Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
21.2.2007 | 23:05
Æ allar þessar mannverur eins og flöktandi ljós....
Hver og ein einasta sál eins og lítið ljós sem þarf skjól. Ekki blása fyrr en þú veist söguna hennar eða hans! Maður veit aldrei hverju maður er að gefa líf eða hverju maður gæti verið að slökkva á.. Vandaðu þig!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.2.2007 | 22:08
Að finna rétta lykilinn...lykilinn sem passar að þínu skrárgati.
Hver einasta mannvera á einn falinn lykil sem getur opnað henni dyr að þeirri verund sem hún er í sjálfri sér. Um hvað er þinn lykill?
Sá lykill leysir þig úr fjötrum og leyfir þér að vera allt það sem býr í þér. Og við hin bíðum spennt. Hver einasta mannvera býr yfir einhverju einstöku sem þarf bara að leysa úr læðingi....Eitthvað einstakt sem bara þér var gefið í vöggugjöf og mun gera þér og okkur öllum svo gott.
Lykillinn er oftar en ekki falinn í hugmyndum þínum og tilfinningum þegar þú varst 7 ára. Hugsaðu til baka og skoðaðu hvað var þar. Man þegar ég var 7 ára og dreymdi draum sem hefur aldrei fallið mér úr minni. Vera álfkona með töfrasprota sem gat sáldrað gullnum kornum yfir fólk sem þurfti smá huggun eða stuðning. Galdra allt gott. Viljum við ekki öll láta eitthvað gott af okkur leiða?
Smjúts.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.2.2007 | 20:35
Athugun 2
Hvað framkallar þetta orð hjá ykkur? Tilfinning, hugmynd, minning.....what?
Womans power?
Set ekki inn neina mynd með til að hafa ekki áhrif á niðurstöðuna. Svona er ég nú vísindaleg í athugunum mínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
21.2.2007 | 18:51
Athugunarstöð Katrínar sett á laggirnar!
Ég hef ákveðið að setja á laggirnar "Athugunarastöð Katrínar". Svona næstum eins og veðurathugunarstöð nema veður verður ekki athugað. Bara flest annað. Ég er ekki á hjara veraldar en ég er svolítið útúr og get þess vegna alveg samsamað mig svona veðurathugunarfólki sem býr fjarri mannabyggðum. Ég bý eins og stendur fjarri íslenskum mannabyggðum og það verður að duga.
Það er afskaplega margt sem mig langar að athuga svolítið betur og það er alltaf gott að fá innsýn annara með sér í lið og stækka þar með athugunarsviðið.
Fyrsta athugunin er um þessa mynd.
Hvað dettur bloggurum í hug þegar þeir skoða þessa mynd með athygli?
Hvað kallar hún fram og af hverju.
Athuganir ykkar þurfa að færast í athugasemdir. (þetta blogg er bara eins og sniðið fyrir svona athuganir..ha?) Ég er að gera langan lista yfir athuganir framtíðarinnar og sæki hér með um athugunarstyrki. Það verður sko margt fróðlegt og furðulegt dregið fram í dagsljósið næstu mánuði og ár.
Takk fyrir.
p.s ef það er eitthvað sérstakt sem þið viljið að ég athugi fyrir ykkur er það auðsótt mál. Ég mun athuga allt sem er þess virði að vera athugað og getur leitt í ljós óvæntar og nýjar hugmyndir og lausnir. Setjið athugunarbeiðnina bara í athugasemdir...en ekki hvað? Þetta blogg er bara frábært.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
21.2.2007 | 12:20
Hið litaða líf og flott sólgleraugu!
Lífið er svo flott á litinn.
Man eftir einum manni sem kom í viðtal á Aðalstöðina fyrir mörgum árum. Hann kom vikulega til að ræða ákveðið mál og það sem vakti athygli mína og kátínu var að hann kom alltaf með mismunandi lituð sólgleraugu. Einn daginn kom hann með appelsínugul sólgleraugu, annan daginn með blá, stundum rauð og stundum gul eða græn. Sagði að þetta væri hans leið til að horfa á heiminn í gegnum mismunandi liti og kæmi honum alltaf í gott skap. Og hann var alltaf glaður og kátur og bjartsýnn. Hló mikið og var ekkert að taka lífinu af of mikilli alvöru..hvað þá sjálfum sér.
Hafiði pælt í því að við erum kannski bara alltaf að sjá í gegnum okkar lit hvernig lífið er? Og svo er einhver hinum megin við borðið að reyna að troða sínum lit í þín augu? Skilur svo ekkert í að þið séuð aldrei sammála? Kannski erum við öll með lituð sólgleraugu sem bera í sér litina sem mótuðu okkur í gegnum reynslu, persónulega upplifun, menntun, menningu og bara öllu öðru sem hefur bara komið fyrir þig. Að það sé hreinlega enginn annar sem eigi nákvæmlega eins lituð sólgleraugu og þú?
Vhoaaa...ætli það þýði að við séum að lifa 6 billjónir raunveruleika..þar sem í hverjum þeirra er einn aðalleikari. Þú? Ef það væri svoleiðis getur maður svo sem skilið að fólk sé ekki að koma sér saman um fullt af hlutum. Vonandi er þá eitthvert svið þarna á bak við þar sem leyfi er gefið fyrir að taka niður lituðu sólgleraugun og allir geta séð hvernig allt er í raun. Það eru nefninlega allir litir í ljósinu. Er það ekki spennandi?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.2.2007 | 00:46
Verðum við að vera "isti" til að teljast með?
Ég stúderaði spíritisma en vill ekki vera spírit"isti"
Fór fram fyrir húmanista en vill ekki vera húman"isti"
Elska allt samfélagslegt en vill ekki vera Social"isti"
Skoðaði Búdda en er ekki Búdd"isti"
Nam og lærði um Steiner er er ekki Steiner"isti"
Elska jafnrétti en er ekki femin"isti"
Skil alllskonar kommúnur og samfélög en er ekki kommún"isti"
Veit margt um Jésús og kenningar hans sem mér líkar en er ekki Jésú"isti"
Og ef ég drekk rauðvín þá hlýt ég að vera alkahol"isti"
Eina sem mér dettur í hug eftir þetta allt sem fólk þarf að flokka sig í og með er að ég get bara verið húmor"isti" því mér finnst þessi aðgreiningarárátta vera bara fyndin og húmorísk og standa okkur fyrir dyrum. Punktur. Ef þú ert ekki þessi eða hinn "istinn" hvað ertu eiginlega þá?
Kannski ég sé bara egó"isti" sem vill ekki láta neinn segja mér hver eða hvernig ég á að vera?
"Istar" allra landa sameinist! Er ekki þessi aðgreiningarárátta alveg að gera útaf við okkur?
Má enginn vera óflokkaður? Common..það er hægt að vera svo margt í einu og óþarfi að setja sig í einn flokk sem leyfir manni aldrei að skipta um skoðun. Það eina heilbrigða er.... að skipta um skoðun jafnóðum og þekkingin eykst og skilningurinn eykst. Annað er dauði og stöðnun. Og hætta að flokka sig fastan einhversstaðar. Sumt fólk segir fullum fetum.."Ég hef kosið sjálfstæðisflokkinn í 40 ár og mun halda því áfram sama hvað"???
Þetta er erfiðast. Fólk sem kann ekki að fylgja breytingunum og nýjum upplýsingum. Rígheldur í merkimiðann sinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.2.2007 | 21:42
Fiðrildakonur og förukerlingar
Ég er loksins að umbreytast og breytast úr lirfu í fiðrildi..jehey!!!!!
Hitti rosalega merkilega konu í dag sem þurfti einu sinni að selja húsið sitt og flýja vegna ágangs fólks sem kom langar leiðir yfir höf og lönd til að fá spádóma hjá henni. Svona kerla sem sér í gegnum holt og hæðir. Og hún sagði mér svolítið sem staðfesti ýmislegt fyrir mér sem ég hafði svona vitað með sjálfri mér. Það sama og gamli indverjinn sá sem ég hitti einu sinni í London og svo kínverji sem var lófalesari. Það fór bara um mig smá hrollur...bæði svona spúkíhrollur og líka gleðihrollur. Hvað okkur fór á milli verð ég að eiga með sjálfri mér en aðal niðurstaðan er að ég get hætt að vera lirfa og get núna farið að breiða úr fiðrildavængjunum mínum. Verið fiðrildakona. Það er nú ekki slæmt hlutverk. Kannski það hafi eitthvað með drauminn að gera um daginn þar sem mig dreymdi að ég væri að læra að fljúga? Ég er líka bara orðin hundþreytt á því að geta ekki breitt vel úr mér. Agalegt að húka svona aðþrengdur í einhverri púpu og sjá ekki einu sinni út. Núna fæ ég útsýni og ferðaleyfi. Meiriháttar. Hlakka til að hitta þessa sérstöku konu aftur. Við vorum að þrífa skítugt eldhús saman í dag. Svona liggja stundum leiðir saman á skemmtilegum stöðum.
Fljúga hvítu fiðrildin fyrir utan gluggann..tra la la.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.2.2007 | 12:14
Álfar og fjöll..lyng og lækjarsprænur
Nú er ég aldielis búin að gera mig fína. Er að fara í bæinn og kaupa skó á strákinn. Táin útúr og botninn lekur. Þegar ég fer í bæjarferð fer ég í mitt fínasta púss...þegar ég nenni.
Set upp fjaðrahattinn og gullmeikið. Stundum fer ég bara beint út eins og ég vakna með hárið útí loftið og grá í framan. Fer bara eftir hvernig liggur á mér. Núna er ég í einstöku fegurðarskapi og set inn mynd af hvað ég er búin að gera mig flotta fyrir bæjarferðina. Yrði ekki hissa þó ég fengi súperfína afgreiðslu. Fínheitin í dag spretta út frá því að ég er að hlusta á geisladisk sem ég fékk í jólagjöf frá íslandi. Álfar og fjöll. Alveg yndisleg þessi íslenska tónlist.
Maður finnur bara lykt af lyngi og lækjarsprænum og nagar harðfisk við Esjuna. Og langar að vera Álfadrottning. Sem ég er. Í dag.
See you!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mamma Alice Þórhildar var mjög clever að setja miða á það mikilvægasta sem enginn má gleyma. Það vill stundum gerast þegar maður stendur í flutningum að eitt og annað verður eftir. Minnismiðar eru frábær uppfinning og hafa eflaust komið í veg fyrir marga gleymskuna á mikilvægum hlutum. Mig langar bara að minna á með þessari færslu að þær ákvarðanir sem við tökum núna eiga að innifela í sér vitund fyrir þeim sem á eftir okkur koma. "Dont forget me" er ákall komandi kynslóða til okkar.
Alice Þórhildur og öll hin börnin treysta á að við séum vakandi og hugsum lengra en bara rétt fram fyrir tærnar á okkur sjálfum.
Ég ætla að gera mitt til að skilja við á þessari jörðu þannig að það verði gott og gaman fyrir ykkur að vera hér. Það er það minnsta sem ég get gert. Og hjálpa öðrum að muna það líka.
Smjúts litla krútt og sofðu rótt. Ömmur og afar, mömmur og pabbar vaka yfir framtíðinni ykkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.2.2007 | 15:10
Má bjóða þér kaffitár Miss Bloggína? Mr Bloggman er velkominn líka.
Það er svo notalegt svona í amstri dagsins að setjast niður og fá sér rjúkandi heitt kaffi með góðum vinum og spjalla um lífið og tilveruna. Deila sögum úr daglega lífinu, leita ráða og fá stuðning eða vera öxl sem má gráta við. Hlægja saman af öllu því sem gleður og kætir, því sem gengur vel og vona það besta saman. Allt í kringum heitan kaffibolla. Þess vegna býð ég þér í kaffi. Til að spjalla...eða þegja saman af þannig liggur á okkur. Það er líka gott. Svo þegar við höfum ekki fleiri þagnir að deila, fleiri sögur að segja getum við farið með ljóð fyrir hvert annað eða sungið. Skildu þitt innlegg í kaffispjallið eftir í athugasemdum. hvað sem þér liggur á hjarta eða vilt gefa okkur hinum hlutdeild í. Hlakka til að hitta þig.
VIÐ
Ljóð eftir Aðalstein Ingólfsson.
Sumir
ganga ávallt
hratt, á
flótta undan
myrkri.
Ég
geng hægt
til að
styggja ekki
ljósið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311442
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari