Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
25.2.2007 | 23:53
Akkúrat núna er ekki tími fyrir enn eina bloggfærsluna!
Er samt að velta fyrir mér fegurð mannkyns...hvað er ekki mikið yndislega fallegt að gerast hvern einasta dag? Þar sem manneskja tengist annarri og hjálpar og styður? Ég er bara alltaf að sjá það ekki lengra frá mér en hér á blogginu. Fólk sem jafnvel þekkist ekki en vill gera vel. Og aðstoða. Senda góðar hugsanir og styrk..bænir og ljós. Síður þar sem fólk eins og ég og þú erum að takast á við allt sem lífið hendir að okkur...og þarna úti eru hundruðir handa sem bjóða fram allt það besta. Er það ekki um hvað um hvað við raunverulega erum? Að vera saman af því að við vitum að við erum á einhverju sviði eitt?
Hættum að láta fjölmiðla og fávita stía okkur í sundur. Við erum bara mennsk að reyna okkar besta og þurfum hvert annað. Lifum og njótum og elskum.
Við getum nefninlega ekki verið án hvers annars...þess besta sem kúrir þarna undir og þorir stundum ekki að láta á sér bæra. Verð samt að segja að sumir bloggarar vita þetta og gera sitt. Takk fyrir það
Jaaaa jaaa ég er dramatísk og allt það.....en samt . Þetta finnst mér. Take it or leave it!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.2.2007 | 23:36
Býflugur sem kunna hvað skiptir máli
Það er svo merkilegt með býflugurnar...þær flögra um og safna frjókornunum sínum og við vitum ekki og sjáum hvað þær eru að gera. Vissuð þið að þær eru með litla poka á afturfótunum sínum sem þær safna fræjunum í. Og ef þú gefur þér tíma til að stoppa og horfa og upplifa þá geturðu sér í hvaða blómabeði þær hafa safnað?
Eru með litla glæra poka á "lærunum" þar sem litur frjókornanna situr. Gul korn, appelsínugul eða bleik. Þær eru svo mikil krútt. Troða sér í blómið og hrista sig og safna svo því sem af hrynur í þessa poka....og fara með heim. Yndislega fallegar. Og svo duglegar og iðnar. Skömm að því að hugsa til þess að einhverjir vilji drepa þessar krúttlegu iðnu kerlingar sem eru bara að safna í sarpinn fyrir samfélagið sitt sem er mikil vitund. Við mannverur vitum svo lítið og erum svo van....eitthvað. Ohhh hvað ég vildi að fólk hefði tíma til að skynja hvað er hvað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2007 | 20:24
Meðan það ringdi.....varð ljós!
í úrhellinu sem hefur gengið yfir okkur hérna seinni partinn.........
Sátum við á kaffihúsi með lifandi tónlist. Frökk hippastelpa söng með attitjúdi og innri krafti fyrir réttindum sínum og kynsystra sinna...meðan ungur fallegur maður í himinbláum flauelsjakka með gullbryddingum spilað mjúkt á fiðluna undir. Kertaljósin blöktu og það glampaði á hvítvín í glösum gesta sem brostu angurvært.
Drukkum við rjúkandi og froðufullt kappúsínó og töluðum um komandi viku og flutninga þegar næstu tónlistarmenn tóku sér stöðu í horninu undir þilinu og sungu um Daydreaming. Einn þeirra blístraði með gítarnum og regndroparnir kættust og þjöppuðu sér saman á rúðunni.
Hugsaði ég um hvað tónlistin hefur magnaðan sameiningarkraft og færir fólk svo nálægt hvert öðru. Og hvað það er margt gott og fallegt til sem lyftir og leikur með mannsandanum. Og hvernig við getum stundum gleymt því. Það rignir enn.....en það er sólarglæta í sinni og vissa um að á endanum styttir upp.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.2.2007 | 15:47
Peningastreymi heft af skítugum ofni og opinni klósettsetu. Dauðþreytt en alsæl húsmóðir.
Hrikalegt eldhúsið hjá mér í dag eftir að hafa steikt beikonið, spælt eggin og kreist allan þennan ávaxtasafa. Ég er bara svo heppin að kallinn minn er svo hjálpsamur og skilningsríkur þegar mér fallast hendur yfir húsmóðurstörfunum. Þá tekur hann um axlir mér og telur í mig kjarkinn til að halda áfram. Að ég sé einmitt svo flink í öllu svona og ætti að vera þakklát fyrir að hafa einhverja hæfileika. Það séu nú ekki allar konur svo heppnar svo ég varð glöð og byrjaði á fullu að þrífa.
Og fyrst ég var byrjuð ákvað ég að þrífa bakaraofninn líka. Það er sko verk sem ég fresta eins lengi og ég kemst upp með. En svo sagði einhver kona í útvarpinu einu sinni að ef maður þrifi ekki ofninn vel og vandlega myndi maður verða blankur eða peningastreymið snarminnka til manns. Ég bara þorði ekki öðru en að skrúbba og skrúbba ofninn. Rosalegan tíma og krafta þarf í það ansans verkefni. Var reyndar sniðug og spreyjaði einhverju töfraefni á allar grindurnar og henti þeim svo í uppþvottavélina og bíð núna spennt eftir árangrinum. Kallinn er svo yndæll. Kallar fram hvatningarorð í hverju hléi í fótboltanum og brosir uppörvandi til mín þegar hann kemur og nær sér í meira kaffi. Það er sko munur að vera vel giftur. Gvöð..svo mundi ég eftir öðru sem maður getur sparað sér peminga á...LOKA klósettsetunni. Ef hún er alltaf opin fjúka allir peningar í burtu. Feng shui fræðin. Ég hentist upp á loft og viti menn! Setan uppi!!! Er það nema von að reikningarnir hrúgist upp. Ég vona að hún detti á sprellann á þessum herramönnum sem hér búa svo þeir muni eftir að setja hana niður sjálfir næst. Notaði tímann vel og þreif klóið í leiðinni svo nú er það glansandi fínt.
Já svona er nú lífið gott á sunnudögum. Ég get ekki beðið eftir að komast í bankann á morgun og gá hvað ég græddi á öllum þessum þrifum. Bæði ofninn tandurhreinn og klósettsetan niðri. Ég límdi hana niður með galdragripi bara svona til að fyrirbyggja frekari blankheit. Sá fyrir mér feitan bankareikning og hef lofað sjálfri mér að þrífa ofninn daglega núna og taka ekkert límið af klósettsetunni. Við getum bara migið í koppa eins og fólk gerði hérna áður fyrr. Erum ekkert of góð til þess.
Ahhh...ég var að tékka á skúffunum og grindunum í uppþvottavélinni. Tandurhreint og glimrandi skínandi hreint allt saman. Núna tekst þetta hjá mér. Núna getur ekkert komið í veg fyrir að ég verði milljónerakona. Æ ég er svolítið þreytt eftir öll lætin og skrúbbin og ætla aðeins að leggja mig og muna að biðja til Guðs í leiðinni að mér verði fyrirgefin öll lygin sem ég er búin að ljúga upp á minn betri helming í þessum pisitli.
Amen.
Ég bara varð að setja inn gamla færslu svo ég færi ekki að blogga um minn raunverulega dag eins og hann var...jeminn eini hvað ég get sundum bara ekki skilið það sem sagt er við mig...haldiði ekki að ég hafi bara mætt á....jussumía. Segi frá því síðar þegar ég er búin að jafna mig smá. Ég hefði betur verið heima hjá mér að þrífa.
Bloggar | Breytt 1.9.2007 kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.2.2007 | 11:25
Umbreyting úr bloggarakerlu á náttfötum í Frú ísland!
Vá hvað tíminn líður. Fer að verða tímabært að koma sér á fætur..já ég er í rúminum með tölvuna mína.....eru það ekki allir???
Við látum það eftir okkur að kúra á sunnudagmorgnum frameftir og fara svo og gera alvöru morgunmat-hádegismat...eða brunch sem er samsett úr orðunum breakfast and lunch! Okkar brunch samanstendur af spældum eggjum, beikoni, ristuðu brauði og nýkreistum ávaxtadjús.(reyndar vil ég heldur ískalt kók með en set ávaxtadjús þar sem það lítur mun betur út)
Ég er búin að drekka morgunkaffi með mörgum bloggvinum. Ibba er að setja sig í stellingar áður en hún fær ömmu sína og afa í heimsókn. Amman er víst fræg fyrir að fá hlátursköst og það helst yfir óförum annarra.Hún er 84 ára. Geggjun er náttla bara farin til New York og búin að pakka öllu. Ég sagði henni frá vini mínum Tony Gray sem er einmitt með geggjaða málverkasýningu á Wall street "The American flag" Svo skoðaði ég myndir hjá Guðmundi góða frá bloggarahittingnum. Hló með Jónu Ingibjörgu sem fékk tvö hlátusrsköst í gærkveldi íklædd sexý svörtum nýjum tangóskóm og söng bítlalög á þýsku. Hún og amma Ibbu væru örugglega fínar saman.
Gurrí er að pæla í að fá sér föt eins og Dorritt hjá Nínu og kannski eitthvað djöfullegt veski í stíl. (The devil wears Prada) Zordis dúlla átti bara gott kvöld í faðmi íslands og ömmumúsarinnar sinnar..ömmur eru greinilega in núna! Og Guðný Svava segir að fjallkonan sé Ísland og vill Ingibjörgu Sólrúnu sem forsætisfrú landsins. Ég verð nú að segja að ég held að ég eigi nú meira tilkall til þess að vera frú ísland. Hefur einhver annar en ég hérna staðið í fjallkonubúning á kók-kassa bak við ræðupúlt á 17. júní og mælt þessi fleygu orð?
Enn kem ég til þín íslenska þjóð
sem átt þér sagnaminningar og ljóð
Og byggt hefur þetta blessaða land í ellefuhundruð ár.
Goldið afhroð, glaðst og sigrað
grátið svo þín tár eru perlum öllum dýrri
okkur þeim sem eftir lifa.
Nei ég hélt ekki. Og ekki nema 3 dögum eldri en tólf vetra gömul. Já snemma beygist krókurinn segi ég nú bara. Ferlega gott að vera loskins búin að ákveða og finna útúr hvað ég ætla að vera núna þegar ég er orðin stór. Frú Ísland auðvitað. Að ég skyldi ekki hafa séð þetta koma eins næm og nösk og ég er. Ég slæ nú bara á lærið og segi eins og amma mín.."Sú er léttlynd"
Ætli ég þurfii nokkuð kórónu? Njahhhh...ég hlýt að geta reddað mér einhverju fínu til að vera í hjá henni Nínu. Ef það er nógu fínt fyrir Dorritt og Gurrí þá hlýtur það að duga fyrir Frú Ísland líka.
Eigiði bara frábæran sunnudag og verði ykkur að góðu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.2.2007 | 21:42
Að stíga trylltan dans....heima hjá sér!
Rosalega lifi ég spennandi lífi. Sit heima hjá mér á laugardagskveldi og safna bloggmyndum. Fer ekki út til að stíga trylltan dans geri það bara heima hjá mér. Spila álfar og fjöll og líð fallega um gólfið og raula með. Er orðin svo heimakær og róleg í mér. Vakna nú alltaf vel til lífsins þegar vorar og hlýnar. Ég er ekki þessi vetrartýpa. Skrepp saman í kulda og er eins og lítil hrædd rúsína þegar vetur konungur ræður ríkjum. Svo er ég náttla alltaf eins og nýútsprungin rós í hlýjunni og nýt þess að vera til í öllum mínum glæsileika og litum.
Mér finnst alveg frábært að vera kona. Konur eru dásemdar verur. Líka karlar. Alveg hreint magnaðir sumir hverjir. Hef verið að liggja í og lesa bækur eins "Women who run with the wolves" sem er eins og konubiblían mín. Ferlega skemmtilega vekjandi og sterk. Set hérna með smá um bókina. Nenni ekki að þýða það en vona að það komi ekki að sök.
Women who run with the wolves is undoubtedly one of the most widely acclaimed and most influental books of resent years. It has been heralded as the seminal work on the inner life of women. A work of poetry and power, it began a revolution and continues to transform the lives of millions raound the world. Clarissa Pinkola Estés is a Jungian pyschoanalyst and cantadora (keeper of old stories)of many years standing. She reveals how within every woman there lives a Wild woman, filled with passionate creativity and ageless knowing..but repressed for centuries by a value system that trivializes emotional truth, intuitive wisdom and instinctual self confidence. Dr. Estés´s extraordinary and enriching bestseller shows how through her foremost interpretation of story and her psychological commentary, we can reclaim and rejoice in our true feminine power...how we can awaken within the depths of our souls one who is both magic and medicine.
Eftir alla þessa umræðu undanfarið og feminisma og réttindabaráttu kvenna held ég að það sé lang farsælast að byrja bara heima hjá sér. Laga sjálfa sig til og finna kraftinn sinn og kjark..þora að vera maður sjálfur og standa upp í öflugri sjálfsvirðingu og vera að fullu þáttakandi í þessari frábæru veröld. Sem er jafnt fyrir dásamlegar konur, dásamlega karla og dámsamlegust börnin.
Get bara metið hlutina út frá minni reynslu en það lagaði allt..mig, samskiptin mín og samband og viðhorfin..líka gagnvart karlrembunni..að byrja bara á sjálfri mér. Og vitiði hvað..það er eiginlega bara ævistarf hvers og eins að betrumbæta sjálfan sig og leyfa öðrum að gera það sama á sinn hátt. Svoleiðis getur þessi heimur batnað. Vona að það sé alveg meiriháttar stuð hjá ykkur á laugardagskveldinu eins og hjá mér. Og ég er að meina það. Stígum trylltan dans heima hjá okkur og njótum kveneðlisins og karleðlisins í sinni bestu mynd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
23.2.2007 | 21:01
athugun 3
Hvað framkallar orðið...FEMINISTI...í huga þér.
Upplifun, reynsla , minning, tilfinning, viðhorf, framtíðarsýn, bara allt sem þetta orð framkallar innra með þér og hvers vegna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
23.2.2007 | 10:48
Vonda blogggyðjan hrekur góðu mjúsurnar á brott!
Alveg er þetta furðulegt með mig og mínar Muses. "Muses" eru listagyðjur sem koma til manns og hvísla blíðlega í eyrað á manni það sem maður ætlar að skrifa eða skapa og eina sem maður þarf í raun að gera er að setjast hljóður og vera nálægt sjálfum sér og leyfa þeim að taka yfir.
Líka kallað "þegar andinn kemur yfir mann". Þetta er ég búin að gera ítrekað svo ég geti skrifað bækurnar sem sveima í kringum mig. Alltaf undanfarið þegar ég sest niður kemur skrítin vera sem er troðfull af pistlum um pólitík og dramaköstum sem hafa ekkert með mínar heimspekilegu en ennþá óskrifuðu bækur að gera. Alveg sama þó ég setji mig í stellingar, andi djúpt og láti sem ég taki ekki eftir neinu í kringum mig. Blogg. Pistlar. Myndir. Athugasemdir!!! Pæliði í því að skrifa frekar athugasemdir en heimsbókmenntir??? Ég er viss um að þetta er einhverskonar blogggyðja sem hefur tekið yfir. Ég er haldinn illum anda bloggyðjunnar sem hleypir ekki hinum að. Kannist þið við þetta?
Ég verð eitthvað að gera til að leika á hana svo ég verði rithöfundurinn sem er að kafna í maganum á mér. Hvað ef ég þykist bara ætla að blogga en er svo bara að fara að skrifa eitthvað allt annað?
Sest við tölvuna og innskrái mig á Moggablogg og fer í nýjar færslur en í staðinn fyrir að blogga skrifa bara bók..hehe. Ég veit að allt svona virkar. Nota þetta óspart þegar ég kem til Reykjavíkur. Man þegar ég þurfti að komast úr miðbænum og upp í Barmahlíð. Fór bara eins og ég er vön götuna sem liggur þangað og endaði vestur í bæ! Kom mér aftur í miðbæinn og tók nú aðra götu sem virtist augljóslega liggja í átt að hlíðunum og endaði í sjálfheldu á planinu hjá Umferðarmiðstöðinni og ég var alls ekki í skapi fyrir svið og rófustöppu. Vantaði að komast upp í Barmahlíð. Eftir langa umhugsun og íhugun ákvað ég að vera snjöll og leika á þetta nýja gatnakerfi og þykjast bara að vera að fara til Keflavíkur. Vissi að til þess að komast þangað verður maður að komast framhjá hlíðunum. Tók bara allar beygjur og brunaði eftir öllum skiltum sem á stóð Keflavík og lét auðvitað eins og ég væri í alvöru að fara þangað þar til ég kom að götu sem lá í Hlíðahverfið. Þar beygði ég leifturhratt og sigrihrósandi til vinstri og Voila! Komin! Gabbaði heilt götusystem.
Svo ég er að hugsa um að þykjast bara blogga alveg þar til komið er að pikka inn fyrstu setninguna og skrifa svo eitthvað allt annað en blogg og gabba þannig þessa freku blogggyðju sem hefur ýtt Mjúsunum minum burt.
Já leiðin að velgengninni getur verið svolítið flókin á köflum og ruglað besta fólk í ríminu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.2.2007 | 12:59
Hang in there darling....
Hver er þetta sem hangir þarna fram af brúninni? Ætli þetta sé íslendingurinn sem er að reyna að hífa sig uppúr skuldunum og vaxtaokrinu? Eða foreldrið sem er að reyna að hífa sig upp úr örvæntingunni yfir týnda syninum sem fíkniefnadjöfullinn dregur með sér um allt án þess að samfélagið kunni við því nein ráð..hefur kannsi ekki ráð á því að aðstoða. Ráðalaust?
Kannski er þetta öryrkinn eða aldraður sjúklingur að hanga á horriminni fram að næstu mánaðamótum. Getur allavega notið útsýnisins og að það er enn smá náttúra eftir! En hvað veit ég svo sem?
Eina sem ég veit að þeir sem geta dregið þig upp eru því miður of uppteknir við að veiða atkvæði og steypa stórar virkjanir og steypa venjulegum launþegum í skuldir. Það er ekki einu sinni til Götueldhús í borginni..enda væri skuldasúpa það eina sem væri á boðstólum.
Er ekki soldið smart hvernig þeir sem vilja fara með ráðin fyrir okkur og taka ákvarðanirnar eru klæddir?
Og með flott tískugleraugu og brúnku um miðjan vetur? Stílistarnir í Debenhams eru örugglega rosa bissí fram á vorið..ha?
Voðalegt nöldur er þetta í mér. Auðvitað er fólk þarna inn á milli með brennandi hugsjónir og góðan vilja til góðra verka. Ég hef bara séð svo vitlausa hluti sem særa í mér heilbrigðu skynsemina að ég hef misst alla tiltrú á þetta systemo. Og sef bara með mitt atkvæði undir koddanum eins og ég sagði henni Elmu og les um lýðræði án stjórnmálaflokka og læt mig dreyma um allt öðruvísi framtíðarsýnir. Það er alveg sama hvað þið brosið breitt og fáið flekklausa brúnku og jakka í stíl...mitt atkvæði verður hjá mér og verður ekki veitt af ykkur sem stáluð kvótanum fyrr en ég sé að þið meinið það sem þið segið og segið það sem þið meinið. Amma mín sagði að maður ætti alltaf að vera maður orða sinna og þá var eitt handtak merki um að fólk stæði við orð sín. Sama hvað. Munið það þegar þið farið að taka í hendurnar á atkvæðunum ykkar!
Nú er ég örugglega búin að koma mér út úr húsi hjá öllum sem hugsanlega myndu vilja styrkja mig sem listakonu. Ansans! Ætti ég ekki bara að eyða þessari færslu?
Ég er alveg rosalega glöð með þá ákvörðun mína að vera svona ópólitísk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.2.2007 | 23:46
Æ kannski maður hætti bara að blogga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 311441
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari