Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
2.3.2007 | 20:36
Eitthvað breyst síðan ég var í sveitinni? Naut með júgur???
Við situm hérna saman familían og horfum á mjög skemmtilega mynd sem heitir Barnyard og fjallar um geggjuð dýr á búgarði. Það sem vekur athygli mína en börnunum fannst ekkert athugavert við, eru nautin sem eru alveg eins og kýrnar. Með júgur??? Skoðið bara myndina. Þetta er karlkyn í myndinni en með júgur alveg eins og allar kvenkyns kusurnar. Kannski er bara alvöru feminismi í teiknimyndinni? Eða jafnrétti..hehe. Nei svona í alvöru..veit einhver hversvegna nautin eru með júgur þarna??
Aumingja eitt nautið dó og var jarðað með viðhöfn. Dóttur minni fannst það frekar sorglegt og brast í grát og tárin hvöttu bróður hennar til að taka utan um hana og hugga...Hann var samt ekkert alveg vissum hvað hann átti að segja eða hvernig..svo hann klappaði henni mannalega á öxlina og sagði..
"Don´t cry. It´s only a drawing!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.3.2007 | 15:24
Blessað brauðið!
Núna þessa dagana þegar allir vakandi og vinnandi menn og konur standa vörð um verðlagið langar mig að segja ykkur sögu af því þegar ég lenti í verðkönnun í gegnum símann fyrir mörgum árum. Reyndar á ég að vera að pakka og þrífa en viljinn er veikari en nýbökuð rúnnstykki og því sit ég hér og blogga um brauð!
Síminn...Ring ring
Ég..Já halló
Maður að gera verðkönnun...Já góðan dag..hvað kostar fransbrauðið í dag?
Ég...ja ég veit það nú ekki alveg..er það ekki eitthvað í kringum 70 kallinn?
Maður að gera verðkönnun...Veistu það ekki?
Ég....Ekki alveg nákvæmlega nei..en það er örugglega samt nálægt 70 krónum ef mig minnir rétt.
Maður að gera verðkönnun...Er einhver þarna sem veit það?
Ég...Ha ha ha... nei ætli ég sé ekki sú sem ætti að vita það best hér..get ekki ímyndað mér að hinir séu neitt að spá í það (ég þekkjandi mitt heimafólk)
Maður að gera verðkönnun...Mér finnst nú lágmark að það sé einhver þarna sem veit hvað fransbrauð kostar.
Ég.....Já ég er nú alveg sammála.....maður á auðvitað að fylgjast betur með og ekki að leyfa sér svona leti.
Þarna var maður að gera verðkönnun farinn að verða frekar hávær og ókurteis við mig.
Maður að gera verðkönnun....En heilhveitibrauðið. Veistu hvað það kostar?
Ég...Fyrirgefðu nei ekki heldur..en er það ekki alltaf eitthvað ódýrara en franskbrauðið? Eða var það franskbrauðið sem er ódýrara? Æ ég man þetta aldrei. Allavega annað hvort er ódýrara en hitt.
Hér var ég farin að verða svolítið óstyrk og farnar að renna á mig tvær grímur með þessa frekjulegu verðkönnun. Maður getur nú ekki munað allt!!!
Maður að gera verðkönnun...Ég hef bara aldrei vitað annað eins..það er nú lágmark að fólkið sem vinnur í bakaríunum viti verðið á því sem það er að selja.
Ég..Ha já. Ég er nú alveg sammála því..ehhh ertu ekki annars að gera verðkönnun?.
Maður að gera verðkönnun hváir..Ha hver ég?....nei ég ætlaði að hringja í Björnsbakarí. Er þetta ekki Björnsbakarí???
Ég..ekki lengur þátttakandi í verðkönnun heldur húsmóðir í vesturbænum með lélegt verðskyn..Ha nei vinur minn ..þetta er á Seljavegi 29 í heimahúsi.
Ég og maðurinn sem var ekki að gera verðkönnun hlógum mikið og innilega þegar við uppgötvuðum misskilninginn. Og ég var glöð að vera ekki að vinna í bakaríi með ekki betra verðskyn á brauði en þetta.
Og að lokum kínverskt spakmæli.
Ef þú átt bara tvo peninga keyptu þá brauð fyrir annan þeirra svo þú getir lifað og blóm fyrir hinn svo lífið sé þess virði að lifa því.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
2.3.2007 | 13:46
Stelpurnar mínar
Ibba Sig var að segja í athugasemdum að það væri einhver fegurðardís frá okkar bæ að taka þátt í top model samkeppni....og ég svaraði því til að maður þyrfti að vera mjög fallegur til að fá að búa hér..sem var auðvitað bara smá grín.
En mér er fúlasta alvara og segi það og skrifa að mér finnast stelpurnar mínar rosalega fallegar og duglegar stelpur og er bara meiriháttar stolt af þeim.
Þarna eru þær allar 3 og ömmustelpan mín litla...
Karen, Sunneva, Theodóra og Alice Þórhildur.
Strákarnir kíkja svo við seinna. Eru úti í fótbolta eða eitthvað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.3.2007 | 01:18
Ramóna og litagleði vorkomunnar
Ég er að hlusta á alveg yndislega yndælan þátt í útvarpinu og raula lágt með... Ramóna, Ramóna..minn hugur fylgir þér.
Þátturinn heitir Óskastundir og er á dagskrá hvern föstudagsmorgun klukkan 9.05 á Rás 1. Þarna eru flutt gömul íslensk lög. Svona óskalagaþáttur eldri borgara..nei segi svona..en kveðjurnar eru svo krúttlegar og svo lesa Gerður Bjarklind og Stefanía Valgeirs kveðjurnar. Útvarpsraddir sem taka mann langt aftur í tímann þegar allir höfðu tíma. Mæli með þessum þætti hvenær sem þið þurfið á endurnæringu að halda og smá nostalgíu. Hægt að hlusta á hann a netinu eins og ég er að gera núna.
Hvernig er það finnst engum nema mér að heimili megi vera fallegri og glaðlegri á litinn? Núna þegar ég flyt um helgina ætla ég að fylla heimilið okkar af björtum og skærum syngjandi litum
Þetta finnst mér t.d sætt eldhús og myndi nenna endalaust að skola grænmeti þarna og vaska upp með gulum gúmmíhönskum.
Svo finnst mér að vorið megi fara að koma. Trén í götunni eru byrjuð að blómstra og ég bíð spennt eftir blómaskrúðinu sem fylgir vorinu. Þá get ég tínt blóm og sett í skál á stofuborðið.
Eins og þið sjáið er ég að verða búin að fá nóg af vetrardrunganum og vil nú bara litskrúðugt sumar og sól.
Bræðurnir frá Álftagerði sungu.
Næsta lag sem við heyrum fylgir kveðja frá Báru á Björgum til allra ættingja og vina um allt land. Lagið er "Vor í dal". Njótið vel
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
1.3.2007 | 18:21
Gullkorn dagsins
Þó á þér skíni útlensk dragtin
yfirlætis og visku praktin
trú þú mér að minnkar maktin
af möðkunum snæðist.
Hold er mold hverju sem það klæðist.
Hallgrímur Pétursson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.3.2007 | 14:37
Það var mikið að menn fóru að hlýða...mér!!!
Sjáiði bara framsóknarflokkinn....Nú vilja þeir setja það inn í stjórnarskránna að auðlindir þjóðarinnar eigi að vera sameign þjóðarinnar.
Vissi svo sem að þeir væru að laumupúkast hér og lesa pistlana mín þrátt yfir yfirlýst ópólitískt eðli mitt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.3.2007 | 12:29
Athugunarstöðin heldur áfram.....
Hvað dettur bloggurum í hug þegar þeir skoða þessa mynd með athygli?
Hvað kallar hún fram og af hverju.
Athuganir ykkar þurfa að færast í athugasemdir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.3.2007 | 09:53
Hvar væri veröldin án listarinnar og sköpunarkraftsins okkar?
Æ hvað það er gott að maðurinn getur skapað.
Hvar væri þessi veröld og hvernig liti þessi heimur út á listarinnar?
Ég hlæ með sjálfri mér þegar fólk argar..listamenn eru afætur og aumjngjar..sú stétt sem við getum alveg verið án. Aha einmitt og akkúrat. Málum nú aðeins myndina af veröld án listar og sköpunarkrafts. Það væri ekkert munstur í áklæðinu á sófanum þínum..sófinn hefði jafnvel aldrei verið hannaður og þú sætir bara á gólfinu. Þ.e ef það væri til arkitekt sem hefði hannað fyrir þig hús. Bækur hefðu ekki verið skrifaðar, allur sá innblástur og upplyfting andans sem þar hefur komist í gegn er ómetanlegt, eins tónlistin sem mýkir , flæðir, poppar upp tilveruna og kætir, Myndir og málverk, dansinn sem er guðsgjöf, söngurinn, á bak við allt þetta var listamaður eða kona sem gat náð þessu einstaka formi til jarðarinnar fyrir okkur öll að njóta. Það væru heldur engin leikhús eða kvikmyndir...og við gengjum líklegast öll um í gömlum kartöflupokum og berfætt. Og vissum ekki að það væru til ljóð sem fjölluðu einmitt um það að vera berfættur og fátækur í anda og efni. Og þetta er bara örlítið agnarlítið brot af því hvað listin gerir. Hún heilar og læknar og lyftir. Ég er stolt af því að hafa valið mér það sem eitt af mínum verkum til að gera að vera listakona.
Ég elska að skapa og hanna og búa til út frá hugmyndum sem sveima allt í kringum mig.Stundum mála ég, stundum sem ég ljóð eða skrifa. Geri skúlptúr eða skapa næði eða tóna.
Ég og dóttir mín bjuggum til söngva frá löndum sem enn eru ekki til á tungumálum sen enn eru ekki töluð og skemmtum okkur konunglega. Ég hef þá ímynd að allt sé nú þegar til og fullskapað á einhverju sviði og það er bara okkar að ná því inn í efnisveröldina í hvaða formi sem það kemur.
Þess vegna veit ég líka að það er hægt að skapa þjóðfélag og samfélög sem eru allt öðruvísi en þau sem við höfum í dag. Sem byggja á háleitar gildum og miklu miklu meiri fegurð en við nú þekkjum..bæði í anda og efni.
Skapaðu nú eitthvað sniðugt í dag...Sköpunarþráin er ein af orkulindum mannsins, ein af frumÞörfunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Þó það nú væri að það megi skipta einhverjum afgangssílum úr litlum polli á milli þjóðarinnar þegar Halldór og co eru búnir að tryggja sér sitt. Það var náttla óráð að tala um skiptingu og jöfnuð fyrr en búið var að tæma hirslurnar. Framsóknarmenn fá prik hjá mér fyrir stjórnkænskuna og viðurkenningu fyrir að koma svona algerlega grímulausir fram í græðgi sinni og hamsleysi. Menn eiga auðvitað alltaf að sýna sitt rétta andlit og það gera þeir svo sannarlega.
Rakst á annað gullkorn frá framsóknarmönnum á vafri mínu. Núna ætla þeir að læra af ákvörðunum sínum um íraksstríðið!!!
Fínt og gott að menn læri meðan þeir lifa og séu tilbúnir að leiðrétta. Fúlt þegar sömu menn eru enn að reyna að flokka rauðu legókubbana frá hinum bláu þegar veröldin er komin á allt annan stað. Blindir tréhestar á tækniöld.
Eiga ekkert erindi upp á dekk á þessari þjóðarskútu sem er löngu búin að leysa landfestar við úreltar hugmyndir og klíkuskap þorskanna.
Einhver forvitnaðist um hvað ég ætla að kjósa.
Ekki framsókn.