Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
30.1.2008 | 11:29
Frostrósir, þungur hnöttur og kerlingaspor.
Ég var að spá í hvort það væri ekki tímabært að drífa sig í svona gjörning sem hefur það markmið að hafa aðeins minna af mér á þessari jörðu..Eru ekki einhver þyngdartakmörk fyrir svona hnetti svo þeir haldist örugglega á flugi eitthvað áfram?? Var að spá í að kannski myndi það hjálpa mér og jörðinni að fækka kílóunum um svona 5. Svo aftur spurning hvort svona strekkingur um mig miðja eins og Jóna Á notar á Árshátíðum geri gagnið??
Ég er farin að breiða fullmikið úr mér fyrir minn smekk og grey fötin mín geta varla andað þegar ég treðst í þau. Hvar fást aftur þægilegu velúrgallarnir sem vaxa með frjálsum konum? Kannski eru það samt ekkert endilega aukakíló sem eru að íþyngja þessari jörð eða kvennahjörð sem hér hoppar? Kannski bara eitthvað allt annað eins og t.d skortur á skilningi eða skápaplássi fyrir dýrmæti eins og hamingju og innri hugarró?
Annars er ég hætt að blogga...er í svona stuði að hætta hinu og þessu og helst flestu þessa dagana. En ég ætla samt ekki að hætta við suma hluti eins og t.d þann draum að láta mig fljóta í litríkum loftbelg yfir heimsins höf þegar ég verð gömul og lenda bara til að ná mér í meira púrtvín og paprikkuskrúfur. Og kannski eina og eina Capri.
Mun örugglega mest halda mig fyrir ofan París og Flórens á ítalíu, Prag eða Barcelóna og kannski taka eins og eina og eina bunu yfir London svona rétt til að rifja upp árin mín þar.
Listinn yfir það sem ég ætla að hætta að gera núna er svo langur að það væri firra og vitleysa að reyna að koma honum fyrir í einni bloggfærslu. Listinn yfir það sem ég svo ætla að halda áfram að gera eða byrja á að gera er hins vegar enn í mótun eða ódreymdur.
Sjáum bara hvað setjur og hvernig hlutir raðast í kolli konu sem man aldrei í hvorn fótinn hún á að stiga. Þann hægri eða þann vinstri?? Já og meðan ég man..eigið þið ekki örugglega velgerða kuldagalla fyrir komandi kuldakast? Það verður lítið stuð hérna ef við ætlum öll að verða frostrósir þó þær séu alveg einstaklega fallegar. Fegurð er nefninlega ekki það sama og hlýja..munið það elskurnar. Það er alveg einstaklega mikilvægt að auka hjartahlýjuna í samræmi við frostið þarna fyrir utan...Mér segir svo hugur að hjartahlýjan okkar sprengi alla skala á næstunni og það er einmitt og akkúrat það sem frostpinnar eins og við þurfum.
Knús.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
24.1.2008 | 03:09
Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn......
Hver/ Hvað er veikasti hlekkurinn í íslensku þjóðlífi???
Hvað gerir þessa þjóð veika???
Hvað heldur henni saman...hver er hennar styrkur???
Bloggar | Breytt 27.1.2008 kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
24.1.2008 | 00:27
Þetta æðislega ísland.....
Vá hvað landið okkar er smart og kröftugt!!! Verð bara að viðurkenna að sumt sem fór í taugarnar á mér hér áður fyrr er fokið út í veður og vind enda ekki annað hægt í svona djúpum og kröftugum lægðum sem ganga yfir reglulega og kenna okkur að kúra saman og standa saman þegar á reynir. Og eftir þannig veðurofsa kemur hvítur og hreinsandi snærinn og leggur mjúka og hreina sængina yfir okkur öll og gerir allt bara fallegt og hreint. Hindrar okkur á stundum að fara of hratt..að æða áfram án þess að vita fótum okkar forráð. Lætur okkur hægja ferðina og stundum að festast...og svei mér þá ef það er ekki bara hollt fyrir þessa ofur-kröftugu þjóðarsál að slappa af í hundaslappadrífu endrum og sinnum. Ísland er bara FLOTT!!!
Í dag þurfti ég að fara með dósir og gler og flöskur í Sorpu því sonurinn er að safna fyrir ferð til spánar svo þeir strákarnir geti sparkað bolta á spáni í sumar. Á móti mér tóku menn sem töluðu bjagaða íslensku en það fyrsta sem þeir sögðu svo sætt var..Velkomin í sorpu..get ég hjalpad?? Og þeir voru svo hjálpsamir og fallegir og í hjarta mínu bauð ég þá hjartanlega velkomna til landsins.
Svo týndumst við dóttirin og ég uppi á Höfðum.Fundum ekki rétta Höfðann enda búið að breyta og bæta vegakerfið þannig að maður endar einhvernveginn alltaf á vitlausum stöðum..sá þar ungann mann með ljóst liðað hár undan húfu og spurði...Hey hvar er Stórhöfðinn staðsettur núna??
Hann vissi það ekki alveg og ég sagði honum að hafa ekki áhyggjur við myndum bara keyra og leita þar til við finndum. Hann gekk alveg að bílnum okkar og brosti svo fallega og sagði svo með einlægni í rómnum..Góða skemmtun!!! Og vitiði bara hvað..þessi orð hans urðu áhrínisorð dagsins...Við skemmtum okkur konunglega að taka vitlausar beygjur, keyra rangar götur og enda einhversstaðar allt annars staðar en við ætluðum. Eitt lærðum við...ef þú ætlar vestur beygir þú og tekur götuna sem sýnist snúa í austur og þá kemstu vestur. Slaufurnar fallegu leiða alltaf í þá átt sem þú ætlar ekki. Magnað!!! Og ferlega skemmtileg gestaþraut að leysa svona í dagsins önn.
Svo fórum við Theodóra yngsta dóttir mín í bíó í kvöld og sáum Brúðgumann. Jesús minn hvað ég ætla að senda þessa mynd til bestu vina minna í Englandi...Algerlega stórkostleg landkynning og kynning á löndum mínum. Kom heim með bros í hvarmi og titrandi hjarta yfir hvað við erum stór þó við séum fá og hvað við erum dugleg og sterk og skemmtilega klikkuð þjóð. Já hér á ég Heima.
Bara elska þetta land og þessa þjóð...þó að misvitrir ráðamenn fari ekki alltaf að lögum og reglum...eða kannski frekar rétt að segja að gildum okkar hinna...þá hef ég tru á því að svona kerlingar og karlar sem byggja svona eyju láti á endanum ekki allt yfir sig ganga. Íslendingar reyna meira að segja að stjórna náttúruröflunum og sprauta bara vatni á iðandi hraun sem ógnar þeirra veruleika og sveigja náttúruna sér í hag. Það geta ekki allir. Bara í gallharðir íslendingar. Og engum öðrum myndi detta í hug. að reyna slíkt.
Ekki í eitt einasta augnablik halda að við getum ekki byggt hér dýrðar dásemdar samfélag sem stendur uppúr......bara þora að láta í sér heyra og aldrei gleyma þessum eyjarkrafti sem gerir okkur engum öðrum lík. Íslendingar eru Náttúruandar sem munu skapa eitthvað einstakt. Ryðja burtu hindrunum þegar þeir muna hverjir þeir eru og láta ekki einhverja kafsoðna karla og kerlingar sem hafa gleymt gildunum taka yfir. Við þekkjum og skiljum hvert annað....eigum eitthvað sem er svo dýrmætt og einstakt að við bara eigum að standa vörð um gjöfina okkar. Og vera um leið megnug að deila henni með öllum öðrum...sem vilja við henni taka.
Segi það og skrifa.
Algerlega einstök þjóð!!!! Aldrei gleyma því
Enn kem ég til þín íslenska þjóð
sem átt þér sagnaminningar og ljóð
og byggt hefur þetta blessaða land
í ellefu hundruð ár
Goldið afhroð , glaðst og sigrað
grátið svo þín tár eru perlum öllum dýrri
okkur þeim sem hafa lifað.!!!
Þetta er 1. erindið af ljóði sem ég flutti 12 ára gömul standandi á kókkassa bak við risastórt ræðupúlt sem fjallkonan í Hafnarfirði og ég gleymi aldrei!!!
Undir okkar heiðskýra yfirborði blundar kraftur sem þarf útrás...... út í þessa veröld. Margt býr í vetrarmyrkrinu og björtu sumarnóttunum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það verður enginn maður með stjórnmálamönnum nema kunna að klæða sig vel og fallega. Já í sumum tilfellum að kunna hreinlega að dulbúast á litríkan hátt.
Mikilvægust er þó gríman sem menn verða að bera dags daglega svo ekki komist upp um raunveruleg áform þeirra með óaðgætilegum augnagotum. Munið að menn horfa upp til að sækja upplýsingar í minningabankann og niður þegar þeir eru að skapa eða semja eitthvað sem aldrei gerðist. Sumir kalla það að ljúga eða hið dæmigerða stjórnmálalega minnisleysi. Pólitískt alsheimer.
Hver er maðurinn??
Ekki veit ég það.....þekki engann sem myndi ganga í grænum jakkafötum með platvængi. Þessi búningur dylur ekki litlu gullhornin og halann sem hann dregur á eftir sér og lemur kjósendur í hausinn með svo þeir missi meðvitund og kjósi hann aftur þegar þeir rakna úr rotinu. Virkar alltaf!!!
Hvað eða hver ræður för þegar þegnarnir eru farnir að nota orðið bananalýðveldi í öðru hverju orði þegar fjallað er um stjórnsýsluna á Ævintýraeyjunni í Norðri??
Það er alltaf gaman af ævintýrum þar sem apar eru menn og menn eru apar..en þegar skilin á milli ævintýrsins og alvörunnar fara tapast er ekki eins skemmtilegt. Þá fer maður að kíkja aftast og skoða hvort það fer ekki að koma..
The end!!
Endaleysan getur ekkert haldið áfram endalaust..eða hvað??
Allir vita þó hvernig ævintýrið endar
....sá vinnur sem malar mesta gullið
og kann mesta bullið.
Stendur traustustu fótunum á því sem blífur.
Auði og völdum.
Þetta ævintýri er í boði Íslensku bananasölunnar Austurtorgi.
Bloggar | Breytt 24.1.2008 kl. 03:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.1.2008 | 20:42
Gubba gribba og öfugsnúin orka
Er búin að skúra og múra eldfastan vegg úr efa um að orkan fari réttsælis þessa dagana.
Afrakstur helgarinnar er einhvern veginn svona....
Litla Barn að gubba og segja "ammamín".... litla barn að gubba meira og þvottahúsið upptekið!
Elsta dóttirin að baka pönnukökur af því henni leiðist að vera með flensuna og brennir puttann, yngsta dóttirin stendur á höndum og dettur á hnéð sem grætur og er hálfskakkt.
Sonurinn með magakveisu og húsfaðirinn lystarlaus og slappur í sófanum. Íslendingar teknir í nefið af frökkum og sænsku kjötbollunum. Og núna gubbar sonurinn.....augnablik!!!!
Jæja..Gubba gribba greinilega mætt í hús...Svo vont þegar hún hreiðrar um sig og ruggar sér í mallakút og dregur burtu allan mátt.. geysist svo af öllu afli beint upp í munn og ofan í klósettskál..ef við erum heppin. Hún má ekki fara að læðast um húsið okkar Ólukkan Svarta.
Annars bara fín helgi.
Í henni rúmaðist líka ökutúr um Heiðmörkina sem var í sunnudagsfötunum sínum, skjannakvítum kjól, sokkum og skóm, krakkarnir renndu sér á rassaþotum niður brekkur og við kíktum í heimsókn eftir kirkjuferð með fermingarstráknum í morgun. Þetta var sko áður en Gubba gribba kom óboðin í húsið í Vesturbænum.
Ég hef það svona á tilfinningunni hvernig nóttin verður hér á bæ og kannski einhverjir næstu dagar líka. Gott að ég er búin að kaupa meira þvottaefni og mýkingarefni sem lyktar eins og blómstrandi engi um sumar!!
Þessi vika verður bara frábær.
Hver dagur eins og litfagur blómvöndur í fallegri munstraðri könnu.
Hvert lauf ber í sér lukku og vatn í krukku sem segir...."Láttu lífið flæða og reyndu að græða sem mest á reynslu þinni kona".
Fólkið mitt hefur lofað að reyna að gubba ekki útfyrir skúringarfötuna.
Það lofar góðu
"Hvað ertu að glápa eins og eldgömul sápa" spyr örlaganornin þegar ég stari á hana hvössu augnaráði..
"Ég ætla bara rétt að vona að þú hafir heyrt hvað ég sagði" segi ég þá.
Það lofar GÓÐU Mundu það!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
17.1.2008 | 17:37
Æ hvað ég er eitthvað....letileg og lúin í dag.
Fór á skauta í gær og er ekki frá því að ég hafi fengið smá harðsperrur í handleggina enda engar smá sveiflur sem þarf til að halda jafnvæginu fyrir konu á svelli...lappirnar eru fínar og ég kom heim með alveg nýtt sett af lærvöðvum og afskaplega lögulegan kúlurass.
Ég er bara í draumastuði núna og elska þennan fannhvíta dúnmjúka snjó sem er yfir öllu.
Hef það á tilfinningunni að núna geti eitthvað fallegt fæðst
Kannski ljóð um skautandi konu?
Hér er skaut
um skaut
frá skauti
til skauts
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
16.1.2008 | 00:40
Síminn aldeilis frábær í að láta mann gera eitthvað annað en að glápa á sjónvarpið.
Halló er etta síminn..vildi bara láta vita að við höfum ekkert sjónvarp og vitum ekkert hvað við eigum að gera..erum búin að kveðast á um allt sem við kunnum.
Síminn..Aha...þar sem það er föstudagur og helgin að koma þá eru tæknimenn í bilunum í helgarfríi og verða viðbúnir á mánudag...en það tekur sko 1 til 3 virka daga að fá viðgerð.
Ok gott og vel...við förum bara með íslenska fyndni og spilum lönguvitleysu þangað til...
Halló..eretta síminn?
Vildi bara ítreka að það er allt enn bilað og kominn mánudagur.
Já...við erum búin að senda ítrekun og þeir munu hringja. Enginn hringir þó kona vakti símann sinn.
Halló eretta síminn..kominn þriðjudagur og enginn hringt...og við erum að verða biluð á þessari lönguvitleysu..ykkar og okkar!!!
Síminn...þú áttir að hringja sjálf og fá samband við tæknimenn í dag FYRIR klukkan 4..en þeir eru samt aldrei við... alltaf úti að laga skiluru?? Já ég veit..ég hringdi en fékk þau svör að það væri búið að ítreka og þeir myndu hringja.
Og ..á morgun erum við búin að skemmta okkur sjálf í meira en 3 virka daga.....munu þeir þá koma og bjarga okkur frá lönguvitleysunni??
Síminn..því get ég ekki lofað...það er svo löng bið hjá okkur.
Einmitt..og hvar erum við í röðinni??
Ekki hugmynd..get ekki séð það hér..þetta er sko hjá tæknideildinni.
Ok..fáum við þá ekki afslátt af samningum við ykkur fyrir alla þá daga sem við erum að borga þjónustu en fáum EKKI?? Ég meina....það hlýtur að dragast af reikningnum okkar allir sá dagar sem við erum ekki að fá NEITT???
Sorry veit ekki..verður að tala við reikningadeildina um það..held samt ekki.
Held við fáum okkur bara venjulegt loftnet.
Það er ekki á neinn leggjandi að fá ekki að horfa á Gurrí og skagamenn vinna stórsigra í Tívíinu og þurfa bara að spila á meðan. Eða kveðast á og segja hvort öðru íslenska fyndni. Erum bara ekki í rétta skapinu.
Meiri langavitleysan sem sum fyrirtæki eru..ha???
frh. Miðvikudagur 16. janúar
Jæja kæri sími..núna hringi ég fyrir klukkan 4 eins og þú sagðir mér í gær og helst um morgun til að fá samband við týndu tæknimennina.
Já einmitt..fæ samband við tæknimann.
Tæknimaðurinn....Ha hva?? Nei það er enginn á leið til þín enda bilunin að öllum líkindum okkar megin. Við erum að reyna að fá tæknimann til að líta á þetta.
Ha hva meinaru..ykkar megin??? Hvað varð um allar þessar ítrekanir til tæknimanna að koma til mín og hringja til mín??? Það eru svörin sem ég hef fengið undanfarna daga og setið við símann til að vera nú örugglega við þegar kallið kemur. Ertu að segja mér að þið hafið ekki aðgengi að tæknimanni sem getur lagað ykkar megin þegar bilar??
Ha jú..þarf bara að senda beiðni í þjónustuborðið og biðja um að það verði litið á þetta.
Ha...???
Meinaru að það hafi enn ekki borist beiðni frá ykkur um viðgerð..ha ha ha????
Jú það verður farið í það núna en ég veit því miður ekki hvenær þetta verður komið í lag.
Ég hugsa aldrei illa til fólks og geri það heldur ekki núna. Þetta fólk sem þarf að vinna við svona aðstæður eru fórnarlömb furðulegra viðskiptahátta og fyrirtækjaþjónustu sem kannski einhver kleppari setti saman af gamni sínu svona til að gera hálfa þjóðina ga ga. Hvað veit maður.?? En ég hafði svo samband við reikningadeildina og lét skrá að ég vilji fá afslátt af janúar mánuði í samræmi við hversu lengi þessi bilun mun vara. Ég borga ekki fyrir það sem ég ekki fæ. Það verður svo tekið tillit til þess þegar bilunin er komin í lag hvort og hversu mikinn afslátt ég fæ.
Þessi færsla er í boði Örbylgjuloftnets sem er á leið upp á mitt þak eins fljótt og auðið er. Það er sko þegar rafvirkinn kemur næst í bæinn. Hann er í fjölskyldunni svo við treystum honum.
Verð bara að fá mér eina kókosbollu til að ná mér niður.. Goshhhh!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
15.1.2008 | 15:14
Get ekki bloggað þar sem ég er að...
....borða kókosbollu. slurp smjatt og pjatt
Vá hvað þær eru himneskar og klístraðar.
Svo þarf ég að leggjast í leiðangur og fara að safna nýjum myndum í bloggmyndasafnið mitt sem er orðið æði tómlegt. Oft þurfti ég bara góða mynd og bloggið rann uppúr mér hreint og ómengað. Núna liggur við að ég fari að blogga um dægurmál og fréttir bara til að blogga eitthvað. Ekki að það sé neitt slæmt..bara alveg nógu margir að sjá um þá deildina.
Svo er ég líka að burðast við það að finna myndefni. Gera skissur og skraut á blað til að finna um hvað myndirnar sem eiga að sýnast í Ráðhúsinu í sumar eiga að vera. Var komin með dýrðarhugmynd sem datt til mín í draumi en er bara ekki að fæðast á þann máta sem virkar..allavega ekki enn sem komið er. Þarf líka að ákveða stærðir og litasamsetningar sem og hvort það verður olía eða akríll að þessu sinni. Gæti verið flott að mála konur og kókosbollur. Passa svo vel saman..guðdómlegar og engu líkar, mjúkar, gómsætar og maður losnar ekki við þær þegar þær hafa einu sinni fests við mann.. Og hvern langar líka til að lifa án kókosbolla??
Svo sit ég löngum stundum fyrir framan spegilinn og æfi mig ef ég yrði svo glaðlynd að enda í atvinnuviðtali. Passa mig að segja engin orð sem kalla á grettur eða það að ranghvolfa augum, sjúga upp í nef eða frussa. Maður verður nú að koma vel fyrir ef maður á að eiga möguleika. Og tala alvarlega og gáfulega um það sem maður veit og kann. Vera bara sæt og kurteis eins og ég er langoftast.
Jæja eins og ég sagði í upphafi færslu og í fyrirsögn..þá get ég ekki bloggað núna því ég er að borða kókosbollu. Kjamms.
Bæ.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
11.1.2008 | 12:59
Ég er enn á því að ég verði auðkýfingur
Þeir eru að auglýsa í blöðunum að nú séu seinustu förvöð að skrá sig og starfstitilinn í símaskránna.
Þeir sem þekkja mig vita að það er mitt markmið að verða skráð Katrín Snæhólm Baldursdóttir auðkýfingur (í anda og efni auðvitað) í símaskránna. Mér finnst ég vera orðin augðug í andanum en þetta efnislega er ekki alveg að gera sig ennþá. Ég örvænti samt ekkert þar sem ég hugga mig við það eiga mörg líf framundan til að láta markmið mitt rætast en þegar ég sá þessa auglýsingu vissi ég að mér væri borgið. Og það í þessu lífi.
Fjármálanámskeið sem ber yfirskriftina Úr mínus í plús og með þessu les maður bókina.... Þú átt skítnóg af peningum. (eða var það þú átt nóg af peningum?)
This is so my cup of tea ...er að hugsa um að skrá mig strax..bara verst að ég er ekki enn komin með vinnu og innkomu til að borga námskeiðið og fjárfesta í bókinni. Það gæti hins vegar verið að rofa til í vinnumálum eftir helgina...Get ekki beðið eftir að sjá hver hreppir hnossið. Mig sko.
Ætli ég verði ekki að bíða með skráninguna og starfsheitið í eitt ár til viðbótar.
Set núna bara Katrín Snæhólm Baldursdóttir Hnoss.
Hver ert þú samkvæmt símaskránni??
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
11.1.2008 | 00:55
Konur þurfa stund og stund fyrir sig
Þetta er ein af þeim stundum. Að vaka af sér dagskránna í sjónvarpinu þar til djúpur andardráttur heyrist úr hverju herbergi og Óli Lokbrá sannfærir mann um að allir séu nú á hans vegum ...þá byrjar stundin.
Tiplar létt á tánum og setur ljúfustu tónlistina í spilarann og sest við kertaljós og hugsar um ferðina einu og sönnu. Það gerir kona á svona stundum. Sér ljósin slokkna í hverjum glugga á eftir öðrum og hefst handa. Dregur fram gamla silfraða konfektkassann sem nú geymir hugleiðingar og ljósmyndir..allir þurfa að eiga einn svona kassa fyrir sitt og minningarnar.
Endurmeta og hugleiða....hlusta og anda. Um það er lífið. Finna út úr sínu.
Kíkja í skrudduna sem geymir leyndarmálin og skissurnar sem maður teiknar upp á stundum.
Lítil ljóð og frásagnir sem segja söguna mína en enginn fær enn að lesa.
Allt hefur sinn tíma.
Það er orðið alltof langt síðan ég gaf mér tíma til að hlusta á mitt...tíminn getur verið svo hverfull.
Maður heldur að maður hafi nægan tíma en svo hverfur hann bara í dagsins önn, syndir og streymir endalaust og verkefnin safnast upp sem áttu að gerast.
Þegar ég settist og skoðaði til baka á blogginu mínu sé ég að ég er komin í annan takt en ég var áður í. Er miklu meira í því sem er að gerast þarna fyrir utan og gleymi stundum að kona þarf tíma fyrir innra ferðalag. Ein með sjálfri sér og til að minna sig á hvað henni finnst merkilegast og mikilvægast. Hlusta á sína tónlist og heyra sinn eiginn hjartslátt. Setja sína stefnu á leiðina sem henni finnst skipta mestu máli.
Fiðrildi fiðrildi segðu mér
hvert á land þessari
för
heitið er.
Skal ég elta þína ör
eða fylgja minni eigin
flögrandi, lifandi litríku för??
Segðu mér sannleikur.
Gerið þið það reglulega að eiga svona stund, að endurmeta og skoða hvað er að virka og hvað ekki og hvert förinni er heitið. Eða láta flestir tening ráða kasti og sjá svo bara til hvar þeir lenda?
Hver er fararstjórinn á þessari vegferð okkar? Stundum held ég að ég ráði og ríki en oft sé ég að það er eitthvað allt annað sem stjórnar. Sem betur fer..því það er svo langt í frá að ég viti mínu viti.
Eitthvað annað
..eins og Páll Óskar syngur svo fallega um.
Það er eitthvað annað þarna úti.
En hvað það er
veit nú enginn
vandi er um slíkt að spá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari