Leita í fréttum mbl.is

Ég fékk hugljómun!!

Hvernig gat ég ekki hafa fattað þetta fyrr???

 Þetta er svarið við öllum mínum vandamálum. Auðvitað.

Magnað hvað maður getur verið blindur lengi og svo er svarið augljósara en sjálf sólin. Mig vantar umboðsmann!! Svona manneskju sem er snillingur að finna markað og tækifæri og gera samninga og fá borgað. Lætur hlutina gerast. Hringir og segir.."Katrín Snæhólm....ég er búin að finna leið til að koma þessu og hinu og öllu bara á sinn stað. Þá er hún auðvitað að tala um allar mínar hugmyndir og verkefni og tillögur og tilraunir og málverk, myndir sögur og ljóð...kennslu og kunnáttu. Og ég sit bara heima og vinn og geri allt sem ég elska að gera..skapa og skapa og veit að það er séð um hitt. Öll hálffæddu börnin mín fá heimili og tilgang í veröldinni.

 Maður getur ekki verið góður í öllu.

Hér með auglýsi ég eftir umboðsmanni..ath að orðið umboðsmaður á líka við um konur. Umboðs konu. Helst brjálæðingi með innsæi, kraft og kunnáttu  á öllu þarna úti. Heiðarlegum og mátulega harðsvíruðum. Áhugasamir geta sent mér e mail.

untitlediii

Ahhh...hvað ég hlakka til að hafa umboðsmann.

Næst fæ ég svo busku sem eldar og þvær og fer með krakkana í skólann og endurskoðanda. Það er alveg nauðsynlegt að hafa góðan endurskoðanda. Ég vissi að þetta yrði góður dagur þegar ég vaknaði í morgun. Bara fann það á mér. Hvílik blessun að verða fyrir svona stórkostlegri hugljómun.

Amen!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sæki ekki um vegna vantrúar á sölumannshæfileikum mínum. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 14:19

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

það yrði samt fljótlega þannig að umboðskonan/maðurinn yrði að berja frá sér æsta markaðsaðila, gallerí o.þ.h.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.8.2007 kl. 14:30

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æðislegt!!! Bæti hér með á listann..þarf að vera sterk/ur og stór. Svo fær hann auðvitað prósentur af trilljónum og skrilljónum. Maður á alltaf að hugsa STÓRT!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 14:40

4 Smámynd: Alheimurinn

Ég er upptekinn - en er þó alltaf með þér!

Alheimurinn, 28.8.2007 kl. 15:12

5 Smámynd: www.zordis.com

Nauðsynlegt að vera með svona toppmanneskju í liðinu!  Er sér um alla þessa þætti sem við hin getum ekki.  Fagaðilar á hverju snæri til að halda lykkjunni á lofti!

Ég sameinast í bæn með þér !

www.zordis.com, 28.8.2007 kl. 15:31

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Held það hljóti að vera einstaklega gefandi að vera umboðsmaður þinn. Verkin sem þú hefur sett inn á þessa síðu eru BARA flott. Mig langar að benda þér á aðra listkonu, þú finnur linkinn á minni síðu "Vala Ola" þú hefur örugglega gaman af að skoða hennar verk.  Segðu mér myndin hér fyrir ofan, hún er náttl. eftir þig ekki satt? ertu að selja hana og í hvaða stærð, ég er dolfallin yfir henni, veit ekki hvað það er kannski lengdin í henni ofl. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 28.8.2007 kl. 15:48

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ásdís mín nú verð ég að hryggja þig og mig..þessi mynd er ekki eftir mig En þú getur samt alveg örugglega keypt hana af einhverjum öðrum..hehe. Hún er mjög flott..sammála því.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 16:53

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Katrín, afsakaðu að toga í þig að jörðinni. Ég hef verið umboðssali í heila eilífð en vil ekki listaverk (með áherslu á verk). Listamanninum gæti fundist a) verkin sín vera meira virði en markaðurinn vill b) verkin séu einstök og "selji sig sjálf c) umbinn fái allt of mikið fyrir ekkert en selji hægt og illa d) ekki þörf á að búa til seríur (sem markaðurinn vill) heldur eitt verk af hverju e) ekki skapa nákvæmlega það sem flestir vilja kaupa, það er svo plebbalegt.  Þess vegna er ekki offramboð af umboðsmönnum fyrir listafólk.

Endurskoðendur forðast þau líka, því að himinháir reikningar þeirra verða ekkert frekar greiddir frekar en aðrir reikningar listamannsins, sem opnar ekki einu sinni gluggaumslögin. Þetta er harður heimur, það er offramboð af list og aðeins þau framfærnustu sem virðast ná að selja, ekkert endilega þau sköpunarríkustu.

Notaði bloggið og vinstri hluta heilans af og til, sýndi fólki verkin sem þú vilt selja og á hvaða verði. Þá ertu þinn eigin umboðsmaður, færð hlutinn hans og fylgist með verðmyndun. "Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur... ".

Ívar Pálsson, 28.8.2007 kl. 19:03

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já ég sé það núna..ég hefði átt að fara í lögfræðina!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 19:10

10 Smámynd: www.zordis.com

Ívar hefur heilmikið um þetta að segja!  Æj, ekki fara í lögfræðina .... haltu áfram að vera skapandi og "verkin" leita heim. 

www.zordis.com, 28.8.2007 kl. 19:26

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ívar fyrst sendir þú mann út í geim að sveima í kringum plánetur og stjörnur og svo heimtarðu að maður haldi sig bara við jörðina.

Það er ekkert offramboð af list...það eru bara of fáir listunnenndur. Ef maður á tvo peninga á maður að kaupa lúðu fyrir annan þeirra til að lifa og svo listaverk fyrir hinn svo lífið sér þess virði að lifa því. Punktur!!!  Eftir að hafa fylgst vel með verðmyndun undanfarin seinnipart mæli ég með galleríi mínu hér við hliðina þar sem listaverk eru á verði sem markaðurinn vill og vil ég sérstakelga benda á að þarna eru séríur til sölu. Já ég er nú ekki alvitlaus og hef hér með gerst minn eigin umboðsmaður og stjórna með stæl frá plánetunni Venus. Sendið mér sms ef þið viljið díla.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 19:49

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sýndu bara Katrín, sýndu og sýndu! Verkin þín eru svo falleg, þau seljast. Ertu með heimasíðu? Það er ódýrara að auglýsa vefslóð heldur en verkin sjálf .....

Marta B Helgadóttir, 28.8.2007 kl. 20:10

13 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Katrín svarið liggur í því sem þú et búin að segja!!!

Gangi þér vel

Auðveldara að vera með butler og ráðskonu en misheppnaðan umboðsmann á launum

 Just do it!

Guðrún Þorleifs, 28.8.2007 kl. 20:39

14 Smámynd: Þröstur Unnar

Dem, búið að klúðra því. Ætlaði að opna gallerý Akrakot og selja allt á uppsprengdu verði fyrir tí prósent þóknun.

Þröstur Unnar, 28.8.2007 kl. 21:47

15 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þröstur Unnar. Mér finnst þetta doldið gott nafn á Umboðsmanni. Þröstur Unnar..ertu búinn að selja allt???

Fínt, snara þá svona 10 myndum upp á morgun. HVAÐ??? Af hverju ertu farinn að heimta 15 prósent?? Þessar myndir selja sig sjálfar..ég segi það satt!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 21:59

16 Smámynd: Ívar Pálsson

Mér líst vel á svarið þitt, Katrín og þeirra sem eftir komu. Til skýringar þá vildi ég ekki gerast umboðsmaður með listaverk, en nýt listaverka og er umkringdur þeim. Stjörnuspekigreiningin virðist hafa blásið þér í brjóst og er það vel. Þetta er kannski klassísk spurning, hvort er maður örn eða uxinn sem yrkir jörðina? En jafnvel örninn verður að veiða.

Ívar Pálsson, 28.8.2007 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband