularfull leyndarmál sem mega ekki fara hátt eða bara hvað sem ykkur dettur í hug.
Ég númera myndirnar og þið segið um hvaða mynd þið eruð að skrifa og tiltakið númerið.
Athugið að númerin við hverja mynd eru fyrir ofan myndina.
Verðlaun verða svo eftirprentun af eigin vali úr galleríinu mínu hér við hliðina.
Sögukeppnin stendur fram að miðnætti á mánudag og þá fer kosning í gang og geta allir sem vilja kosið þá sögu/ljóð sem þeim líkar best.
Góða skemmtun!!!
mynd 3
mynd 4
mynd 5
mynd 6
Bloggar | Breytt 20.11.2007 kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
14.11.2007 | 15:22
Viðburðaríkt og litríkt síðdegi í Vesturbænum.
"Nohhhjjjsss...Þú gerðir það ekki..ekki í alvöru" sagði maðurinn minn og horfði á mig eins og ég væri endanlega orðin gaga. "Jú..víst" svaraði ég...Af hverju ekki?? Finnst þér eitthvað athugavert við það??.. Ég var sko meira hissa en hann....fyrir mér er það eðlilegasti hlutur að halda einkasyningu á götuhorni í vesturbænum síðdegis á þriðjudegi fyrir einn mann.
Þegar ég var að koma heim seinnipartinn í gær með fullan bíl af börnum og gardínustöngum og var að hlaða öllu út á gangstétt gekk eldri maður framhjá okkur. "En hvað þetta er fallegt sem þú ert með þarna í bílnum" sagði hann um leið og hann staðnæmdist við hliðina á mér og rýndi inn í bílinn. Ég tók strax undir það og sagði þetta vera börnin mín...Dóttir og dótturdóttir. Jahá..sagði gamli maðurinn í brúnu úlpunni. Þær eru mjög myndarlegar....en ég átti nú við málverkin. Ég var nefninlega enn með nokkur verk í bílnum. Þetta endaði náttla með því að ég setti í snarhasti upp einkasýningu upp við steinvegg og raðaði þar 9 málverkum á gangstéttina, enda veðrið afskaplega milt og fallegt... og leyfði manninum að skoða meðan ég sagði honum sögu myndanna.
Hann sagði mér að hann málaði Búrfell og Snæfellsjökul og hefði einmitt farið með eitt verka sinna í gallerí í bænum og konunni þar hefði bara litist vel á. Hann væri samt mest að þessu dundi fyrir sjálfan sig. Svo kynntum við okkur hvort fyrir öðru. Mér fannst við hæfi að vita nafn mannsins sem fékk einkamálverkasýningu á götuhorni i Vesturbænum. Einn gangandi vegfarandi fékk líka að njóta sýningarinnar frá gangstéttinni hinu megin götunnar.
Og maðurinn minn var eitthvað undrandi á þessu. Ég skil ekkert í honum að láta svona. Hann ætti að vera fyrir ofboðslöngu síðan að vera farin að venjast því að eiga mig fyrir konu. Mér finnst það bara hreinasta kurteisi að sýna sig og sjá aðra. Og þessi maður var með svo vinalegt og fallegt bros að ég gat bara ekki annað en glatt hann enda gladdi hann mig með að tala um þetta fallega í bílnum. Sem voru jarðnesku börnin mín og listrænu litríku börnin mín.
Já svona getur nú það að fara út úr bíl breyst í skemmtilegt ævintýri.
Svo á auðvitað listin að vera úti hjá fólkinu...það bara segir sig sjálft.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311442
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari