29.1.2009 | 11:11
Súrealískur veruleiki eða bara vondur draumur??
Nennir einhver að vekja mig..mig er að dreyma eitthvað svo undarlega og óhugnanlega.
Sigmundur Ernir var í útvarpinu og sagði að honum þætti gaman að smíða og nú vill hann fá að smíða "þjóð" og er leiður yfir að hafa ekki getað staðið betur með mótmælendunum sem hann laug uppá á gamlárs vegna þess að vondu vinnuveitendurnir hans gerðu hann svo klofinn.
Og Samfylkingin sem hefur verið elt á röndum með orðunum vanhæf ríkisstjórn og sterkar kröfur almennings um gegnsæi og spillinguna burt, er að spá í að setja mann sem er fastur undir borði sem Dómsmálaráðherra og svo flýgur lítill fugl í kringum húsið mitt og syngur um það að efnhagsbrotadeildin hefur ENGIN mál til að rannsaka og rannsóknarnefndin sem skipuð var fyrir jól má ekki byrja að rannsaka og vinna fyrr en 1. mars.
Ofan á þaki seðlabankans situr svo úfinn þurs og hlær og prumpar til skiptis á þjóðina þegar hún reynir hvað eftir annað að lyfta hans þunga rassi af bankanum..en í hvert skipti þyngist þursinn meir og meir og það fara að vaxa leyndarmál um alls kyns menn og auðmenni í hárinu á honum. Og hann les ljóð upp úr svartri vasabók um land og þjóð sem einu sinni var.
Þá voru sett lög um að ekki mætti hreyfa við honum í 7 ár af besta vini hans sem leikur Shrek í Hollywood. Þá önduðu nú margir léttar en á meðan var fólkið sem missti vinnuna tekið og breytt í krónur á seðlabankastéttinni sem hinir löbbuðu á allan daginn sem voru með vinnu..vinnu sem var ekki hægt að hætta í.
Einhversstaðar í bakgrunninum á öllum þessum martraðarkenndu atriðum heyri ég svo Steingrím Joð hvísla.".langtímastjórn, langtímastjórn..við erum komin til að vera" og við mótmælendur förum að hágráta og segjum..Já en við vildum alvöru breytingar og hvað með lýðræðið? Við viljum ykkur ekki..við TREYSTUM ykkur ekki.
Og þá sprettur Ingibjörg fram með bláa gimsteina kórónu styður sig við þernu sína og segir...
Æ góða hættu þessu væli þú þarna ekki Katrín....við erum búin að gulltryggja okkur og okkar spennandi og skemmtilegu framtíð.
Ungi fallegi framsóknarprinsinn sem allir héldu að hefði óvart dottið inn af götunni og verið kosinn því hann hefði svo hlýlegt bros og mjúkar kinnar var með valdaklíku framsóknar í vinstri vasanum og hún byrjaði að klifra um allt og festa niður valdatákn um alla veggi með nöglum sem á stóð...Auðgildi ofar manngildi.
Og svo hlógu þau og hlógu og dönsuðu í heilögum hring þar sem hver höndin hélt fast í aðra og við þjóðin grétum og grétum og þá kom löggan og úðaði á okkur hvalspiki og Kristján Loftsson skyrpti út sér .."SO WHAT" þegar við báðum hann að bjarga okkur og sagði að landhelgisgæslunnni hefði verið sökkt og að enginn útlendingur myndi neitt vilja með okkur hafa og allra síst bjarga okkur þar sem við hefðum rænt og ruplað, verið lygin og óheiðarleg og drepið öll fallegustu og bestu dýrin í heiminum.
Þá kom Sigmundur Ernir aftur og fór að smíða sjónvarp úr járni sem hann fann við Tónlistarhúsið og vildi fá mig í viðtal um lygafréttir Þagganir og þaulæfða fréttaútúrsnúninga og svo þegar ég gat alls ekki þagað og varð að segja satt um allt varð hann svo reiður að hann klippti kapalinn og fór í framboð án hælsins sem hann og kona hans höfðu búið undir í hálfa öld samanlagt. Setti á sig svarta grímu svo fólkið myndi ekki vita hverjum það væri að greiða atkvæðið.
Ég er föst í þessari martröð og bíð eftir að vakna. Vonandi vekja mig trumburnar, syngjandi pottarnir og pönnurnar og allt fólkið sem angaði af yndislegum appelsínuilmi...fólkið sem trommaði með mér fyrir Nýju Íslandi. Sem trúa því enn að þetta muni takast og íslendingar séu svo vel vaknaðir af vondum draumum að það verði aldrei aftur hægt að telja þeim trú um að það sem er óréttlátt og vont sé réttlátt og gott. Að við vitum núna muninn og gleymum honum aldrei. Aldrei!!!!
Svei mér þá ef grasrótin er ekki bara að vaxa og það um miðjan vetur..það eru farnir að sjást íðagrænir sprotar hér og þar um allt land. Ætli hann Össur viti af þessum vaxandi vonarsprotum?
En hjartað slær hraðar og vonin vex og kannski, já kannski verður þetta allt nýtt á morgun og þá nenni ég að vakna og vinna og taka fagnandi á móti vorboðanum ljúfa. Kosningunum þar sem þjóðin fær öll atkvæðin. Hvert og eitt einasta.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari
Athugasemdir
Getur maður sagt "frábær martröð"? Nei.... líklega ekki. En það má segja skemmtilega skrifuð martröð :)
Linka...þetta verða ALLIR að lesa
Heiða B. Heiðars, 29.1.2009 kl. 11:35
Jæks!! Katrín VAKNAÐU!!
Frábær -máekkisegjamartröð-
Ég er tilbúin á vaktina með pottlok og sleif um leið og þú hóstar!
Hrönn Sigurðardóttir, 29.1.2009 kl. 11:43
Frábær færsla. Linka.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.1.2009 kl. 12:01
Hallló! Ræs! púff! ekki gaman en vel skrifað og mikið til í þessu. Verður það ekki grasrótin sem mun blífa í næstu kosningum?
Arinbjörn Kúld, 29.1.2009 kl. 12:27
Frábært Katrín, ég er alveg sammála þér
Gullvagninn (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 12:31
Skelfileg martröð - flottur pistill !!!
Lára Hanna Einarsdóttir, 29.1.2009 kl. 12:45
Ég get því miður ekki vakið þig af þessari martröð Katrín mín. Því hún er alltof lík sannleikanum, svo það væri eiginlega ekki til neins að vekja þig núna. En eins og þú segir það er fólk sem er að vakna hér og þar af þungum svefni og hefur áttað sig á að það er ef til vill einhver önnur framtíð möguleg en sú sem við búum við núna. Að það er svo margt sem þarf að laga, breyta og bæta sem aldrei verður gert með þessa pólitíkusa vonarbiðla og framagosa við völdin. Svo sofðu aðeins lengur þyrnirósa mín, með vorinu vaknar bæði þráin áhuginn og vonin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2009 kl. 14:02
Mín martröð er eitthvað svipuð.....nema í minni er grasrótin aftur farin að fölna
Sigrún Jónsdóttir, 29.1.2009 kl. 17:06
það bað enginn um þetta, en góður penni að vanda mín kæra
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 29.1.2009 kl. 17:18
Já maður sefur hreint ekki vært þessa dagana...........
Soffía Valdimarsdóttir, 29.1.2009 kl. 17:40
Þetta er með því besta sem ég hef lesið á blogginu. TAKK
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.1.2009 kl. 18:08
Þú segir svo vel frá hörmungum okkar að það er list! En martöðinni verður að linna. Þessi pistill er nauðsynlegur til að minna okkur á að henni er svo langt frá því lokið!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.1.2009 kl. 18:42
Flottur pistill!
Eftir lesturinn langaði saumakonan að draga frá gluggatjöldin, setjast niður og sauma saman nokkrum munnum, vösum og fingrum.
Heidi Strand, 29.1.2009 kl. 21:27
Ég mun halda áfram að tromma með þér.....
Arnar Ingvarsson, 29.1.2009 kl. 21:38
Já, hjartað slær enn í helli sínum.
Lifi fjalldrapinn!
Ásgeir Rúnar Helgason, 29.1.2009 kl. 23:09
Takk fyrir öll comment og undirtektir...nú fer ég að halla mér og láta mig dreyma alvöru góðgæti og yfirgef hér með íslenskan veruleika. Það verður spennandi að sjá hvaða surrealisma morgundagurinn ber í skauti sér..ha?
En grasrótin er hrikalega spennandi og það sem þar er að gerast..vonandi að við fáum nægan tíma til að hún geti sprottið eins og besta gras fram á sumarið.
Það vill örugglega enginn kjósa strax og hafa bara gamla þeytta flokksliðið í framboði? Þá fyrst yrði ég nú döpur og vonlaus.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.1.2009 kl. 23:54
Þetta er frábær bloggfærsla. Já sigur er ekki unninn. Það þarf breytingar á kosningalögum, ég hefði helst viljað sjá utanþingsstjórn fram á haust skipaða hagfræðingum erlendum sem innlendum og góðan ættfræðing í ríkisstjórn.
Gylfi Þór Gíslason, 30.1.2009 kl. 06:58
Það verða sko flott mótmæli á morgun á Austurvelli söngur og ræður og engin að gefast upp fyrr en þeim breytingum er náð sem við stefnum að öll sömul. Það má alveg fanga þeim áfngasigri að sjálfstæðisflokkurinn er kominn frá völdum og nú er bara að huga að næstu skrefum. Þjóðin er allavega glaðvöknuð og verður seint svæfð aftur. Hugarfarsbreytingin og meðvitundin verða verðir okkar hér eftir.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.1.2009 kl. 11:15
Þetta er með því betra sem ég hef lesið í nokkra daga. Ég virkilega hélt að það væri búið að heilaþvo alla sem tóku þátt í mótmælum undanfarna mánuði. En er von um að nokkrir trúa ekki þessari vitleysu sem verið er matreiða ofan í okkur. Ég vil og ég mun mæta og mótmæla á morgun. Ég vil lýðræði, ég vil réttlæti.
Þórður Möller (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 18:14
Takk Fyrir að vera til Katrín
Auðvald er vald yfir þrælum
140 milljarða halli
Enginn leiðtogi sem getur sagt við þjóðina að við höfum ekki lengur efni á þessum gríðarlega launamun sem viðgengst hér á landi.
Við höfum ekki efni á milljón+ kr mönnum við bara berum það ekki.
Enginn ætti að hafa hærri laun en tvöföld lægstu laun.
en svoleiðis launakerfi er enn við lýði hjá sjómönnum.
Tóm Ráðamanns Höfuð Hvert sem maður horfir
eða ég er kannski bara einn veikur af hroka
Lifi Mótmæli þau eru lækning spillingar
Við erum öll bræður og systur en kunnum ekki að skifta með okkur gæðam það týndist einhvernstaðar
Baráttukveðjur
Vakandi Mótmælandi
Æsir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 00:06
Ég hef verið að velta því fyrir mér lengi hvað varð um þá Katrínu sem ég kynntist í bloggheimum fyrir löngu síðan?? ég þekki þig ekki fyrir sömu mannesku og velti því mikið fyrir mér hvað gerðist í lífi þínu? hvað var það sem breytti þér svona mikið??? ekki það að mér mislíki þú sjálf, heldu bara meira það að mér líkaði svo vel við þá Katrínu sem ég kynntist frá Engla landi. Óska þér alls hins best.
Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2009 kl. 01:08
Martröð er rétta orðið. Þetta er eins og að vera stiginn inn í aðra veröld og maður uppgötvar einhverjar furðuverur sem hafa úrkynjast á einhvern undarlegan hátt. Græðgi þeirra er endalaus og þrátt fyrir gnótt gæða vilja þær ekki skilja neitt eftir handa hinum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.1.2009 kl. 01:31
Gangi þér vel á Austurvelli í dag! Miðað við það hvernig þú ert farin að skrifa þá efast ég ekki um að ræðan þín verður flott
Rakel Sigurgeirsdóttir, 31.1.2009 kl. 05:07
Það eru margar hliðar á mér eins og öllum manneskjum en ég er enn sama manneskjan og ég hef alltaf verið. Maður verður að bregðat við því sem er að gerast í kringum mann hverju sinni. Þegar ég var í englandi bjó ég við skógarjaðarinn og allt var ljúft og rólegt og fallegt..svoleiðis er lífið eða raunveruleikinn sem við blasir ekki núna og mér er verulega misboðið hvernig farið hefur verið með þessa þjóð og mér er verulega misboðið að draumum mínum og barna minna og framtíðarvonum hafi verið rænt af græðgispúkum. Að þessi forni hugur sem stjórnast af græðgi og sérhyggju hafi fengið yfirráðin yfir fallegri vitund og manngæsku og hlekki okkur í helsi og skuldafjötra.
Ég stjórnast bara af hjartanu og innri sannfæringu og það er mín sannfæring að okkur beri að standa vörð um hvert annað þegar á okkur er ráðist.
Ég hef ekkert breyst..ég hef alltaf verið svona og verð vonandi alltaf svona.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.1.2009 kl. 09:39
Og ég trúi því innilega að ef við tökum hondum saman getum við breytt en breytingarnar munu ekki gerast af sjálfu sér. Ef engin hefðu verið mótmælin og engar trumburnar og engin skrifað um þetta á bloggum sínum..þá væri allt eins og áður og ekkert fararsnið á neinum spillingarvörgum því þeir myndu eftir sem áður halda að við værum bara sátt. Það þarf að hreyfa við hlutum..og kærleikur er máttlaus ef honum fylgir enginn kraftur og kraftur er ekki öflugur nema honum fylgi kærleikur. Svo að það er hægt að vera bæði
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.1.2009 kl. 10:34
Það væri líka allt við það sama ef ekki væri fyrir fólk eins og þig
Rakel Sigurgeirsdóttir, 31.1.2009 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.