Leita í fréttum mbl.is

Heft peningastreymi út af skítugum ofni og opinni klósettsetu. Dauđţreytt en alsćl húsmóđir.

Hrikalegt eldhúsiđ hjá mér í dag eftir ađ hafa steikt beikoniđ, spćlt eggin og kreist allan ţennan ávaxtasafa. Ég er bara svo heppin ađ kallinn minn er svo hjálpsamur og skilningsríkur ţegar mér fallast hendur yfir húsmóđurstörfunum. Ţá tekur hann um axlir mér og telur í mig kjarkinn til ađ halda áfram. Ađ ég sé einmitt svo flink í öllu svona og ćtti ađ vera ţakklát fyrir ađ hafa einhverja hćfileika. Ţađ séu nú ekki allar konur svo heppnar svo ég varđ glöđ og byrjađi á fullu ađ ţrífa.

skítugt eldhús 

Og fyrst ég var byrjuđ ákvađ ég ađ ţrífa bakaraofninn líka. Ţađ er sko verk sem ég fresta eins lengi og ég kemst upp međ. En svo sagđi einhver kona í útvarpinu einu sinni ađ ef mađur ţrifi ekki ofninn vel og vandlega myndi mađur verđa blankur eđa peningastreymiđ snarminnka til manns. Ég bara ţorđi ekki öđru en ađ skrúbba og skrúbba ofninn. Rosalegan tíma og krafta ţarf í ţađ ansans verkefni. Var reyndar sniđug og spreyjađi einhverju töfraefni á allar grindurnar og henti ţeim svo í uppţvottavélina og bíđ núna spennt eftir árangrinum. Kallinn er svo yndćll. Kallar fram hvatningarorđ í hverju hléi í fótboltanum og brosir uppörvandi til mín ţegar hann kemur og nćr sér í meiri bjór. Ţađ er sko munur ađ vera vel giftur. Gvöđ..svo mundi ég eftir öđru sem mađur getur sparađ sér peminga á...LOKA klósettsetunni. Ef hún er alltaf opin fjúka allir peningar í burtu. Feng shui frćđin. Ég hentist upp á loft og viti menn! Setan uppi!!! Er ţađ nema von ađ reikningarnir hrúgist upp.  Ég vona ađ hún detti á sprellann á ţessum herramönnum sem hér búa svo ţeir muni eftir ađ setja hana niđur sjálfir nćst. Notađi tímann vel og ţreif klóiđ í leiđinni svo nú er ţađ glansandi fínt.

wc 

Já svona er nú lífiđ gott á laugardögum. Ég get ekki beđiđ eftir ađ komast í bankann á mánudaginn og gá hvađ ég grćddi á öllum ţessum ţrifum. Bćđi ofninn tandurhreinn og klósettsetan niđri. Ég límdi hana niđur međ galdragripi bara svona til ađ fyrirbyggja frekari blankheit. Sé fyrir mér feitan bankareikning og hef lofađ sjálfri mér ađ ţrífa ofninn daglega núna og taka ekkert límiđ af klósettsetunni. Viđ getum bara migiđ í koppa eins og fólk gerđi hérna áđur fyrr. Erum ekkert of góđ til ţess.

Ahhh...ég var ađ tékka á skúffunum og grindunum í uppţvottavélinni. Tandurhreint og glimrandi skínandi hreint allt saman. Núna tekst ţetta hjá mér. Núna getur ekkert komiđ í veg fyrir ađ ég verđi milljónerakona.  Ć ég er svolítiđ ţreytt eftir öll lćtin og skrúbbin og ćtla ađeins ađ leggja mig og muna ađ biđja til Guđs í leiđinni ađ mér verđi fyrirgefin öll lygin sem ég er búin ađ ljúga upp á minn betri helming í ţessum pisitli.

Amen.

uppţvottavelin og eg

Ég bara varđ ađ setja inn gamla fćrslu svo ég fćri ekki ađ blogga um minn raunverulega dag eins og hann var...jeminn eini hvađ ég get sundum bara ekki skiliđ ţađ sem sagt er viđ mig...haldiđi ekki ađ ég hafi bara mćtt á....jussumía. Segi frá ţví síđar ţegar ég er búin ađ jafna mig smá. Ég hefđi betur veriđ heima hjá mér ađ ţrífa.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Fannst ţessi fćrsla eitthvađ kunnuleg....var ađ spá í hvort ţetta hefđi veriđ "minn" dagur

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 1.9.2007 kl. 17:24

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Endurnýting er af hinu góđa. Muhaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2007 kl. 18:01

3 Smámynd: Guđríđur Haraldsdóttir

Frábćrt, Óli er svo hjálpsamur. hahhahaha ... heimta samt skýrslu dagsins ţótt síđar verđi!!!

Guđríđur Haraldsdóttir, 1.9.2007 kl. 18:15

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Feng Shui svínvirkar! Stóru samningarnir komu ţegar ég ţreif fiskabúriđ. Tćmdu geymslurnar. Gefđu gömlu fötin. Listađu upp allar skuldir. Lestu bókina "Clear your clutter with Feng Shui", sem breytir lífi manns. Ţú ert á réttri leiđ, enda í Satúrnusartímabili.

Ívar Pálsson, 1.9.2007 kl. 19:04

5 identicon

Hahahahaha, bráđskemmtileg frásögn.  Vona ţađ verđi hrúga á bankareikningnum á mánudaginn, af peningum meina ég.  Ţú átt ţađ skiliđ ţó ekki sé nema fyrir ţessa frásögn.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráđ) 1.9.2007 kl. 19:27

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

haha frábćr frásögn ég var ađ reyna ađ steikja beikon og egg allt kerfiđ fór af stađ hjá mér. en ţú er yndisleg . Katrín mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.9.2007 kl. 21:51

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Á námsárunum í gamla daga var ég oft illa blönk. Viđ tókum okkur saman 3 nágrannakonur, ein frá Kolumbíu, ein ensk og ég og tćmdum geymslurnar og héldum garđsölugjörning, í sólskini međ fulla risastóra könnu af íste handa gestunum. Varđ skemmtilegt partý og bankareikningurinn fitnađi jú eitthvađ smá. 

Marta B Helgadóttir, 1.9.2007 kl. 22:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 310933

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband