Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Ástarkveðja um áramót og smá byltingarblogg ásamt leit að eftirrétti ársins.

Ég er búin að slappa svo vel af um jólin og gera allt rólegt til tilbreytingar og er hreinlega ekkert reið lengur. Eins gott.... annars hefði mér líklega verið skotið á loft annað kvöld og  ég verið langstærsta og bilaðasta bomban yfir íslandi!! Og örugglega líka sú háværasta.  En eftir að hafa verið í faðmi fjölskyldu og kærleiksblóma um hátíðarnar þá er ég bara slök og tilbúin í að faðma að mér nýtt ár í algerri bjartsýni og góðum væntingum..eða þar til annað kemur í ljós.

Flaming-June-c1895-Print-C10019635

En núna er ég að spá í einhverjum göldróttum og hrikalega spennandi eftirrétti sem ég get tekið með til mömmu annað kvöld en þar ætlum við stórfjölskyldan að taka fagnandi saman á móti nýju ári. Fyrr um daginn þegar ég er búin að velja eina af þeim uppskriftum af frábærum eftirréttum sem ég veit að þið munuð dæla í athugasemdakerfið mitt....þá ætla ég að láta smá illa svona bara til að klára árið með stæl og mæta í gönguna sem gengin verður frá Stjórnarráðinu klukkan 13.30 á morgun gamlársdag og að Hótel Borg til að Bandithalda á blysi og blása út því sem mér finnst um ..æ þið vitið. 

Komiði öll líka og gerum smá galdur sem virkar þannig að kryddsíldarkverúlantarnir standi bara upp og labbi út um leið og þau kveðja þjóðina og biðjast afsökunar á vanhæfi sínu og því hvað þau voru lengi að fatta hvað við vorum að meina allan tímann meðan við mótmæltum.

Svo hef ég setið prúð í dag  á kaffihúsi og sett á blað ýmislegt sem mun setja mark sitt á mitt nýja ár. Eitt af því dásamlega sem ég ætla að gera er að skella mér á námskeið í skapandi skrifum svo ég geti skáldað upp nýjar og frábærlega fínar og fallegar reglur og gildi fyrir Nýja Íslandið okkar sem við ætlum að skapa saman þegar spillingaröflunum hefur verið komið frá. Er það ekki bara gott plan?

Aldrei að vita hvað leynsist í dulvitundinni sem kemur svo upp á yfirborð konu og í gegnum pennann hennar þegar hún er búin að leggja sig og dreyma lausnirnar sem við þurfum svo núna.

vk2007b-kushpillowbook

Og svo óska ég þess að ég verði aldrei aftur svona reið og magnvana yfir heimsku og hroka manna og kvenna sem kannski vita ekki betur. Að ég verði svo fullorðin og þroskuð á nýju ári að ég andi rólega meðan ég geri byltinguna með ykkur hinum og verði alveg hrikalega yfirveguð og með jarðbundna dómgreind þegar ég tjái mig í ræðu og riti um landsmálin.  Eða ekki.

Anyway...lumið þið ekki á einum góðum eftirrétti fyrir bloggvinkonu ykkar sem lofar vænni sneið um leið og ég óska ykkur alls hins besta á nýju ári og vona að allt það besta sem til er í henni veröld verði á vegi ykkar þrátt fyrir ...æ þið vitið.

p.s flott væri að eftirrétturinn líti þannig út að það hafi tekið mig meira en allan daginn að gera hann..en í raun á hann samt að vera hrikalega fljótlegur, einfaldur og hrikalega góður. Það tekur örugglega smá tíma allt þetta með blysin og það..og því þarf þetta að vera svona. Veit þið skiljið hvað ég er að fara.Whistling

Ástar og áramótakveðja til ykkar..Smjúts!!


Hvernig sérðu nýja árið fyrir þér.. hvað gerist árið 2009?

Ég hef verið að velta þessu fyrir mér og spá og spekúlera hvernig allt verði eiginlega. Það sem ég heyri af fólki í kringum mig eru pælingar um það að flytjast af landi brott..sumir eru að klára uppsagnarfrest, aðrir með hrikalegar áhyggjur af heimili og framtíð fjölskyldunnar sinnar meðan aðrir yppa öxlum og ætla að sjá til. Getur vont versnað spyr ég mig daglega þegar ég les fréttir og fylgist með ástandinu.,.spillingunni sem heldur áfram að koma upp á yfirborðið og lekur inn í alla afkima þjóðfélagsins en enginn gerir neitt. Nema auðvitað mótmælendurnir sem eru farnir að láta til sín taka daglega með ýmsum aðgerðum.  Gott hjá þeim!!!

480d6e39ce42c022_pics

Hvernig verður eiginlega þetta samfélag okkar eftir niðurskurðinn á öllum helstu velferðarsviðunum, þúsundir manna og kvenna atvinnulaus og með bætur sem duga ekki fyrir grunnþörfunum, fyrirtækin rúlla yfir og bankar og lögmenn verða á fullu að innheimta..eða á ég að segja kreista... síðustu krónur fólksins til sín eftir stærsta arðrán íslandssögunnar??

Verður hægt að búa hér og hvernig mun sú meðferð sem þjóðin hefur nú fengið koma fram? Halda stjórnvöld í alvöru að reiðin, gremjan, vonbrigðin, örvæntingin og illskan yfir því að ölllu hafi verið kippt undan fjölskyldum landsins muni bara gufa upp í rólegheitunum og á meðan ráðamenn og konur sitja og fullgera hvítbókina þar sem enginn verður dreginn til saka fyrir eitt eða neitt. Já ég velti því fyrir mér hvort það sé ekki kaldhæðnislegt að senda út jóla og áramóta kortin núna og óska öllum velfarnaðar á komandi ári?

Auðvitað á óskin fullan rétt á sér og hennar eflaust meiri þörf en nokkru sinni áður.....mér sýnist bara að hún muni ekki rætast hjá svo mörgum.  Því miður.

Ég er hugsi yfir öllu þessu en mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að geta borið höfuðið hátt og ég spyr mig... Eru ráðamenn þessarar þjóðar að gera allt sem í þeirra valdi stendur svo þessi þjóð geti borið höfuðið hátt? Geta þeir sjálfir borið höfðuðið hátt þegar þeir horfast í augu við sjálfa sig í speglinum og spyrja..."Er ég að gera allt sem í mínu valdi stendur til að þjóna þeim hagsmunum sem ég var kosinn til? Nei nei og aftur nei eru svörin sem koma upp í kolli mínum. Ég held að ég hafi aldrei haft eins litla trú eða traust á neinu fólki eins og þessu fólki sem hér ræður ferð. Ég ætla ekki einu sinni að setja þau orð á prent sem koma upp í huga minn þegar ég hugsa til þeirra. Það eru jú að koma jól og gott fyrir sálartetrið að hreinsa huga og hjarta....svo maður verður að spara orðbragðið.

Ég ætla að setja ljós í eldhúsgluggann og pakka nokkrum litlum gjöfum núna og mótmæla svo á laugardaginn eins og alla aðra laugardaga. Svo held ég að ég gerist bara alvöru aktivisti og fari út að hnoða snjóbolta. Svo asskoti góður efniviðurinn í þá núna...hvert ég ætla svo að kasta þeim kemur  í ljós.

Árið 2009 ætla ég svo bara að takast á við þegar það kemur. 

Curiosity-Print-C10206227

 

 

 


Táknrænn gjörningur í Lækjargötu. Hefur ekki náð athygli fjölmiðla.

6a00d83451bf6769e201053662f4a7970c-800wi

Hvernig getum við útskýrt þetta fyrir þessum elskum?? Strangtrúaðir vilja klína á þau stórsyndum strax við fæðingu og ríkisvaldið ásamt auðvaldinu er búið að skuldsetja þau um milljónir á milljónir ofan áður en þau eru búin að læra að tala. Sorglegra en tárum taki.

Ég sá þessar myndir á netinu og ákvað að fá þær lánaðar til birtingar á blogginu mínu til að vekja athygli á þessum flotta gjörningi fyrst hann nær ekki athygli fjölmiðlanna. Vona að mér verði fyrirgefið það.

6a00d83451bf6769e20105365aabc6970b-800wi


17 mínútna þögn gegn 17 ára valdatíð sjálfstæðisflokksins með hrikalegum afleiðingum fyrir okkur öll.

Ef þú ert enn að leita að ástæðu til að sýna samstöðu og mótmæla spillingu valdhafa og gagnsleysi ráðamanna þá eru hér t.d nokkrar mjög magnaðar ástæður sem eru um leið sjokkerandi svo ekki sé sterkar til orða tekið. . Hvet ykkur til að lesa nýjustu færsluna hjá  Kreppunni. http://kreppan.blog.is  eins færslurnar hjá www.raksig.blog.is

Eftir síðustu aðgerðir stjórnvalda trúi ég ekki öðru að nú sé fólk búið að fá Nóg og þyrpist út á göturnar gegn þessu alræðisvaldi sem tekur sér hreinlega  stöðu gegn fólkinu í landinu.....og með auðmönnum og svindlurum sem eru enn ekkert að hægja á sér í spillingarleiknum.  Við erum að tala um 17 mínútur fólk..17 mínútur frá einhverju öðru sem þið eruð að gera.

Sjáumst og látum þögnina tala fyrir okkur núna og svo boðum við sterkt og markvisst andóf strax eftir jólin. Þá mun ég ekki þegja og ekki standa kyrr. Þá er fresturinn útrunninn fyrir þessi stjórnvöld og hrokafulla framkomu þeirra til að hundsa okkur meira.

Sjáumst.

AUSTURVÖLLUR KLUKKAN 15.00.


Veit einhver hverjir þessir 30 karlar og 3 konur eru sem allir eru að tala um???

Veðrið er alveg í stil við hvernig mér líður núna. Það er hvirfilvindur í hausnum á mér eftir fréttir og atburði dagsins. Og ég vil vita hvaða fólk þetta er sem sagt er að eigi sinn þátt í þessum hrunadansi sem hér hefur verið dansaður í kringum gullkálfinn.

Lágmarks kurteisi að fá allavega að sjá framan í þá sem eru búnir að setja líf mitt í fastar skorður. Mjög fastar skorður. Ég hafði einhvern veginn haft þá ímynd af minni framtíð og mínu lífi að ég réði einhverju þar um. Mig langar bara að sjá þá sem hafa tekið sér það bessaleyfi að leika sér með líf og drauma okkar flestra.

Ekki hafa áhyggjur..ég ætla ekkert að rasskella neinn með íslensku trésleifinni minni. Ég er alltof þreytt til þess eftir þessa mánuði sem liðnir eru frá bankahruninu. Bara uppgefin sko.

Best að setja Bing Crosby á fóninn og spá í jólin. Svo getum við þagað saman á laugardaginn á Austurvelli. Það er nefninlega ekkert meira að segja í bili. Mér er orða vant, ég er kjaftstopp og ég kann ekki fleiri lýsingarorð til að reyna að lýsa firringunni hérna. Svo ég þegi bara.

venusTré Gult

 


Glætan spætan að ég sé komin í jólafrí..frestum jólunum og gerum byltingu!

Eins og staðan er núna er réttast fyrir íslendinga að fresta jólunum fram í miðjan janúar og gera það sem gera þarf núna svo við getum í alvörunni haldið hátíðleg og gleðileg jól saman. Það er hreinlega ekki hægt með þennan spillingarfnyk fjúkandi um allt .

Hann eyðileggur piparkökuilminn, skítug fótspor siðspillingarinnar trampa niður fallegan jólasnjóinn og Jólasveinarnir þora ekki til byggða vegna óttans við hið grímulausa vald sem sýnir nú sitt rétta andlit. Miklu ljótara og grimmara en andlit Grýlu sjálfrar.

Gerum alvöru jólahreingerningu, skúrum og skrúbbum út skítinn úr þessu samfélagi og skundum svo á Þingvöll og treystum vor heit. Tökum höndum saman og stengjum þess heit að hér skuli verða gert hreint fyrir öllum dyrum og höldum svo jólin kát og glöð vitandi að við gerðum það sem þurfti að gera. Ég get ekki einu sinni sungið glaðlegu jólalögin fyrr en þetta er að baki..hrekk bara í Maístjörnuna áður en ég veit af.

Það má greinilega engan tíma missa núna. Stjórnvöld treysta á jólahamaganginn til að klára koma öllu fyrir eins og þau vilja hafa það og segja svo þegar við komum úr jólafríinu að því miður verði nú engu breytt og henda í okkur Hvítbókinni þar sem allar sögupersónur eru eins og skjannahvítir englar eftir jólahvítþvottinn. 

Eða heldur einhver eftir atburði sl daga og vikur að það hafi orðið einhver hugarfarsbreyting hjá afglöpum þessa lands?? I dont think so.

Jól í Janúar, bylting í desember skal standa á mínu mótmælaspjaldi á laugardaginn...þ.e ef ég hendi ekki bara af mér svuntunni strax og set á mig aðgerðaklútinn.Bandit

DE-228~Farniente-Posters

 

 Svo heldur fólk að húsmæður á miðjum aldri séu ekkert uppreisnargjarnar og haldi stillingu sinni ætíð og alltaf. Það er auðvitað langsóttur misskilningur sem leiðréttist hér með með sjálfri mér.

Mitt kvenlega innsæi segir mér nefninlega að nú séu íslendingar búnir að fá NÓG og að nú verði piparkökubakstrinum frestað fyrir hörkuaðgerðir.

Og ég ætla að vera með í þeim!!!

  Og til að halda nú uppi jólaboðskapnum þá er ég sannfærð um að afmælisbarnið hann Jésú hefði nefninlega staðið vaktina á Austurvelli með okkur hinum og látið heldur betur illum látum í sumum bönkum og fjármálaeftirlitum landsins. Hann hefði sko velt um borðum og haft hátt eins og unga fólkið sem mætti á pallana í Alþingi en ekki setið heima hjá sér með kakó og fordæmt uppreisnina gegn kerfiskörlum gegnum lyklaborðið.  Ó nei

Til hamingju með afmælið Jésús minn..ég veit að þú fyrirgefur okkur þennan gjörning að fresta afmælinu þínu fram í janúar núna þegar þú veist hver ástæðan er kallinn minn.  Þú færð kannski bara alvöru lýðræði í afmælisgjöf í staðinn og helling af alvöru mannkærleika, réttlæti, sannleika og samkennd..ok?

 


Dásamlegur jólasnjór, morgunkyrrð og minna dásamlegt Ruv sem hefur bara efni á beinum handboltalýsingum en ekki beinum útsendingum frá Borgarafundum. Smart!!!

 7906cat~Lakeside-Park-Posters

 

 

 

 

 

Dagurinn byrjað svo vel og fallega...dúnmjúkur jólasnjór og morgunþrammið bara eins kyrrlátt og fallegt og það gat orðið. Marraði í mjöllinni undir fótunum og jólaljósin á trjánum verða alltaf eins og mystísk undir snjóhulu.

Moggarnir tróðu sér ákafir inn um lúgurnar í vesturbænum eins og þeir væntu þess að fá nýbakaðar piparkökur um leið og þeir féllu fagurlega..nei segjum jólalega..á gólfið. Orðstýr húsmóðurinnar í vesturbænum hvefur farið víða!!

Það var samt smá rok í höfðinu á mér. Var að láta mig hlakka til BORGARAFUNDARINS í kvöld í Háskólabíói klukkan 20.00 en um leið að ergja mig á þeirri ákvörðun Ruv að sjónvarpa honum ekki til landsbyggðarinnar. Þarna verða mjög mikilvæg mál rædd, verkalýðshreyfingin situr fyrir svörum og lífeyrissjóðsmálin brenna á mörgum núna.

Rúvarar bera fyrir sig að þeir hafi ekki fjármagn fyrir svona beina útsendingu. En gátu samt verið með beina frá leik FH og Hauka í gær.

Hvers konar forgangsröðun er þetta eiginlega á ögurtímum???

Þegar ég hnippti í öxl eins tæknimanns Rúv á síðasta Borgarafundi sem var sendur út beint...og þakkaði fyrir að þeir væru að standa vaktina..var hann bara glaður og sagði.."Auðvitað erum við hér. Það er okkar HLUTVERK að koma svona fundum til allra landsmanna".

Hvað breyttist síðan þá???

Hvet bara alla til að mæta snemma. Síðast þegar ég og minn ektamaki komum í hús tuttugu mínútum fyrir átta var húsið orðið nær fullt og setið í öllum sætum. Anddyrið var svo troðið líka og þurftu noikkur hundruð manns frá að hverfa. 

Skora svo á Pál Magnússon að splæsa bensínstyrk sínum af stóra jeppanum næsta árið og nota frekar í beina úsendingu fyrir landsbyggðina frá fundinum í kvöld. Við sem borgum launin þín kjósum heldur þá forgangsröðun Palli minn og ef það væri einhver töggur í þér þá myndir þú gera ALLT sem hægt væri til að Ruv standi vaktina og sinni HLUTVERKI sínu eins og einn starfsmaður ykkar orðaði það svo fallega um daginn. 

Yndislegur þessi jólasnjór..ha??  Frábært ef samviska og siðferði ráðamanna væri eins hrein og hvít og nýfallin mjöllin. Maður má nú óska sér svona rétt fyrir jólinHeart

snowlargesnowflakelarge123101a016

 


Þetta er gleðilegt jólablogg með smá mótmælaívafi:)

Friðarboðskapur

Nú ætla ég ekkert að hlusta né horfa á fréttirnar. Það er ekki fyrir venjulegt fólk að fylgjast með ruglinu og lygaspunanum sem vellur upp úr ráðamönnum og konum sem muna ekkert hvað þau sögðu eða hvenær. Og ekki er það nú alveg samkvæmt jólaboðskapnum að muna ekkert eftir því hvað stendur í boðorðunum..ha?

Þú skalt ekki ljúga..þú skalt ekki stela.

Var það ekki einhvernveginn svoleiðis? Til hvers eru menn að þramma á eftir prestinum í Dómkirkjunni og krossa sig bak og fyrir þegar alþingi er sett ef þeir ætla svo ekkert að fara eftir reglunum?? Er þetta bara einhver sýndarmennska. Ekki að þeir kunni hana ekki upp á tíu. Sýndarmennskuna.

Má svo sem bæta við einu orði..  svona nútíma boðorði.  Þú skalt heiðra þjóð þína og land og aldrei láta eigin hagsmuni ganga framar hennar hagsmunum né fólksins í landinu.

 Ég ætla að anda inn og anda út því fáránleikinn sem er yfir og allt um kring hefur ekki góð áhrif á mig. Ég ætla bara að hlusta á jólalög, kaupa fallegar gjafir til að senda til Sunnevu minnar og Matt í englandi...kannsk íslenskan kjötbita og konfekt með. Fylla svo pakkana með móðurlegu jólaknúsi og kossum. og íslenskum mjúkum jólasnjó.

englasöngur

Svo ætla ég að MÓTMÆLA sem aldrei fyrr á morgun. En í dag ætla ég að vera í jólafríi og finna englaorku fylla hverja taug.

Eigið góðan dag kæru bloggvinir.


Græðgi deyr aldregi.....!

apalæti

Lestir eru lævísir og vondir og fæstir vilja þá bera en þegar þeir hafa náð tökum sínum á manneskjum þá eru þeir komnir í hásætið en manneskjan undirokuð af þeim. Græðgi og valdasýki eru lestir sem aldrei minnka en vaxa bara og vaxa og nærast á sjálfum sér. Þeir stoppa aldrei, fá aldrei NÓG og það er aldrei komið að leiðarlokum hjá þeim. Kannski ekki fyrr en þeir hafa tortímt öllu og öllum í kringum sig. Og á endanum tortíma þeir svo sjálfum sér líka.

Þetta er gott að muna þegar við lítum yfir vígvöll íslands..hinar rjúkandi rústir græðgisvæðingarinnar og valdaspillingarinnar...þetta gerspillta vald mun aldrei víkja og það er blekking að halda að þeir sem haldnir eru græðgi og valdafíkn á háu stigi séu eitthvað að fara að lagast.  En það eru enn nokkrir sem bíða og vona eftir að ástandið lagist og að sjúklingunum batni sem komu hér öllu á kaldan klakann.

MM127

Það er gott að eiga von..satt er það, en það er fáránlegt að vona að lestirnir hverfi á braut með sjálfum sér. Þeir eru komnir til að vera. Kurteislegar beiðnir eða réttlátar kröfur fólksins munu engu breyta þar um. Engu. Það þarf eitthvað mjög róttækt til að knýja fram breytingar hérna. Enn sem komið er hef ég ekki hugmynd um hvað dugar eiginlega. Kannski þarf að rasskella ráðamenn svo fast á rassgatið með íslenskum trésleifum að það rjúki úr rassgatinu á þeim..... svo þeir geti hreinlega ekki lengur setið í ráðherra og embættismanna stólum sínum. Og það í óþökk þjóðar. Skammist ykkar bara.

Skýrasta dæmið um svona kalla er auðvitað Davíð sjálfur Oddsson.....það er ekki nokkur leið að losna við manninn, hann er verri en óværur á við breskan lúsarstofn. Þær eru bara ódrepandi þessar elskur. 

Davíð getur ekki hætt og farið og hann sjálfur er auðvitað aðalatriðið í geiminu..ekki við eða hagsmunir okkar. Hann er greinilega með þennan snaróða apalöst á bakinu sem ræður ferðinni.

Rakst hér á grein sem útskýrir þetta vel. Aðrar þjóðir fvirðast alveg gera sér grein fyrir hvað svona ástand sem ráðamenn íslands eru haldnir er kallað. Þetta er nokkurs konar sjúkdómur..og við verðum öll sýkt ef við krefjusmt þess ekki að sjúklingarnir verði hreinlega lagðir inn og heilbrigðu fólki verði hleypt að stjórnun landsins.

Lesið grein um Psykopatana hér..

http:/mariannafridjonsdottir.blog.is/mariannafridjonsdottir/#-733876


Ertu maður eða motta?

Menn standa upp fyrir rétti sínum  þegar þeir eru beittir ranglæti og grunnöryggisþörfum þeirra ógnað. Mottur eru þeir sem láta ganga yfir sig endalaust og allan sinn mannlega rétt án þess að æmta eða skræmta.

Sem betur fer hefur hver maður val.

Mig langar að benda öllum sem vilja sjá með eigin augum á þetta myndband hér og hvet um leið fréttastofur landsins til að sýna þetta myndband óklippt í fréttatímum sínum. Um leið gefst þeim sem hafa farið um bloggheima og kaffistofur landsins með hrópum og köllum um skrílslæti og ofbeldi þeirra sem mótmæla tilefni til að biðja þetta fólk afsökunar á ummælum sínum.

Ég lýsi hér með aðdáun minni á þessu flotta fólki og lögreglunni. Þið voruð okkur öllum til sóma. Ef þetta unga fólk sem þarna var saman komið er framtíð okkar hef ég ekki áhyggjur. Ég hef hins vegar þungar áhyggjur af þeim öflum sem sitja fyrir því að breytingarnar sem við viljum sjá verði að raunveruleika.

Svo sendi ég samstöðukveðjur til allar manna sem mótmæla og þora að standa gegn óréttlætinu og spillingunni sem hér viðgengst...við skulum hvergi hvika!!!!

Motturnar mega svo liggja eins lengi og þeim sjálfum hugnast.

 

Það er linkur beint á myndbandið í athugasemd númer tvö!!!Wink

 


Næsta síða »

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 311441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband