Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Að hvílast í ævintýrum sínum og draumum

vk2007b-kushpillowbook

Ég er að lesa og sofa með einni mjög merkilegri bók.

Les alltaf smá áður en ég leggst til hvílu og læt mig dreyma rest.

Vakna svo endurnærð.


What a wonderful world....

Ég elska sögur úr mannlífinu og hvernig sumt fólk finnur lífstilganginn sinn í gegnum þjáninguna sína og svo "tilviljanir" sem eru ekki til.

Hér kemur ein slík.

Vinur minn einn var þegar hann var 18 ára í skóla og átti þar kærustu sem hann elskaði mest af öllu. Einn daginn sagði hún honum að sambandið væri búið og hann var algerlega miður sín. Fannst bara lífinu lokið og gat ekki fest hugann við eitt eða neitt.  Í sorg sinni ákvað hann að leggja land undir fót og skoða heiminn. Lagði af stað eitthvað út í buskann og vann fyrir sér á bóndabæjum fyrir fæði og húsaskjóli. Leið hans lá víða um evrópu næstu mánuði og ekkert leið honum betur og var alveg týndur í sjálfum sér á þessu einmanalega ferðalagi.

Eina kalda og rigingarsama nótt var hann staddur í Búdapest og hafði engan stað til að sofa á. Sá kvikmyndahús og hugsaði með sér að hann gæti horft á eina kvikmynd og hlýjað sér meðan mesta rigningin gengi yfir. Keypti sér miða og settist inn.

 Kvikmyndin sem verið var að sýna var myndin um Motzart..Amadeus.

181016

Það gerðist eitthvað þegar hann sat þarna blautur, kaldur og aleinn í heiminum að honum fannst. Einhver neisti kviknaði í brjósti hans þegar hann hlustaði á tónlistina, eitthvað vaknaði innra með honum.

Þegar hann gekk út var hann ákveðinn í að verða tónskáld.

Hélt heim á leið og skráði sig í tónlistarnám þrátt fyrir að allir segðu að það væri frekar seint að ætla að ná árangri með því að byrja svona seint. Hefði verið betra fyrir hann að byrja að læra sem krakki ef hann vildi ná árangri. En hann hlustaði ekki.

Þessi innri tilfinning dró hann áfram og hann æfði sig 8 tíma á dag..spilaði og spilaði og æfði sig endalaust. Heltekinn af þessum tónum sem hann heyrði fyrir sér í kollinum.

10111697

í dag er hann frábært tónskáld og vekur athygli fyrir frábærar tónsmíðar sínar. Kennir tónlist og söng. Kenndi mér m.a að syngja og hlusta.

Hann sagði mér að þetta kvöld hefði verið yfirfullt af töfrum og að hann væri sannfærður um að hann hefði verið leiddur inn á þessa sýningu á myndinni. Mörgum árum síðar ákvað hann að horfa aftur á myndina og endurlifa töfrana sem hann varð fyrir. Honum til mikillar undrunar fannst honum frekar lítið til myndarinnar koma. Skildi ekki alveg hvað hefði haft svona mikil áhrif á hann.

Svona er lífið stundum merkilegt.

 Að vera á réttum stað á réttum tíma skiptir öllu. Maður veit aldrei hvað bíður og hvað það er sem kveikir í manni ljós og tilgang.  Það sem skiptir hins vegar máli er að bregðast við því sem hreyfir við manni. Hvernig sem það kemur. Einn af mínum bestu uppáhaldskennurum sem ég hef haft segir allltaf.....

"To be responsible is to respond to what is here now!!!!!

Langaði bara að deila þessari yndislegu sögu með ykkur.

Verið vakandi fyrir því hvað er að gerast í kringum ykkur og hlustið á veröldina tala til ykkar. Það gætu verið mikilvægustu skilaboðin sem þið eigið eftir að heyra á lífsgöngunni og breyta öllu.

AA-GW583

 


Jæja, magapína og fiðrildaveisla

Jæja.

Og aftur Jæja.

 Núna er kominn tími á að segja aldrei aftur jæja.

Jæja er einhvernveginn svona orð sem er sagt í óþolinmæði og þar sem hlutir eru ekki að gerast alveg á réttum hraða.. Svona.."Jæja eigum við ekki að fara að koma" ...eða ´"jæja fer ekki maturinn að verða tilbúinn". Þess vegna á þetta orð ekki við hjá mér lengur. Það er nefninlega ekki eftir neinu að bíða!!!

28

Við erum búin að vera að vinna hörðum höndum að verkefni sem nú fer að líta dagsins ljós. Öll gögn og kynningar verða tilbúin í byrjun september og þá verður verkefnið okkar Óla kynnt. Óli er lífsförunautur og sálufélagi minn. Það er mikið búið að læra,stúdera, þjálfa sig og safna reynslu og þekkingu til að ná þessu marki.  Í meira en 20 ár á fjölda mörgum sviðum.  Og í gegnum besta kennarann...lífið sjálft.

En nú er bara alveg að koma að þessu.  Má segja að við séum að tala um lífsverkefnið mitt/okkar. Er alveg með fiðrildi í maganum sem stafar bæði af eftirvæntingu og smá svona spennu tilfinningu um hvað gerist svo í framhaldinu......er samt búin að sjá fyrir mér í mörg ár hreint magnaða útkomu.

Sem ég trúi einlæglega á að sé einstök og muni hjálpa svo mörgum með svo margt.

Heart

Og ég veit svo í hverri einustu frumu innra með mér að akkúrat þetta er lífið, starfið og ég í einum pakka. Mér líður eins og marmara sem búið er að höggva utan af og í ljós kemur....ÉG!!!!

Tilbúin eftir margar fíniseringar og stærri og smærri lagfæringar á öllum sviðum til að láta ljós mitt skína.

 Magapína.

Hafið þið hugsað um hversu mörg frábær verk urðu aldrei að veruleika eingöngu vegna þess að fólk fékk magapínu af tilhugsuninni einni saman?

32

 Ég er með magapínu og fiðrildi.

Sterka ætlun og titrandi hjarta

Vissu og vongleði

Hamingju og hughreysti

Mig í eigin höndum.

34

Fullskapaða

 

 


Hér gilda mjög einfaldar reglur....

MM127

Vona að þið kunnið öll útlensku Kissing

...og að þið séuð nice!

Getið skilið eftir orðsendingu í athugasemdum af hverju þið teljið ykkur vera næs.

Eða bara farið.

Það er eitthvað ótrúlega unaðslegt að vera pínu hortug stundum...ha?


Það eru 5 yndislegar og ólíkar konur sem bíða eftir ljóði eða sögu um sig

Bara að minna á sögu og ljóðakeppnina sem stendur yfir þar til á miðvikudagskvöld. Ætla að lengja tíman sem þátttakendur hafa til að semja ljóð eða sögu um eina af konunum í færslunni hér neðar á síðunni.

Skrollið bara niður og setjið ykkar framlag í athugasemdir þar. Takk fyrir.

Það eru komnar nokkrar sögur og flott ljóð. Kosning um bestu söguna eða ljóðið hefst svo á miðnætti á miðvikudagskvöld og úrslitin verða kynnt á föstudagskvöld.

VERÐLAUN

Endilega verið með.

Veit að það er fullt af bloggurum sem hafa skáldagyðjuna sitjandi á öxlinni.

Þú velur eina konumynd og skáldar um hughrifin sem hún vekur upp hjá þér. Þetta eru nú svolítið spennandi konur og fullar af leyndardómum og kvenlegum töfrum.

Eigið góðan dag!

 


Eruð þið ekki örugglega að horfa á The shooting stars?

Í kvöld er eitthvað magnað í gangi...inn í andrúmsloft jarðar koma the shooting stars...loftsteinar sem brenna upp í himinhvolfinu. Þetta gerist víst sjaldan en í kvöld er kvöldið sem þetta gerist. Ég er búin að sitja úti í garði í smá stund og nú þegar búin að sjá eina koma inn og brenna upp beint fyrir ofan hausinn mér. Þetta á víst að standa yfir frá klukkan tíu til fjögur í nótt á ykkar tíma. Hér er himininn algerlega heiðskýr og hægt að sjá þetta. Ég er sko farin út aftur að bíða eftir fleiri svona hrapandi stjörnum eða loftsteinum. Vona að þið getið séð þetta líka. Rosalega er þetta spennandi...!!!

10105025

The meteors have been seen in in 1935, 1986 and 1994, according to New Scientist, but are unlikely to be back for another 50 years.

Meteor showers are the result of Earth passing through the trail of matter left behind when a comet approaches the sun, and crumbles and boils under its fierce glare. Most trails are left by short period comets, those that orbit the sun in less than 200 years, and have had a chance to build up into a broad band of shooting stars-in-waiting.

But the alpha Aurigids are almost unique because of Kiess' long orbital period. As it only passes near the sun every 2,000 years or so, its trail of cosmic breadcrumbs is very thin, meaning we pass through it much less frequently. Only one other meteor shower is known to be associated with a long-period comet.

Peter Jenniskens of NASA's Ames Research Centre, who along with Jérémie Vaubaillon at Caltech has calculated that we are in for a show, told NS that the band of debris is also influenced by Jupiter and Saturn's gravity, making it much harder to predict when it will return.

Speaking of short period comets, we must also note that this weekend will see the peak of the Perseid meteor showers. Of course, serious star-gazers will have been watching this show for weeks, but the merely star-curious might want to venture outside on Sunday night and tilt their eyes toward the heavens.

The Perseids are an annual show that begins towards the end of July as the Earth moves into the field of debris left behind by the tail of the comet Swift-Tuttle.

The showers are not expected to be anything like as exciting as in 2004, when we passed through a fresh strand of comet detritus and were treated to around 200 shooting stars every hour. But Reg staffers can confirm that the sky is being brightened, even now*, by the extraterrestrial fireworks, so Sunday night should be worth a look. ®

*Obviously, not in daylight

 


Auðnuspor sandkorns á sunnudegi

"Oehehee..oehhehhhe...ehhe... ehhooo"....Sit hér með sjálfri mér og raula..."og við öldunið um aftanstund að eiga leyndarmál og ástarfund" Svo gaman að hlusta á Álfa og Fjöll.

 Horfi á sængurnar sem sveiflast um í rokinu úti á snúrum. Settar út til að viðra sig og taka í sig nýtt og ferskt loft.  Góða veðrið ákváðum við hér í landi Elísabetar Drottningar að senda yfir til eyjunnar fögru í Norðri svo Gurri bloggvinkona og alvöru vinkona mín fengi einstaka blíðu á afmælisdeginum sínum. Á meðan viðrum við bara sængur og huga í vindblænum sem hreinsar og hressir.

Fór og fékk mér morgun kaffi með Jacqui vinkonu minni. Hún færði mér grænt veski sem var troðfullt af bleikum risarósum úr garðinum hennar. Fallegur grænn silkiborði hélt þeim saman og ilmurinn af þeim er einstakur og ég anda nú að mér rósum alla leið ofan í lungu. Líður eins og alvöru blómarós bæði að innan og utan. Græna veskið passar líka svo einstaklega vel við grænu gleraugun mín og augun sem eru líka græn . Allt er vænt sem vel er grænt segi ég nú bara. Jacqui er yndisleg vinkona..og vináttan okkar er brú tveggja kvenna sem deila sorgum og gleði.

200131177-001

"Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér".....Ég hugsa líka um allt það góða fólk sem hefur orðið á leið minni í gegnum lífið.  Að hver og ein einasta manneskja hafi kennt mér eitthvað mikilvægt og merkilegt. Líka þær sem mér fannst vera að gera mér grikki en voru svo bara að kenna mér mikilvægar lexíur.

200125925-001

Og það er fólk í lífi mínu sem er alltaf að gera mér gott. Sem hjálpar mér að vera ég í mínum bestu sparifötum. Og lætur mér líða vel með sjálfa mig. Er það ekki mikil blessun að hafa svona góða og jákvæða spegla allt um kring sérhvern dag og sérhverja stund? Það minnir mann líka á að vera góður spegill fyrir aðra..að hjálpa þeim að sjá það sem er gott og fallegt við þá sjálfa. Við þurfum stundum svo mikið á því að halda að sjá hvað við erum mikið ljós undir daglega argaþrasinu sem stundum tekur yfir. Og hugsið ykkur...hér á blogginu fær maður svo hrós og ljós í löngum bunum frá bloggvinum og lesendum og hvar sem maður kíkir við er fólk að hvetja hrósa og hughreysta hvert annað. Þessi veröld er svo stór og stundum líður manni eins og agnarlitu sandkorni á ströndu.En með öllum hinum verður maður ströndin sjálf..sandkorn í heild.

nature6

Ég held að við mannverur séum í alvöru að byrja að vakna til vitundar og tilfinninngar um að á einhverjum stað..erum við öll eitt.  Að ég er þú og þú ert ég. 

"Og saman við leiddumst og sungum

með sumar í hjörtunum ungu

hið ljúfast úr lögunum þínum

..ég las það úr augunum þínum".

 


Bloggarar látið nú ljós ykkar skína og semjið sögu eða ljóð um eina af þessum konum.

Jæja..er ekki löngu kominn tími á að við setjumst niður og semjum sögu eða ljóð?

Hér koma 5 myndir af ólíkum konum. Þú mátt velja eina þeirra og skrifa um hana sögu eða ljóð. Besta sagan/ljóðið verður svo valin/valið af bloggvinum mínum og vinningshafinn fær að velja sér eftirprentun af einu verka minna í galleríinu mínu.

kærleiksandiuntitleddfhs

untitledæojph200018877-001eiginkona

Setjið númer myndar með sögunni sem þið veljið að skrifa um sögu eða ljóð. Fyrsta myndin er númer eitt næsta númer tvö og svo koll af kolli.

Sögukeppnin stendur þar til á miðvikudagskvöld, svo verður kosning í tvo daga og úrslit verða svo birt á föstudagskvöld.

Góða skemmtun og látið nú ljós listagyðjunnar skina.

 


Jæja islenskan komin inn og ég farinn að tala eðlilega aftur.

Rosalega hefur tölvan mikið að segja í lífi manns...geymir og hendir eins og henni einni hentar og það þýðir ekkert að rökræða viðð hana eða tala hana til. Gerir bara sitt.

Annars er bara allt gott....langar bara að setja inn einhverja fallega mynd og fá ykkar upplifun á henni. Notast enn við gamlar myndir þar sem hinar eru týndar..eins yndisfagrar og þær voru. En ég veit að það eru svona trilljón aðrar sem bíða eftir að ég finni þær.

10149832

Hvað sér fólk í speglinum sínum?

10149831

Sjáandi allt aftur á bak og áfram og út á hlið!

Svo halda allir að málið sé að sjá beint fram fyrir sig og elta línuna sem allir hinir eru að elta. En hún er ekkert endilega sú eina rétta og liggur kannski bara út í buska sem er bábilja.

Spegill spegill herm þú mér

hvert á land ég fer með þér

og hvar ég fegurst er.

Sýndu mér.

 

 


Dularfulla morgunvaknid

Tad sofa allir ennta herna. Heyrist ekki brak i husinu. Og klukkan ordin meira en tiu.

Uppi sofa ein tengdamamma, tveir orkuboltastrakar og tvaer tiu ara fraenkur i silfurskom. Vid  hlidina a mer sefur svo madurinn sem vaknar alltaf snemma nema nuna.

Tetta er eitthvad dularfullt.......

200195440-001

Nema eg se steinsofandi og allir hinir vaknadir og mig se bara ad dreyma ad eg se ein vakandi og allir hinir sofandi?

Sleeping


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 311095

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 119
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband