Leita í fréttum mbl.is

Hin augljósa bandvitleysa......

Þetta hefur verið meira eins og grunur í fjarskanum. Þessi tilfinning um að það sé verið að leika allt annan leik en borinn er á borðið. Orðagjálfur og plat um að það sé verið að vinna að því hörðum höndum að jafna kjörin og gefa fólki tækifæri til að lifa með virðingu og reisn í þessu samfélagi. Og flest vildum við trúa því að svo væri. Á meðan byggðist upp valdastrúktúr sem tók sér sæti við kjötkatlana og fékk sér að snæða.pig and fruit 2

En augu almennings hafa verið að opnast. Og það sem við blasir er hroki og virðingarleysi við mannfólk sem er í fjötrum kerfis sem hefur búið sig til fyrir sig og ætlar ekki að sleppa tökum af allsnægtaborði sínu. Situr sem fastast og kætist yfir hagfræðilegum árangri sínum. Fyrir sig og sína.

Ég trúi því að það eina sem hefur viðhaldið þessari blekkingu er trú okkar hinna á að þetta kerfi sé að virka. Þegar það svo blasir við hvað er raunverulega hvað..þegar tiltrúin og traustið hverfur mun þetta kerfi ekki geta viðhaldið sér. Getur það ekki án þáttöku okkar og trúgirni.

Núna verðum við að sækja aftur virðingu okkar og stolt og taka til baka landið okkar og auðlindir. Réttinn til mannsæmandi lífs. Bara ekki hægt að loka augunum fyrir því hvers kyns er. Enda eru menn orðnir svo sjáflumglaðir að þeir reyna ekki einu sinni að fela lengur fyrirætlanir sínar. Og þegar maður loksins vaknar upp frá vondum draumi er ekki lengur hægt að draga mann áfram á asnaeyrum. Hef hreinlega ekki geð í mér að afhenda mitt dýrmæta atkvæði til þessa ósóma. Traustið er farið og með því hver einasti virðingarsnefill fyrir þessari augljósu bandvitleysu. Háu herrar. Leiknum er lokið.

pig and fruit


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra katrín flott blogg hjá þér !

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.3.2007 kl. 15:16

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er svo hjartanlega sammála Katrín.  Góður pistill.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2007 kl. 19:59

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er sammála þér katrín mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.3.2007 kl. 20:08

4 Smámynd: Ibba Sig.

Hahahahaha, þú ert orðin pólitík-isti!

Ibba Sig., 20.3.2007 kl. 20:54

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er ekki pólitík...bara heilbrigð skynsemi og ákvörðun um að láta ekki teyma mig með í þessum darraðardansi. Og ég er ekkert að tala um einn flokk hérna..ég er að tala um þetta falda vald sem stjórnar öllu á bak við tjöldin og hefur margskonar andlit til að fela sig á bak við. Á sér talsmann og farveg í hvaða flokki sem er.  Og það er það sem fólk er ekki að fatta...því miður. Ekki heldur þeir sem trúa og eru raunverulega allir af vilja gerðir til að láta gott af sér leiða.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.3.2007 kl. 22:17

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Spillingin í pólitíkinni  minnir mig  alltaf á bókina,  mig minnir að hún heiti The Animal Farm um svínið félaga Napóleon sem stjórnaði öllum hinum dýrunum með harðri klauf eins og einvaldur.

Svava frá Strandbergi , 20.3.2007 kl. 22:40

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Kemur gott á vondann...það er það síðasta sem ég gæt hugsað mér að vera...þingkona sem röflar á sig gat í mörg ár til þess kannski eins að koma fram breytingartillögu á útivistartíma eða eitthvað. Sjáiði Margréti Sigurlaugu sem hefur barist fyrir því sl 4 ár að koma í gegn frumvarpi um að táknmál verði samþykkt sem móðurmál heyrnarlausra. Þetta er mannréttindamál sem skiptir öllu fyrir þennan hóp sem hefur ekki átt sér rödd eða málsvara í marga áratugi. Fólkið sem var rænt réttinum til að tjá sig með lögum og við vitum öll hvaða hörmungar viðgengust í skjóli þess. Eina ferðina enn leggur Margrét Sigurlínfram þetta frumvarp sem snýst um mannréttindi minnihutahóps..réttinn til að tjá sig. Hafi hún þakkir fyrir störf sín og elju. En nei. Háttsettum vörðum lýðræðis eða á ég að segja vörðum bananalýðveldis finnst enn ekki kominn tími til að taka í alvöru tillit til mannréttinda. Allavega ekki þeirra sem geta hvort eð er ekkert sagt upphátt þegar verið er að brjóta á þeim.  Mér yrði hent út öfugri úr þingsölum....hefði eflaust hærra en Steingrímur og get ekki lofað að ég myndi ekki kalla hlutina og suma þarna sínum réttu nöfnum. Nei...það er betra að ég hugsi bara mitt og bloggi bara brot af því. Kannski að það hafi einhversstaðar áhrif á einhvern.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 08:32

8 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Góð lesning Katrín. En er málið ekki það að "við" sitjum hjá. Tökum ekki þátt í þjóðfélagsumræðunni nema við eldhúsborðið og á blogginu. Við erum eins og rödd hrópandans í eyðimörkinni, meðan við nöldrum svona í eigin horni gerist ekkert. Ég ætla ekki að mæla einum flokki öðrum fremur bót, en fólk þarf ekki annað en að fara yfir loforðalista þessarar ríkisstjórnar (ef það hefur ekki  gullfiskaminni) og sjá hverjar eru efndirnar. Það hefur líka verið sagt að það sé sama rass.... undir öllum þessum pólitíusum öll loforðin séu gleymd um leið og þingseta er í sjónmáli og við sitjum bara eftir og hristum hausinn. Í lýðræðisríkjum, eins og við teljum okkur til, ræður meirihlutinn. Þannig hefur íslenska þjóðin kosið yfir sig þann ójöfnuð sem nú ríkir. Gæti verið að við værum betur sett sem dönsk nýlenda?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 21.3.2007 kl. 08:48

9 identicon

Bara í alla staði algerlega ömurlegt. Blekkingin er sú að við höldum að þeir sem eru við völd hafi manngildi og heilbrigða skynsemi að leiðarljósi. Svo er ekki. Þetta snýst allt um vald og peninga ..eins og alltaf. Meðan svo er munu ekki verða settir fjármunir í mál sem varða alvöru velferð fólks og lausnir. Sama hvað flokkurinn heitir..Hvernig var þetta ekki hjá sósíalistunum úti í heimi.....vinstri vígamönnum sem algerlega gengu yfir allt sem gæti heitið mannleg reisn eða virðing gjörsamleg fótum troðin. Þetta afl...þetta hugarfar sem er við lýði hefur nefninlega þegar upp er staðið ekkert með hægri eða vinstri að gera. Það er það sorglega. En þannig er hægt að skapa fylkingar sem berjast sín á milli í stað þess að seimeinast um það sem raunverulega skiptir máli. Sama gamala sagan..og þegar fólk gefst upp á ruglinu og er hætt að ná utan um hvað er hvað brestur eitthvað innra með því annað hvort andlega eða líkamlega.Ójafnvægið algjört. Og þá koma lyfjasölumennirnir hlaupandi með allan þann pakka og byrja að deyfa og svæfa enn meira í stað þess að takast á við raunverulegar orsakir.

Nei....kaupi þetta ekki. Það er enginn raunverulegur vilji til að taka á þessum málum. Sjíð nú heilbrigðisráðherra sem er kona og ætti samkvæmt því að vera mildari og meira í tengslum við hiðmanlega..stelur grimmt úr sjóðum aldraðra sem mega dús í kör um allan bæ. Haldiði að það hafi bara með það að gera að kona er í framsókn??? Úff..ég er hætt...hleypir ólgu í blóðið að tala um þessa heimsku alla. Eigið góðan dag.

katrinsnaeholm (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 10:15

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Eitt enn áður en ég sný mér að léttara hjali sem er heilsusamlegra fyrir geðheilsu konu......

Lausnin er að mínu mati að við höfum grundvallarskilning á því hver við erum. Hver maðurinn er og hvers hann er megnugur. Sviftum af okkur þúsundum alda af myrkri úr huganum og förum að þora að standa með okkur og láta hið innra ljós skína sem viet og skilur að við erum öll eitt. Að það er ekkert einstætt og alveg sérstakt..að allur raunveruleiki okkar er samofinn. Að það sem þú gerir þínum minnsta bróður gerir þú líka sjálfum þér.Hvort sem hann setndur hægra megin við þig eða vinstra megin. ofar eða neðar í virðingarstiganum..karl eða kona..ungur eða gamall skiptir engu máli. Það þarf hguarfarsbyltingu og aukinn skilning. Í skjóli hennar getur ekki svona miðaldamyrkur þrifist á tölvuöld!!! Og það góða er að fleiri og fleiri eru að byrja að skillja þetta ogupplifa. Ég er bjartsýn þrátt fyrir röflið. Bara hreinlega missi mig stundum þegar mér ofbýður. En enn og aftur eigið vakandi og góðan dag elskurnar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 10:25

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

það sem mér finnst furðulegast er að hér er fullt af góðum og frábærum sjálfstæðismönnum, sem sjá óréttlætið allstaðar, en halda samt áfram að vinna með Sjálfstæðisflokknum.  Og halda innst inni að þeir geti breytt einhverju.  Kommon þeir hafa haft 16 ár til að breyta.  En hafa ekki sýnt nokkurn lit á því.  Af hverju ættu þeir að taka upp á því núna ?

Hér eru líka frábærir framsóknarmenn, sem halda að þeir geti breytt flokknum sínum.  En.......... kommon 12 ár ... þeir segja að vika sé langur tími í pólitík. Hvað þá 12 til 16 ár.  Og halda ennþá að þeir hafi trúnað fólksins.  Talandi um nytsama sakleysingja. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2007 kl. 11:18

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra katrin, vid hofum svo líkar hugsanir, thad er alveg yndislegt ! thú ert ég og ég er thú, enhed, det ene liv !

knús og takk frá lejre

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.3.2007 kl. 11:19

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vegna þess Cesil mín..þarna liggur blekkingin og þessi líka furðulega þörf að "Halda með sínu liði sama hvað" Allir flokkar eru bundnir á sama múlinn..raunverulega valdið er ekkert endilega inni á alþingi. Raunverulega lýðræðið er svo sannarlega ekki hjá fólkinu í þessu landi. Meirihlutinn hefur varla nokkuð að segja. Þetta kerfi er hrunið og stendur ekki fyrir það sem það ætti. Við þurfum nýjar lausnir og nýjanhugsunarhátt.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 11:39

14 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- "Háu herrar. Leiknum er lokið!". - Að minni hálfu allavega! Þó ég sjái þá ekki sem neina " Háu herra " Já, leiknum er lokið og við tökum ekki lengur þátt í þessu,  nú höfum við séð í gegnum leikinn - power to the people - Strax!  - Takk fyrir þetta, Katrín Snæhólm Flott hjá þér!!!!!

Vilborg Eggertsdóttir, 21.3.2007 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 311095

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 119
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband