Leita í fréttum mbl.is

17 mínútna þögn gegn 17 ára valdatíð sjálfstæðisflokksins með hrikalegum afleiðingum fyrir okkur öll.

Ef þú ert enn að leita að ástæðu til að sýna samstöðu og mótmæla spillingu valdhafa og gagnsleysi ráðamanna þá eru hér t.d nokkrar mjög magnaðar ástæður sem eru um leið sjokkerandi svo ekki sé sterkar til orða tekið. . Hvet ykkur til að lesa nýjustu færsluna hjá  Kreppunni. http://kreppan.blog.is  eins færslurnar hjá www.raksig.blog.is

Eftir síðustu aðgerðir stjórnvalda trúi ég ekki öðru að nú sé fólk búið að fá Nóg og þyrpist út á göturnar gegn þessu alræðisvaldi sem tekur sér hreinlega  stöðu gegn fólkinu í landinu.....og með auðmönnum og svindlurum sem eru enn ekkert að hægja á sér í spillingarleiknum.  Við erum að tala um 17 mínútur fólk..17 mínútur frá einhverju öðru sem þið eruð að gera.

Sjáumst og látum þögnina tala fyrir okkur núna og svo boðum við sterkt og markvisst andóf strax eftir jólin. Þá mun ég ekki þegja og ekki standa kyrr. Þá er fresturinn útrunninn fyrir þessi stjórnvöld og hrokafulla framkomu þeirra til að hundsa okkur meira.

Sjáumst.

AUSTURVÖLLUR KLUKKAN 15.00.


Veit einhver hverjir þessir 30 karlar og 3 konur eru sem allir eru að tala um???

Veðrið er alveg í stil við hvernig mér líður núna. Það er hvirfilvindur í hausnum á mér eftir fréttir og atburði dagsins. Og ég vil vita hvaða fólk þetta er sem sagt er að eigi sinn þátt í þessum hrunadansi sem hér hefur verið dansaður í kringum gullkálfinn.

Lágmarks kurteisi að fá allavega að sjá framan í þá sem eru búnir að setja líf mitt í fastar skorður. Mjög fastar skorður. Ég hafði einhvern veginn haft þá ímynd af minni framtíð og mínu lífi að ég réði einhverju þar um. Mig langar bara að sjá þá sem hafa tekið sér það bessaleyfi að leika sér með líf og drauma okkar flestra.

Ekki hafa áhyggjur..ég ætla ekkert að rasskella neinn með íslensku trésleifinni minni. Ég er alltof þreytt til þess eftir þessa mánuði sem liðnir eru frá bankahruninu. Bara uppgefin sko.

Best að setja Bing Crosby á fóninn og spá í jólin. Svo getum við þagað saman á laugardaginn á Austurvelli. Það er nefninlega ekkert meira að segja í bili. Mér er orða vant, ég er kjaftstopp og ég kann ekki fleiri lýsingarorð til að reyna að lýsa firringunni hérna. Svo ég þegi bara.

venusTré Gult

 


Glætan spætan að ég sé komin í jólafrí..frestum jólunum og gerum byltingu!

Eins og staðan er núna er réttast fyrir íslendinga að fresta jólunum fram í miðjan janúar og gera það sem gera þarf núna svo við getum í alvörunni haldið hátíðleg og gleðileg jól saman. Það er hreinlega ekki hægt með þennan spillingarfnyk fjúkandi um allt .

Hann eyðileggur piparkökuilminn, skítug fótspor siðspillingarinnar trampa niður fallegan jólasnjóinn og Jólasveinarnir þora ekki til byggða vegna óttans við hið grímulausa vald sem sýnir nú sitt rétta andlit. Miklu ljótara og grimmara en andlit Grýlu sjálfrar.

Gerum alvöru jólahreingerningu, skúrum og skrúbbum út skítinn úr þessu samfélagi og skundum svo á Þingvöll og treystum vor heit. Tökum höndum saman og stengjum þess heit að hér skuli verða gert hreint fyrir öllum dyrum og höldum svo jólin kát og glöð vitandi að við gerðum það sem þurfti að gera. Ég get ekki einu sinni sungið glaðlegu jólalögin fyrr en þetta er að baki..hrekk bara í Maístjörnuna áður en ég veit af.

Það má greinilega engan tíma missa núna. Stjórnvöld treysta á jólahamaganginn til að klára koma öllu fyrir eins og þau vilja hafa það og segja svo þegar við komum úr jólafríinu að því miður verði nú engu breytt og henda í okkur Hvítbókinni þar sem allar sögupersónur eru eins og skjannahvítir englar eftir jólahvítþvottinn. 

Eða heldur einhver eftir atburði sl daga og vikur að það hafi orðið einhver hugarfarsbreyting hjá afglöpum þessa lands?? I dont think so.

Jól í Janúar, bylting í desember skal standa á mínu mótmælaspjaldi á laugardaginn...þ.e ef ég hendi ekki bara af mér svuntunni strax og set á mig aðgerðaklútinn.Bandit

DE-228~Farniente-Posters

 

 Svo heldur fólk að húsmæður á miðjum aldri séu ekkert uppreisnargjarnar og haldi stillingu sinni ætíð og alltaf. Það er auðvitað langsóttur misskilningur sem leiðréttist hér með með sjálfri mér.

Mitt kvenlega innsæi segir mér nefninlega að nú séu íslendingar búnir að fá NÓG og að nú verði piparkökubakstrinum frestað fyrir hörkuaðgerðir.

Og ég ætla að vera með í þeim!!!

  Og til að halda nú uppi jólaboðskapnum þá er ég sannfærð um að afmælisbarnið hann Jésú hefði nefninlega staðið vaktina á Austurvelli með okkur hinum og látið heldur betur illum látum í sumum bönkum og fjármálaeftirlitum landsins. Hann hefði sko velt um borðum og haft hátt eins og unga fólkið sem mætti á pallana í Alþingi en ekki setið heima hjá sér með kakó og fordæmt uppreisnina gegn kerfiskörlum gegnum lyklaborðið.  Ó nei

Til hamingju með afmælið Jésús minn..ég veit að þú fyrirgefur okkur þennan gjörning að fresta afmælinu þínu fram í janúar núna þegar þú veist hver ástæðan er kallinn minn.  Þú færð kannski bara alvöru lýðræði í afmælisgjöf í staðinn og helling af alvöru mannkærleika, réttlæti, sannleika og samkennd..ok?

 


Dásamlegur jólasnjór, morgunkyrrð og minna dásamlegt Ruv sem hefur bara efni á beinum handboltalýsingum en ekki beinum útsendingum frá Borgarafundum. Smart!!!

 7906cat~Lakeside-Park-Posters

 

 

 

 

 

Dagurinn byrjað svo vel og fallega...dúnmjúkur jólasnjór og morgunþrammið bara eins kyrrlátt og fallegt og það gat orðið. Marraði í mjöllinni undir fótunum og jólaljósin á trjánum verða alltaf eins og mystísk undir snjóhulu.

Moggarnir tróðu sér ákafir inn um lúgurnar í vesturbænum eins og þeir væntu þess að fá nýbakaðar piparkökur um leið og þeir féllu fagurlega..nei segjum jólalega..á gólfið. Orðstýr húsmóðurinnar í vesturbænum hvefur farið víða!!

Það var samt smá rok í höfðinu á mér. Var að láta mig hlakka til BORGARAFUNDARINS í kvöld í Háskólabíói klukkan 20.00 en um leið að ergja mig á þeirri ákvörðun Ruv að sjónvarpa honum ekki til landsbyggðarinnar. Þarna verða mjög mikilvæg mál rædd, verkalýðshreyfingin situr fyrir svörum og lífeyrissjóðsmálin brenna á mörgum núna.

Rúvarar bera fyrir sig að þeir hafi ekki fjármagn fyrir svona beina útsendingu. En gátu samt verið með beina frá leik FH og Hauka í gær.

Hvers konar forgangsröðun er þetta eiginlega á ögurtímum???

Þegar ég hnippti í öxl eins tæknimanns Rúv á síðasta Borgarafundi sem var sendur út beint...og þakkaði fyrir að þeir væru að standa vaktina..var hann bara glaður og sagði.."Auðvitað erum við hér. Það er okkar HLUTVERK að koma svona fundum til allra landsmanna".

Hvað breyttist síðan þá???

Hvet bara alla til að mæta snemma. Síðast þegar ég og minn ektamaki komum í hús tuttugu mínútum fyrir átta var húsið orðið nær fullt og setið í öllum sætum. Anddyrið var svo troðið líka og þurftu noikkur hundruð manns frá að hverfa. 

Skora svo á Pál Magnússon að splæsa bensínstyrk sínum af stóra jeppanum næsta árið og nota frekar í beina úsendingu fyrir landsbyggðina frá fundinum í kvöld. Við sem borgum launin þín kjósum heldur þá forgangsröðun Palli minn og ef það væri einhver töggur í þér þá myndir þú gera ALLT sem hægt væri til að Ruv standi vaktina og sinni HLUTVERKI sínu eins og einn starfsmaður ykkar orðaði það svo fallega um daginn. 

Yndislegur þessi jólasnjór..ha??  Frábært ef samviska og siðferði ráðamanna væri eins hrein og hvít og nýfallin mjöllin. Maður má nú óska sér svona rétt fyrir jólinHeart

snowlargesnowflakelarge123101a016

 


Þetta er gleðilegt jólablogg með smá mótmælaívafi:)

Friðarboðskapur

Nú ætla ég ekkert að hlusta né horfa á fréttirnar. Það er ekki fyrir venjulegt fólk að fylgjast með ruglinu og lygaspunanum sem vellur upp úr ráðamönnum og konum sem muna ekkert hvað þau sögðu eða hvenær. Og ekki er það nú alveg samkvæmt jólaboðskapnum að muna ekkert eftir því hvað stendur í boðorðunum..ha?

Þú skalt ekki ljúga..þú skalt ekki stela.

Var það ekki einhvernveginn svoleiðis? Til hvers eru menn að þramma á eftir prestinum í Dómkirkjunni og krossa sig bak og fyrir þegar alþingi er sett ef þeir ætla svo ekkert að fara eftir reglunum?? Er þetta bara einhver sýndarmennska. Ekki að þeir kunni hana ekki upp á tíu. Sýndarmennskuna.

Má svo sem bæta við einu orði..  svona nútíma boðorði.  Þú skalt heiðra þjóð þína og land og aldrei láta eigin hagsmuni ganga framar hennar hagsmunum né fólksins í landinu.

 Ég ætla að anda inn og anda út því fáránleikinn sem er yfir og allt um kring hefur ekki góð áhrif á mig. Ég ætla bara að hlusta á jólalög, kaupa fallegar gjafir til að senda til Sunnevu minnar og Matt í englandi...kannsk íslenskan kjötbita og konfekt með. Fylla svo pakkana með móðurlegu jólaknúsi og kossum. og íslenskum mjúkum jólasnjó.

englasöngur

Svo ætla ég að MÓTMÆLA sem aldrei fyrr á morgun. En í dag ætla ég að vera í jólafríi og finna englaorku fylla hverja taug.

Eigið góðan dag kæru bloggvinir.


Græðgi deyr aldregi.....!

apalæti

Lestir eru lævísir og vondir og fæstir vilja þá bera en þegar þeir hafa náð tökum sínum á manneskjum þá eru þeir komnir í hásætið en manneskjan undirokuð af þeim. Græðgi og valdasýki eru lestir sem aldrei minnka en vaxa bara og vaxa og nærast á sjálfum sér. Þeir stoppa aldrei, fá aldrei NÓG og það er aldrei komið að leiðarlokum hjá þeim. Kannski ekki fyrr en þeir hafa tortímt öllu og öllum í kringum sig. Og á endanum tortíma þeir svo sjálfum sér líka.

Þetta er gott að muna þegar við lítum yfir vígvöll íslands..hinar rjúkandi rústir græðgisvæðingarinnar og valdaspillingarinnar...þetta gerspillta vald mun aldrei víkja og það er blekking að halda að þeir sem haldnir eru græðgi og valdafíkn á háu stigi séu eitthvað að fara að lagast.  En það eru enn nokkrir sem bíða og vona eftir að ástandið lagist og að sjúklingunum batni sem komu hér öllu á kaldan klakann.

MM127

Það er gott að eiga von..satt er það, en það er fáránlegt að vona að lestirnir hverfi á braut með sjálfum sér. Þeir eru komnir til að vera. Kurteislegar beiðnir eða réttlátar kröfur fólksins munu engu breyta þar um. Engu. Það þarf eitthvað mjög róttækt til að knýja fram breytingar hérna. Enn sem komið er hef ég ekki hugmynd um hvað dugar eiginlega. Kannski þarf að rasskella ráðamenn svo fast á rassgatið með íslenskum trésleifum að það rjúki úr rassgatinu á þeim..... svo þeir geti hreinlega ekki lengur setið í ráðherra og embættismanna stólum sínum. Og það í óþökk þjóðar. Skammist ykkar bara.

Skýrasta dæmið um svona kalla er auðvitað Davíð sjálfur Oddsson.....það er ekki nokkur leið að losna við manninn, hann er verri en óværur á við breskan lúsarstofn. Þær eru bara ódrepandi þessar elskur. 

Davíð getur ekki hætt og farið og hann sjálfur er auðvitað aðalatriðið í geiminu..ekki við eða hagsmunir okkar. Hann er greinilega með þennan snaróða apalöst á bakinu sem ræður ferðinni.

Rakst hér á grein sem útskýrir þetta vel. Aðrar þjóðir fvirðast alveg gera sér grein fyrir hvað svona ástand sem ráðamenn íslands eru haldnir er kallað. Þetta er nokkurs konar sjúkdómur..og við verðum öll sýkt ef við krefjusmt þess ekki að sjúklingarnir verði hreinlega lagðir inn og heilbrigðu fólki verði hleypt að stjórnun landsins.

Lesið grein um Psykopatana hér..

http:/mariannafridjonsdottir.blog.is/mariannafridjonsdottir/#-733876


Ertu maður eða motta?

Menn standa upp fyrir rétti sínum  þegar þeir eru beittir ranglæti og grunnöryggisþörfum þeirra ógnað. Mottur eru þeir sem láta ganga yfir sig endalaust og allan sinn mannlega rétt án þess að æmta eða skræmta.

Sem betur fer hefur hver maður val.

Mig langar að benda öllum sem vilja sjá með eigin augum á þetta myndband hér og hvet um leið fréttastofur landsins til að sýna þetta myndband óklippt í fréttatímum sínum. Um leið gefst þeim sem hafa farið um bloggheima og kaffistofur landsins með hrópum og köllum um skrílslæti og ofbeldi þeirra sem mótmæla tilefni til að biðja þetta fólk afsökunar á ummælum sínum.

Ég lýsi hér með aðdáun minni á þessu flotta fólki og lögreglunni. Þið voruð okkur öllum til sóma. Ef þetta unga fólk sem þarna var saman komið er framtíð okkar hef ég ekki áhyggjur. Ég hef hins vegar þungar áhyggjur af þeim öflum sem sitja fyrir því að breytingarnar sem við viljum sjá verði að raunveruleika.

Svo sendi ég samstöðukveðjur til allar manna sem mótmæla og þora að standa gegn óréttlætinu og spillingunni sem hér viðgengst...við skulum hvergi hvika!!!!

Motturnar mega svo liggja eins lengi og þeim sjálfum hugnast.

 

Það er linkur beint á myndbandið í athugasemd númer tvö!!!Wink

 


Ég fæ hjartslátt bara af því að hugsa um 1. desember, afmælisdaginn okkar.

Ég er að hugsa hvort það komi nógu margir gestir í afmælið okkar...nógu margir til að afmælisbarnið muni lifa og geta glaðst yfir gjöfunum sínum. Hvað verður í afmælispakkanum? Lýðræði, réttlæti, mannréttindi og manngildi eða.....meira af því sama og við höfum þurft að horfa uppá undanfarið. Rotin spilling, hroki, undanbrögð, rányrkja og lygar?

_dsc0030

Oh hvað ég vona að það verði margir gestir í afmælinu í dag og komi með góðar gjafir sem munu breyta framtíðarsýninni úr myrkri yfir í ljós. Já ég bara vona og vona meðan ég finn til hlýjustu fötin mín og set von í hjartað. 

Og ég vona að þú komir líka á Arnarhól í dag klukkan 15.00 og sýnir samstöðu með kaldri og þjáðri þjóð þinni.

Við verðum að sýna Samtöðuna svo skýrt að ráðamenn velkjist ekki í vafa um hver vilji okkar og von er fyrir framtíðina. Velkist ekki í vafa að við erum valdið.

Við!!!

 

p.s Endilega lesið nýjustu færslu  Rakelar bloggvinkonu minnar.

www.raksig.blog.is


Í föðurlandið fyrir föðurlandið!!

Ég fékk lánað föðurland úr ull til að klæðast í dag þegar ég fór til að mótmæla á Austurvelli. Það var nístandi kuldi úti og eins gott að búa síg vel svo Kári kallinn klipi ekki of fast í lærin á konu með sínum ísköldu krumlum. Ég tók líka með mér pottlok og sleif og lamdi svo fast í pottlokið að sleifin brotnaði en það gerir ekkert til... ég á fleiri.

Ég ætla ekki að segja ykkur  hvern ég var að hugsa um að rassskella  þegar sleifin brotnaði en leyfi ykkur að geta sjálf.

Þar sem ég er andofbeldissinni og vil ekki sjá ofbeldi..mæli ég eindregið með því að fá útrás á pottlokum.

En talandi um ofbeldi þá finnst mér samt alveg nóg komið af ofbeldi gagnvart þjóðinni. Við þurfum nú að þola gífurlegt efnahagslegt ofbeldi, viðskiptalegt ofbeldi, félagslegt ofbeldi, andlegt ofbeldi og sumir jafnvel piparúðaofbeldi  og þegar við söfnumst saman á Austurvelli til að bera hönd fyrir höfuð okkar og hrópa laugardag efitir laugardag eins hátt og við getum þúsundum saman..."Ekki meir Geir..plís ekki meir Geir" þá beitir hann okkur bara enn meira ofbeldi sem er samskiptaofbeldi og skellir skollaeyrum við kröfum okkar.

Svo þorir sumt af því fólki sem er beitt öllu þessu ofbeldi alla daga árum saman ekki að mæta á Austurvöll af ótta við ofbeldi??  Ég verð að viðurkenna að ég botna ekkert í sumu fólki.

untitled8i

En föðurlandið gerði sitt gagn fyrir föðurlandið i dag og mig langar að smella brennheitum kossi á kaldar kinnar allra mótmælenda um leið og ég tek í kaldar hendurnar þeirra og þakka fyrir samstöðuna í dag. SMJÚTS!!Kissing

Einn góðan veðurdag í framtíðinni... já í sól og sumaryl minninganna...munum við geta horft til baka og verið stolt af því að hafa staðið saman í nístandi kuldanum og mótmælt órettlætinu og ofbeldinu. Og það sem meira er . Við munum geta horft framan í börnin okkar og barnabörnin okkar án þess að skammast okkar. Og þá skiptir ein skitin trésleif engu máli. Bara alls engu.


Slétt, brugðið, mér er brugðið og það er ekkert slétt né fellt í þessu þjóðfélagi.

Hér sit ég í hlýjunni við ljóstýru og prjóna af kappi.  Ég er að prjóna mér svarthvítan yrjóttan mjúkan trefil sem á að halda á mér hita í öllum mótmælunum sem framundan eru.

Skjaldborgin utan um Alþingi í dag klukkan 12 á hádegi, Mótmælin á Austurvelli  n.k laugardag og svo mótmælin mánudaginn 1. des á Arnarhóli klukkan 15.00   Eins gott að eiga góðan trefil fyrir allar þessar útisamkomur með vaknandi íslendingum sem vilja ekki láta koma fram við sig eins og fífl lengur.

Það er eitthvað svo róandi og gott við það að prjóna.  Það ólgar í maganum á mér byltingarúmba og hjartað slær taktinn við lýðræðisþránna og ég nota tímann til að láta hugann reika og hugsa mitt. Slétt brugðið, slétt brugðið.  Vinkona mín í englandi hringir reglulega til að athuga hvort ég hafi nokkuð verið handtekin. Hún hefur áhyggjur af þessu brölti mínu og segir það alvöru mál að reyna að koma ríkjandi stjórnvöldum frá. Ég brosi bara góðlátlega út í annað og segi henni að það sé engin hætta á að svona friðsöm húsmóðir eins og ég verði tekin af löggunni....ég standi bara með mitt mótmælaspjald og mótmæli friðsamlega þó það ólgi í mér óréttlætistilfinningin og reiðin yfir því hvernig farið hefur verið með þjóðina mína og mig. 

Hún segir að þeir safni af manni myndum og geymi..skrái vel og vandlega hverjir séu í andstöðu og hljómar bara eins og spennandi söguþráður í tékkneskri byltingarbíómynd.

Svo heyri ég af því að sumum bloggum sé lokað vegna tengsla þeirra við kjosa.is, Bjarni Harðar talar um ósýnilega valdaklíku á bak við framsóknarflokkinn sem stjórni þingmönnum og Sigurður Bankstjóri er sveittur í Lúx að reyna að kaupa og koma undan skilst mér. Leyndóin farin að leka út í samfélagið og spillingin augljósari með hverjum deginum og stjórnin situr sem fastast og ætlar engu að breyta...hlær með hroka að fólkinu og kallar það "ekki þjóðin".

Slétt brugðið, slétt brugðið. Eins gott að eiga góðan hlýjan trefil fyrir verkefnin framundan. Þau eru mikil og mörg og ein svona húsmóðir skiptir máli til að vekja upp lýðræðið..rétt eins og þú. Hver og einn sem skipar samstöðuna skiptir miklu máli. Svartur og hvítur yrjóttur trefill... það er gott að finna ylinn um hálsinn því nógu oft fer ískaldur hrollurinn niður eftir bakinu  þegar grímurnar falla og hið raunverulega andlit valdaklíkunnar kemur betur og betur í ljós.  

Slétt brugðið..slétt brugðið..

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband