25.1.2007 | 23:32
Eitt orð fyrir svefninn
Eftir annasaman dag er bara eitt sem situr í huga mínum.
Að leggjast á koddan sátt við Guð og menn og trúa því að þegar sólin kemur upp á morgun kemur hún upp með dagsbirtu og von. Að allt sem í dag gekk ekki upp verði leyst og lagað meðan þú sefur.Settu óskina þína út og treystu að hún verði þinn veruleiki.
Þessi veröld er nefninlega troðfull af kraftaverkum hvern einasta dag. Það er bara þitt að sjá það og njóta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.1.2007 | 20:11
Amma breytir heiminum!
Rosalega langar mig til að fara út í heim og laga hann svolítið til þegar ég horfi á þig litla mannvera.
Hreinsa burtu allt það ljóta og hörmulega og setja bara niður blóm og eplatré svo þú getir notið þessarar jarðar. Biðja allt mannfólkið sem á eftir að verða á vegi þínum um að sýna þér allt það besta sem býr í þeim og lýsa upp tilveruna þína með umhyggju, skilningi og gæsku.
Æ já. Það er stórt hlutverk að vera amma. Það hreyfir við hjartanu í manni og mann langar svo mikið að geta fært fjöll og búið í haginn fyrir ykkur litlu mannverur. Í þínu lífi ætla ég að leika hlutverk góðu álfkonunnar og segja þér skemmtilegar og fallegar sögur sem gefa þér kjark til að verða allt það besta sem í þér býr. Og baka handa þér pönnukökur og prjóna hlýja flík.
Jamm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.1.2007 | 11:26
Þið þarna bloggarabrjálæðingar
..nenniði að hægja aðeins á ykkur????
. Ég sit hér sveitt við að skrifa mjög merkilega pistla svo ég geti fengið að vera á forsíðunni á Moggablogginu í smá tíma en þið eruð alltaf að eyðileggja þetta fyrir mér. Það eru nú takmörk fyrir hvað maður getur fengið margar góðar hugmyndir til að skrifa um á dag!!!!! Nú er ég t.d búin að skrifa um íslenska tilfinningatréhesta, grenjuskjóður,guðdómlega snjókomu í útlöndum og mína innri fegurðardís og mér finnst það bara nóg í bili og að það ætti nú að halda mér á forsíðunni a.m.k fram yfir hádegi.
En nei..þið þurfið svo mikið að troðast og láta á ykkur bera að ég dett mjög fljótt út. Og svo eruð þið ekki einu sinni að skrifa neitt skemmtilegt. Bara röfla allir um það sama og halda að það sé eitthvað spennandi. Pólítík???
Dettur ykkur ekkert skemmtilegra eða frumlegra í hug..ha? Það er búið að þrasa um pólitík í mörghundruð ár og hún hefur ekkert batnað þrátt fyrir það. Og svo verðið þið vinsælust og takið allt plássið hérna. Skil þetta bara ekki!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.1.2007 | 10:43
Guðdómleg snjókoma og innri fegurðardís
Þegar maður er íslendingur á útlenskri grundu þar sem næstum aldrei snjóar fer um mann sælu og gleðihrollur þegar það kemur snjór. Og akkúrat núna falla til jarðar dúnmjúkar snjóflögur og minna mig á landið mitt. Er ekki merkilegt að engin þeirra er eins? Að hvert einasta snjókorn er einstakt í lögun og hefur sitt munstur?
Alveg eins og við mennirnir. Algerlega einstök eintök hvert og eitt einasta okkar. Ég er t.d alveg einstök kona. Það er engin önnur mannvera nákvæmlega eins og ég til í allri veröldinni. Reyndar var fólk að rugla mér saman við Ellu Sveins á stöð 2 forðum daga en það telst ekki með.
Sá einu sinni myndir af snjókornum sem maður tók sem hafði ferðast um allan heiminn í yfir tuttugu ár og hann hafði ekki fundið eitt einasta sem átti sér tvífara í sjnókornafjölskyldunni. Þetta voru fallegar myndir og minna um margt á vatnsdropamyndir Emotos.
Vissuð þið að vatnið breytir sér eftir því hvernig þú hugsar til þess og hvernig orka er í kringum það? Bregst meira að segja við orðum og tónlist? Og þar sem að uppistaðan i okkur sjálfum er að mestu vatn þá er eins gott að hafa hemil á því hvað maður er að hugsa og segja. Ekki vill maður vera með eitthvað gruggugt skrímslavatn innan í sér? Þess vegna hef ég nú tekið upp þann góða sið að tala fallega við vatnið í sjálfri mér og hugsa bara fallegar og jákvæðar hugsanir til hennar einstöku mín.
Og ég ímynda mér að ég sé að taka stökkbreytingum hið innra og breytast í stórkostlega fegurðardís. Ég meina það getur bara ekki annað verið þegar ég kyrja t.d í hvert skipti sem ég fer í bað orðin...fegurð, heilsa, hamingja, kærleikur og jafnvægi. Og ég bíð spennt eftir að þessar innri breytingar nái alla leið í gegnum skinnið á mér og birtist í mínu ytra formi líka. Þann dag set ég inn stóra mynd af mér á bloggið mitt svo þið getið kommentað á hvað allt svona virkar dásamlega vel.
Bloggar | Breytt 28.1.2007 kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2007 | 09:14
Íslenskur tilfinningatréhestur og breskur táradalur
Ji hvað konur gráta mikið hérna. Yfir öllu og alls engu. Svei mér þá. Mér líður bara eins og tilfinningaheftum tréhesti meðal þeirra og get ekki fyrir mitt litla líf kreist fram tár þeim til samlætis.
Fór með vinafólki mínu á kaffihús um daginn þar sem við hittum dóttur þeirra hjóna sem var að koma úr fyrstu sónarmyndatökunni. Gleðilegur atburður. Öll fjölskyldan grét og snýtti sér í kaffihúsasérvíetturnar. Ekki ég. Bara brosti og þurrkaði mér um munninn með sérvíettunni minni.
Mömmurnar á skólalóðinni eru svo alveg í sérflokki. Einn drengur kom úr skólanum með marblett á enninu. Móðirin tók andköf og hágrét. Gat varla spurt soninn hvað hafði gerst fyrir ekkasogum.
Eða þegar börnin sýna leikrit eða syngja saman fyrir okkur mæður. Það er sko táradalur.Maður heyrir varla í krakkagreyjunum fyrir snökti og verður hreinlega votur í fæturnar.
Og þetta gera grenjuskjóðurnar hvar sem er og hvenær sem er um hábjarta daga og skammast sín ekki neitt. Og þegar ein byrjar þá er þetta eins og með beljurnar og pissustandið á þeim. Allar konur sem eru viðstaddar byrja að gráta líka. Nema ég. Þeim finnst ég svakalega sterkur karakter.
Ekki að mér finnsit eitthvað að því þegar fólk grætur. Það er bara hollt og gott fyrir sálina að gráta. Líka fyrir karlmannssálir. En það má alveg vera alvöru ástæða fyrir því að kreista fram tár. Eins og t.d fallegur söngur. Þá getur íslenski tréhesturinn sko grátið.
Snökt.
Lét meira að segja næstum glepjast forðum daga þegar mér var boðið á samkomu hjá Krossinum. Þegar ég grét yfir söngnum þá héldu allir að ég hefði frelsast.
Og sumt í veröldinni er bara sorglegra en tárum taki og því sýg ég upp í nefið og harka af mér staðráðin í því að einn góðan veðurdag muni ég finna lausnir sem munu leysa vandmál okkar mannanna í þessum táradal. Þann dag mun ég sko gráta hátt og í dagsbirtu.
Bloggar | Breytt 28.1.2007 kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 25. janúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari