Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
28.2.2007 | 19:11
Hugarfarsbyltingu núna!!!
Ég var að svara henni Halkötlu þar sem hún bloggar um reiði sína og örvæntingu og svarið varð svo langt..sorry Halkatla mín ég gat bara ekki stoppað þegar ég var komin af stað....að það varð eiginlega sjálfstætt blogg svo ég set það hérna líka því mér fannst vanta einhverja góða mynd með því og bara varð að laga allar stafsetningavillurnar sem fóru...úff! Æ þið vitið hvernig ég er...alltaf að dekkoreita!
Veistu það Anna Karen það er fullt fullt af fólki sem líður eins og þér yfir öllu þessu hróplega óréttlæti og vöntun á vilja og heilbrigðri skynsemi í þessu þjóðfélagi. Öllu venjulegu fólki ofbýður og sér alveg greinilega hvar hundurinn liggur grafinn. Meira að segja lausnirnar við flestum þessum vandamálum eru ekkert erfiðar fyrir venjulegt fólk að koma auga á. Vandamálið er hins vegar það að það er búið að ræna krafti þessarar þjóðar. Með því að tala óskiljanlega um flest mál sem okkur koma svo mikið við en botnum ekkert í þegar fræðingarnir fara að tala sérfræðitungumálið sitt. Og komumst sum okkar að þeirri niðurstöðu að það sé vegna þess að við séum bara svo heimsk og vitlaus og skiljum ekkert! Það stelur t.d krafti og baráttuþreki fólks. Efnahagsmálin, heilbrigðismálin, menntamálin, og öll hin málin er ekki talað um á mannamáli. Annað sem þesssi þjóð er búin að glata líka er trú og traust. Hún er vonlaus og uppgefin. Uppgefin á því að horfa upp á það áratugum saman að öflin sem landinu stjórna er skítsama um fólkið okkar. Um sjúklingana..0mmur okkar og afa, krakkana og unglinga, láglaunafólkið og öryrkjana. Þeim er líka alveg skítsama hvað okkur finnst um þau. Því þau vita sem er að það er hægt..eða hefur verið hægt hingað til..að ljúga að okkur ölllum fjandanum fyrir kosningar til að fá atkvæðin til að halda völdunum sínum vitandi að við munum ekki nema 7 sekúndur eftir svikunum, geðheilbrigðismálunum og fólkinu sem enginn fæst til að sinna vegna lágra launa,kennurum sem hafa ekki mannsæmandi laun, bankaokrinu, skattpíningunni nema fyrir þá ríku...virkjanatröllunum og náttúrufjandmönnum og að við munum rölta spariklædd á kjördag og skila því til þeirra sem þeir telja sér bera. Valdinu okkar og lífi okkar. Landinu okkar og framtíðinni okkar. Bjartsýni og sköpunarkrafti . Voninni.
Allt þetta hefur með hugarfar þjóðarinnar að gera. Til að breyta öllu þessu verðum við að breyta hugarfarinu. Reiðin er frábært afl til að vekja mann upp og láta mann langa til að fara og færa fjöll. En hún er ekki góður eða raunsær skipuleggjandi eða hugsuður mikill. Ég trúi því svo innilega að það sé glufa fyrir alvöru breytingar hérna. Fólk er farið að hugsa öðruvísi og standa meira upp fyrir sjálfu sér sem einstaklingar. Bera virðingu fyrir eigin skoðun og treysta hyggjuviti sínu og neita að láta fara áfram illa með sig. Stjórnarhættir sem taka ekki mið að þörfum fólksins í landinu eiga ekki að geta viðgengist. Við getum tekið til baka kraftinn okkar og virðingu. Eigum ekkert að vera skömmustuleg og niðurlút þegar svínað er á okkur. Standa upp og segja..hey!!! Ég vil ekki svona framkomu, laun, heilsugæslu eða menntun þar sem allt er af skornum skammti og rugli. Og standa keikust þegar brotið er á þeim sem minnst mega sín og geta ekki varið sig. Þá eigum við hin að gera það! Algerlega svellköld og tilbúin að láta ekki tommu undan. Því það eru gildin okkar. Það sem við trúum á í hartanu og það sem okkur finnst. Og við segjum það á mannamáli svo allir skilji og allir geti verið með. En við gerum öðruvísi en áður. Finnum út hvað virkar raunverulega. Það sem virkilega skekur þennan valdastrúktur. Skyrslettur eð mótmælalspjöld heyra sögunni til. Við eigum að hugsa og vera vakandi og sterk og taka virkan þátt í öllu sem að okkur snýr. Vera alltaf að láta í ljósi skoðanir okkar og alltaf að segja nei þegar við meinum nei og já þegar við meinum já. Og krefjast þess að þannig hagi stjórnmálamenn sér líka. Segi það sem þeir meina og meini það sem þeir segja og meta þá síðan af engu öðru en verkum þeirra.
Límum fyrir munninn á þeim og látum þá leiða okkur í allan sannleikann um hvað hefur verið gert og hvar.
Við erum engir aumingjar. Það er bara tímabært að fara að vakna og standa upp og vera eins og uppréttir og almennilegir íslendingar sem eru að springa úr óvirkjuðu hugviti, gæsku og sköpunarkrafti. Við erum þjóð sem gæti verið ein flottasta þjóð í heimi af því að við gætum lært og sameinast um að byggj samfélag sem byggir á raunverulegum og mannlegum gildum. Einn góðan veðurdag..ekki langt í vorið sem betur fer...kviknar ljós og við munum vita nákvæmlega hvernig við gerum.
Blessi ykkur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
28.2.2007 | 17:07
Gott að eiga góða að.....allsstaðar!
Um daginn þegar við skruppum til London mundum við auðvitað eftir að læsa húsinu okkar vel og vandlega. Eyddum þar deginum og komum ekki heim fyrr en síðla kvölds til að uppgötva að við höfðum skilið allt eftir uppljómað og pott með pulsuvatni í á logandi gashellu!!!!
Hvað er eiginlega hægt að vera mikið utan við sig???? Og ég sem er alltaf með gleraugun á mér og hef því enga afsökun fyrir að hafa ekki séð þetta. Vatnið var auðvitað allt gufað upp og potturinn algerlega kolsvartur og ónýtur enda logaði glatt undir og búið að gera allan daginn og fram á kvöld. En það furðulega var að það var enginn reykur og ekki einu sinni reykjarlykt í húsinu.
Ég er sannfærð um að verndarengillinn okkar er rosalega myndarlegur og fallegur fyrrverandi burnaliðsmaður sem bara passaði uppá þetta fyrir okkur. Haldiði það ekki? Ef þetta hefði verið brunaslökkviliðskonuengill hefði hún auðvitað bara slökkt á gashellunni strax...en maður getur ekki fengið allt og ég er mjög þakklát brunaliðsenglinum að bjarga húsinu okkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.2.2007 | 00:34
Hmmmm rosalega er ég orðin þreytt á konum og körlum sem telja sig fórnarlömb...Jakk!!!
Enn og aftur kem ég mér út úr húsi.
Var að lesa bloggið hennar í grikklandi um þjóðverjann en verð bara að gleypa í mér tunguna núna. Og kafna. En .....common!!!! Einhversstaðar verða konur og líka karlar að standa upp og tala ef þeim mislíkar og eru undir.!!!! Það er enginn bjargvættur þarna úti sem kemur og segir..hey þetta á ekki að vera svona. Þú verður að standa upp og segja..hey..þetta er ekki að henta mér og er að fara illa með mig og ég neita að taka þátt lengur. Ekki bara röfla og kvarta og halda svo áfram vitleysunni. Hjálp..ég verð grýtt af feministum eða kerlingum sem horfa illilega á mig fyrir þetta.
En í alvörunni....hvaða leikur er þetta eiginlega? Hver á að vinna og hvernig? Eins og mér finnst grikkjastelpan fyndin og frábær...þá er þetta ekki að skila neinu. Allir í rugli og frústrasjón yfir ólesnum hugsunum. Ok...hendið í mig steinum..ekki grjóti..plís!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
27.2.2007 | 23:10
Bloggvinatiltektir!
Í mínum bloggvina hópi er umræða um bloggvina tiltektir. Að setja þá af listanum sem aldrei heimsækja og maður kíkir kannski sjaldan til. Mér finnst ég hafa eignast rosalega góða og almennilega bloggvini og er stolt af þeim af þeim öllum. Sumir þeirra kíkja reyndar aldrei við í eigin persónu og virðast ekkert við mig vilja tala eða þekkja...veit ekki af hverju þeir í upphafi sóttust eftir félagsskapnum.
Suma bað ég um kunningskap þar sem mér fannst eitthvað varið í bloggið þeirra..og kíki þangað stundum. Áhuginn virðist hins vegar ekki vera gagnkvæmur. Sé þá aldrei. Svo það verður gerð vorhreingerning hjá mér því ég vil svo einlæglega halda bandi við mitt fólk. Og ekki bara skoðanabræður eða systur. Það er oft svo gott að fá ólík sjónarhorn til að velta sér uppúr. En sumt verður bara að fara. Og ég vil taka það fram að það er ekkert persónulegt...ég bara kemst ekki yfir að sýna svona mörgum lit. En vá hvað ég er stolt af mörgum bloggvinum mínum. Mér finnst þeir bara flottastir....og elska að fá þá í heimsókn. Í "raunveruleikanum" er ég vinafá en vinagóð. Tek gæði langt fram yfir magn. Og er upp með mér þegar ég fer í gegnum vini mína sem vilja halda sambandi í ljósi þess að líkur sæki líkan heim. Þið gerið mig stolta af sjálfri mér að vera í ykkar félagsskap. Takk þúsund sinnum...ég met ykkur svo mikils.
Við erum kannski ólík..en geymum einhvern óséðan arf okkar á milli!!!
Þið eruð bara krútt!!! I love you!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.2.2007 | 20:44
Rík fræg og fögur á einum degi! Takk Gurrí!
Í hádeginu var ég bara venjuleg húsmóðir með reykta ýsu í matinn. Sparandi gas og rafmagn, gekk í fötum úr second hand búðunum og allsendis óþekkt fyrir alla mína leyndu hæfileika. Svo bara núna seinnipartinn breyttist allt. Ég er orðin sápustjarna og komin í hlutverk auðkýfings með málin 60 90 60..Já ég veit smá misskilningur en Gurrí lagar það bara. Hún hefur líf mitt í hendi sér núna. Ég er rík fögur og fræg. Eins og hendi væri veifað. Leyfi ykkur að skyggnast inn í draumaveröld mína í gegnum ókeypis myndir og bara að því að ég er svo auðmjúk og hæversk. Ekki öfundast. Munið það. Þið verðið græn og ljót í framan af því.
Kvíði bara mest að mæta á næsta bloggarahittinginn. Verð því miður að tilynna breyttan hittingsstað. Í stað kaffihússins á útkjálkauppelsisstað skapstirðra strætóbílstjóra...Akranesi... ætlum við að hafa hittinginn heima hjá mér í Hollywood. Vona að þið getið hamið ykkur.
Guðríður skapari minn og meistari. Ég lýt þér í auðmýkt.
p.s ekki gleyma að laga málin..þau eiga að vera 90 60 90..ok?
Þið hin..ekki gleyma blaði og almennilegum penna ef þið óskið eftir eiginhandaráritun.
Ykkar auðmjúka nýborna stjarna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.2.2007 | 12:04
Eitt í dag og annað á morgun....
Stal stjörnuspá fisksins fyrir gærdaginn..já ég er í alvöru steliþjófur eins og ykkur ætti núna að vera orðið ljóst....af síðunni hjá pollyönnu og geri hana hér með að stjörnuspá tvíburans fyrir daginn í dag. Af hverju og má það? Já maður má allt og af því að það er ekkert hægt að fara í að hreinsa allt draslið úr bílskúrnum í svona geðveiku roki og rigningu og fiskastörnuspá gærdagins hentar mér bara fínt í dag.
Fiskar: Þótt ætlast sé til þess að þú látir líta út fyrir að hafa alltof mikið að gera, þá græðirðu ekkert á þessum heimskulega þykjustuleik. Hann gerir engum greiða. Vertu latur með stæl.
Ætla að hafa reykta ýsu bakaða í smjöri og soðnar kartöflur í kvöldmatinn...ef ég nenni.
Og fara í súpermarkaðinn og kaupa ferska ávexti. Fann nefninlega blandarann minn í bílskúrnum áður en ég hætti við að taka til þar. Og gera mér orkudjús og fá mér smá orkublús.
Speki dagsins er svo úr einni viskubókinni minni sem heitir Management bollocks.
Why be human when you could be a manager?
Inspiering others.
As a manager it´s your job to inspire others.
If there is nothing inspiering about you just use fear instead.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
27.2.2007 | 10:22
Bloggið að gera mig gjaldþrota?
Nú er ég með smá hjartslátt. Þegar ég var að byrja að blogga fékk ég leiðbeiningar um hvernig maður getur náð í myndir og sett á bloggið sitt. Það hefur verið helmingur gamansins hjá mér að finna myndir við hæfi og að fá hugmyndir um eitthvað til að skrifa um út frá sniðugum myndum. Svo fór maðurinn minn eitthvað að kíkja þessa síðu þar sem ég næ í myndirnar og hann segir að ég verði að borga fyrir þær. Getur það verið? Hvar ná bloggarar í sínar myndir og eru einhverjar kvaðir á því???
Sko..eins og ég er nú oftast greind og gáfuð þá bara hvarflaði ekki að mér að maður mætti ekki fá lánaðar myndir og setja á síðuna. Væri ekki eitthvað systemo sem bara leyfði ekki að myndir væru færðar ef fólk vill það ekki??? Ég meina og spyr bara eins og fávís bloggari...verð ég handtekin og látin borga alla peningana mína ef þetta kemst upp? Þegar ég fór að skoða þetta í rólegheitunum stendur að hver mynd kosti 150 dollara eftir 30 daga prufutíma. Og hvað? Á maður þá að skila þeim aftur eða fæ ég bara sendan reikninginn fyrir brjálæðislega mörgum myndum. Spurning dagsins er sem sagt...Er ég búin að blogga mig í stórt gjaldþrot? Hjálp..hjartað í mér er alveg á tvöföldum hraða..og ég á í sálarstríði. Ætti ég að setja inn mynd með þessari færslu eða ekki???? Iss það munar ekki um eina í viðbót...ég er jafndauð eftir sem áður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
26.2.2007 | 23:55
Trúin flytur ekkert fjöll!!!
Ég er svoleiðis búin að reyna. Hef trúað því lengi að ég geti látið Esjuna hverfa. Kíkiði bara næst þegar þið keyrið sæbrautina. Hún er þarna enn. Kannski eins gott fyrir brjálæðingana sem hlaupa á Esjuna daglega. Ég hef einu sinni gengið á Esjuna..fékk óttakast í klettunum efst, með þurran munn og hjartslátt dauðans og hugmyndir um að ég væri fífl að láta einhvern telja mér trú um að þetta væri útivist. Þetta var hrein helvítisvist. Heimtaði að vera sótt með þyrlu og skutlað heim þegar ég komst á toppinn. Núna er ég reyndar bara roggin með mig þegar ég bendi á fjallið og segi.."Sjáiði tindinn þarna fór ég" En áfram með trúnna og fjöllin. Ég las nefninlega í einni bók að það væri hægt að leysa upp efnið með hugarorkunni. Að allt sé orka og þetta sé bara orka að mæta orku. Ég er búin að vera að æfa mig og æfa mig. Get ekki einu sinni beygt skeiðar. Samt er verið að selja svona skeiðasett og fullt af fólki sem er að beygja skeiðar út um allan heim.
En ég get látið ský hverfa. Eitt kvöldið sat ég úti í garði og var að horfa á himininn. Hann var þykkskýjaður. Massívur af skýi. Einu stóru sem var eins og bómullarhnoðri og hvergi glufa upp í geim. Nema á einum stað var agnarlítið gat. Ég ímyndaði mér að Guð væri að kíkja á mig og athuga hvort ég væri ekki örugglega hætt að reykja eða eitthvað. Svo fékk ég hugdettu. Að prófa þetta með að láta ský leysast upp og hverfa.
Setti puttann útí loftið og hann passaði akkúrat í himnagatið. Og byrjaði að sjá fyrir mér að skýið myndi bara leysast upp og það yrði heiðskýrt og ég gæti séð tunglið mitt. Og var á því momenti einhvern veginn alveg sure á því að þetta væri ekkert mál. Litla skýjagatið fór allt í einu að stækka og varð bara frekar stórt á stuttum tíma. Og ég get svo svarið eins og ég sit hérna og hamra á tölvuna mína að innan tveggja mínútna var himinn heiður og ekki til skýjalufsa á öllu sjáanlegu himinhvolfi. Whoah.....Þetta var alveg meiriháttar. Og ég vatt mér beint í að reyna að færa fjöll. En þau bara haggast ekki. Held það hafi eitthvað með hugarblekkingu í sjálfri mér að gera. Að ég trúi einhvernveginn meira á efnið í fjalli en skýi. Og nái ekki utan um að fjall er líka bara orka rétt eins og ský. Jammm.. Þarf að þjálfa hugann aðeins betur um þetta allt saman. En ef þið keyrið Sæbrautina í fyrramálið og Esjan horfin þá vitið þið allavega hvernig hún hvarf og getið sent mér hamingjuóskir í athugasemdir.
Bloggar | Breytt 27.2.2007 kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
26.2.2007 | 17:49
Nýtt bað og frábæri vinur minn Alladín!
Sko þetta byrjaði þannig að ég var að leita mér að draumahúsinu muniði til að flytja í. Var búin að framkalla myndina í huganum og setja upp helsta óskalistann sem samanstóð af marrandi trégólfum, kopar arinstæðum, krúttlegu eldhúsi, bílskúr, þvottahúsi og stúdíói og vinnuherbergi. Auðvitað fann ég það hús...í æðislega krúttlegu litlu þorpi þar sem Bangsímon og vinir hans búa . Stóra eikin og brúin og meira að segja sætt dúkkuhús í garðinum. Ég bara trúði ekki mínum eigin augum og hjartað í mér tók kipp. Hinsvegar var smá pappírsvesen sem þurfti að leysa og ég gat ekki skrifað undir að leigja húsið vegna tafa sem voru hjá ljótu lögfræðingum sem voru ekki að vinna vinnuna sína og lugu bara um hvað þeir væru duglegir. Of langt mál til að fara útí..en að því kom að leigusalinn gat ekki beðið lengur og ég varð að láta drauminn gufa upp beint fyrir framan nefið á mér. Daginn eftir að það var leigt öðrum var ég frjáls til að skrifa undir. Já svona getur þetta líf stundum verið og ég verð bara pirruð þegar það leikur svona á mig.
Anyway. Fann svo annað hús sem er alveg ágætt. Ekkert eins og hitt en dugar alveg næstu mánuði. Eitt var samt alveg hrikalega agalega ósmekklegt og það var baðherbergið. Blátt klósett, vaskur og bað svona 40 ára gamalt og lúin teppi á gólfinu og flagnandi veggfóður. Hverjum öðrum en bretum dettur í hug að teppaleggja og veggfóðra baðherbergi???
Ég sagði auðvitað Alladín að ég vildi fá betra baðherbergi því þó ég sé óttalegur hippi er hluti af mér drottning og vill bara hafa baðherbergið æðislegt enda er það staðurinn sem maður eyðir mestum tíma lífs síns á. Í ilmolíubaði að fá hugmyndir. Augljóst.(Alladín er sko ósýnilegur vinur minn sem getur látið alls konar hluti gerast)
Svo í dag þegar við fórum á leigumiðlunina til að athuga hvort við mættum ekki bara flytja um helgina þá kom Frú Marion sem lítur út nákvæmlega eins og konan með stigann upp í eyrað í pistlinum hérna fyrir neðan...Marion er leigumiðlarinn... og sagði að eigandinn hefði ákveðið að setja nýtt hvítt baðherbergi með flísum og alles og vegna þess að það yrði smá rask á meðan, fáum við fínan afslátt af leigunni og svo gaf hún okkur líka afslátt af leigugjaldinu. Ég myndi sko knúsa Alladín ef ég næði í hann..en eins og ég sagði áðan er hann ósýnilegur og ósnertanlegur en alveg rosalega duglegur að framkalla nýtt baðherbergi fyrir mig svo ég er alsæl. Það var eiginlega bara það sem ég ætlaði að blogga um. Að ég væri alsæl í dag og spennt að flytja og fara svo í bað!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
26.2.2007 | 11:50
Þetta blogg er alltof hægfara.....heyrirðu það?
Gengur alltof hægt fyrir mig í dag...og ég má hreinlega ekkert vera að þessu núna. Ætlaði að blogga einu sniðugu leyndói hérna inn um Hvernig maður notar trú til að flytja fjöll...nei það er reyndar enn athugunarefni hjá mér.... en ekkert mál að leysa upp ský. Það er bara barnaleikur Ég þarf nefninlega að fara í hressandi bubble bað og hitta vinkonu mína á kaffihúsinu okkar á eftir. Við getum sko talað og malað..en besta er að við kunnum að hlusta líka. Og hún er ekki þessi týpíska breska kona sem malar stanslaust um ekki neitt. Ég var lengi að átta mig á þessum furðulega vana kerlinga að hugsa upphátt og halda að þær séu að eiga samskipti á meðan. Hélt að ég væri bara svona lélég í enskunni að botna ekkert í þeim.
Oh hi how are you? I just got here after I took my other son to football I need to buy milk and clean my bathroom..people never clean the bath after they have washed them selves..do they? I better buy the ocean spray it smells better than the vanilla wich my mom uses doesn´t it ? Oh I like the red colour on her shirt do you think she had a haircut ? I better not wear yellow, makes me pale but yellow roses are georgeus.. ble ble ble ble ble ble.....
Og svona umla þær í einni bunu og eiga heimsmet í að anda ekki á milli orða og söngla með röddinni eins og þær séu í rennibraut. Fyrst reyndi ég að svara þar sem þær skjóta inn spurningum í vaðlinum, en er löngu hætt að reyna að taka þátt í þessu enda heyra þær ekki neitt og hlusta aldrei. Ég stend bara hinu megin á skólalóðinni til að lenda ekki í þeim.
En sem sagt vinkona mín kann að hlusta.
Hefur þú hlustað á einhvern í dag?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311442
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari