Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Athugun 19

224

Hvað sérðu í þessari mynd?

Vinsamlegast setjið inn athuganir ykkar,hugmyndir,

 áhrif eða ímyndir í athugasemdir hér fyirir neðan!!!


Hvað er það sem þú átt erfiðast með að trúa???

Ég hef óendanlegan áhuga á öllu sem viðkemur mannlegu eðli og lífi á öllum sviðum. Þá er ég lika að tala um svið sem eru ekki öllum sýnileg eða skiljanleg. Við búum í margvíðri veröld og þar má finna margt skrítið og skemmtilegt. Ég er að setja saman mína eigin frásagnir af furðulegum, ótrúlegum og skringilegum atburðum og uppákomum sem hafa gerst í lífi mínu. Sumt tel ég mig skilja og skynja hvernig það gat gerst en sumt veldur mér töluverðum heilabrotum og vekur upp margar spurningar. Sumar af þessum sögum hef ég sett hér á bloggið mitt og greinilegt að sumir sjá og skilja á sinn hátt og aðrir hafa allt aðra sýn. Það er auðvitað bara eðlilegt og gangur lífsins að við komum að málefnum og viðfangsefnum frá okkar eigin reynslu, upplifun. menntun, menningu, uppeldi og svo mörgu öðru sem hefur mótað sýn okkar og skilning.

 4

Nú langar mig að spyrja lesendur...Hvað er það ótrúlegasta sem þú hefur orðið vitni að eða upplifað? Og í framhaldi af því, hverju áttu erfiðast með að trúa?? Trúir þú á kraftaverk t.d.  Trúir þú að við lifum eftir dauðann?

Trúir þú að það séu til englar eða djöflar...hjálpendur og leiðbeinendur?  Álfar og huldufólk...að við getum heilað hvort annað eða okkur sjálf og þá hvernig? Hvað er þessi orka sem allir eru að tala um og hver skapar hvað? Erum við leiksoppar duttlungafullra örlaga eða sköpum við okkar eigin raunveruleika? Eru takmörk fyrir því hvað mannveran getur skilið um sjálfa sig og er um við kannski miklu meira og stærra en við höldum?

Höfum við í raun ótakmarkaða möguleika?

Hvernig sjáum við heiminn og okkur sjálf í  honum? Er þetta dimmur, grimmur og dökkur pyttur þessi veröld eða skínandi gimsteinn í alheiminum??

Að trúa á eitt útilokar það endilega að geta líka trúað á annað?? Þetta eru margar og stórar spurningar og þið þurfið ekkert að svara þeim öllum...megið bara segja það sem ykkur finnst um það sem þið viljið tjá ykkur um.  Sumt af ofantöldu,allt eða ekkert. 

 Ég vil endilega hvetja til þess að hér verði gefið pláss fyrir hvern sem er að tjá sig án þess að fólk fari að gera lítið úr annarra manna raunveruleika og sýni hvert öðru virðingu og umburðarlyndi í þessum umræðum. Þrasgirni og þrætur skila aldrei neinu.

untitled26

Það er bara svo hollt að velta fyrir sér öllum sköpuðum hlutum. Tek eftir orðum eins kennara míns sem sagði alltaf..."Þegar þú mætir nýrri hugmynd eða hugsun segðu þá ekki NO!! segðu heldur OH???

Það er mjög mikilvægt að lifa með spurningum sínum.

Búðu til pláss hjá sjálfum þér til að hugsa og velta fyrir þér þessu sem þú þekkir ekki  eða skilur ekki og þaðan getur þú tekið ákvörðun um hvort viðkomandi hugmynd hentar þér... eða ekki.

Set hér inn til gamans tvær eldri færslur sem eru um svona uppákomur og sérkennilegar upplifanir.

http://katrinsnaeholm.blog.is/blog/katrinsnaeholm/entry/186239/

 http://katrinsnaeholm.blog.is/blog/katrinsnaeholm/entry/258926

Have fun!!!

 

 


Hvað finnst þér best að lesa???

7

Góða drekaflugan

Þar sem ég sat úti í garðinum mínum áðan og var að lesa The Witch of Portabello eftir Paulo Coelho sem er enn eitt snilldarverkið hans flaug stór drekafluga næstum beint inn í hárið  á mér . Sem betur fer festist hún ekki í hárstríinu á mér..bæði hennar vegna og mín vegna...heldur straukst bara við lokkana rétt áður en hún settist á þakbrúnina. Ég hljóp auðvitað inn og náði í myndavélina þar sem það er sjaldgæft að sjá slíkar flugur í garðinum enda halda þær sig mestmegins við tjarnir og votlendi þessar drottningar.

Til mikillar lukku var hún alveg heillengi á þakrennunni hjá mér og ég náði að festa hana á mynd.

1

Þessi drekafluga minnti mig á yndislega sögu sem gerðist fyrir nokkru síðan þegar vinkona mín ein kom í heimsókn til mín. Hún var að koma úr erfiðum uppskurði og kom í hvíldar og veikindafrí hingað til okkar. Ég tók hana að tjörn við skólann minn sem alveg hreint undurfalleg og full af vatnaliljum. Þar sem við sátum þar undir tré og nutum náttúrunnar sáum við stóra drekaflugu sem var á  sveimi yfir tjörninni. Hún flaug beint fyrir framan vinkonu mína og flögraði þar með sínum silfruðu vængjum beint fyrir framan hana..eins og hún væri að horfa á hana eða reyna að segja henni eitthvað merkilegt.

Vinkona mín var nú fremur smeyk við svona stóra flugu og var ekkert vel við að hún væri að reyna að stara svona í augun á henni. Þetta var í október og laufin á trjánum farin að falla og þau sem voru á jörðinni farin að skrælna. En eins og allir vita...allavega sumir...þá eru dýrin oft að reyna að segja okkur eitthvað og það merkir stundum eitthvað sérstakt þegar dýr kemur í námunda við okkur á sérstakan hátt.

Drekaflugan flaug svo allt í einu niður við fætur vinkonu minnar og settist á jörðina beint fyrir framan fætur hennar og fór að bisa eitthvað við laufin sem þar voru. Okkur til mikillar undrunar vafði hún halanum á sér utan um eitt  skrælnaða laufblaðið og hélt svo við það með afturfótunum um leið og hún flögraði með það upp í tréð og setti svo laufið varlega á trjágreinina innan um öll lifandi og grænu laufin.

Þetta fannst mér merkilegt!!!

Ég er alveg handviss um að hún var að koma með skilaboð til vinkonu minnar um að hún yrði alveg heil eftir þennan uppskurð og myndi blómstra aftur á ný.  Og hún gerir það svo sannarlega í dag.

Er meira að segja ein bloggvinkona mín. Hún gefur sig bara fram ef hún vill.

 

Mér fannst þetta eitthvað svo fallegt og vona að drekaflugan sem var í garðinum mínum hafi verið að koma með svona skilaboð til mín...að allt sé gott.

2

Það er eitthvað svo mikið af dýrum í kringum mig núna..maurar, flugur og risaköngulær eru bara stöðugt að kíkja inn í líf mitt núna eins og sjá má á bloggfærslum mínum undanfarið.

Ég er engin sérstakur skordýraaðdáandi..ég viðurkenni það alveg.

En ég heillast af þeirra heimi og þeim undrum sem maður verður oft vitni að þar.

Verum góð við dýrin.

Heart

 


Til að reyna að gleyma.......

....RISAKÖNGULÓNNI sem hljóp hérna yfir gólfið áðan og passaði ekki einu sinni í glasið sem eiginmannshetjan skutlaði yfir hana og fór með alveg út í enda á okkar garði og henti yfir í garð nágrannans ætla ég að rifja upp gleði dagsins áður en ég fer að sofa.

Eins og þið vitið fékk ég mér göngu með nokkrum skópörum um bæinn. Það skemmtilega var að fólk virtist ekkert kippa sér upp við þessa samferðamenn mína og létu..a.m.k þegar ég sá til...eins og það væri eðlilegasti hlutur að verða vitni að eftirfarandi.

100_3290

Skópör að hanga í trjám

100_3283

Virða fyrir sér list í gamalli steinkirkju

100_3285

Fara með hljóða bæn og kveikja á kerti fyrir hrjáða veröld

100_3293

Og hafa gaman með Jacob sem var þarna á göngu með ömmu sinni.

100_3303

Ganga um á meðal rósa

100_3304

og finna höfgan ilminn.

100_3310

Enduðum svo á kaffihúsinu eftir viðburðaríkan dag og þjóninn kom með kappúsínó handa öllum meðan stígvélin lásu matseðilinn.

100_3319

Höfðum svo sellufund í garðinum. Það rigndi smá en það var allt í lagi.

Þetta var góður dagur.


Ég fékk hugljómun!!

Hvernig gat ég ekki hafa fattað þetta fyrr???

 Þetta er svarið við öllum mínum vandamálum. Auðvitað.

Magnað hvað maður getur verið blindur lengi og svo er svarið augljósara en sjálf sólin. Mig vantar umboðsmann!! Svona manneskju sem er snillingur að finna markað og tækifæri og gera samninga og fá borgað. Lætur hlutina gerast. Hringir og segir.."Katrín Snæhólm....ég er búin að finna leið til að koma þessu og hinu og öllu bara á sinn stað. Þá er hún auðvitað að tala um allar mínar hugmyndir og verkefni og tillögur og tilraunir og málverk, myndir sögur og ljóð...kennslu og kunnáttu. Og ég sit bara heima og vinn og geri allt sem ég elska að gera..skapa og skapa og veit að það er séð um hitt. Öll hálffæddu börnin mín fá heimili og tilgang í veröldinni.

 Maður getur ekki verið góður í öllu.

Hér með auglýsi ég eftir umboðsmanni..ath að orðið umboðsmaður á líka við um konur. Umboðs konu. Helst brjálæðingi með innsæi, kraft og kunnáttu  á öllu þarna úti. Heiðarlegum og mátulega harðsvíruðum. Áhugasamir geta sent mér e mail.

untitlediii

Ahhh...hvað ég hlakka til að hafa umboðsmann.

Næst fæ ég svo busku sem eldar og þvær og fer með krakkana í skólann og endurskoðanda. Það er alveg nauðsynlegt að hafa góðan endurskoðanda. Ég vissi að þetta yrði góður dagur þegar ég vaknaði í morgun. Bara fann það á mér. Hvílik blessun að verða fyrir svona stórkostlegri hugljómun.

Amen!


Að opna sér nýja leið.....

Nú er kona komin heim eftir ævintýralega ferð í bæinn. Meðferðis hafði ég nokkur pör af skóm í pokum merktum Harrods þeirri fínu og flottu verslun í London. Hefði mátt halda að ég hefði verið að gera stórinnkaup á merkjafatnaði fyrir morð fjár. Svo var þó ekki. Ég og skópörin fórum í gamla kaþólska kirkju og skoðuðum listaverk og kveiktum á kerti fyrir heiminn, klifruðum í hundrað ára gömlum trjám og gengum um á meðal ilmandi rósa í kirkjugarðinum. Við hittum líka barn sem lék með okkur og skríkti af kátínu yfir öllum þessum bráðskemmtilegu skóm sem voru til í allt. Lamdi meira að segja frú Mary Poppins í tánna með trjágrein.Hún meiddi sig ekkert enda gerð úr vönduðu og fínu skóleðri frá Ítalíu.

 Seinnipartinn ætlum við svo að bregða okkur aftur af bæ og kíkja á kaffihús og eiga menningarlegar samræður og þaðan förum við hugsanlega í skógargöngu í ljósaskiptunum. Hvað við gerum svo með allt þetta mun bara koma í ljós

Er þetta ekki yndislega fallegt orðtæki í málinu..að koma í ljós!!!

Mitt uppáhald þessa dagana. 

 Komdu í ljós!!!!

untitled76

Þegar ein leiðin lokast ekki örvænta.

 Það hefur opnast leið fyrir nýtt útsýni og aðra leið í staðinn.

Það kemur allt í ljós að lokum.


Epli eða appelsínur?

Ekki allt sem sýnist....

forboðnu eplin

Ég hafði bara ekkert að gera eftir hádegið svo ég skellti mér út að tína epli. "Epli á dag kemur heilsunni í lag" segjum við á íslandi meðan að í englandi segjum við "An apple a day keeps the doctor away"!!! Sumarblíðan og sólin fengu mig til að fækka aðeins fötum enda verður manni bæði heitt við að klifra upp í stóru eplatrén og hrista þau duglega og syngja um leið hástöfum...Vorið er komið og grundirnar gróa..tra la la.

Nýju nágrönnum mínum líst örugglega bara vel á mig því þeir voru allir úti í glugga..samt smá feimnir ennþá því þeir földu sig bak við gardínur og ég sá bara í nefbroddinn á þeim. Gasalega lekker nýju laufin sem maður getur klætt sig í þegar maður er komin úr fötunum. Maðurinn minn kallaði mig Evu.."You Eva Me Adam "sagði hann og blikkaði mig.Wink

Já þetta var bara alveg frábær dagur.

 Svo gerðist nú eitt skrítið og kom þá í ljós að spekingar hafa alveg rétt fyrir sér. "The Wise Guys" kalla ég þá alltaf enda er ég svo léttlynd. Já sko þegar þeir segja að það sé nú ekki allt eins og það sýnist í henni veröld. Að oft sé flagð undir fögru skinni eða að maður eigi ekki að láta glepjast af umbúðunum.

Þessi sannindi eru dagsönn og viturlega mælt. Sjáiði bara með eigin augum. Rosalega var ég hissa. En nú er farið að kólna og ég ætla að fara úr laufblaðinu og skella mér í lopapeysuna mína og gammosíur. Eigið bara gott kvöld öll sömul.

Adam biður að heilsa. Hann er enn með einhvern undarlegan glampa í augum þegar hann horfir á mig. Örugglega laufblaðið sem er að hafa þessi áhrif á hann. Hann er forfallinn náttúrunnandi þessi elska eða þá að hann er svag fyrir konum á hælaskóm. Lengir lappirnar sko.

ekki alt sem sýnist

Þessi færsla var fyrst birt í mars en eins og allir vita týnir maður ekki eplin af trjánum þá. Núna er hins vegar uppskeru tíminn að ganga í garð og því við hæfi að laga stílfæra og endurbirta færsluna og leyfa henni að njóta þess sem rétt er.

 


Dáleiddar flugur, magnaðir maurar og ég alltaf jafn hissa!!!

Nú er ég loksins búin að setja inn myndina af dularfulla flugu og maurabardaganum sem átti sér stað í garðinum hjá mér um helgina.  Vona að það sjáist hvað er þarna um að vera. Ef einhver skordýrafræðingur eða einhver sem veit meira um svona uppákomur les þetta  má sá hinn sami alveg skrifa um það hér og svala forvitni minni.

Myndin stækkar ef þið tvísmellið á hana.

100_3246

Þannig er að ég tók eftir flugum sem voru eins og hangandi á stráum eða grasi í garðinum og flugu ekkert um garðinn. Þegar ég kom nær sá ég að þarna var allveg fullt af maurum sem voru svona tuttugusinnum minni en þær og þeir voru alveg á fleygiferð um allt að draga þessar flugur niður í holur í jörðinni. Það var eins og flugurnar væru hálflamaðar eða dáleiddar..sumar höltruðu aðeins í burtu en voru svo dregnar til baka af maurunum. Það sem er mín spurning er hvað voru þær að hanga þarna á þessum grasstráum og af hverju flugu þær ekki bara í burtu??? Geta maurar bara dáleitt flugur og sagt..."þú getur ekki flogið..þú getur ekki flogið" og flugugreyin bara trúa því og láta þessa iðnu maura draga sig ofan í dimmar holur í moldinni?  Guð má svo vita hvað gerist þarna niðri.

En vá hvað þeir eru skipulagðir og duglegir maurarnir. Eins og hver og einn viti nákvæmlega hvar hann á að vera og hvers er vænst af honum. Algerir litlir snillingar.

Þessari "uppskeruhátíð" mauranna eða hvað á að kalla þessa uppákomu lauk svo nokkrum tímum síðar. Þá sást ekki ein fluga á neinu strái og allt var orðið rólegt. Bara nokkrar litlar holur í moldinni. En mér fannst ég samt heyra ef ég hlustaði vel trumbuslátt og gleðisöngva þarna djúpt úr iðrum jarðar. Segir svo hugur að það hafi verið mauranir sem voru svona kátir með dagsverkið.

100_3245

Ég var bara svo aldeilis hissa yfir þessu öllu saman svo ég tók myndir og ákvað að spyrjast fyrir um þetta mál hér á blogginu. Er það nema von að vinkona systur minnar hafi sagt um mig einu sinni.."Hún Katrín er alltaf svo hissa í framan". LoL

Hvernig má annað vera þegar maður býr í veröld sem er alltaf að koma manni á óvart. 

Ég viðurkenni það fúslega.

Ég er meira og minna steinhissa alla daga.


Uppáhalds eða ekki.....

malverk katrinar 020

Þessi mynd er fyrir mér um tjáningu. Gula ljósið kemur út frá hálsstöðinni og segir það sem þarf að segja. Fyndið að fáum öðrum en  mér finnst þessi mynd sérstök.  Það hefur engin kommentað á hana í galleríinu t.d . Þetta er samt ein uppáhaldsmyndin mín enda eyddi ég óralöngum tíma í hana.

Vatnslitir á pappír.

Man eftir frábærum rithöfundi sem skrifaði bókina "War of art"sem ætti að vera skildulesning fyrir alla sem vilja eiga við Egóið í sjálfum sér....... Höf. Steven Pressfield.

 Hann segir að uppáhaldsbókin hans sem hann skrifaði hafi ekki fallið neinum öðrum í geð. Kannski er það eins með sumar myndirnar mínar. Bara bestar fyrir mig.


Næsta síða »

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband