Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Sjö hvítar systur bjóða mér heim og ég er þeim ævinlega þakklát.

Ég þarf að fara til strandar og hitta þar Seven sisters...sem eru 7 unaðslegir hvítir klettar sem skaga út í hafið. Þar á ströndinni eru töfrasteinar sem endurspegla liti og munstur í þakklætiskortunum mínum. Listagalleríið í bænum mínum vill fá þau í sölu svo nú verð ég að fara og týna fleiri svona óskasteina sem eiga fylgja þessum kortum.

Þakkarkort

Fyrst gerði ég kortið og svo fann ég steina á þessari hvítu ströndu og bar þá heim í húfu með bleiku silkifóðri. Þegar ég svo sá kortið og steinana saman sá ég að hver steinn átti sér speglun í kortinu og vissi að þau vildu gera eitthvað saman. Í kortið skrifar maður þakklæti sitt fyrir það góða sem í lífi manns er og hefur svo steininn í vasanum til að strjúka og staðfesta með sjálfum sér allt sem gerist daglega og maður getur verið þakklátur fyrir. Svona eins og the gratidude rock í the Secret. Að vera alltaf að segja Takk og takk og aftur takk!

Þau fara saman í sölu eftir helgina og með verður lítil hugleiðing sem ég ætla að skrifa í kvöld.

Ég er og verð ævinlega þakklát fyrir að hafa ímyndunarafl og að fá hugmyndir.

Hvað væri kona án þess???

Heart

 

 


Konur taka sitt næsta skref.....

bitch_goddesses_lg

 

Og hálf veröldin bíður.

Var á svo frábærri myndlistarsýningu þar sem ungur listamaður sýndi myndirnar sínar og þær voru svo innspieraðar af íslenskri náttúru. Hann er enskur en var á íslandi um tíma. Það var interesting að heyra hvað hafði svona mikil áhrif á hann frá heimalandinu.

GreenfeldMasks

Vantar ekki eitthvað mikilvægt inn í þessa veröld??

Var að horfa á fréttirnar sem maður á náttla ekki að gera ef maður vill halda geðheilsu.....en það er allt að verða vitlaust.  Börn að drepa börn...heimskingjar að stjórna og taka ákvarðanir, venjulegt fólk er leiksoppar furðulegra örlagavalda og ekkert ...ég meina ekkert meikar sense!!!!Hversu lengi þurfum við að horfa uppá þetta rugl???

Æ minn haus er ekki að ná utan um þessa vitleysu.

Á ekkert að fara að bjóða uppá ferðir til annarra pláneta.

Ég nenni þessu ekki meir.

Alger bilun!

Elizabeth%201569%20Three%20Goddesses

Ó fagra veröld hvað varð um þig???

Verðum við ekki bara að taka til baka kraftinn okkar og skýra hugsun???

Og hætta að hlusta á framámenn sem hafa ekki vitund né visku til að stýra neinu nema eigin hagsmunum? Sjá ekki út úr sínum eigin heimi???

Eru ekki fréttir niðurdrepandi? Hvað varð um allar fréttirnar af fólkinu sem er að gera gott og vel í þessum heimi?

Ég er alltaf að hitta fólk sem er frábært og er að gera merkilega hluti. Skammist ykkar fjölmiðlar að halda þessari heimsmynd að fólki sem gerir ekkert nema draga niður og búa til ótta. Það hjálpar ekki...Auðvitað þurfum við að vita hvað er að gerast..en við verðum líka að vita ALLT sem er að gerast. Líka um ALLT það góða og það sem gefur von og uppörvun. Fréttamenn sem trúa því að einungis hörmungar séu fréttaefni eru ekki starfi sínu vaxnir. Þeir eru vatn á myllu hins ómögulega og útiloka alla hina góðu möguleika.  Ef fólk hefur enga von hefur það ekki kraft né dug. Og veröld sem skortir það er búin að vera.

Verum góð og hjálpumst að....leysum vandamálin og okkur sjálf úr viðjum óttans.

Verum heil!Heart

untitledangel restinh

Ég verð bara stundum svo þreytt á þessu öllu.

Hvar ertu viska

sem færir á diska

mannkyns

eitthvað ætt?

 

Sko þegar maður varpar út spurningum koma svörin alltaf á einhvern hátt.

Skoðið bara bloggið hjá Prakkara og hlustið á Eckhart Tolle tala um allt þetta þar.

Alveg meiriháttar.

 

 


I am so hot....

Og ég er ekki að ljúga neinu.

I am hot.

Eftir skógargönguna áðan er mér svo heitt að ég er hreinlega sveitt. Það er svo frábært veðrið tuttuguogfimmmstiga hiti og sól. Ljúf blíða bara og framundan skemmtilegur dagur. "Indian summer"

Ætlum að bruna til Lingfield og kíkja á lítinn stað sem ber heitið A LITTLE SANCTUARY og skoða hvað þar fer fram og jafnvel fá að setja nýju bæklingana okkar þar. Get kannski kennt þeim eitthvað um Hinar Kynþokkafullu Móðurgyðjur sem eru að taka yfir á jörðinni núna..ég er svo ein af þeim! HOT!!!

Banner%20Dancing%20GoddessesBA037

Svo er ég að fara á opnun á myndlistarsýningu klukkan 6 hjá syni vinkonu minnar honum Dominic.  Verð að muna að fara í listaspírubúninginn og setja á mig snobbleraugun en samt að vera í einhverju flegnu. Listamenn hreinlega standast ekki gáfur og kynþokka í sömu manneskjunni. Banvæn blanda.

Familían fer á meðan á slúttið hjá krikketinu þar sem foreldrar keppa við strákana..Það er alltaf mjög skemmtilegt að sjá pabbana sem hafa staðið á hliðarlínunni og argað og gargað til sona sinna hernig þeir eiga að spila, hlaupa, grípa og slá..reyna að fara eftir eign fyrirmælum þegar á völlinn er komið. Þá sést það mjög skýrt að þeir sem æpa mest geta ekkert endilega best.

Það hlóp ein risakönguló undan bókaskápnum í gærkveldi. Ég er vissum að þær skilja hvað við segjum. Um leið og einhver segir.."Eughhh..kónguló á gólfinu" þá taka þær á sprett og upphefst þá harðsvíraður eltingarleikur með glasið og indverska matarbæklinginn til að ná ófreskjunum. Alveg sama hvort við tölum íslensku eða ensku.."Oeugghhh.....there is a spider on the floor" og þær taka á sprett.

So nune mine venner skal jeg spige dansk and se and Hör if dem kungelurer skiljer hvad vid snakker. Og þar sem ég er sannfærð um að þær tala ekki dönsku fatta þær ekkert þegar við segjum.."heyjjj....kungeler po golvet" og standa bara grafkyrrar meðan við setjum yfir þær glasið og undir það indverska matarbæklinginn og skutlum þeim yfir í garð nágrannans.

Ég hef líka grun um að þær viti að ég sé að byrja í leshringnum hjá Mörtu Smörtu og co og að ég muni halda mig meira í kringum bókaskápinn á næstunni meðan ég les Lífið er annarstaðar eftir Milan Kundera í stað þess að hanga yfir sjónvarpinu. Og þær hafa heyrt mig æpa af gleði þegar bókin kom með póstinum frá Gurrí bloggvinkou og ákveðið að færa sig um set og gera árásir sínar á mig þaðan. Þessvegna er núna bara nauðsynlegt að tala dönsku svo þær skilji ekkert .

Og ég fer létt með það enda með stúdentspróf í dönsku síðan 19hundruðsjötíu og eitthvað.

Já það er sem ég segi...Jeg er hot.

Hollywood%20Goddesses%202

Vensamlegest skriver dine hugsener pa dansk here for neden


Það eru eins og kampavínsbubblur í hjartanu á mér

Segi það satt það bubblar í hjartanu á mér. Veit ekki hvort það stafar af einskærri hamingju og gleði eða hvort ég ætti að fá lækni til að hlusta hvort það sé nokkuð komið gat á mitt góða hjarta. Ég meina það eru nú takmörk fyrir hvað eitt hjarta getur þolað. Ekki það að tilfinningarnar mínar séu að setja óhóflegt álag á hjartað en það gera heimsfréttirnar. Enda er ég hætt að horfa og hlusta. Sit frekar og hugleiði ljós í alla króka og kima og einbeiti mér að því sem ég vil sjá meira af.....eins og það sé ekki nægileg athyglin á ömurlegheitunum og mannvonskunni?? Já það er bara betra fyrir mitt götótta hjarta að rýna í ljósið um stund.

10189745

Ég er farin út að gróðursetja  Lífsins tré með þér.

Lífsins tré á háum hól, í fjarska sé ég bjarta morgunsól.

Og ég hugsa með mér "Þetta er yndisleg jörð"

Aftur finn ég fyrir kampavínsbubblum í hjartanu.

Best ég panti mér tíma hjá Dr Patel.


Back to normal....Sound of Music!

6

Tónlist hússins leikin fyrir heimaganga.

Einu sinni stúderaði ég áhrif tónlistar á fólk,flugur og plöntur.

Klassísk tónlist hafði þau áhrif á appelsínur þar sem þær voru ræktaðar með undirspilin að það var 25% meira c vítamín í þeim sem fengu klassíska tónlist að hlusta á. Kýr mjólkuðu líka betur með klassískri tónlist.

Blóm brugðust mjög misjafnlega við mismunandi tónlist. Flest þeirra drápust við síendurteknum rokktónum en besta tónlistin fyrir þau til vaxtar var barrokk tónlist og indverskur shítar. Það átti við um öll blóm nema Afrísku Liljuna. Hún dafnaði undir allri tónlist. Algjör töffari sú jurt!!

Tónskáld sem samdi undurfagra tóna undir þakskeggi tók eftir að lítil könguló kom alltaf niður í þræði og hlustaði best á millikaflann í tónverkinu sem hann var að semja. Lét sig svo hverfa eftir þá hlustun.

horpuleikari

Hvaða tónlist finnst þér best að hlusta á???

Og af hverju?

Hvað gerir hún fyrir þig?


Eftir hverju eruð þið að bíða...

kb

.........svörtu kisur???


Bara svona dagur

TCP9642untitledk

Kláraði að lesa bókina um nornina frá Portobello eftir Goelho og bíð núna spennt eftir að Kundera komi í pósti frá íslandi svo ég geti byrjað að lesa með leshringnum mínum hjá Mörtu. Er með óskiljanlegt æðiber í rassinum þessa dagana og uppfull af hugmyndum að flytja eitthvert langt í burtu. Þar sem lyktin er öðruvísi og bragðið af matnum framandi. Svo augu mín sjái eitthvað nýtt og heilinn geti tekið inn annarskonar skilning, eyrun heyrt skringileg hljóð og orð. Og ég er óþreyjufull og get ekki  beðið eftir að fara af stað. Er samt ekkert að fara neitt. Hef ekki hugmynd um hvar þessi staður er sem togar svona í mig núna. Ekki græna glóru. Kannski þarf ég bara að lita á mér hárið með nýjum lit eða fara að ganga í fjólubláu.


Plágur og frægar pempíur

Var að lesa í blaðinu að nú væri geitungaplága að ganga yfir, sú versta í yfir 25 ár. Vegna votviðrisins sem hér gekk yfir í sumar og "indian summer" sem þýðir meiri hita en vanalega núna í ágúst hafa orðið til skilyrði fyrir plágu. Hugsið ykkur svona plágur eins og talað er um í biblíunni þegar óaragardýr koma fljúgandi í hópum, stærri, grimmari og reiðari en nokkru sinni. Og tilbúnir í að stinga og stinga hvar sem þeir komast. Eins og það sé ekki nóg að köngulærnar séu stærri og fljótari??  Og voruð þið búin að frétta um stærsta köngulóarvef sem fundist hefur? Yfir 190 metra breiður. Það er einhvernveginn að verða meira af öllu og allt að verða stærra í heiminum núna. Nema kannski það sem maður vildi sjá meira af .eins og umburðarlyndi, viska, samkennd og skilningur. Samfélög sem hafa þá grunnhugsun að sjá vel um sitt fólk..sérstaklega þá sem minna mega sín.

Ég er ekkert alvarlega hrædd við geitunga en mér líst illa á plágur af öllum sortum. Og mér líka ekki svona hugsanaplágur sem éta upp alla skynsemi og bræðralag og leyfa því að viðgangast á litlum eyjum að þeir sem minnst mega sín, mega mest eiga sig. Það er bara alveg óttalegt að lesa um hvað við erum ekki að skilja hvað skiptir mestu máli. Lesið bara bloggið hennar Þórdísar Tinnu.

Þess má svo geta fyrst við erum að tala um ótta að Johnny Depp fallegasti karlmaður og hæfileikaríkasti leikari á jörðinni er skíthræddur við trúða...honum finnst alltaf eins og eitthvað ógnvænlegt búi á bak við málað andlitið og gervibrosið.

Ætli hann sé þá ekki líka hræddur við flestar Hollywoodstjörnurnar??

images

Mér hefði nú þótt smartara fyrir svona flottan gæja að vera hræddur við eitthvað stórfenglegra en saklausa trúða. Sjóræningja t.d.

bkuntitledpi

Nicole Kidman sem er líka falleg, fræg og hæfileikarík leikkona er hins vegar skíthrædd við fiðrildi.

Fiðrildi??? Hvernig er hægt að vera hræddur við fiðrildi??

Þetta fræga fólk eru bara pempíur af verstu sort.

vk2005b-treasure-island

Og Ophra Winfrey sjónvarpsþáttastjarna er brjálæðislega hrædd við...TYGGJÓ!!!FootinMouth

Til að enda þessa bloggfærslu á jákvæðum nótum þá hefur stærsti demantur í heimi fundist. Hann fannst í Afríku og er metinn á svo mikla peninga að það eru ekki til nægilega mörg núll til að setja fyrir aftan þá tölu. Þegar ég las um þennan merka fund fór gleðibylgja um hjarta mitt og ég hugsaði með sjálfri mér hversu frábært þetta væri fyrir afríkubúa. Nú hefðu þeir efni á að byggja skóla og spítala, fá lyf og mat og hreinlega bara fara að laga til í þessari fallegu heimsálfu sinni og jafna kjörin og bæta ógnarástandið sem víða ríkir. Ég hreinlega gleymdi mér í dagdraumi um hvað hægt væri að gera..en svo mundi ég allt í einu eftir að svona gerast ekki hlutirnir.

 Demanturinn er núna geymdur í bankahólfi meðan eigendurnir eru að hugsa um hvað þeir ætla að gera. Kannski að fjárfesta í einhverju sniðugu. Hlutabréfum eða spariskírteinum Ríkissjóðs.

 Einhverju allt öðru en þvi sem kemur fólkinu þeirra til góða. Því það er þar eins og hér að þeir sem minnst mega sín gleymast alltaf.  Þannig að jákvæða fréttin dó sjálfri sér þegar ég mundi að það er bara eitt sem stjórnar í kringum svona demanta og olíulindir.

 Græðgi... ekki góðvild.

 


Að ganga um lífið á opnum skóm

Er búin að sitja með lappirnar á mér undir mér í sófanum og vona að ég sjái ekki einhverja hreyfingu útundan mér. Og er algerlega örugg eins og er. Engin risakönguló hlaupið yfir gólfið. Fór í kaffi til vinar í næsta húsi sem hefur sama vandamál.  Risaköngulær hlaupandi yrir gólfið!!!

Þar með get ég útilokað að þetta sé einhver persónuleg árás hinna langfættu og búttuðu köngulóa inn á mitt heimili til að gera mér skrekk. ....þær eru allsstaðar!!!!

En svona til vonar og vara er ég í skónum.  Þeir gefa manni smá öryggi...eins og maður þurfi þá ekki að snerta jörðina meðan maður er berfættur og varnarlaus.

Get þá trampað á einni ef hún sýnir sig núna þar sem eiginmannshetjan er ekki í húsi.

En frá köngulóm yfir í annað merkilegra.

252

Skórnir.

Skósagan hefur fengið góð viðbrögð og ég er núna á fullu að taka fleiri myndir og setja saman söguna um þá.

 Ekkert smá merkilegt hvað svona skópör fá mikla athygli.  Það er sem ég segi...Skórnir skapa söguna.

Hverjir eru þínir uppáhaldsskór og hvers vegna???

Á hvernig skóm gengur þú í gegnum lífið??

249

Annars er lífið bara einfalt.

 Það er um opnun.

Þú opnir þig og ég mig. Hafa allt galopið og hætta að felast.

Á einhverjum stað erum við öll eins.

 

 


Orðagjálfur um kvöld

shakespere Viltu eiga við mig orð orð orð orð orð orð orð orð orð orð orð orð orð orð orð orð orð orð orð orð orð orð orð orð orð orð orð orð orð og orð . Þú sem allt veist. Um orð.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 311095

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 119
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband