Leita í fréttum mbl.is

Hvernig er það með athugasemdir....er ekki bara kurteisi að kvitta fyrir sig?

hjúkka

Vitiði það að ég þurfti að skrópa í fimmtugsafmælinu í kvöld svo ég gæti verið hér og haldið áfram að blogga. Hefði nú hugsað mig  tvisvar um eða oftar hefði ég haft grænan grun um hvert þetta myndi leiða. Hún er nú örugglega ekki mjög glöð afmælisstelpan með skrópið en ég mun bara segja henni á morgun hvað kom fyrir mig. Moggabloggið! Hún jafnar sig vonandi fljótt enda orðin HÁLFRAR ALDAR gömul og þroskuð eftir því.

Ég er ekkert mjög reið eða fúl yfir að fólk sé ekki að kvitta heima hjá mér. Þykir það ekki eðlilegasti hlutur í heimi að fara inn hjá öðrum og fá sér allt sem mann langar í og fara svo bara án þess að spjalla við húsráðanda eða þakka fyrir veitingarnar. Jafnvel þó manni hafi ekki líkað heimabakaða kakan?

Það er bara kurteisi. Og eins og ég sagði áðan er ég ekkert móðguð þó þið nennið ekki að gera athugasemdir. Mun bara refsa ykkur harðlega á minn hátt. En ekki hafa áhyggjur því ég er komin í hjúkkubúninginn minn og mun auðvitað hjúkra ykkur vel á eftir. Svo gestrisin er ég nefninlega og kurteis.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Satt segir þú! Auðvitað er það lágmarkskurteisi að kvitta fyrir heimsóknina - sérstaklega þegar gestgjafinn hefur skrópað í fimmtugsafmæli til þess að halda uppi stemmingunni hérna :)

Björg K. Sigurðardóttir, 27.1.2007 kl. 22:47

2 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Úps... kvitt!

Sveinn Hjörtur , 27.1.2007 kl. 22:54

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jæks! maður þorir ekki  öðru en að láta vita af sér

Heiða B. Heiðars, 28.1.2007 kl. 00:50

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Úps, ég er hérna líka, vaknaði um miðja nótt því að ég fann þetta á mér!

Guðríður Haraldsdóttir, 28.1.2007 kl. 02:50

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þið eruð bæði kurteis og heppin sem kvittuðuð fyrir komu ykkar hér. Ég er búin að vera alveg sveitt í alla nótt og framyfir hádegi að hjúkra hinum sem ekki gerðu svo. Segi bara kalt við þá þegar þeir kvarta að þeir geti bara sjálfum sér um kennt.

Smjúts

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.1.2007 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 310948

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband